Morgunblaðið - 21.05.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1986
31
Afganistan:
Harðar
loft-
árásir
Sovét-
manna
Islamabad. AP.
FJÖLDI nýjustu orrustuþotna og
sprengjuflugvéla Sovétmanna
hefur sést í Afganistan á undan-
förnum vikum og mánuðum og
telja vestrænir sendiráðsstarfs-
menn að þær séu notaðar til
loftárása á þarlenda skæruliða,
sem beijast gegn stjórnvöldum í
Kabúl.
Fregnir herma að um sé að ræða
fullkomnar MIG-25-orrustuþotur,
auk flugvéla af gerðunum MIG-23s,
MIG-25s og SU-22s. Hermenn
Sovétstjómarinnar og stjómar-
hermenn í Afganistan, hafa haldið
uppi hörðum árásum að undanfömu
á stöðvar skæruliða í Austur-Afg-
anistan, einkum í Paktia-héraði og
Ningrahar-héraði, og foringjar
skæmliða segjast hafa misst tugi
manna í þessum árásum.
V estur-Þýskaland:
Atök lögreglu
og andstæð-
inga kjarnorku
Wackerdorf, Vestur-Þýskalandi. AP.
HÖRÐ átök urðu milli lögreglu
og andstæðinga kjarnorku í
Vestur-Þýskalandi í Wackers-
dorf um helgina. Beitti lögreglan
háþrýstivatnssprautum og tára-
gasi í baráttu við mannfjölda og
að sögn lögreglunnar særðust
157 lögreglumenn í þessum átök-
um.
Í Wackersdorf er verið að reisa
fyrstu endurvinnsluverksmiðju
kjamorkuúrgangs í Vestur-Þýska-
landi. Um 5 þúsund manns söfnuð-
ust saman á byggingarsvæðinu á
laugardaginn og bmtust út átök er
lögregla reyndi að dreifa mannfjöld-
anum. Varð hið sama raunin bæði
á sunndag og mánudag.
Talmenn lögreglunnar sögðu
liðsmenn sína ekki alvarlega slas-
aða eftir átökin. í flestum tilfellum
hefði verið um smávægileg meiðsl
að ræða, en nokkrir lögreglumenn
væm þó ennþá í sjúkrahúsum.
AP/Símamynd
Yfirmenn í flugher Pakistan með hluta af stéli afganskrar orustu-
þotu, sem skotin var niður innan pakistönsku landamæranna á laugar-
dag eftir að hún hafði rofið lofthelgi Pakistan.
Líbýskur ræðis-
maður sakaður
um sprengjuáform
Ankara, AP.
RÍKISSAKSÓKNARI í Tyrklandi hefur ákært líbýskan ræðismann
í Istanbul fynr hlutdeild í meintu samsæri um að koma sprengju
fyrir í næturklúbbi bandarískra liðsforingja í borginni. Maðurinn,
sem heitir Ali Mansur Musbah A1 Zayyani, er næst æðsti sendistarfs-
maður Líbýu í Tyrklandi og er hann ákærður ásamt fimm öðrum
Líbýumönnum.
Samkvæmt frásögn tyrkneska
utanríkisráðuneytisins verður þó
ekki unnt að draga Zayyani og tvo
hinna Líbýumannanna fyrir rétt,
sökum þess að þeir njóta friðhelgi
sendistarfsmanna. Saksóknarinn,
Ulku Coskun, kvaðst hins vegar
hafa komizt að þeirri niðurstöðu,
að friðhelgi sendistarfsmanna næði
ekki til hryðjuverka.
Coskun heldur því fram, að
sprenginguna hafi verið fyrirhugað
að framkvæma í næturklúbbnum,
er hann var þéttskipaður fólki
vegna brúðkaups, sem þar fór fram.
„Ef áformin hefðu tekizt, þá hefði
þama átt sér hópmorð,“ var haft
eftir Coskin í gær.
Mugabe harðorður í garð Suður-Af ríku:
Skorar á þjóðir heims
að ffrípa til refsiaðfferða
Harare. AP. V. J J
ROBERT Mugabe, forsætisráðherra Zimbabwe, skoraði í
gær á þjóðir víða um heim að gripa þegar í stað til um-
fangsmikilla efnahagsrefsiaðgerða gagnvart Suður-Afríku
og svara þannig árásum þeirra á stöðvar Afríska þjóðar-
ráðsins (ANC) á mánudag.
