Morgunblaðið - 03.06.1986, Qupperneq 14
Allir þessir
andvana fæddu
draumar...
hennar, klæðaburði og viðmóti
gagnvart karlmönnum, hrynur til
grunna sú mynd sem hún hefur
smátt og smátt búið til af sjálfri
sér. Hún sér að hún verður að
afsanna þessar fullyrðingar og
það gerir hún aðeins með því að
ná sér í mann. Nánast fyrir slysni
verður það Dick Tumer, fátækur
bóndi og umfram allt lánlaus
maður og saman flytja þau þeim
á býlið hans. Eftir að nýjabrumið
er runnið af verður þetta erfiða
líf hægt og sígandi Mary um
megn. Hún afber ekki svertingj-
ana, sem vinna hjá þeim, og flæm-
ir einn af öðrum í burtu. Hún
þolir ekki eiginmann sinn og fyrir-
lítur dugleysi hans. Alltaf dreymir
hann stóra drauma um að verða
ríkur, að minnsta kosti framan
af. En skýjaborgimar molna
næstum áður en þær eru reistar.
Allt verður þeim að óláni og að
sjálfsögðu eru samskipti þeirra
hjóna innbyrðis eftir því. Dick
veikist og Mary reynir að hugsa
um búskapinn með hinum við-
bjóðslegu svertingjum. Það geng-
ur ekki fremur en annað. Loks
kemur til sögunnar húsþjónninn
Móses. Leiðir hans og Mary höfðu
legið saman löngu áður, þegar
hún laust hann með svipu, þegar
hann vildi ekki hlýða fyrirmælum
hennar. Ótti hennar á sér engin
takmörk, samt laðast hún, nú
brotin manneskjan, að honum á
einhvem óskiljanlegan hátt, þótt
hana hrylli við þeim kenndum sem
innra með henni bærast.
Niðurlag sögunnar, þegar Mós-
es myrðir hana, fullur afbfyði, er
rökréttur endir.
Hér er sögð mögnuð saga af
mikilli kúnst, sem öllum ætti að
vera hollt að Iesa. Þýðingin er
ekki nægilega vönduð og virðist
hafa verið unnin í einum of mikl-
um flýti. Þó fannst mér hún
undarlega misjöfn, stundum fer
þýðandi á kostum, en svo skjóta
upp kollinum þýðingarleg orð og
orðaröð og beinlíns vont mál.
Prófarkalestur hefði mátt vera
betri.
En engu að síður má fagna
útkomu þessarar bókar og hvetja
fólk til að lesa hana.
Bókmenntir
Dorís Lessing
Hér segir frá Mary Tumer sem
elst upp í fátækt og vesöld í litlu
jámbrautarþorpi í suðurhluta
Afríku, væntanlega Ródesíu.
Strax og hún getur fer hún að
heiman og til borgarinnar og fær
vinnu á skrifstofu, unir hag sínum
vel, lifir hamingjusömu og til-
breytingarlausu og pottþéttu lífí
og það er ekki annað að sjá en
líf hennar verði í föstum skorðum
fram á grafarbakkann. Eftir að
hún heyrir á samtal vinkvenna
sinna, þar sem hæðzt er að útliti
Jóhanna Kristjónsdóttir
Dorís Lessing: Grasið syngur
Birgir Sigurðsson þýddi
Útg. Forlagið 1986
Það er næsta ótrúlegt að hugsa
sér, að þetta skuli vera fyrsta bók
höfundar, svo meistaralegum
tökum sem hann nær á efni sínu
og persónusköpun. Eins og oft
hefur verið sagt var litið á þessa
bók sem hálfgert byltingarverk,
þegar hún kom út fyrir þrjátíu
og sex árum og með hliðsjón af
þeirri afstöðu sem Doris Lessing
tekur hvað varðar aðskilnaðar-
stfefnu svartra og hvítra á sögu-
sviði sínu Ródesíu — nú Zimbabwe
— er furðulegt að hún skuli ekki
hafa markað enn dýpri spor.
Bríet Héðinsdóttir, Kristbjörg Kjeld og Arnar Jónsson lásu úr verkum Dorís Lessing og Magdalena
Schram talaði um verk hennar.
