Morgunblaðið - 21.05.1986, Blaðsíða 56
56
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ1986
Stígur Guðjóns-
son — Minning
Fæddur 28. júlí 1903
Dáinn 12. maí 1986
í dag er til moldar borinn Stígur
Guðjónsson frá ísafirði. Stígur
fæddist á Oddsflöt í Grunnavík á
heimili móðurafa síns. Foreldrar
Stígs voru hjónin Ingibjörg Eiríks-
dóttir bóndadóttir á Oddsflöt og
Guðjón Sigurðsson frá Múla í
Þorskafirði.
Stígur fluttist til ísafjarðar kom-
ungur með foreldrum sínum. Sjó-
mennsku hóf Stígur með Karvel
Ingimundarsyni, skipstjóra og út-
gerðarmanni í Hnífsdal og stundaði
sjómennsku mestan hluta ævi
sinnar sem vélstjóri á fískibátum
og flutningabátum þar á meðal
Djúpbátnum. Einnig sigldi hann
sem vélstjóri á vélskipunum Rík-
harði og Gróttu á stríðsárunum, Stígur giftist Björgu Þorsteins-
sem Björgvin Bjamason gerði út dóttur ekkju með þrjú böm. Björg
frá ísafirði. er látin og dætur hennar tvær,
Efemia og Elín, en Hilmar Theo-
dorsson, sonur Bjargar býr í Kefla-
vík. Stígur og Björg vom bamlaus.
Björg og Stígur fluttust til Reykja-
víkur í stríðslokin á Dyngjuveg 17.
Eftir lát Bjargar giftist Stígur
Jóhönnu Þorsteinsdóttur og eignuð-
ust þau tvö böm, Björgu og Eirík.
Stígur hætti sjómennsku eftir að
bömin fæddust og vann hjá Bæjar-
útgerð Reykjavíkur meðan heilsa
entist. Stígur var einstaklega bam-
góður og nutu stjúpböm hans í
báðum hjónaböndum þess, svo og
systkinaböm hans. Björg og Eiríkur
vom sólargeislar í lífí hans.
Stígur missti Jóhönnu seinni
konu sína frá bömunum komung-
um. Hann reyndi að halda saman
heimilinu með aðstoð ráðskvenna,
en það rejmdist honum of erfítt en
hann var svo heppinn að koma þeim
í fóstur hjá hjónum Gisellu og Paul
Oddgeirssyni, Ásvallagötu 14. Þau
reyndu Björgu og Eiríki sem bestu
foreldrar. Það má segja að þeirra
verk sé einstakt og fagurt og
margir standi f þakkarskuld við þau
GiselluogPaul.
Við kveðjum Stíg með söknuði
ogþökkum samfylgdina.
Selma og Indriði
Stykkishólmur:
Fundur um ferðamannaþjónustu
Stykkishólmi.
FRAMKVÆMDANEFND ferða-
málaráðs hélt nýlega fund á
Hótel Stykkishólmi með ferð-
málasamtökum Vesturlands og
síðar opinn fund þar sem áhuga-
menn og hagsmunaaðilar í ferða-
málum Vesturlands, sveitar-
stjómarmönnum og þingmönn-
um kjördæmisins var boðið til
umræðu og átaka í ferðamálum.
Kjartan Lárusson, formaður
Ferðamáiaráðs, flutti spjall um
ferðamál á íslandi og starfsemi
ferðamálaráðs. Kvað hann mikið
hafa áunnist og sagði að merkir
áfangar hefðu unnist. Hann kvað
mikið starf framundan og margt
væri hægt að gera til að auka ferða-
mannastreymi bæði frá erlendum
svæðum og eins innanlands. Vel
skipulögð ferðamannaþjónusta skil-
aði árangri og tekjum. Með tilliti
til þess sem unnist hefði og eins
hvað mætti til að auka og efla þessi
mál, kvaðst hann vera bjartsýnn á
framtíðina.
Birgir Þorgilsson ferðamálastjóri
ræddi um samstarf alira hér á landi
sem ynnu að ferðamálum. Öll tengsl
sköpuðu meiri árangur og sameig-
inleg átök væru nauðsyn. Samstarf
á milli landsfjórðunga hefði þegar
sýnt þörfina. Hvatti hann til enn
meiri átaka og samstarfs.
Sturla Böðvarsson, sveitarstjóri
í Stykkishólmi, ræddi þýðingu
ferðaþjónustu fyrir hin einstöku
byggðarlög og sagði frá ávinning-
um hér á svæðinu.
Óli J. Ólason, feðamálafulltrúi
Vesturlands, greindi frá stöðu
ferðamála á Vesturlandi og tók í
sama streng og Sturla og kom fram
að ferðamálastarfsemi skapaði
sveitarfélögum bæði tekjur og álit.
