Morgunblaðið - 21.05.1986, Blaðsíða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ1986
Að g*efnu tilefni
eftir Ólaf Björnsson
Marklaus laga-
bókstafur
Siglingamálastx)fnun auglýsir nú
aðvaranir til þeirra sem kaupa skip
og báta að ganga eftir að lög-
bundnar skoðanir fari fram áður
en kaup eru gerð.
Af þessu tilefni tel ég ástæðu til
að vekja athygli á dómi sem upp
var kveðinn í Hæstarétti þann 23.
mars sl. Mál þetta var fyrst og
fremst höfðað til þess að láta reyna
á hvort Siglingamálastofnun og
starfsmenn hennar bæru einhveija
ábyrgð á störfum sínum og hvert
gildi lög um eftirlit með skipum
hefur í reynd.
í þeim segir m.a.: „Við aðalskoð-
un skulu að minnsta tveir sérfróðir
menn framkvæma skoðun."
Kaupandi taldi meðal annars að
„Þess má svo geta að
viðgerð á bát og búnaði
kostaði meira en kaup-
verð þrátt fyrir að
skoðunarmaður Sigl-
ingamálastof nunar
teldi „bát, búnað og vél
í lagi“.“
nýtt haffæmisskírteini hafi verið
gefið út á skoðun sem ekki var í
samræmi við lög, aðeins fram-
kvæmd af einum skoðunarmanni
auk þess sem í ljós kom við fram-
haldsskoðun að honum hafði sést
yfir milli 30 og 40 atriði varðandi
búnað og frágang í vél. Auk þessa
reyndist bolur skipsins nánast flak,
en máski mátti deila um á hvað
löngum eða stuttum tíma sú þróun
hafði orðið, ef vilji til að líta fram-
hjá öllu venjulegu var nægur, sem
hann vissulega reyndist.
Kaup miðuð við að bát
ur standist aðalskoðun
Við umræddum bát var tekið í
höfn úti á landi þann 19. des. 1980.
Áhöfnin hafði dvalið þar nokkra
daga áður og ekki orðið vör við
skoðunarmann. Skoðun töldu þeir
eiga að fara fram þegar suður
kæmi og töldu sig hafa loforð selj-
anda um að þar yrði bætt úr því
sem aðfinnsluvert myndi reynast
sem þeim þótti augljóslega vera sitt
af hveiju.
Strax og suður kom voru slökkvi-
tæki hlaðin og yfirfarin. Beðið var
um skoðun og búnaðarskoðun fór
fram 2. janúar. Þá kom meðal
annars í ljós að línubyssa var ólög-
leg og rakettur og blys voru orðin
allt of gömul.
Vitað var að dráttartaug og
leguvír vantaði en nú kom í ljós að
akkeriskeðjan var aðeins smábútur
og keðjuklemmumar ryðgaðar
fastar.
Messasegl var rifíð og ónýtt og
lúgusegl sömuleiðis. Öryggi við
netaspil hafði verið sagað af og
ventill við það óvirkur. Geymasett
við talstöð var ónýtt og fleira reynd-
ist ekki í lagi.
Það dróst til loka janúar að
skoðunarmaður kæmi til að skoða
vél og það sem þar undirheyrir. Sá
gaf út skýrslu 2. feb. 28 atriði taldi
hann upp aðfínnsluverð. Mikið slit
reyndist í bómubolta, sogrör að sjó
og austurdælum voru sett saman
með „hosum". Sami frágangur á
eldsneytislög undir gólfi í vélarrúmi.
Nokkrar bogastoðir undir hval-
bak voru brotnar (síðar kom í ljós
að þar var um hluta af stórtjóni
að ræða). Mikið vantaði af varahlut-
um með vél og þannig mætti áfram
telja þau 28 atriði sem þessi skoðun-
armaður vildi fá bætt úr.
Þegar farið var að kvarta við
fyrri eigendur töldu þeir sér allt
þetta óviðkomandi og hér væri
aðeins um vankunnáttu kaupanda
og skemmdarstarfsemi að ræða.
Það kom reyndar í ljós að þann
16.12. 1980 hafði verið skrifað í
eftirlitsbók skipsins: „Bátur, búnað-
ur og vél í lagi.“ Fyrir rétti var
Kasparov er að
rótbursta Miles
Skák
Margeir Pétursson
í síðustu viku hófst í Basel í
Sviss sex skáka einvígi heims-
meistarans í skák, Gary Kasp-
arovs og enska stórmeistarans
Anthony Miles. Þetta verður
vafalaust síðasta keppni Kasp-
arovs áður en hann mætir
Anatoly Karpov í einvígi um
heimsmeistaratitilinn sem hefst
í London í lok júlí. Honum virð-
ist ekkert að vanbúnaði fyrir
að mæta Karpov, því nú þegar
einvígið við Miles er hálfnað
þykur sýnt hvor fer með sigur
af hólmi. Kasparov vann fyrstu
og þriðju skákirnar, en önnur
skákin fór í bið og virðist
heimsmeistarinn eiga þar unna
stöðu. Þar eru þvi allar likur á
að staðan verði 3-0 og spurn-
ingin því aðeins hvort Miles
tekst að bjarga andlitinu i
seinni hlutanum.
