Morgunblaðið - 03.06.1986, Page 26
26
MORGU^BLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGU:.R3. jfiNl 1986
íslendingar áhugasamir þátttak-
endur í amerískum fiskifélagsskap
eftirlvar
Guðmundsson
Chicago — Fiskkaupmenn og
fiskiðnaðarfólk víða að úr Banda-
ríkjunum, Norðurlöndum og öðrum
löndum, sem áhuga hafa á fiskiðn-
aði og mörkuðum í Bandaríkjunum,
sóttu 41. ársþing Fiskistofnunar
Bandaríkjanna, (National Fisheries
Institute) sem haldið var hér í borg
fyrir skömmu. Meðal þátttakenda
voru og forstöðumenn og margt
starfsfólk Coldwater Seafood Corp-
oration, Iceland Seafood Corporat-
ion og Ocean Harvest Corporation,
sem selur undir vörumerkinu „Ice-
land Harvest". Þama sást einnig
skjótast milli nefnda Ingimundur
Sigfússon í Heklu. Fleiri landar
kunna að hafa falist meðal þeirra
2000 þátttakenda þingsins í hinu
víðáttumikla gistihúsi „Hyatt Reg-
ency“, þar sem auðvelt er að leynast
óviljandi.
Arsþing Fiskistofnunarinnar eru
haldin til skiptis í stórborgum
Bandaríkjanna. Dagskráin er þann-
ig skipulögð, að þátttakendur kynn-
ast bæði í leik og í starfi. Það er
t.d. siður að þingmenn taki maka
sína með sér. Þeim er séð fyrir
dægrastyttingum meðan eiginmenn
þeirra þinga. Skoðunarferðir um
borgina eru skipulagðar fyrir eigin-
konur. Þá eru skipulagðir íþrótta-
leikar snemma dags svo sem golf
og tennis og skipulögð morgunleik-
fimi. Á þennan hátt kynnast menn
persónulega og kunningsskapur og
vinátta myndast öllum til ánægju
og hags. Því meiri háttar hóf fylgja
þinginu sem stendur fimm daga
vikunnar. Fyrst er kvöldboð forseta
NFI á fyrsta degi þingsins. Þá þarf
húsrými sem er vítt til veggja því
hófið sækja allt að tvö þúsund
manns. Á borð eru bomar kræsing-
ar af sjávarréttum, drykkur eins
og hver vill hafa og gómsætur
ábætir. Þama kennir oftast margra
ugga og skelfisks, allt fagurlega
framborið, einkum ef þingið er
haldið í borg þar sem sjófang er
gott. Mörgum mun t.d. minnisstætt
þingið í New Orleans fyrir tveimur
ámm en þarlendir em sem kunnugt
er frægir fyrir matargerð sína og
ekki hvað síst úr fiskmeti. Næsta
hóf er hádegisverður NFI, en þar
sitja frammámenn stofnunarinnar
við háborðið og frægir leikarar eða
listamenn em fengnir til að leika
listir sínar. Að þessu sinni, í
Chicago, var fenginn hópur sjón-
varpsfréttaskýrenda sem er vinsæll
um þessar mundir. Þriðja og síðasta
gleðisamkoman er kvöldverður og
dansleikur á síðasta kvöldi þingsins,
sem forseti stofnunarinnar býður
til. Einnig þar skemmta frægir
listamenn og leikarar, oft með söng
og listdansi.
íslendingur í
nefndarforsæti
Þrátt fyrir þetta bílífi ef svo
mætti kalla, eða kannski þess
veg^na, leggja þingmenn að sér í
nefndarstörfum en þar fer aðalverk-
svið þingsins fram. Hér skulu ófáar
nefndir taldar sem ættu að gefa
hugmynd um starfssvið þingsins:
Lee Wedding framkvæmdastj óri
NFI
Markaðsnefnd, Stjómunar- og
framleiðninefnd, Ferskfisksnefnd,
Námsstyrkjanefnd, Lánanefnd,
Mats- og gæðanefnd, Reykts fisks-
nefnd, Surimi-nefnd, Samvinnu-
nefnd og Ríkisstjómamefnd.
