Morgunblaðið - 03.06.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1986
21
David og Alexandra að dansa
tangó.
Klúbbur
Listahátiðar:
Jazz og
tangó-teygja
í kvöld
KLÚBBUR Listahátíðar verður
að vanda opnaður á Hótel Borg
kl. 22.30 í kvöld og að þessu sinni
ber jazz og tangó hæst á dag-
skránni.
Hljómsveitin Ófétin leikur en
þessi „óféti“ eru Eyþór Gunnars-
son, Priðrik Karlsson, Tóms R.
Einarsson og Gunnlaugur Briem,
allt þekkt nöfn í íslenzkri sveiflu,
eins og Jón Múli Arnason tæki
líklega til orða. Til liðs við Ófétin
kemur Þorleifur Gíslason sem
leikur á saxófón.
Um hálftólfleytið — ef áætlun
hinnar röggsömu forstöðukonu
klúbbsins, Henríettu Hæneken,
stenzt, er atriði á vegum Kram-
hússins. Það er tangódans þar sem
aðaldansarar eru David Höner og
Alexandra Prúsa en auk þeirra
munu tvö íslenzk danspör teygja
sig út og suður um dansgólfíð, þ.e.
Kolbrún Halldórsdóttir og Guðjón
Pedersen og Elín Edda Amadóttir
og Þorsteinn Geirharðsson. Fyrir
dansinum leikur íslenzk tangó-
hljómsveit sem skipuð er Reyni Jón-
assyni, Karli Lilliendahl og Hrönn
Geirlaugsdóttur.
Gleðskapurinn í Klúbbi Listahá-
tíðar stendur til hálfþijú hveija nótt
þar til listahátíðinni lýkur, en loka-
atriði dagskrárinnar í kvöld er far-
andsöngvarinn eða trúbadúrinn
Bjami Tryggvason.
meginþorra
þjóðarinnar
daglega!
Auglýsinga-
síminn er224 80
Jlli0iripw®)Wbi§>
Handbók um Þing
velli komin út
BÓKAKLÚBBUR Amar og Örlygs
hefur gefið út Þingvallabókina —
Handbók um helgistað þjóðarinnar
eftir prófessor Bjöm Þorsteinsson
sagnfræðing. Eftii bókarinnar er
mjög fjölbreytt. Þar er að finna
sagnfræði, náttúmfræði, stað-
ftæði, sögur og ljóð. Sérstakur
kafli er um Þingvallavatn eftir
Siguijón Rist vatnamælingamann
og annar um gróður á Þingvöilum
eftir Ingólf Davíðsson grasafræð-
ing. Ásgeir S. Bjömsson lektor
ritstýrði verkinu.
í Þingvallabókinni em mörg
yfirlitskort. Eitt þeirra er af þeirri
útsýn sem getur að líta af efri
barmi Almannagjár og em nöfn
allahringsins skráð á kortið.
mefnakort er að ftnna í bókinni
þar sem merkt er við 62 ömefni á
Þingvöllum. Sérstök litmynd var
tekin úr lofti yfir þingstaðinn. Á
hana em merktar 32 þingmanna-
búðir auk fjölda ömefna. Þá er og
loftmynd í lit sem sýnir leiðir og
stíga á Þingvöllum sérstaklega
ætluð þeim sem vilja skilja farar-
tækið eftir, leggja land undir fót
og njóta útivistar í guðsgrænni
náttúmnni. Einnig er vert að geta
þess að í bókinni em litmyndir
teknar úr lofti af Bimi Rúrikssyni
sem hafa það megin verkefni að
Bjöm Þorsteínsson
Handbók um helgístað jjóðarinnar
SaííB - Nattúnmreði.. Sta&&aí3s - ^júdsogur - I.]oð
sýna jarðfræði Þingvalla. Auk
framangreindra korta og mynda
em rúmlega 50 aðrar myndir og
teikningar í bókinni, flestar í litum,
og margar frá fyrri öldum og því
hinar sögulegustu.
Þingvallabókin er byggð á
kafla um Þingvelli sem upphaflega
kom út i bókinni Landið þitt Is-
lands, U-Ö, en efni hans hefur
verið stórlega aukið og endurbætt.
Margir hafa lagt verkinu lið sitt
og má þar sérstaklega nefna þá
Kristján Jóhannsson frá Skógar-
koti sem er manna staðfróðastur á
Þingvöllum, séra Eirík J. Eiríksson
fyrrum þjóðgarðsvörð og séra
Heimni Steinsson núverandi þjóð-
garðsvörð.
Þingvallabókin er prentuð í Prent-
stofu G. Benediktssonar en bundin
í Amarfelli hf. Kápumynd tók Páll
Jónsson en kápuna hannaði Sigur-
þór Jakobsson.
(Fréttatilkynning).
Hægt er að ná býsna drjúgum vexti á 18 mánuðum
- ef aðstæður eru góðar.
Nú gefur Iðnaðarbankinn viðskiptavinum sínum kost á að ávaxta fé sitt
á 18 mánaða bók eða reikningi
sem gefur enn hærri vexti en önnur boð bankans.
Með því besta sem býðst
fyrir þá sem vilja ná enn hærra
®
iðnaðarbankinn
-mtim trnlQ