Því væri mikil nauðsyn að hlúa sem
best að þessum málum og vinna
þau upp á arðvænlegan hátt öllum
til gagns.
Það kom fram á fundinum að
ferðamálaráð býr við mjög þröngan
starfskost hvað fjármál snertir. Var
talið að áætlun sem gerð hefír verið
væri mjög raunhæf en hún gerir
ráð fyrir að til umhverfísmála þyrfti
8 milljónir en í dag væri aðeins til
þessara mála til ráðstöfunar 400
þúsundir.
Það fer ekki á milli mála að stjóm
ferðamálasamtaka Vesturlands
hefír orðið mikið ágengt og það
ekki síst að þakka ötulli forystu
Sigurðar Skúla Bárðarsonar for-
manns og Óla J. Ólasonar og eiga
þeir þakkir skilið fyrir góð störf að
þessum málum.
Að áliti þeirra sem fundinn sóttu
var fundurinn bæði gagnlegur og
áhugaverður og þeir sem ég ræddi
við eftir fundinn gerðu sér grein
fyrir því að fleiri slíkra funda ætti
að efna til, bera þar saman bækur
sinar og örva til átaka.
Það fer ekki milli mála að sam-
göngur eru stór þáttur í ferðamála-
þjónustu og kom það fram í máli
Sigurðar Skúla að brýn nayðsyn
væri að flýta uppbyggingu vega
hingað á Snæfellsnes. Beindi hann
í því nokkrum orðum til þingmanna
kjördæmisins.
t
Móðir okkar,
KRISTJANA ELÍSABET JÓNSDÓTTIR
Hólagötu 33,
Ytri-Njarðvfk
verður jarðsungin frá Ytri-Njarðvíkurkirkju fimmtudaginn 22. maí
kl. 14.00
Börn og tengdabörn.
SVAR
MITT
eftir Billy Graham
Nýttlíf
Hvaða nauður rekur okkur til þess að vera kristnir,
ef okkur er kleift að breyta vel án Krists? Frá hverju
þarf eg að „frelsast“, ef eg er hvorki óheiðarlegur né
saurugur?
Kristur kom ekki aðeins til þess að gera menn hreinlífa,
heiðarlega og góða. Hann kom til að gefa lífi manna nýja
eiginleika og endurleysa þá um tíma og eilífð. Hann kom
ekki til að betrumbæta þá, heldur til að gjörbreyta þeim.
Hann sagði: „Eg er kominn til þess að þeir hafi líf og
hafí nægtir." Að sjálfsögðu sprettur rétt hegðun af nýja
lífínu, sem hann gefíir.
í raun og veru kennir Biblían, að okkur sé um megn
að breyta eins og okkur ber, nema við eigum hlutdeild í
lífí hans. Biblían fellir afdráttarlausan dóm yfir öllum
mönnum. „Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð.“
Þér spyrjið, hvaða nauðsyn sé á frelsun, ef við getum
orðið siðfáguð án Krists. Fyrst og fremst segir Biblían, að
syndin hafí skotið svo djúpum rótum meðal mannanna, að
ekki sé til neinn maður fullkominn að breytni. En jafnvel
þótt einstæður maður nálgaðist slíka fullkomnun, væri enn
ástæða til að veita Kristi viðtöku, sú, að öðlast það nýja
líf, sem hann einn getur veitt. „Ollum þeim, sem tóku við
honum, gaf hann rétt til að verða Guðs böm, þeim, sem
trúa á nafn hans“.
Víst veit eg, að það er hart að þurfa að viðurkenna, að
við þörfnumst frelsara. En látið dramb ekki aftra yður frá
því að eignast undursamlegasta samfélag, sem til er á
þessarijörð, sameininguna við Krist.
Hjónaminning:
Sigurborg Sveinsdóttir
ogMatthías Sigfússon
Hún Bogga mín er dáin.
Minningamar vakna og birtast,
eins og myndir úr bemsku minni.
Þær em fullar af sólskini, söng og
fallegum litum. Sólskinið og birtan
í minningunni er svo sterk, að mér
hlýnar allri og fínnst birta í kringum
mig. Það er svo margs að minnast,
en tregt tungu að hræra. Bogga
var söngelsk og sérlega lagviss.
Hún hafði hreina og milda rödd.
Hún söng oft fyrir okkur krakkana
og lék undir á orgelið. Oft lék hún
og söng fyrir mig eina. Þá valdi ég
að sitja á gólfínu, skáhallt við
Boggu og orgelið, svo ég sæi fram-
an í hana og yfír alla stofuna. Sólin
baðaði allt, og blómin svo stór og
falleg. Hljómamir, sólin, blómin, og
við Bogga urðum eitt.
