Morgunblaðið - 21.05.1986, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1986
■43
Nýr söluskáli opnaður
SÖLUSKÁLA hefur verið komið
upp við Skeiðavegamótin i
Hraungerðishreppi, og var hann
opnaður sl. föstudag. Eigandi
skálans er Jenný Grettisdóttir.
í skálanum eru seldar pylsur,
samlokur, kaffi og kökur, öl og
sælgæti. Skálinn er opinn frá 7 á
morgnana til 1 eftir miðnætti, en
um helgar er þó opið til klukkan
fimm eftir miðnætti.
tgg; • "V'-
Nokkur ungmennanna, sem nutu veðurblíðunnar á Geirsárbökkum um hvitasunnuna.
Morgunblaðið/Bemhard
Borgarfjörður:
Um f immhundruð manns
voru á Geirsárbökkum
Kveikt í Húsafellsskógi
UM FIMMHUNDRUÐ manns
voru á tjaldsvæðinu á Geirsár-
bökkum þegar flest var að sögn
lögreglunnar i Borgamesi og
voru talin 100 tjöld á svæðinu.
Almenn ölvun var og umgengn-
in eftir þvi en ekki verri en um
aðrar hvítasunnuhelgar. Margt
var um manninn i Húsafelli,
bæði í bústöðum og tjöldum og
var kveikt í skóginum.
Tveir dansleikir voru haldnir
að Logalandi í Reykholtsdal um
helgina og voru 550 á þeim fyrri
og 430 á þeim seinni. AIls urðu
um 20 umferðaróhöpp í Mýra- og
Borgarfjarðarsýslu og voru það
aðallega útafkeyrslur og bílveltur.
Aðeins minniháttar meiðsl urðu á
mönnum en mikið eignatjón.
Lögreglan tók 22 ungmenni fyrir
meinta ölvun við akstur og voru
flestir teknir á og við Geirsár-
bakka.
í Húsafelli voru tjaldstæði ekki
lokuð og leituðu margir þangað.
Töluvert bar á ölvun þar og óró-
leika. Kveikt var í skóginum og
sást til tveggja manna á hlaupum
frá eldinum er menn bar að. Skóg-
urinn brann neðan við þjónustu-
miðstöðina milli þjóðvegarins og
lónsins við sundlaugina en ekki
er ljóst hversu mikið tjón hefur
orðið. Slökkvistarfíð tók um
klukkustund.
Yfirvinnubann undirmanna á kaupskipum:
Kærumál VSI þing--
fest í Félagsdómi
YFIRVINNUBANN farmanna f
Sjómannafélagi Reykjavíkur,
sem hófst á mánudaginn, hafði
þau áhrif í gær að olíuskipið
KyndUI gat ekki látið úr höfn í
gærkvöld eða nótt eftir að hafa
lestað olíu í Laugamesi. Var
áætlað að skipið færi af stað eftir
kl. 08 í dag, að þvf er Guðmundur
Hallvarðsson, formaður Sjó-
mannafélags Reykjavíkur, sagði
f samtali við blm. Morgunblaðsins
ígær.
Mál Vinnuveitendasambands ís-
lands fh. skipafélaganna, sem telja
yfírvinnubannið ólöglegt, gegn Sjó-
mannafélagi Reykjavíkur, var þing-
fest í Félagsdómi síðdegis í gær.
Ólafur St. Sigurðsson, formaður
dómsins, kvaðst í gær ekki reikna
með að meðferð þess tæki langan
tíma - hugsanlega gæti dómur fallið
í þessari viku.
Fjórir af ellefu manna áhöfn á
Kyndli eru félagar í Sjómannafélagi
Laun vinnuskólans
í Kópavogi fylgja
Dagsbrúnartaxta:
Sömu laun í Reykjavík ef góðum vinnu-
afköstum er skilað
BÆJARRÁÐ Kópavogs hefur samþykkt að laun unglinga f Vinnuskól-
anum verði miðuð við unglingataxta Dagsbrúnar. Borgarráð Reykja-
víkurborgar hefur samþykkt tillögur stjómar Vinnuskólans að laun
unglinga í Vinnuskólanum verði 90% af kauptaxta Dagsbrúnar.
Samkvæmt tillögum stjórnar
Vinnuskólans í Reykjavík er gert
ráð fyrir að 10% af viðverutíma
unglinganna verði varið til annars
en beinnar vinnu. Jafnframt er veitt
heimild til að greiða þeim vinnu-
flokkum sem sýna góða frammi-
stöðu í starfí 10% launaauka.