Það munaði ekki miklu að ein-
vígi þetta yrði haldið hér á Is-
landi, en eftir að Svisslendingar
gerðu tilboð í það þótti mönnum
sýnt að ekki borgaði sig að fara
að bjóða í kapp við þá. Þá verður
því enn bið á að Kasparov tefli
hér á landi, en hún ætti ekki að
þurfa að vera löng, því hann hefur
lýst því yfir að hann vilji tefla hér
næsta vetur, þegar heimsmeist-
araeinvíginu er lokið, og þá við
íslenska skákmenn. Það er líka
kominn tími til að heimsmeistari
sæki okkur heim, en það hefur
ekki gerst síðan 1972, er Fischer
og Spassky tefldu einvígi aldar-
innar. Anatoly Karpov var marg-
oft boðið hingað til lands á meðan
hann var heimsmeistari, en af-
þakkaði jafnan kurteislega.
Þetta var útúrdúr og við skul-
um hverfa aftur til Basel, þar sem
dagblaðið Basler Zeitung stendur
fyrir æfingaeinvígi heimsmeistar-
ans. Fyrsta skákin var dæmigerð
fyrir Kasparov. Hann blés strax
til sóknar gegn þunglamalegri
bytjun Miles. Lengi vel virtist sem
varnir Englendingsins myndu
standast áhlaupið, en í tímahraki
kiknaði hann undir pressunni og
gafst upp í 42. leik.
I annarri skákinni náði Miles
sér mun betur á strik og tókst
að halda frumkvæðinu þrátt fyrir
bráðskemmtilegar tilraunir Kasp-
arovs til að flækja taflið. Miles
gat tekið þráskák hvemær sem
honum sýndist, en hann hunzaði
ávallt jafntefli og brá á það ráð
að fóma manni í 51. leik. Það
hefði hann betur látið ógert, því
í biðstöðunni er sýnt að Miles
getur ekki haldið frípeðum sínum
og eftir að þau falla vinnur svartur
auðveldlega. Biðstaðan er þannig:
Svart: Kasparov
Hvítt: Miles
Hvítur lék biðleik í 61. leik.
í þriðju skákinni tefldi Miles
byijunina frumlega að vanda, en
Kasparov náði þó ekki að refsa
honum fyrir það. I miðtaflinu
tefldi Englendingurinn veikt,
Kasparov náði fmmkvæðinu og
þar með vom úrslitin ráðin. Miles
gafst upp eftir 31 leik.
Svo framarlega sem þessar
einvígisskákir geta talist mark-
tækar virðist um ótrúlegan styrk-
leikamun að ræða á milli Kasp-
arovs og stórmeistara með yfír
2600 stig. Þetta minnir mesta á
þá daga þegar Fischer vann þá
Taimanov og Larsen báða 6-0.
Hér á eftir sigurskákir Kasparovs:
1. einvígisskákin:
Hvítt: Gary Kasparov
Svart: Anthony Miles
Benoni byrjun
1. d4 - Rf6, 2. c4 - c5, 3. d5
— e5,
Venjulega er hér leikið 3. —
e6 sem leiðir til hálfopinnar stöðu,
en Miles velur hið tékkneska
afbrigði Benoni byijunarinnar þar
sem miðborðið er harðlokað.
4.Rc3 - d6, 5. e4 - Be7, 6. Rf3
— 0-0, 7. h3 — Rbd7, 8. g4.
Tvímælalaust hvassasta leiðin
sem hvítum stendur til boða. Hann
nær nú peðasókn á kóngsvæng,
en staða hans er afar vandmeð-
farin, ekki sízt vegna þess að
hvíti kóngurinn verður að halda
sig á miðborðinu.
8. - Re8, 9. Bd3 - a6, 10. a4
— Hb8,11. Hgl — Rc7.
I þessari byijun hefur nærri
ávallt verið leikið g7-g6 í byijun-
inni og þessum riddara síðan
valinn staður á g7. Hugmynd
Miles er nokkuð athyglisverð,
hann setur allt sitt traust á mót-
spil á drottningarvæng og veikir
ekki peðastöðuna fyrir framan
kónginn.
12. b3 - He8, 13. h4 - b5, 14.
g5!
Kasparov ætlar að halda
drottningarvængnum lokuðum en
sprengja upp á kóngsvængnum.
Sú áætlun hans heppnast vonum
framar. 14. cxb5 — axb5, 15.
Rxb5 — Rxb5, 16. Bxb5 var
glapræði vegna 16. — Ba6! 17.
Bxa6 — Da5+ og svartur hefur
frumkvæðið.
14. - Rf8, 15. h5 - Bd7, 16.
Rh2!
Rýmir til svo drottningin kom-
ist yfir á kóngsvænginn.
16. — bxc4,17. Bxc4 — f5.
Tekur af skarið áður en Kasp-
arov nær að undirbúa sóknina enn
betur.
