Morgunblaðið - 21.05.1986, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ1986
Sænskt Islandsrit
Békmenntir
Erlendur Jónsson
Gardar heitir ársrit Islendingafé-
lagsins í Lundi og Málmey og hefur
þess verið getið hér áður. Nýverið
hefur félagið sent frá sér myndar-
lega bók fýrir síðastliðin tvö ár og
er hún auðkennd með tölunum
XVI-XVII (112 bls.). Ritstjóri er
sem fyrr Lars Svensson.
Þessi tvöfalda árbók er með
nokkuð nýju sniði. Áður hefur ritið
verið helgað íslenskum fræðum
mest eins og þau blasa við frá sjón-
arhóli erlendra fræðimanna. Efni
þessa rits ber hins vegar yfirskrift-
ina: Islendingar um ísland. Fimmt-
án íslendingar rita hver sinn þáttinn
um land og þjóð. Fyrstur ritar t.d.
Páll Imsland um jarðsögu landsins.
Stuttur er sá þáttur en gagnorður;
og vafalaust hæfílega ýtarlegur
fyrir útlendinga sem hafa ekki jafn-
mikinn áhuga á jarðfræði og við;
enda ekki aldir upp á slóðum þar
sem sköpun heims er enn fyrir
augum svo að segja daglega. Meðal
annars efnis nefni ég sérstaklega
þáttinn íslensku handritin eftir
Jónas Kristjánsson. Menntaður
Norðurlandabúi veit að íslendingar
færðu í letur sögumar. En hversu
mikið veit hann að öðru leyti um
íslenskar fombókmenntir? Mundi
það ekki vera nokkuð gloppótt?
Jónas Kristjánsson lýsir því hvemig
bókfell var gert og rekur sögu
handritanna — hrakningasögu
þeirra og endurheimt. Sá útlending-
ur sem les þennan þátt og festir í
minni skilur íslendinga betur eftir
en áður.
Erfíðara er hlutverk Þórs Magn-
ússonar að rita um íslenskar fom-
minjar sem útlendingi hljóta að sýn-
ast hér bæði fáar og smáar. Ef til
vili er þáttur þjóðminjavarðar samt
gagnlegri en annað efni þessarar
bókar því útlendingar, sem hingað
koma, fá sínar fyrstu og síðustu
upplýsingar um fortíð þjóðarinnar
á söfnunum. Þór Magnússon segir
auðvitað frá Þjóðminjasafninu en
getur líka um byggðasöfnin sem
sprottið hafa upp víðs vegar um
land, og greinir frá menningar-
hlutverki því sem þau gegna.
Sveinn Einarsson ritar um leiklist
á Islandi. Getur Sveinn um hinn
mikla vöxt sem hér hefur orðið í
leiklistinni hin síðari ár; og ekki
síður í leikritun. Til dæmis upplýsir
hann að síðustu fímm árin eða svo
hafí hvorki fleiri né færri en fímm-
tíu höfundar sent frá sér sín fyrstu
leikrit — fyrir útvarp, sjónvarp eða
leiksvið.
Aðalsteinn Davíðsson skrifar um
íslenskt mál og bókmenntir í léttum
rabbstíl og kemur víða við. Auðvitað
stiklar hann á stóru, annars er ekki
kostur í stuttu yfírliti. Hann ræðir
fyrst fram og aftur um fslenska
málþróun og gildi fombókmennt-
anna fyrir viðleitni þjóðarinnar að
varðveita tunguna og nefnir síðan
Hallgrím Pétursson og Jónas Hall-
grímsson. Þannig er farið fljótt yfír
sögu. Minnt er á brautryðjandaverk
Jóns Thoroddsens í íslenskri skáld-
sagnaritun. Og þá er komið að
Halldóri Laxness. Einar Benedikts-
son er ekki að fínna í yfírliti þessu,
ekki heldur Davíð Stefánsson né
Stefán frá Hvítadal. Komu hinir
síðamefndu þó sannarlega af stað
glæsilegri sveiflu í íslenskri ljóðlist
og mörkuðu tímamót. En tímabil
þeirra var stutt. Með Rauðum penn-
um kom skömmu síðar fram harð-
snúinn og samstæður hópur ungra
rithöfunda. Hver sá, sem utan hans
stóð, átti á hættu að einangrast.
Þeim megin var Davíð Stefánsson
meðal annarra. Það er því tæpast
að ástæðulausu að síðan hafa ís-
lenskir rithöfundar óttast fátt meira
en einangrun. Þeir hafa dæmin fyrir
sér. Tómasi Guðmundssyni var
aldrei stjakað til hliðar eins og
Davíð. Enda er nafn hans að fínna
hér. Af síðari ljóðskáldum nefnir
svo Aðalsteinn: Snorra Hjartarson,
Stein Steinarr og Jón úr Vör.
