Morgunblaðið - 21.05.1986, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAl 1986
Dómíníkanska lýðveldið:
Tveir af þremur
í yf irkj örstj órn
segja af sér
Santo Domingo, Dómíníkanska lýðveldinu. AP.
TVEIR af þremur meðlimum yfirkjörstjómar í Dómíníkanska lýð-
veldinu hafa sagt af sér eftir að hafa verið gagnrýndir harðlega
af forsetaefni ráðandi stjórnmálaaflsins í landinu, Jacobo Majluta.
Talningu í forsetakosningunum í
landinu var hætt á sunnudagsmorg-
un og hefur ekki verið tekin upp
aftur. Skömmu síðar lýsti Majluta
sig sigurvegara þeirra og krafðist
endurtalningar. Síðustu kosninga-
tölur sem kynntar voru á sunnudag
frá 92% kjörstaða, sýndu að leiðtogi
stjómarandstöðunnar, Joaquin Bal-
aguer, hafði forustu í kosningunum,
hafði hlotið 799.968 atkvæði eða
40,04%, en Majluta 764.509 at-
kvæði eða 38,26%. Þá hafði Juan
Bosch hlotið 17,61% atkvæða og
aðrir minna.
I útvarpi voru lesnar tilkynningar
frá vamarmálaráðuneytinu í
landinu, þar sem skorað var á fólk
að halda ró sinni og sagt að herinn
myndi virða lýðræðið í landinu.
Nýr sendiherra
Sovétríkjanna í
Bandaríkjunum
.
AP/Símamynd
Fyrsti spænski forsætisráðherra
heimsækir Sovétríkin
Felipe Gonzalez, forsætisráðherra Spánar, er í
opinberri heimsókn í Sovétríkjunum og hitti í
gær að máli, þá Mikhail Gorbachev, aðalritara
sovéska kommúnistaflokksins, Nikolai I. Ryzkov,
forsætisráðherra, og Andrei Gromyko, forseta.
sem sést hér á myndinni ásamt Gonzaiez. Gonz-
ales er fyrstur spænskra forsætisráðherra til
að fara í opinbera heimsókn til Sovétríkjanna.
í för með honum eru ráðherrar utanríkis-, við-
skipta- og menningarmála.
Moskvu. AP.
YURI I. Dubinin hefur verið útnefndur sendiherra Sovétríkjanna í
Bandaríkjunum í stað Anatoly F. Dobrynin, sem fyrir fáum mánuðum
var gerður að ritara sovéska kommúnistaflokksins, en hann hafði
verið sendiherra Sovétríkjanna í Bandarikjunum í 24 ár.
Dubinin var gerður að sendiherra
hjá Sameinuðu þjóðunum fyrir
Sovétmenn
styðja Sýr-
lendinsra
Damaskus. AP.
SOVÉSKI hershöfðinginn, Alex-
ei Lizitchev, lýsti yfir stuðningi
Sovétríkjanna við „réttláta og
heilaga baráttu Sýrlands fyrir
frelsi sínu og sjálfsvirðingu,“ að
sögn því er sýrlenska ríkisfrétta-
stofan hermdi i gær. Hershöfð-
ingin er í Damaskus í boði Sýr-
lendinga. Hann er yfirmaður
stjórnmáladeildar hers og flota
Sovétríkjanna.
Fréttir þessa efnis koma í fram-
haldi af fregnum um aukin þrýsting
Bandaríkjanna á Sýrlendinga að
láta af stuðningi við hryðjuverk og
hjálpa til við lausn bandarískra og
franskra gísla í Líbanon. Sovét-
menn eru fremstir í flokki þeirra
ríkja, sem hafa undanfarin ár séð
Sýrlendingum fyrir vopnum og
hergögnum. ísraelska útvarpið
skýrði frá því á mánudag, að Sovét-
menn myndu láta Sýrlendingum í
té sínar fullkomnustu herþotur og
flugskeyti áður en þetta ár væri úti.
aðeins tveimur mánuðum, en
gegndi áður sendiherrastöðu á
Spáni í sjö ár. Ekki kom fram í
opinberri tilkynningu um þessa
skipun, hver tekur við af Dubinin
hjá Sameinuðu þjóðunum.
Dubinin fæddist árið 1930 og hóf
störf f utanríkisráðuneyti Sovétríkj-
anna árið 1955. Hann er sérfræð-
ingur í málefnum latneskumælandi
þjóða. Hann var yfirmaður deildar
sovéska utanríkisráðuneytisins,
sem fer með málefni Suður-Evrópu
og var sérlegur ráðgjafi sendiherra
Sovétríkjanna í París árin 1964-68.
Dubinin er kvæntur og á þijú
böm.
Miklar óeirðir
í Suður-Kóreu
Ungur maður lézt eftir að hann kveikti í
sér og varpaði sér ofan af fjórðu hæð
Seoul. AP.
HÁSKÓLASTÚDENT beið
bana, eftir að hann bar eld
að sjálfum sér og stökk ofan
af fjórðu hæð á einni af
byggingum háskólans í Seoul,
höfuðborg Suður-Kóreu.
Hrópaði hann mótmæli gegn
heimsvaldastefnu Banda-
ríkjamanna og nærveru lög-
regluliðs á háskólasvæðinu.
Suður-Afríka:
16 blökkumenn hafa
dáið í hörðum átökum
Jóhannesarborg. AP.