Matthías Sigfússon listmálari,
eða Matti eins og hann var kallaður
af fíölskyldunni og vinafólki, var
einn skemmtilegasti, og besti mað-
ur sem ég hef kynnst. Þeim varð
tveggja sona auðið, sem báðir em
búsettir í Reykjavík.
Þegar ég var tveggja ára, komu
þær systur sorg og gleði að húsinu
okkar heima. Sorgin var lát pabba.
Gleðin var sú, að þá tóku þau
hjón Bogga og Matti mig til sín um
tíma. Við bjuggum öll við sömu
götu, og þau gættu þess að ég hitti
mína fjölskyldu nær daglega. En
þama kynntist ég þeim eins vel og
hægt er að kynnast fullorðnu fólki
á öðm heimili. Það reynir á hvem
mann við höfum að geyma, að gera
lítið bam hamingjusamt. Bömin em
næmustu gestimir. Bogga og Matti
stóðust svo sannarlega þá raun
hvað mig snertir. Nú em þau hjon
horfin okkar sjónum.
Eftir sitjum við vinir þeirra og
ættingjar, við syrgjum þau vissu-
Iega mikið, en um leið gleðjumst
við yfir góðum minningum.
„Sorgin er gríma g leðinnar.
Og lindin, sem er uppspretta gleðinnar,
varoftfullaftárum.
Og hvernig ætti það öðruvisi að vera?
Þeim mun dýpra sem soigin grefur sig í
hjarta manns, þeim mun meiri gleði getur
þaðrúmað.
Er ekki bikarinn, sem geymir vín þitt,
brendur í eldi smiðjunnar?
Og var ekki hljóðpípan, sem mildar skap
þitt, holuð innan með hnífum?
Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glað-
ur, og þú munt sjá, að aðeins það, sem vald-
ið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan.
Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá
aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú
grætur vegna þess, sem var gleði þín.“
(Kahlil Gibran)
Blessuð sé minning Boggu og
Matta.
Ingibjörg Þórðardóttir
Flokkur mannsins
býður fram á Selfossi
FLOKKUR Mannsins á Selfossi
hefur lagt fram framboð sitt til
bæjar- og sveitarstjórnarkosn-
inga 31. þessa mánaðar.
Framboðslistann skipa: 1. Davíð
Kristjánsson, Álftarima 4. 2. Einar
G. Axelsson, Birkivöllum 14. 3. Lilja
Jónsdóttir, Fossheiði 52. 4. Sigríður
Haraldsd. Fagurgerði 9. 5. Sævar
H. Geirsson, Tryggvagötu 14. 6.
Guðný K. Axelsd., Birkivöllum 14.
7. Benedikt Þ. Axelss., Tryggva-
gotu Zö. ö. öieiau l'ctuioson,
Tryggvagötu 4. 9. María Haf-
steinsd., Austurvegi 33. .10. Lúðvík
P. Jónass., Starengi 9. 11. Haraldur
Magnúss., Tryggvagötu 22. 12.
Haraldur Skarphéðinss., Engjavegi
38. 13. Niels Joensen, Víðivöllum
15. 14. Bergur Siguijónss., Austur-
vegi 25. 15. Þorvaldur Sigurðss.,
Hjarðarholti 5. 16. Sigurður R.
Óttarss., Háengi 6. 17. Guðmundur
S. Ólafss., Úthaga 11. 18. Sigríður
Einarsdóttir, Tryggvagötu 26.
Stykkishólmur:
Félagshyggjumenn bjóða fram
EFTIRTALDIR kjósendur í
Stykkishólmi skipa framboðs-
lista Félagshyggjumanna við
sveitarstjórnarkosningar í
Stykkishólmi 31. mai n.k.
S—listinn: 1. Magndís Alexand-
ersdóttir, féhirðir. 2. Hörður Karls-
son, vélfræðingur. 3. Elín Sigurðar-
dóttir, ljósmóðir. 4. Snorri Ágústs-
son, vélstjóri. 5. María Helga Guð-
mundsdóttir, húsmóðir. 6. Vilborg
Jónsdóttir, tækniteiknari. 7. Sigríð-
ur Bjömsdóttir, húsmóðir. 8. María
Sigfúsdóttir, bankamaður. 9. Þórð-
ur Siguijónsson, búnaðarráðunaut-
ur. 10. Margrét Guðmundsdóttir,
ljósmóðir. 11. Heiðrún Leifsdóttir,
verslunarmaður. 12. Þórir Halldórs-
son, nemi. 13. ína Jónasdóttir, hús-
móðir. 14. Þórður Þórðarson, versl-
unarmaður.
Til sýslunefndar: Þórður Þórðar-
son, verslunarmaður til vara: Þórð-
ur S. Magnússon, veghefílsstjóri.