Sundurleit er ljóðlist þeirra og ekki
öll jafn nútímaleg.
Hún á sér þó sama stuðnings-
mannahópinn ef svo má segja og
varla tilviljun að þeirra er getið
þama öðrum fremur.
En hvað um Ólaf Jóh. Sigurðsson
sem hlaut Norðurlandaverðlaun
fyrir Ijóðlist? Hann er hér hvergi
að fínna.
Nú er að vísu almennt álitið —
og að mínum dómi með réttu — að
hann hefði átt skilið verðlaun fyrir
skáldsagnaritun fremur en ljóðlist.
Lars Svensson
En sagna hans er ekki getið hér
að heldur. Auk Halldórs Laxness
em ekki nefndir hér aðrir núlifandi
lausamálshöfundar er Thór Vil-
hjálmsson og Guðbergur Bergsson.
Engan höfund nefnir Aðalsteinn
sem er ekki þess verður að vera
kynntur fyrir Svíum. En úrtak af
því tagi sem hann velur er alltaf
viðkvæmt mál meðal íslenskra höf-
unda — og ekki að ástæðulausu.
Reynslan hefur sýnt að hveijum
þeim íslenskum rithöfundi, sem
tekst að gera út á Norðurlönd,
veitist upp frá því auðveldara að
njóta sannmælis hér heima og verða
aflakóngur í styrkjakerfínu hér.
Þá em í þessum Gardari (heitir
eftir Garðari Svavarssyni) þættir
um náttúm íslands, efnahagsmál,
trúarlíf og sögustaði og er því efni
góð skil gerð í ekki stærra riti.
Margar litmyndir piýða ritið, aðal-
lega landslagsmyndir, en einnig
myndir af málverkum til stuðnings
við þátt sem Aðalsteinn Ingólfsson
ritar um íslenska myndlist. Svíi,
sem les rit þetta og leggur síðan
upp í íslandsreisu, má teljast nokk-
uð vel undir þá ferð búinn.
íslendingi, sem kynnir samtfma-
málefíii okkar erlendis, er hins
vegar ærinn vandi á höndum þar
sem reynslan sannar að álitamálin
em mörg og stundarmat er oft á
einhliða rökum reist.
Kór Fjölbrauta-
skóla Suðurlands
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Jón Ingi Sigurmundsson, sem
starfað hefur á Selfossi hefur nú
fært sig um set og frá því að æfa
stúlknakór, hefur hann nú tekið
til við að ná saman blönduðum
kór ungmenna við Fjölbrautaskóla
Suðurlands. Jón hefur oft sýnt að
hann kann vel til verka í söng-
stjórn og með tónleikum þeim, er
hann stóð fyrir, ásamt þeim ung-
mennum er hlýtt hafa kalli hans,
hefur hann sýnt að hann er frábær
stjómandi og má líklega eiga von
á því, að Selfyssingar bætist í hóp
þeirra er með söngvum sínum
munu sanna fólki, að á íslandi
býr menningarþjóð. Bestu lögin á
tónleikunum vom Cum decore
eftir Susato, Berhöfðaður burt ég
fer, í útsetningu Jónasar Tómas-
sonar eldra, norrænu þjóðlögin
Smá vinir fagrir, eftir Jón Nordal,
negrasálmurinn Swing low og
Exultate Deo eftir Alessandro
Scarlatti. Tvö lög vom frumflutt
af kómum, og Hulin blóm eftir
Björgvin Þ. Valdimarsson, við
texta eftir Ingólf Jónsson frá
Prestbakka, og Þú sem gafst mér
þessa skál, eftir Gunnar Reyni
Sveinsson. Lag Gunnars er nokk-
uð erfitt í söng en vel samið og
bregður þar auðvitað fyrir ýmsu
í meðferð texta og hljóðfalls, sem
Gunnar gerir flestum íslenskum
tónhöfundum betur. Nokkrir
sóngfélagar sungu einsöng og þar
mátti heyra mjög fallegar raddir
og styrkir söngur þeirra hlustend-
ur í þeirri trú, að söngstjórinn Jón
Ingi Sigurmundsson kunni ýmis-
legt fyrir sér og að unga fólkið
njóti leiðsagnar, sem trúlega á
eftir að vera þeim heilladijúgt
veganesti. Lítil aðsókn að þessu
sinni má ekki taka svo að fólk
Reykvíkingar kunni ekki gott að
meta, heldur er vorið þeim sem
og öðrum íslendingum erfitt til
inniveru og hvítasunnan mikil
hátíð og vorferðahelgi. Þegar kór
Fjölbrautaskóla Suðurlands á leið
til Reykjavíkur öðm sinni, munu
Reykvíkingar vita að von er á
góðum söng og fjölmenna til að
njóta góðrar listar unga fólksins.
