Morgunblaðið - 21.05.1986, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 21.05.1986, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1986 63 Bregðumst mannlega við vanda íbúa Reykhóla Velvakandi. Þörungavinnslan á Reykhólum er nú enn einu sinni í fjölmiðlum með þeim upplýsingum, að verk- smiðjan hafi verið tekin til gjald- þrotaskipta vegna hallarekstrar og gífurlegrar skuldasöfnunar, sem nú nemur um 120 milljónum króna og er að mestu í eigu ríkissjóðs. í Reykhólasveit búa um 230 manns, þar af um 100 manns á Reykhólum sem hafa framfæri sitt af verksmðjunni. Haft er eftir Vilhjálmi Sigurðs- syni oddvita Reykhólasveitar, að byggin í sveitinni mundi smám saman lognast út af ef þessi þétt- býliskjami, sem myndast hefur í tengslum við verksmiðjuna, færi í eyði, því sveitin hefði mikinn stuðn- ing af þesu þéttbýli, en það mundi gerast ef rekstri verksmiðjunnar yrði hætt. Nú hafa hagsmunaaðilar í Reyk- hólasveit stofnað hlutafélag til þess að reyna að haldá starfsemi verk- smiðjunnar áfram, ef ríkissjóður fengist til að leigja félaginu hana til reynslu. Peningastofnanir ríkisins og rík- issjóður eru alltaf öðru hvom að taka að sér fjárskuldbindingar, sem nema mörg hundmð milljónum króna, vegna taprekstrar fiskiskipa o.fl. T.d. hefur ríkissjóður lagt í saltverksmiðjuna á Reykjanesi hundmð milljóna króna og er enn að því, þó hæpið sé, að nokkur árangur náist í rekstri þess glæfra- fyrirtækis. Ekki em þar á bak við 230 manns, sem eiga afkomu sína að öllu leyti undir rekstrinum, eins og er raunin með Þömngavinnsluna í Reykhólasveit. Því ekki að bregðast mannlega við þessum miklu vandræðum íbúa Reykhóla og lána starfsmönnum (hluthöfum) verksmiðjuna endur- gjaldslaust til áramóta? Á þeim tíma gætu þeir áttað sig á því, hvort þeir ættu að gera tilraun með kaupum á verksmiðjunni. Engin fjarstæða væri að bjóða félaginu verksmiðjuna fyrir hálf- virði eða um 50 milljónir króna og afskrifa afganginn, ef það gæti orðið til bjargar sveitinni frá því að leggjast í auðn. Ef þessi byggð- arkjami, sem myndast hefur á Reykhólum og telur 100 manns, legðist í eyði, yrði upphæð sú, sem ríkissjóður þyrfti að afskrifa, álíka og verðmæti íbúðarhúsa þess fólks, sem þaðan yrði að flýja, auk þess sem á eftir kæmi fólksflótti úr Reykhólasveit. Og hvað yrði svo um verksmiðj- una ef hún stæði auð og yfírgefin árum saman? Verðlaus ruslahrúga, þó tölur upp á 100 milljónir stæðu eitthvað áfram í ríkisbókhaldinu. Það er tvímælalaust þjóðarhagur, að verksmiðjan starfi áfram, jafnvel þó ríkissjóður afhenti íbúum Reyk- hólasveitar hana endurgjalds- laust, ef það gæti orðið til þess, að starfsemi hennar héldi áfram og íbúar sveitarinnar gætu áfram unað glaðir við sitt. Ef verksmiðjan hættir rekstri og drabbast niður í verðlausan rusla- haug og íbúar Reykhólasveitar hrökklast í burtu, verður þjóðhags- legt tjón margfalt á við hugsanlegt tap ríkissjóðs við að tryggja áfram- haldandi reksturverksmiðjunnar. Ólafur Á. Kristjánsson Þangskurður við Breiðafjörð. Hvaðan er orða- tiltækið? Verður er verkamaður- inn launa sinna Þetta orðastef er að finna í Lúk- asarguðspjalli, 10, 7, þar sem segir frá því að Jesús sendi sjötíu læri- sveina, tvo og tvo saman, á undan sér til hvers þess bæjar eða staðar sem hann hugðist koma til. Hann leggur þeim lífsreglumar og segir m.a. að þeir skuli eta og drekka það sem þeim verði boðið, „því að verður er verkamaðurinn launa sinna“. (Dagbladenes pressetjeneste) Um 200 mílurnar Börðust hart við Breta her að bjarga fiski og landi. En tvö hundruð mílur ekkert er, ef dreginn ert í bandi. E.J. STÚDENTA- STJARNAN 14 karata gull hálsmen eða prjónn Jón Sigmundsson, skartgripaverslun hf., Laugavegi 5, sími 13383. 21212 LOKSINS Unglingaball í Hollywood. Sig- urvegarar úr Músíktilraunum ’86, Greifarnir, mæta á svæðið með gott program. Hollywood Models með frábæra tískusýn- ingu og síðast en ekki síst Axel Guðmundsson, íslandsmeist- ari í diskódansi, sleppir sér algerlega á gólfinu og svo hið frábæra diskótek í Hollywood frá 22—01. Aldur 16—18 ára H0UJW00D og vímulaus æska * * * * ** Áskriftcirsíminn er 83033
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.