Listahátíð
Tónlist
JónÁsgeirsson
Listahátíð í Reykjavík er nú
haldin í níunda sinn og eftir því
sem best verður séð eru ráðamenn
sammála um ágæti slíkrar uppá-
komu og þegar vel tekst til, hefur
áhugafólk um listir ekki látið sitt
eftir liggja. Tvímælalaust er Pic-
asso-sýningin einn merkasti þátt-
ur Listahátíðarinnar. Eftir því
sem gat að sjá í sjónvarpinu, var
setning hátíðarinnar með nokkuð
ungæðigslegum blæ, og jafvel
vandræðaleg, einkum þó afhend-
ing verðlaunanna í smásagna-
keppninni, þar sem stjómendur
hátíðarinnar snerust hringinn í
kringum Doris Lessing, svo að
hún í raun afhenti ekki verðlaun-
in, gerði varla meira en fá að taka
í hendina á verðlaunahöfunum,
fyrir sveitalegum kossaflens og
alls konar inngripum stjómend-
anna. Á þessari opnun listahátíðar
var flutt tónlist eftir Hafliða
Hallgrímsson og verður ekki betur
séð, en að listahátíð hafí ekki
meira pláss fyrir nýbakaðan hand-
hafa Tónlistarverðlauna Norður-
landaráðs. Fyrir aðdáendur tón-
listar hófst hátíðin með tónleikum
Sinfóníuhljómsveitar íslands,
undir stjóm Jean-Pierre Jaquilliat
og með píanóleikarann Cecile
Licad sem einleikara í öðrum
píanókonsertinum eftir Rach-
maninoff. Önnur verk á efnis-
skránni voru Konsert fyrir hljóm-
sveit eftir Jón Nordal og níunda
sinfónían eftir Dvorak. Sem
ábending til stjómenda listahátíð-
ar, þá er það alþjóðleg venja að
í efnisskrá tónleika sé þess getið
hvemig kaflaskipting tónverka er
háttað og jafnvel, að fyallað sé
stuttlega um innihald og markmið
höfunda með gerð verkanna,
svona til að setja hlustendur í
rétta stemmningu. Það var
ánægjulegt að hlýða verki Jóns
Nordal, sem samið var á þeim
tíma er ekki var til staðar hljóm-
sveit, til að flytja þetta verk, svo
að hér er í raun um að ræða tíma-
mótaverk, bæði hvað varðar kröf-
ur um flutning og tónstfl. Verkið
er stflfast og var að mörgu leyti
vel flutt af hálfu hljómsveitarinn-
ar.
Annar píanókonsertinn eftir
Rachmaninoff er meðal vinsæl-
ustu píanókonserta tónbókmenn-
tanna og tengist meðal annars
dægurlagabransanum og var
einnig notaður sem þungamiðja
þriggja meiriháttar kvikmynda,
m.a. í Brief Moment, eftir Noel
Coward. Það sem er merkilegt við
þennan konsert, er að hann er í
raun niðurstaða læknismeðferðar,
enda tileinkaður lækni að nafni
Dahi, sem beinlínis vann það afrek
að hjálpa Rachmaninoff til að
endurheimta trúna á sig sem
skapandi listamann, eftir að hafa
lagst í þunglyndi vegna þess að
frumuppfærsla fyrstu sinfóníunn-
ar, á'rið 1897, reyndist „fíaskó".
Saga þessa merka píanóleikara
er sérkennileg og sú þjáning, sem
hann upplifði vegna efasemda um
eigið ágæti sem skapandi lista-
manns, er í raun það sem allir
skapandi listamenn þurfa að bera
með sér, þó misjaftilega sé það
áberandi í hegðun þeirra. Annar
listamaður átti góðum lækni mikið
að þakka og það var norski málar-
inn Munch. Upphaf verksins ber
svip af því, eins og listamaðurinn
vakni af dvala, hljómar sem hefj-
ast í veikum leik og styrkjast svo
þar til gleðin brýst fram í voldugu
sönglagi.
