Morgunblaðið - 21.05.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.05.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. M AÍ1986 Ekkí er kyn þótt keraldið leki eftir Auðun H. Jónsson Hvers vegna fólk ber hvorki traust né virðingu fyrir alþingi eða alþingismönnum er alltaf að skýr- ast. Alþingismenn eru misjafnir menn rétt eins og aðrir, en það eru vitanlegar gerðar meiri kröfur til þeirra og ætlast til meira af þeim. Til þess eru þeir kosnir að sjá um hag borgaranna og þeir eiga að vera ábyrgir fulltrúar þjóðar sinnar í smáu sem stóru en ekki að fara alfarið eftir sínum duttlungum eða braska með umboð sitt. Þeim al- þingismönnum fer fækkandi sem hafa ábyrgðartilfinningu og það vita allir að allskyns hrossakaup ganga á milli þeirra. Að mínu viti eru alþingismenn helmingi fleiri en þeir ættu að vera, flokksbrotin of mörg og umræða og afgreiðsla mála alltof tímafrek og þess vegna gengur svo illa að koma málum í gegn. Væru þeir hins vegar þijátíu þá mundi hugsanlega skapast tveggja flokka kerfi, hægri og vinstri, og flokksbrotin yrðu þá úr sögunni. Einhver sparnaður mundi verða við þennan niðurskurð. Er þama ekki fjáröflunarleið fyrir rík- issjóðs? Alþingi er nú nýslitið og er það tilefni þessara skrifa minna. í and- vörpum þingsins fór fram atkvæða- greiðsla um hið svokallaða bjór- fmmvarp, sem ekki er bara lands- frægt heldur heimsfrægt, og hefur auglýst okkur út á við á neikvæðan hátt og gert þjóðina að athlægi. Það fólk sem þekkir ekkert til okkar álítur okkur molbúa. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með það hvem- ig atkvæði féllu, vegna þess að atkvæðagreiðsla framsóknarþing- mannanna allra í efri deild á móti frumvarpinu styrkir mig og aðra framsóknarmenn í þeirri trú að flokkurinn sé að verða hafta- og öfgaflokkur. Sé svo höfum við lítið með hann að gera í íslenskri pólitík. En af hveiju öll þessi umræða um bjór? Örfáir eldgamlir þorsk- hausar, sem leggur mikil fýla af, hafa leynt og ljóst haldið þeim áróðri í frammi að bjórinn sé eitur og með frjálsri sölu hans sé þjóðinni stefnt í eilífðarglötun. Eru þetta slíkir afreksmenn að með því að vera iðnir við að halda þessarí ofsatrú sinni frammi halda þeir heilli þjóð í helgreip sinni. Eins er með ónefndan postula af hinu iila, gamlan og gráan, sem virðist nú hafa hnappheldað flesta þing- menn Framsóknarflokksins og fengið þá til að trúa því að með því að þeir játist honum sé hann frelsari flokksins um eilífð. Ofsatrú- armenn eru hættulegir og þar er eitur á ferðinni sem ber að varast. Höft og bönn eru af hinu illa. En er bjórinn eitur? Nei, bjórinn er meðal sem lækna myndi drykkju- siði okkar og þetta vita allir þeir sem reynslu hafa af bjór og svo aftur af sterkum vínum. Þær þjóðir sem alla tíð hafa haft bjór, búa við betri og allt aðra drykkjusiði en við íslendingar. Þess vegna er það óskiljanlegt með öllu að örfáir ofsa- trúarmenn skuli ráða því að hinn almenni borgari geti ekki fengið kejrptan bjór í áfengisverslun heldur allar aðrar tegundir áfengis. Er okkur stætt á þessu? Lifum við í lýð- ræðisríki? Þegar vitað er að mikill meirihluti þjóðarinnar mundi greiða atkvæði með bjórnum eru myrkraöfl neðan- jarðar ákveðin í þvf að gefast ekki upp og ráða því alfaríð að bjór verði ekki seldur í þessu landi, en meðan heldur svartamarkaðsbraskið áfram Auðunn H. Jónsson „ Alþingi er nýslitið og er það tilefni þessara skrifa minna. I and- vörpum þingsins fór fram atkvæðagreiðsla um hið svokallaða bjór- frumvarp, sem ekki er bara landsfrægt heldur heimsfrægt, og hefur auglýst okkur út á við á neikvæðan hátt og gert þjóðina að at- hlægi.