Sinfóníutónleikar
Efnisskrá:
Þorkell Sigurbjörnsson, Læti
Carl Ph. E. Bach, Flautukon-
sert í d-moll
Sergei Prókofféff, Sinfónía nr. 5
Einleikari: Manuela Wiesler
Stjórnandi: David Robertsson
Ifyrsta verkið á tónleikum,
Læti, eftir Þorkel Sigurbjömsson
var mjög vel flutt undir nákvæmri
stjóm David Robertsson. Flautu-
konsertinn eftir Carl Philipp
Emanúel, er fallega gerð tónsmíð
en hann er sá tónhöfundur er
mikil áhrif hafði á Haydn og
Beethoven. Hann hafði afgerandi
áhrif á þróun píanósónötunnar og
afstöðu manna til tóntúlkunar.
Þrátt fyrir margar nýjungar, sem
rekja má til hans, bera verk hans
sterk barokkeinkenni.
Manuela Wiesler lék konsertinn
mjög vel, einkum síðasta þáttinn,
sem er leikandi fjömgur. Síðasta
verkið á efnisskránni var sú
fimmta eftir Prókofféff, sem þykir
einkar glæsilegt verk. David
Robertsson stjómaði þessu erfiða
verki mjög vel og á köflum lék
hljómsveitin verkið glæsilega, þó
síðasti hljómurinn yrði slagverk-
inu erfiður. David Robertsson er
ungur Bandaríkjamaður og
stjómar sinfóníuhljómsveit í ísrael
og væri vel til fundið að fá þennan
ágæta stjómanda til að leiða
hljómsveitina á nokkmm konsert-
um, því „lengi má manninn reyna"
og „einn kemur þá annar fer“.
Af spámannlegu fólki
Þrjár nýjar bækur frá Fount
CrlonHar - ■ bættan heim en fengu fólkinu ekki
cnenoar f hendur neitt vald og hugmyndin
Torfi Ólafsson um eigna- og tekjujöfnun fór fyrir
lítið. Veraldarhyggjan tröllríður
einnig vestrænum þjóðum, þar hlað-
A Prophetic People eftir Clifford Hill ast upp komQöll, smjörfjöll og kjöt-
Clifford Hill er prestur í ensku
kirkjunni og starfaði lengi í London,
þar af allmörg ár í East End.
Lögregla og fangaveðir leituðu til
hans í málum sem snertu m.a.
kynþáttaárekstra og ofbeldi og
hann var til ráðgjafar þingnefnd
sem fjallaði um takmarkanir á sölu
ogdreifíngu ofbeldismyndbanda.
Clifford Hill finnst samtíð okkar
ekki beinlínis hólsverð en þó telur
hann nokkur straumhvörf hafa
orðið í trúmálum upp úr 1970 en
fyrir þann tíma hafi verið alger
lægð á því sviði. Marga trúnaðar-
menn kirkjunnar, presta ekki síður
en aðra, telur hann svo slappa og
undanlátssama að söfnuðimir væm
betur komnir ánþeirra.
Hann bendir á ýmis vandamál
okkar tíma, svo sem náttúrueyð-
ingu, ofnotkun auðlinda og meng-
un, skrifræði og stöðlun þar sem
maðurinn er frekar verkfæri en
skyni gædd vera. Höfuðvandann
telur hann vera efnishyggju og
veraldarhyggju, jafnt í austri og
vestri. Menn eru haldnir þeirri
blekkingu að þeir geti keypt sér
hamingju með eignum og efnalegri
velgengni. Kommúnistar boðuðu
fyöll meðan milljónir svelta til bana
og það háttalag á eftir að koma
þeim þjóðum í koll. Allir heimta
meira en þeir hafa og erkióvinurinn
nýr saman krumlunum af ánægju
því hann veit hvað þeirra bíður sem
trúa á efnishyggjuna.
Þegar menn hætta að trúa á
Guð, hætta þeir ekki að trúa yfir-
leitt, heldur fara að trúa allskonar
hjátrúarkjaftæði.
Ofbeldið er eitt höfuðeinkenni
okkar tíma, viðmiðunin hefur breyst
og menn hafa ekki neinn gildan
mælikvarða lengur.
