Morgunblaðið - 21.05.1986, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.05.1986, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1986 ■43 Nýr söluskáli opnaður SÖLUSKÁLA hefur verið komið upp við Skeiðavegamótin i Hraungerðishreppi, og var hann opnaður sl. föstudag. Eigandi skálans er Jenný Grettisdóttir. í skálanum eru seldar pylsur, samlokur, kaffi og kökur, öl og sælgæti. Skálinn er opinn frá 7 á morgnana til 1 eftir miðnætti, en um helgar er þó opið til klukkan fimm eftir miðnætti. tgg; • "V'- Nokkur ungmennanna, sem nutu veðurblíðunnar á Geirsárbökkum um hvitasunnuna. Morgunblaðið/Bemhard Borgarfjörður: Um f immhundruð manns voru á Geirsárbökkum Kveikt í Húsafellsskógi UM FIMMHUNDRUÐ manns voru á tjaldsvæðinu á Geirsár- bökkum þegar flest var að sögn lögreglunnar i Borgamesi og voru talin 100 tjöld á svæðinu. Almenn ölvun var og umgengn- in eftir þvi en ekki verri en um aðrar hvítasunnuhelgar. Margt var um manninn i Húsafelli, bæði í bústöðum og tjöldum og var kveikt í skóginum. Tveir dansleikir voru haldnir að Logalandi í Reykholtsdal um helgina og voru 550 á þeim fyrri og 430 á þeim seinni. AIls urðu um 20 umferðaróhöpp í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og voru það aðallega útafkeyrslur og bílveltur. Aðeins minniháttar meiðsl urðu á mönnum en mikið eignatjón. Lögreglan tók 22 ungmenni fyrir meinta ölvun við akstur og voru flestir teknir á og við Geirsár- bakka. í Húsafelli voru tjaldstæði ekki lokuð og leituðu margir þangað. Töluvert bar á ölvun þar og óró- leika. Kveikt var í skóginum og sást til tveggja manna á hlaupum frá eldinum er menn bar að. Skóg- urinn brann neðan við þjónustu- miðstöðina milli þjóðvegarins og lónsins við sundlaugina en ekki er ljóst hversu mikið tjón hefur orðið. Slökkvistarfíð tók um klukkustund. Yfirvinnubann undirmanna á kaupskipum: Kærumál VSI þing-- fest í Félagsdómi YFIRVINNUBANN farmanna f Sjómannafélagi Reykjavíkur, sem hófst á mánudaginn, hafði þau áhrif í gær að olíuskipið KyndUI gat ekki látið úr höfn í gærkvöld eða nótt eftir að hafa lestað olíu í Laugamesi. Var áætlað að skipið færi af stað eftir kl. 08 í dag, að þvf er Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjó- mannafélags Reykjavíkur, sagði f samtali við blm. Morgunblaðsins ígær. Mál Vinnuveitendasambands ís- lands fh. skipafélaganna, sem telja yfírvinnubannið ólöglegt, gegn Sjó- mannafélagi Reykjavíkur, var þing- fest í Félagsdómi síðdegis í gær. Ólafur St. Sigurðsson, formaður dómsins, kvaðst í gær ekki reikna með að meðferð þess tæki langan tíma - hugsanlega gæti dómur fallið í þessari viku. Fjórir af ellefu manna áhöfn á Kyndli eru félagar í Sjómannafélagi Laun vinnuskólans í Kópavogi fylgja Dagsbrúnartaxta: Sömu laun í Reykjavík ef góðum vinnu- afköstum er skilað BÆJARRÁÐ Kópavogs hefur samþykkt að laun unglinga f Vinnuskól- anum verði miðuð við unglingataxta Dagsbrúnar. Borgarráð Reykja- víkurborgar hefur samþykkt tillögur stjómar Vinnuskólans að laun unglinga í Vinnuskólanum verði 90% af kauptaxta Dagsbrúnar. Samkvæmt tillögum stjórnar Vinnuskólans í Reykjavík er gert ráð fyrir að 10% af viðverutíma unglinganna verði varið til annars en beinnar vinnu. Jafnframt er veitt heimild til að greiða þeim vinnu- flokkum sem sýna