SEXTÁN hafa nú látist í
hörðum átökum blakkra í
Crossroads fátækrahverfinu
í nágrenni Höfðaborgar í
Suður-Afríku. Að mati lög-
reglu skiptir það fólk tugum
sem slasast hefur í átökun-
um, 800 heimili hafa verið
brennt til grunna og ætlað
er að um 10 þúsund manns
Bretland:
Thatcher lýsir yf ir ugg
vegna atvinnuleysisins
London. AP.
FRÚ Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, sagði
í ræðu í Perth í Skotlandi fyrir helgina, að hún hefði miklar
áhyggjur af þeim meira en 3 millj. manns, sem væru atvinnu-
lausir á Bretlandi. Er talið, að með ræðu sinni hafi hún
viljað blása kjarki í flokksbræður sína í Skotlandi, en íhalds-
flokkurinn hlaut þar víða slæma útreið í bæjar- og sveitar-
stjórnarkosningum fyrr í þessum mánuði.
Um helgina varð enn vart við gangsverkefni, jafnvægi í stjórn-
ágreining innan Ihaldsflokksins,
er ijórir fyrrverandi ráðherrar í
stjóm Thatcher hvöttu til breyt-
inga á stjómarstefnunni. Michael
Heseltine, fyrrum vamarmála-
ráðherra, hvatti Thatcher til að
gefa út yfírlitsskýrslu um „for-
arstefnunni, þar sem ekki er bara
lögð áherzla á skattalækkanir,
heldur einnig komi fram viður-
kenning á réttmætum kröfum
þeirra, sem minna mega sín í
þjóðfélaginu."
Leon Brittan, fyrrverandi við-
skipta- og iðnaðarráðherra, sem
lengi hefur verið ákveðinn stuðn-
ingsmaður Thatcher, sagði í
ræðu, að stjómin yrði að vera
„sveigjanleg í viðbrögðum sínum
gagnvart vandamálum þjóðarinn-
ar.“
Roy Hattersley, varaformaður
Verkamannaflokksins, lýsti hins
vegar Thatcher í fréttaviðtali um
helgina sem „harðbrjósta skassi“,
sem hefði ekki áhyggjur af neinu
öðru en því, hvort hún kynni að
tapa fylgi og þar með forsætis-
ráðherraembættinu.
séu heimilislausir vegna
þessa.
Átökin eiga sér stað milli
íhaldssamra og róttækra hópa
blökkumanna. Þau brutust út á
sunnudag og héldu áfram á
mánudaginn. Hundruðir af hvor-
um tveggja börðust með öxum,
eldsprengjum og skotvopnum.
Róttæki hópurinn samanstendur
einkum af yngri mönnum, en
hinir íhaldssömu eru eldri.
Lögregla reyndi á mánudag,
með því að beita táragasi og
skotvopnum að aðskilja hinar
stríðandi fylkingar og hjálpar-
stofnanir hafa sett á stofn mið-
stöðvar til þess að aðstoða hjálp-
arþurfí. „Það er ómögulegt að
átta sig á því hversu margir
þarfnast hjálpar, það ríkir þvílík-
ur glundroði þarna. Það er stríð,“
sagði talsmaður Rauða krossins,
Red Morris, í samtali við frétta-
menn.
Að sögn fréttamanna héldu
bardagar áfram í gær, en lög7
regla bannaði þeim að vera í
grennd við átökin. Að sögn vitna,
studdi nokkur hluti lögreglunnar,
hina íhaldsömu í átökunum.
Til mikilla óeirða kom eftir
þennan atburð, þar sem
námsmenn köstuðu bensín-
sprengjum að lögreglunni, en
hún svaraði með táragas-
sprengjum.
Þetta er í þriðja sinn frá því í
marz sl., sem stúdent við háskól-
ann í Seoul kveikir í sjálfum sér.
Einn stúdent lézt nú í byijun
maí af þessum sökum og annar
er mjög illa á sig kominn á sjúkra-
húsi vegna brunasára.
Um 3000 námsmenn horfðu á,
er stúdentinn bar eld að sjálfum
sér í gær, en hann hét Lee Tong-
Soo og var 22 ára gamall. Gerðist
þetta, er útifundur stóð yfir, þar
sem kunnur andófsmaður, séra
Moon Ik-Hwan, flutti ræðu.
Til óeirða kom við háskóla víða
í Suður-Kóreu í gær, en ekki voru
þó bein tengsl milli þeirra og óeirð-
ahna við háskólann í Seoul.
Greenpeace:
Ráðist
um borð
1 skip
London. AP.
TVEIR félagar umhverfisvernd-
arsamtakanna Greenpeace réð-
ust í leyfisleysi um borð í breskt
skip á Miðjarðarhafi með kjarn-
orkuúrgang innanborðs. Til-
gangur athæfisins var að sýna
fram á hversu auðvelt væri fyrir
utanaðkomandi aðilja að vinna
spellvirki á slíkum flutningaskip-
um með óbætanlegu tjóni.
Skipið var á vegum Sellafield,
stærstu endurvinnslustöð kjarn-
orkuúrgangs á hnattkúlunni.
Greenpeace-samtökin hafa barist
fyrir því að Verksmiðjunni, sem er
á norðvesturhluta Englands verði
lokað vegna þess að þar hefur leki
verið þrálátur.