Allt verkið er lofsöngur, tendr-
aður fögnuði þess sem rís upp af
dvala næturinnar, fagnar nýjum
degi, spormerkir leið sína í morg-
undöggina, sem sólin mun þerra
eins og grátin tár. Ekki fann
undirritaður þessa sögu tilfinning-
anna í flutningi verksins, þó ein-
leikarinn Cecile Licad sé frábær
píanóleikari. Þá má fínna að því,
að hljómsveitin var of sterk og
hefði hljómsveitarstjórinn mátt
gæta þar að, því samleikur píanós-
ins og ýmissa laghendinga verks-
ins er með þeim hætti að hljómar
og margt sem tengist beinum
undirleik, hefði hljómsveitin að
ósekju aðeins mátt láta sig muna
um í styrk. Síðasta verkið var svo
sinfónía nýja heimsins og þar var
ofgert í hraða á nokkrum stöðum,
þó margt væri nokkuð vel gert
hjá hljómsveitinni.
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ1986
LISTAHATIÐ 1986
Dagstund með
Dorís Lessing
Bókmenntir
Jóhanna Kristjónsdóttir
Listahátíð í Iðnó, dagstund með
Doris Lessing.
Doris Lessing hefur lengi átt
aðdáendur meðal bókavina hérlend-
is og því var vel til fundið að bjóða
skáldkonunni á Listahátíð 1986 og
gefa mönnum kost á að hlýða á
hana og hlusta á lestur úr verkum
hennar.
Dagstundin í Iðnó á sunnudag
hefði þó mátt vera langtum betur
undirbúin af hálfu aðstandenda
Listahátíðar. Að vísu var ekki
nauðsynlegt að búa til neina meiri
háttar leikmynd, en það var heldur
ekki nauðsynlegt að hafa sviðið og
umhverfíð jafn snautlegt og nötur-
legt og það var. Ekki hefði skaðað
að þeir sem komu fram hefðu heils-
að listakonunni áður en þeir hófu
mál sitt. Magdalena Schram gerði
það og hefði að skaðlausu mátt
flytja mál sitt á ensku, fyrst gengið
var út frá því að allir skildu málið.
Umræðumar á eftir erindi Less-
ing stóðu of lengi, hefði þurft að
stýra þeim og fráleitt að gefa ekki
kost á fyrirspumum á íslenzku sem
góður stjómandi hefði síðan komið
áleiðis. Það hefði lífgað upp á þær
og gert þær innihaldsmeiri en raun-
in varð á. I lokin gleymdu svo for-
svarsmenn að setja punktinn: að
þakka rithöfundinum fyrir komuna.
Þó svo að Lessing fengi koss á
kinnina frá menntamálaráðherra
þegar niður af sviðinu kom.
En auðsætt var að mikill áhugi
var á þessum dagskrárlið því að
uppselt var fyrir æði löngu. Birgir
Sigurðsson rithöfundur setti sam-
komuna og bauð gestina velkomna
og mátti sú setning ekki snubbóttari
verða. Magdalena Schram flutti
persónulega og vel unna frásögn
af þeim áhrifum sem bækur Doris
Lessing hefðu haft á sig. Amar
Jónsson og Kristbjörg Kjeld lásu úr
Grasið syngur, fyrstu bók Lessing,
sem var að koma út á íslenzku og
Minningar einnar sem eftir lifði, en
hún kom út fyrir síðustu jól. Bríet
Héðinsdóttir las eigin þýðingu, að
mér fannst afar góða þýdda, á einni
smásagna Lessing. Allt var þetta
áheyrilegt og kaflar vel valdir að
mínu viti.
Doris Lessing
Síðan kom að Doris Lessing og
tók hún fram í upphafi, að hún
ætlaði að tala í fímmtán mínútur;
hún hefði staðið sjálfa sig að því
þegar hún hlustaði á fyrirlestra að
eftir stundarfjórðung eða svo færi
áhuginn að dofna hjá sér og hún
að velta fyrir sér klæðaburði og
hálstaui fyrirlesara. Að vísu teygð-
ist úr þessum fímmtán mínútum,
en Lessing er afar áheyrileg og
Morgunblaðið/Þorkell
skilmerkileg og vangaveltur hennar
um skáldsöguna mjög fróðlegar,
svo og áhrif upplýsingamiðla á bók-
menntir síðustu ára sérstaklega.
Greinilegt var á áhorfendum að
mál Lessing fékk góðan hljómgmnn
og þrátt fyrir þá mörgu agnúa sem
ég hef þegar nefnt býst ég við að
flestir hafí farið heim glaðir í bragði
af þessari stund.