18. exf5 - Bxf5, 19. Rfl -
Dd7,20. Re3 — e4, 21. Bb2
Kasparov er kominn með yfír-
burðastöðu, hann hefur yfírburði
í rýmni, sem þýðir aftur það að
svörtu riddaramir komast ekki á
góða reiti. Það er þó hægara sagt
en gert að finna snöggan blett á
svörtum.
21. - Bd8, 22. Re2 - Df7, 23.
Rf4 - Bc8, 24. Hg4!
Kasparov gefur frekar skipta-
mun en hörfa. Eftir 24. — Bxg4,
25. Dxg4, myndu yfirráð hvíts
yfír e6 reitnum verða mjög mikil-
væg.
24. - De7, 25. Hg3 - Df7, 26.
Rfg2 - Ra8.
Kasparov teflir vel og andstæð-
ingurinn hjálpar líka til.
Þessi stöðumynd segir alla
söguna. Það eina sem Miles hefur
náð að áorka í fyrstu 26 leikjunum
er að láta menn sína skipta um
stöður á 8. reitaröðinni. Það er
jafnvel spuming hvort þeir séu
ekki betur komnir á upphafsreit-
um sínum. Það er stundum ver
farið af stað en heima setið!
27. a5 - Rc7, 28. Rh4 - Rb5,
29. g6?! - hxg6, 30. Rxg6 -
Bf6?
Hér missti svartur af góðu
tækifæri. Fyrst Kasparov gaf
honum kost á að leika 30. —
Rd4! hefði hann átt að loka skálín-
unni al-h8 á þann hátt. Þá hótar
hann t.d. 31. — Rf3+ með gagn-
sókn. Kasparov gefur Miles ekki
annað tækifæri:
31. Bxb5! - Hxb5 32. Dc2 -
Bxb2, 33. Dxb2 - Rxg6, 34.
Hxg6 — He5, 35.0-0-0!
Betra seint en aldrei. Með g-lín-
una og riddarastórveldi á e3
stendur hvítur með pálmann í
höndunum.
35. - Hxh5, 36. Hdgl - Hh7,
37. Rc4
Nú fellur mikilvægt peð á d6
og svarta staðan hrynur um leið.
37. - Df4+ 38. Kbl - Hb7, 39.
Rxd6 - Bf5, 40. Hf6! - Dh2,
41. Hg3 - Dhl+ 42. Ka2 og
svartur gafst upp. Mjög athyglis-
verð skák.
3. einvígisskákin:
Hvítt: Gary Kasparov
Svart: Anthony Miles
Drottningarpeðsbyijun
1. d4 - Rf6, 2. Rf3 - c5, 3. d5
- b5!?, 4. Bg5 - Re4, 5. Bh4 -
Da5+, 6. Rbd2 — Bb7, 7. a4!
Eftir þennan öfluga leik má
Miles kallast góður að sleppa lif-
andi út úr þessari fmmlegu byijun
sinni.
7. — Bxd5,8. axb5 — Dc7
Auðvitað ekki 8. — Dxb5?, 9.
c4 og vinnur mann. Nú ætlar
Kasparov að refsa Miles fyrir létt-
úðina og hafnar því rólegum leikj-
um á borð við 9. e3.
Enn sem komið er gegnir Miles
aðeins hlutverki fallbyssufóð-
urs.
9. Ha4!? - Db7, 19. c4 - Rxd2,
11. cxd5
Eftir 11. Dxd2 — Be4 má
svartur vel við una, því 12. e3 og
12. g3 tapa peði.
11. -Rxfl, 12. Dd3!
Kasparov leggur áherslu á
að missa ekki hrókunarréttinn.
12. - d6,13. e4 - Rd7,14. Dxf 1.
14. -h6?
Miles ofmetur möguleika sína.
Mun betra var 14. — Hb8, eða
14- — g6.
15. De2 - g5, 16. Bg3 - Bg7,
17. e5!
Þarna er gallinn við 14. leik
svarts kominn. Auk þess sem
þetta uppbrot er mögulegt hefur
svartur veikt kóngsvæng sinn
alvarlega.
17. - 0-0, 18. h4! - Dxd5, 19.
hxg5 — Rxe5, 20. Bxe5 — dxe5,
21. gxh6 - Bf6, 22. Hh5 -
Kh8, 23. Rxe5!
Vinnur peð, því svartur er glat-
aður eftir 23. — Dxg2, 24. Hg4
- Db7, 25. Hg7!
23. - Db3, 24. Ha3 - Db4+,
25. Kfl — Had8.
Nú lendir svartur í vonlausu
endatafli, en stöðu hans varð
tæplega bjargað. Hann hafði lak-
ari kóngsstöðu, menn heimsmeist-
arans virkari og þar að auki átti
hann peði minna.
26. Rc6 - Dxb2, 27. Dxb2 -
Bxb2, 28. Hxa7 - Hc8, 29. Hxe7
- c4, 30. Ke2 - c3, 31. Kd3 og
Miles gafst upp. Einvíginu lýkur
í þessari viku.