Launaauki þessi verði greiddur við
hveija útborgun launa, nema þá
fyrstu, enda verði launaauki hveiju
sinni metinn eftir árangri þriðju og
ijórðu viku á undan greiðsludegi.
Mat á frammistöðu vinnuflokkanna
verði í höndum skólastjórans.
Samkvæmt tillögum stjómarinnar
er gert ráð fyrir að nemendur úr
8. bekk grunnskólans fái 80.80 fyrir
hveija unna klukkustund og nem-
endur 7. bekkjar fái 71.30 átímann.
í Vinnuskóla Kópavogs fá 15 ára
unglingar 87.17 krónur á tímann,
15 ára taxta Dagsbrúnar, 14 ára
fá 76.92 krónur á tímann, 69.84
krónur fá 13 ára og 53.84 krónur
fá þau sem em á 12. ári. Laun í
Kópavogi fylgja töxtum Dagsbrún-
ar og breytast ef breytingar verða
á starfstímabilinu.
Upplýsingaþjónusta land-
búnaðarins endurreist
— Guðmundur Stefánsson formaður stjórnar
Reykjavíkur. í þessari viku er von
á áætlunarskipum Eimskipafélags
íslands og Skipadeildar SÍS til
Reykjavíkur. Afgreiðsla þeirra gæti
tafíst vegna yfírvinnubannsins, að
sögn Guðmundar Hallvarðssonar.
UPPLÝSINGAÞJÓNUSTA land-
búnaðarins hefur verið endur-
reist. Að henni standa heildar-
samtök bænda og ýmis afurða-
sölufyrirtæki.
Upplýsingaþjónustan mun ann-
ast kynningar- og fræðslustarf um
landbúnaðinn og framleiðsluvömr
hans. Hún mun meðal annars gefa
út fréttabréf, annast útgáfústarf-
semi, ýmist á eigin vegum eða í
samvinnu við aðildarfélögin og hafa
samstarf við fjölmiðla um málefni
atvinnugreinarinnar. Þá mun hún
veita almenningi upplýsingar um
íslenskan landbúnað og afla upplýs-
inga um landbúnað hérlendis og
erlendis eftir því sem kostur er.
Að hinni nýju Upplýsingaþjón-
ustu standa: Framleiðsluráð land-
búnaðarins, Stéttarsamband
bænda, Búnaðarfélag íslands, land-
búnaðarráðuneytið, Mjólkursamsal-
an í Reykjavík, Osta- og smjörsalan,
búvömdeild SIS, Sláturfélag Suður-
lands og Samtök afurðastöðva í
mjólkuriðnaði. Auk þess verður leit-
að eftir þátttöku fleiri félaga, stofn-
ana og fyrirtækja sem starfa í
landbúnaði, en stofnaðilar teljast
þeir sem ákveða þátttöku fyrir 1.
júlí næstkomandi.
Guðmundur Stefánsson fram-
kvæmdastjóri hagdeildar Stéttar-
sambandsins er formaður stjómar
Upplýsingaþjónustunnar. Með hon-
um í stjóm em: Óskar H. Gunnars-
son forstjóri Osta- og smjörsölunn-
ar, Hákon Sigurgrímsson fram-
kvæmdastjóri Stéttarsambands
bænda, Magnús G. Friðgeirsson
ft'amkvæmdastjóri búvömdeildar
SÍS og Guðmundur Sigþórsson
skrifstofustjóri í landbúnaðarráðu-
neytinu.
Smábátar:
7 daga veiði-
bann í júní
VEIÐAR smábáta verða bannað-
ar í 7 daga í júnímánuði næst-
komandi. Þorskveiðar allra skipa
í net verða bannaðar frá 1. júll
til 15. ágúst.
í frétt frá sjávarútvegsráðuneyt-
inu segir að samkvæmt lögum um
stjóm fískveiða á þessu ári og næsta
skuli botnfískveiðar báta minni en
10 brúttólestir óheimilar 7 daga í
júní. Ákveðið hafí verið að veiðar
verði bannaðar 7., 8., 9., 15., 16.,
17. og 18 júní.
Stórleikur í 1. deild
Fram
Þór
Námskeið verða sem hér segir:
A. 2. júní —13. júní Innritun í Framheimili,
B. 16. júní — 27. júní símar 34792 —35033
C. 30. júní — 11. júlí Kl. 13—14ogeftirkl. 17
D. 14. júlí — 25. júlí
Knattspyrnuskóli Fram 1986
Akureyri
Reykjavík
Laugardalsvelli
íkvöld kl. 20.00