Muagabe skýrði svo frá, að fjór-
ir menn hefðu verið handteknir í
Zimbabwe í tengslum við árásirn-
ar, en sagði ekki, hveijir það hefðu
verið. Þá sagði hann, að með „til-
gangslausum árásum sínum er
stjóm Suður-Afríku augljóslega
orðin að hryðjuverkasamtökum.
Hún hikar ekki við að gera villi-
mannlegar árásir á nágrannaríki
sín til vamar og réttlætingar því
illa og ómannúðlega stjómkerfí,
sem hún berst fyrir."
Árásir Suður-Afríkumanna
beindust að stöðvum ANC í höfuð-
borgum Zimbabwe, Zambíu og
Botzwana og beittu þeir bæði
sprengjuþotum og víkingasveit-
um, sem komu flugleiðis í þyrlum.
í Zimbabwe ollu þeir tjóni á skrif-
stofubyggingu í miðborg höfuð-
borgarinnar Harare og íbúðarhúsi
í úthverfi borgarinnar. I árásinni
særðist einn varðmaður. í Bots-
wana beið einn maður bana og
þrír særðust. í Zambíu týndu tveir
menn lífi, en 10 manns særðust.
Árásir Suður-Afríkumanna nú
á stöðvar skæruliða ANC í öðmm
löndum em þær fyrstu sinnar
tegundar í um 12 mánuði. Á lönd-
in Zambíu og Zimbabwe hafa
þeir aldrei gert árásir áður.
Stjómin í Pretoríu hefur hins
AP/Símamynd
Robert Mugabe, forsætisráðherra Zimbabwe, kannar skemmdir
þær, sem urðu á stöðvum Afríska þjóðarráðsins í Harare í árás
Suður-Afríkumanna á mánudag.
vegar haldið því fram um langt
skeið, að ýms nágrannaríki henn-
ar styðji skæmliðasamtök blökku-
manna með margvíslegum hætti.
Að hennar áliti em ANC, sem
gerð vom útlæg 1960, hryðju-
verkasamtök undir stjóm komm-
únista. Þau standi fyrir stórfelld-
um skemmdarverkum og hvetji
blökkumenn til óeirða, svo að ekki
verði unnt að stjóma landinu og
með því verði kommúnistum gert
kleift að taka völdin þar í sínar
hendur.
Sir Geoffrey Howe, utanríkis-
ráðherra Bretlands, lýsti í dag
árásum Suður-Afríkumanna á
þann veg, að þær væm „gróft
brot á fullveldi þriggja aðildar-
landa Brezka samveldisins." Javi-
er Perez de Cuellar, aðalfram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð-
anna, sagði, að þær væra „enn
frekari aukning á ofbeldinu í
Suður-Afríku, sem á rót sína að
rekja til hinnar óréttlátu aðskiln-
aðarstefnu, er fordæmd hefur
verið um allan heim.“
Sænska stjómin fordæmdi í
gær aðgerðir Suður-Afríku og
lýsti þeim sem „sönnun um enn
grófari ofbeldisaðferðir stjórnar-
innar þar til varnar aðskilnaðar-
stefnunni.“
ÚTSÝNARFERÐ ER L YKILL AÐ FARSÆLU FERÐALAGI
FLUG OG BÍLL UMALLA EVRÓPU
LONDON - KAUPMANNAHÖFN - BERGEN
- OSLO- SALZBURG - LUXEMBURG
- AMSTERDAM - ZÚRICH
Utsýn býður frábær kjör á flugi og bílaleigubíl. Með sér-
samningi við flugfélögin og traustar, ódýrar bílaleigur,
býður Utsýn ótrúlega hagstætt verð á flugi og leigu á
bíl af þeirri stærð og gerð sem þér hentar best. Síðan
geturðu tengt þetta hvort tveggja við dvöl í 1—2 vikur á
gististöðum Útsýnar í Þýskalandi, ferðum um Kaup-
mannahöfn eða Salzburg eða dvöl á Ensku Rivierunni svo
dæmi séu nefnd. íslenskt ökuskírteini gildir alls staðar i
Vestur-Evrópu.
Austurstræti 17, sími 26611
Iferð frá kr.
14.120