góða frammi- stöðu í starfí 10% launaauka. Launaauki þessi verði greiddur við hveija útborgun launa, nema þá fyrstu, enda verði launaauki hveiju sinni metinn eftir árangri þriðju og ijórðu viku á undan greiðsludegi. Mat á frammistöðu vinnuflokkanna verði í höndum skólastjórans. Samkvæmt tillögum stjómarinnar er gert ráð fyrir að nemendur úr 8. bekk grunnskólans fái 80.80 fyrir hveija unna klukkustund og nem- endur 7. bekkjar fái 71.30 átímann. í Vinnuskóla Kópavogs fá 15 ára unglingar 87.17 krónur á tímann, 15 ára taxta Dagsbrúnar, 14 ára fá 76.92 krónur á tímann, 69.84 krónur fá 13 ára og 53.84 krónur fá þau sem em á 12. ári. Laun í Kópavogi fylgja töxtum Dagsbrún- ar og breytast ef breytingar verða á starfstímabilinu. Upplýsingaþjónusta land- búnaðarins endurreist — Guðmundur Stefánsson formaður stjórnar Reykjavíkur. í þessari viku er von á áætlunarskipum Eimskipafélags íslands og Skipadeildar SÍS til Reykjavíkur. Afgreiðsla þeirra gæti tafíst vegna yfírvinnubannsins, að sögn Guðmundar Hallvarðssonar. UPPLÝSINGAÞJÓNUSTA land- búnaðarins hefur verið endur- reist. Að henni standa heildar- samtök bænda og ýmis afurða- sölufyrirtæki. Upplýsingaþjónustan mun ann- ast kynningar- og fræðslustarf um landbúnaðinn og framleiðsluvömr hans. Hún mun meðal annars gefa út fréttabréf, annast útgáfústarf- semi, ýmist á eigin vegum eða í samvinnu við aðildarfélögin og hafa samstarf við fjölmiðla um málefni atvinnugreinarinnar. Þá mun hún veita almenningi upplýsingar um íslenskan landbúnað og afla upplýs- inga um landbúnað hérlendis og erlendis eftir því sem kostur er. Að hinni nýju Upplýsingaþjón- ustu standa: Framleiðsluráð land- búnaðarins, Stéttarsamband bænda, Búnaðarfélag íslands, land- búnaðarráðuneytið, Mjólkursamsal- an í Reykjavík, Osta- og smjörsalan, búvömdeild SIS, Sláturfélag Suður- lands og Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Auk þess verður leit- að eftir þátttöku fleiri félaga, stofn- ana og fyrirtækja sem starfa í landbúnaði, en stofnaðilar teljast þeir sem ákveða þátttöku fyrir 1. júlí næstkomandi. Guðmundur Stefánsson fram- kvæmdastjóri hagdeildar Stéttar- sambandsins er formaður stjómar Upplýsingaþjónustunnar. Með hon- um í stjóm em: Óskar H. Gunnars- son forstjóri Osta- og smjörsölunn- ar, Hákon Sigurgrímsson fram- kvæmdastjóri Stéttarsambands bænda, Magnús G. Friðgeirsson ft'amkvæmdastjóri búvömdeildar SÍS og Guðmundur Sigþórsson skrifstofustjóri í landbúnaðarráðu- neytinu. Smábátar: 7 daga veiði- bann í júní VEIÐAR smábáta verða bannað- ar í 7 daga í júnímánuði næst- komandi. Þorskveiðar allra skipa í net verða bannaðar frá 1. júll til 15. ágúst. í frétt frá sjávarútvegsráðuneyt- inu segir að samkvæmt lögum um stjóm fískveiða á þessu ári og næsta skuli botnfískveiðar báta minni en 10 brúttólestir óheimilar 7 daga í júní. Ákveðið hafí verið að veiðar verði bannaðar 7., 8., 9., 15., 16., 17. og 18 júní. Stórleikur í 1. deild Fram Þór Námskeið verða sem hér segir: A. 2. júní —13. júní Innritun í Framheimili, B. 16. júní — 27. júní símar 34792 —35033 C. 30. júní — 11. júlí Kl. 13—14ogeftirkl. 17 D. 14. júlí — 25. júlí Knattspyrnuskóli Fram 1986 Akureyri Reykjavík Laugardalsvelli íkvöld kl. 20.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.