Morgunblaðið - 21.05.1986, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 21.05.1986, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1986 51 heilsufræðikvikmyndir eitt kvöld f viku. í svona starfi fær maður tækifæri til að kynnast lífí fólksins, sérstak- lega þegar maður fer í heimsóknir til þess. Það er gestrisið og þykir vænt um að við, „ríka, hvíta fólkið", skulum vilja heimsækja það. Á slík- um ferðum uppgötvar maður ýmis mannleg vandamál og sjúkdóma. Sumir hafa þjáðst árum saman án þess að fá nokkra verulega hjálp. Orsakirnar eru margar, oft ófull- komin sjúkraþjónusta ríkisins, sem er ókeypis, fjárskortur til að fara til dýrra lækna eða á einkaspítala, fáfræði eða hreint og beint hirðu- leysi hinna nánustu. Náungakær- leikurinn er því miður ekki alltaf mikill, sérstaklega þegar hann kostar peninga! Það er því afar þakklátt verk að hafa frumkvæðið að því að koma sjúklingum til læknis svo að þeir fái varanlegan bata. Ný kenning Þegar við vorum beðin um að koma á fót fullorðinsfræðslu, sögð- um við skýrt frá því að við værum kristniboðar og að við myndum ekki hafa skóla, nema Biblíusögur væru kenndar líka. Ef það væri í lagi, væri okkur ekkert að van- búnaði. Það var samþykkt. Þegar skriftar- og reiknings- kennslunni var lokið, var röðin komin að kristnifræðunum. Kennsl- unni er líkt háttað og í sunnudaga- skóla á íslandi. Kennarinn heldur á stórri mynd og kennir síðan söguna, sem myndin á við. Nemendumir fá síðan alveg eins mynd, bara litla, sem þeir líma síðan inn i stílabók. Það var undarlegt að standa frammi fyrir þessum hópi og rasða við hann um Guð. „Þekkið þið Guð? Vitið þið hvort Allah gefur ykkur eilíft líf?“ „Hver getur þekkt Guð?,“ var strax svarað. „Ef við erum dugleg að fara í moskuna, biðjum 5 sinnum á sólarhring og föstum í föstumán- uðinum, getur verið að Allah geri okkur hólpin." En ekkert er vitað með vissu. Múhameðstrúin gengur út á að hlýða ákveðnum boðum og bönnum. En þótt menn geri það af mikilli samviskusemi, geta þeir aldrei verið vissir um sáluhjáip sína, því Allah hefur ákveðið allt slíkt fyrirfram. Hann er ópersónulegur og óraflar- lægur. Það var stórkostlegt að geta sagt fólkinu frá því, að það gæti þekkt Guð, vegna þess að hann kom sjálf- ur inn í mannheim í Jesúm Kristi til þess að segja okkur hug sinn til okkar, að hann sé faðir, sem við getum leitað til með allt, vanda og gleði vegna þess að hann þekkir okkur og elskar og ber umhyggju fyrir velferð okkar. Hann vill ekki, að neinn glatist, heldur þráir hann að gefa öllum sáluhjálp og eilíft líf. Hann vill vera þátttakandi í lífí okkar. Nei. Þetta hafði fólkið aldrei heyrt. Gat þetta verið satt? Var það einnig satt, að Guð mæti konumar jafn mikils og mennina? Það var merkilegt.Þetta er nýr boðskapur í Dígó-landi. Fólkið þarf að kynnast honum betur áður en það tekur afstöðu til hans. Kristni bróðir og systir! Verum öll þátttakendur í því að greiða skuld okkar gagnvart þeim, sem enn hafa ekki kynnst kærleika Krists og því nýja lífí, sem hann einn getur gefið. Höfundur er kristniboði í Kenýa og skrifar greinar í Morgunblaðið um land og þjóð. m Morgunblaðið/KJ. I heimsókn hjá Dígófjölskyldu, en Dígómenn eru gestrisnir. Þessi kona, sem er nemandi f fullorðinsfræðslunni, brýtur korn og býr á þann hátt til mjöl í matinn. Áhöldin sem hún notar, eru lurkur og ker, sem búið er til úr tijástofni. minni flarvistir... fc>akverkurinn horfinn öllum ITöur vel... ekki kvartaö síöan .. lydrtaBM aru moAd Þotrra hoto koypt Drabwt SWMigu Sjónvorptð Hogmólartföm BETRI HEILSA, STUÐNINGUR I STARFI „Minni flawistir..., bakverkurinn horfinn..., öllum Ifður vel..., ekki kvartað sfðan...“. Þannlg eru ummœli ánœgðra viðskiptavina okkar. Þelr eiga pað alllr sameiglnlegt að vera f hópi þeirra sjö þúsund sem keypt hafa DRABERT stóla á undanfömum árum. Það er liðin sú tfð, þegar œttast var ttl að skrifstofustólamir vœru notaðir þangað til menn sœtu heilsulausir á gólfinu. Sflómendur fyrirtœkja gera sér nú greln fyrir mikllvœgi þess að sifla f góðum stól. Þelr bera nú meiri umhyggju fyrir starfsfólkinu og velja þvf DRABERT, sem er vandaðasti skrifstofustóil sem völ er á. í húsgagnadelld okkar f Hallarmúla 2 er ávallt mikið úrval DRABERT stóla. Litið við og setjlst f DRABERT eða fáið hann lánaðan til reynslu. Vlð sendum elnnig myndallsta og verðlista sé þess óskað. Sérfrœðingur Pennans kemur og stillir DRABERT stóla hjá öllum sem þess óska, f samrœmi við þarfir hvers og eins. Við viljum standa við kjðrorðin: AUKIN VELLÍÐAN, MEIRI AFKÖST ALLT i EINNI FERÐ C Hallarmúla 2 Sími 83211
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.