En lögmál Guðs verða ekki brotin
endalaust án þess að sökin bíti hinn
seka. Letrið stendur á veggnum:
þú ert veginn og léttvægur fundinn,
og aðvörunarmerki Guðs er hvar-
vetna að sjá, eins og spámenn fyrri
tíma sögðu ævinlega. Þeirra er
mikið getið í bókinni og bent á
hversu spásagnir þeirra hafí reynst
réttar í tímans rás.
Nú er mest þörf á einlægu trausti
á Guði og vilja til að fara eftir
boðum hans. Kirkjan nú á dögum
er furðu ólík hinni fyrstu kirkju.
við þörfnumst ekki „stjömuleið-
toga“ heldur trúaðs samfélags,
efnahagsleg velsæld er engan veg-
inn merki um velþóknun Guðs.
Óvinurinn er staðreynd en það eram
ekki við sem eigum í baráttu við
hann, heldur Guð. Undansláttur og
„fíjálslyndi" í trúmálum er aðeins
til bölvunar en bókstafstrú leiðir
ekki heldur til góðs. Sjálfsagt er
að rannsaka og kanna en trúarat-
riðum verður ekki breytt. Meðal
þeirra er kenningin um meyfæðing-
una, kraftaverkjn, upprisu Jesú og
guðdóm hans. Á því leikur enginn
vafí að ýmsir munu hafa sitthvað
að athuga við staðhæfíngar höfúnd-
ar en fullyrða má að flestum sem
áhuga hafa á kristnidómi fínnist
hressandi að fínna mann sem stend-
ur föstum fótum í kristnum sið,
mitt í lognmollu nútímans á því
sviði. Bókin er 156 blaðsíður í
stærra vasabrotinu.
The Perfection of Love, safn
smákafla úr ritum margra þeirra
sem kunnastir eru fyrir ritverk sín
um kristna trú. Tony Castle valdi
kaflana.
Flestir kaflamir era stuttir,
sumir tvær til þijár línur og aðrir
heil blaðsíða eða meira. Höfundam-
ir era margir heimskunnir, svo sem
Ágústínus, Bemarður af Clairvaux,
Katrín frá Siena, Meister Eckhart,
Frans af Sales, Jóhannes af krossin-
um, C.S. Lewis, Tómas Merton,
Blaise Pascal, Teresa frá Avila,
Simone Veil og margir fleiri.
Þessir kaflar era mjög hentugir
til að lesa þegar hlé gefst milli
daglegra athafna eða áður en
maður fer að sofa, lesa þá einn
kafla og hugleiða efni hans. Með
þeim hætti efla menn og styrkja
trúarlíf sitt, enda er vandséð hvem-
ig menn eiga að taka framförum á
því sviði án þess að glæða það á
einhvem hátt, ýmist með lestri eða
viðtölum við menn sem einhverju
geta miðlað.
Bókin er 188 blaðsiður í stærra
vasabrotinu.
Like Wind on the Grasses eftir
Ritu Snowden, kunnan rithöfund
og fyrirlesara Meþódistakirkjunnar.
Rita hefur samið bænir og skrif-
að fjölmargt um kristnidóm. Þessi
bók er safn stuttra kafla um eitt
og annað sem dregið hefur að sér
athygli hennar í daglegu lífí, stund-
um það sem við sjáum öll og heyram
en okkur sést engu að síður yfír.
Þessar stuttu greinar hafa sama
kostinn og kaflamir í The Perfec-
tion of Love, að þeir era fljótlesnir
og handhægir en að djúphygli
standa þeir hinum fyrrtöldu ekki
jafnfætis. Þó er hveijum manni
hollt að ganga um graslendið með
Ritu og nema þær hugsanir sem
hóglátur blærinn hvíslar í eyra
henni og leyfa þeim að kveikja nýjar
hugsanir hjá okkur sjálfum.
Bókin er 160 blaðsíður í venju-
legu vasabroti.
Torfl Ólafsson
Framkvæmdir hafnar
við fyrsta áfanga hol-
ræsagerðar í Reykajvík
FRAMKVÆMDIR við safnræsi
frá Klöpp á Skúlagötu inn að
Snorrabraut eru hafnar og er
það fyrirtækið Miðfell hf. sem
annast þær.
Tilboð Miðfells hljóðaði upp á
16,6 milljónir króna, en kostnaðar
áætlun hljóðaði upp á rúmlega 18
milljónir króna. Alls gerðu 6 aðilar
tilboð í verkið.
Á næstunni verða boðnir út 2.
og 3. áfangi holræsagerðar í
Reykjavík og er annar áfangi frá
Snorrabraut að Kringlumýrarbraut
og sá þriðji frá Kringlumýrarbraut
að Laugalæk.
m lnrgminl
Gódtm daginn!