“ að blómstra. Enginn veit hversu miklu magni af bjór er smyglað inn í landið á ári hverju. Alls kyns sukk Styrkjakerfi í sjávarútvegi Norðmanna — ógn eða blessun? eftir Svein Hjört Hjartarson Á fundi norrænnar samráðs- nefndar um fískveiðimál, sem hald- inn var í Grænlandi dagana 28.—30. apríl sl., var m.a. rætt um ríkis- styrki í sjávarútvegi einstakra landa. Hér verður reynt að varpa nokkru ljósi á þessi mál og gera grein fyrir þeim hættum sem styrkjakerfí í nágrannalöndunum getur haft fyrir okkur. Norðmenn skera sig öðrum frem- ur úr hópi Norðurlanda með styrkjakerfí sínu. Árið 1985 var varið upphæð sem nemur rúmum 8. milljörðum ísl. króna í beina styrki til sjávarútvegsins þar í landi. Vert er að geta þess að styrkur til sjávar- útvegsins getur verið teygjanlegt fyrirbæri. Þannig var t.d. rætt um hvort uppbygging hafnarmann- virkja fyrir ríkisfjármagn ætti að telja styrki til sjávarútvegs. En í vissum tilfellum er svo talið í ná- grannalöndunum. Til þess að fá yfirlit yfir fyrir- komulag norska styrkjakerfisins, fer hér á eftir gróf yfírlitsmynd yfir greiðslur norska ríkisins til umræddra mála 1985. Tegund Upph. millj. styrkja ísl. króna 1. Tekjujöfnun til sjó- 4.219,0 manna 2. Niðurgreiðsla á alm. 806,0 rekstrarkostnaði skipa 3. Aðstoð til greiðslu á 800,0 kauptryggingu 4. Vegna sumarleyfa sjó- 307,0 manna 5. Niðurgreiðslur á beitu, 619,0 tryggingum, vöxtum og lánum „Norðmenn líta á styrkjakerfi sitt sem hagstjórnartæki, sem þá eina varði um. Þeir telja sig- einráða í þess- um efnum. Til lengri tíma litið er þetta kerf i verst fyrir þá sjálfa, en það skapar okkur Is- lendingum hættur, sem við getum ekki látið óá- taldar“. 6. Framlag til framleiðni- 417,0 átaks í vinnslu, vöru- þróunar, sölu og mark- aðssetningar innan- lands og erlendis Egilsstaðir: Grunnskólanemendur afla fjár til kaupa á leiktækjum Egilsstöðum. NEMENDUR sérdeildar, for- skóla og 1,—6. bekkjar í Egils- staðaskóla efndu nú á dögunum til nokkurs konar flóamarkaðar þar sem ýmislegt var til sölu á góðu verði, einkum varningur er nemendur sjálfir höfðu útbúið undir leiðsögn kennara sinna. Flóamarkaðurinn var vel sóttur og er skemmst frá því að segja að varningurinn seldist upp auk veit- inga er þama voru á boðstólum, s.s. pylsur og heimatilbúnir drykkir. Ágóði af flóamarkaðinum nam hartnær 25 þúsundum krónum sem nemendur leggja fram til kaupa á leiktækjum á skólalóð, en fyrir dyrum stendur að hefja fram- kvæmdir við varanlega gerð lóðar í sumar. I upphafí var ætlunin að markað- ur þessi yrði utan dyra en vorblíðan hefur látið á sér standa hér eystra Frá flóamarkaði grunnskólanema. svo að markaðurinn var settur upp sér eftir bestu getu og hlýddu m.a. innan dyra, þar sem foreldrar, á leik Skólahljómsveitar Egilsstaða. nemendur og kennarar skemmtu — Olafur 7. Styrkur v/breytinga á 43,0 vinnuumhverfí á fiski- skipum, vélvæðingar, orkuspamaðar, mark- aðssetningar á síld m.m. 8. Úreldingarstyrkur til 550,0 fískvinnslu og fiski- skipa vegna minnkunar á vinnslu og sóknar- getu. 9. Lán til 15 ára vaxtalaus 493,0 v/nýbygginga, breyt- inga m.m. Samtals 8.254,0 Eins og fram kemur í framan- greindri upptalningu beinast styrk- irnir aðallega til útgerða og ná til flestra þátta í rekstrarkostnaði skipa. Þannig fer stærsti hlutur til að tryggja sjómönnum sambærileg- ar tekjur og aðrir þjóðfélagshópar hafa, t.d. bormenn á olíuborpöllum, en mikil samkeppni er um vinnuafl í Noregi. Sérstaka athygli vekur liður 6. En fé af þessum lið er m.a. varið til að greiða niður verð erlend- is á norskum fískafurðum, t.d. mun fískflak í Finnlandi kosta helming af verði í Noregi vegna slíkra styrkja. Öllum má vera ljóst hvað slíkar niðurgreiðslur geta haft í för með sér fyrir okkur. Ymsir telja þó að styrkir Norð- manna séu verstir fyrir þá sjálfa. Með styrkjakerfi sé verið að halda uppi óarðbærum rekstri. Þetta á við rök að styðjast að hluta. Talið er að floti þeirra sé a.m.k. 50% of stór og stórum hluta styrkjanna er varið til að halda uppi afkomustigi innan atvinnugreinarinnar, sem hún við núverandi aðstæður er ófær að standa undir. Á ráðstefnunni voru m.a. sett fram þau rök til vamar þessu styrkjakerfí í Noregi, að sjó- menn yrðu að fá styrki af því allir aðrir í landinu fái þá. Frá því verður aftur á móti ekki litið að við eigum við samkeppnisað- ila að stríða, sem ekki virðir eðlileg- ar leikreglur í samkeppni á erlend- um mörkuðum og notar óhóflegan olíuauð undanfarinna ára til að greiða niður tilkostnað sinn. Til samanburðar má geta þess að heild- artilkostnaður íslenska flotans 1986 er áætlaður 9,3 milljarðar króna. Þannig nema styrkir norska ríkisins og svínarí þrífst vegna bjórbanns- ins. Ákveðnir aðilar hafa dijúgar tekjur af ólögmætri sölu sem mundi minnka til muna ef bjórinn yrði leyfður. Af hveiju ekki banna alla vín- sölu? Af hvetju þessir sérréttindahóp- ar? Hvers vegna fá flug- og farmenn að koma með bjór inn í landið? Er það ekki jafn hættulegt fyrir þá og aðra landsmenn? Meðan vín er selt í þessu landi á bjórinn að koma tafarlaust. Hann væri fyrir löngu kominn ef þeir sem eru honum fylgjandi, létu heyra frá sér og létu þessa furðufugla sem á móti eru ekki alfarið um senuna. Ég vil þakka þeim mönnum sem hafa látið í sér heyra og reynt að koma vitinu fyrir ráðamenn í þessum efnum. En sá stjómmálaflokkur sem virðist nú alfarið ætla að leggjast á þá sveif að jafn sjálfsagður hlutur og bjór verði að eilífu útlægur í þessu landi, getur spurt sjálfan sig um endalokin í næstu alþingiskosn- ingum. Við, þessir fáu, raunsæju fram- sóknarmenn viðurkennum og vitum að siðustu árin hafa valist verri menn til þingmennsku en oft áður og geri þeir mikið af slikum axar- sköftum sem neitun bjórsins verður það flokknum dýrt spaug, og er orðið nú þegar og þegar hann er orðinn alveg botnlaus geta þeir sagt hver við annan: „Ekki er að undra þótt keraldið leki. Botninn er suður í Borgarfírði." Höfundur er matsveinn. Sveinn Hjörtur Hjartarson um 89% af heildartilkostnaði ís- lenska flotans. Til samanburðar má einnig nefna að floti Norðmanna er tæplega þrisvar sinnum stærri en sá íslenski. Styrkir annarra norrænna landa en Færeyinga eru léttvægir miðað við styrkjakerfí Norðmanna. í Grænlandi nemur þessi upphæð um 300 millj. króna, um 465 milljónum í Danmörku. Eru þá ótaldir styrkir frá EBE til sjávarútvegs í Dan- mörku. Svíar veita um 54 milljónum króna í styrki, svo er tekinn 6% skattur af öllum fískafurðum inn- lendum og erlendum til að tryggja lágmarksverð fyrir veiddan afla. Nemur þessi upphæð allt að 28% á síld veiddri af sænskum skipum. í Finnlandi er þessi upphæð um 100 milljónir króna. Ekki bárust upplýs- ingar frá Færeyjum. En ljóst er að verulegum hluta af íjárlögum þeirra, ca. 20%, er varið í styrki. Vitað er að Færeyingar standa ekki einir undir styrkjakerfi sínu, þeir fá fyrirgreiðslu frá Danmörku til að standa straum af sínum tilkostn- aði. Það sýnir best öfugþróunina, sem þar ríkir í sjávarútvegi að á sama tíma 'og þeir fá aukna styrki, er verið að fjárfesta á fullu í stækk- un flotans, þótt sjáanlegt sé að heildarafli muni ekki vaxa á næst- unni. Norðmenn líta á styrkjakerfí sitt sem hagstjórnartæki sem þá eina varði um. Þeir telja sig einráða í þessum efnum. Til lengri tíma litið, er þetta kerfi verst fyrir þá sjálfa, en það skapar okkur íslendingum hættur, sem við getum ekki látið óátaldar. Okkar krafa er sú, að þeir hætti að stuðla að óeðlilegri samkeppni í sjávarútvegi. Höfundur er hagfræðingur LÍÚ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.