Enn er þá ótalin ein af þýðingar-
meiri nefndum þingsins, en það er
„Ameríska fiskmetis dreifmgar-
nefndin". íslendingur er formaður
þessarar nefndar og nýtur trausts
og virðingar í því starfí. Maðurinn
er Othar Hansson, Reykvíkingur
að ætt og uppruna. Othar hefur
starfað að fiskmarkaðsmálum svo
að segja eingöngu erlendis í tugi
ára, hjá Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna í Englandi, hjá Sambandi í
Harrisburg og nú síðustu 11 ár hjá
Coldwater í Connecticut, þar sem
hann var sölustjóri og fram-
kvæmdastjóri. Othar hætti hjá
Coldwater í vor og gekk í fiskmetis-
fyrirtæki er Bay Trading Co. nefnist
í Denver, skammt frá Boston.
Baráttan um
magamálið
Til viðbóatar nefndarstörfum
vom haldnir fyrirlestrar sérfræð-
inga og umræður um ýmis áhuga-
og hagsmunamál sjávarútvegsins
og fiskiðnaðarins í heild.
Kjörorð NFI-þingsins að þessu
sinni mætti þýða á þessa leið:
„Þreifið á hjartaslögum mið-norður
fylkjanna". (Catch the beat of the
Heartland). Þetta em ríkin suður
og vestur af vötnunum miklu,
Wisconsin, Illinois, Indiana, Ohio
og Michigan. Á þessu svæði búa
um 25% af íbúum Bandaríkjanna.
Þar em tiltölulega fáar stórborgir
og dreifbýli mikið. íbúamir em
fullorðnir og fátt er af nýjum inn-
flytjendum. Það er því við því að
búast, að mataræði almennings í
þessum ríkjum skapist af gömlum
venjum. Fylkin em langt frá sjó,
þótt nokkur fiskur sé í vötnunum.
Fiskneysla hefir farið minnkandi
og ber margt til. Fyrst og fremst
er nauta- og svínakjöt auðfengið
og kjúklingaeldi og áta hefir aukist
til muna á undanfömum ámm.
Á þessu „hjarta-svæði" Banda-
ríkjanna vom matarvenjur fyrir 30
ámm þær, að 75% af eggjahvítuefni
í magamáli manna kom frá nauta-
og svínakjöti, 17,2% úr hænsnakjöti
og 7,4% úr fískmeti.
Nú hefir þetta breyst á þessa
leið: 65% nauta- ogsvínakjöt, 29,1%
hænsnakjöt og 5,9% fiskur. Fiskur-
inn á því langt í land í baráttunni
um magamálið í miðnorðurríkjun-
um.
Frystur fiskur vinsæll
Skortur á kunnáttu í meðferð og
matreiðslu fisks dregur úr neyslu.
Margir trúa því, að „rautt kjöt" sé
heilbrigðari matur en fiskur. Aðrir
telja, að það sé best að kaupa fisk
í sérstökum fiskbúðum frekar en í
kjörbúðum. Þá hefir það komið
mönnum á óvart hve frystur fískur
er vinsæll. „Frystur fískur er eins
bragðgóður og ferskur" var við-
kvæðið.
í veitingahúsum em karfí, stein-
bítur, koli og rauðspretta vinsælust.
í heimahúsum em lax, ufsi, þorsk-
ur, karfi og steinbítur eftirsóttustu
físktegundimar og í þessari röð.
Áróður físksala um „gæði“ fersks
físks og að hann sé betri en frosinn
virðist hafa haft áhrif á neytendur.
Obbinn af ferskfisksölunni er hjá
kjörverslunum, sem hafa lagt mikla
áherslu á að hafa ferskan físk á
boðstólum og velja honum betri
sýningarrúm en frysta fiskinum.
Varað við notkun
gastegundar
til geymsluþols fisks
Skýrsla sem starfsfólk NFI hafði
samið um notkun gastegundarinnar
carbon dioxide (C02) til að lengja
geymsluþol fisks, var til umræðu í
tækninefnd ráðstefnunnar. Fmm-
mælendur vom tveir háskólakenn-
arar, dr. Gunnar Finne frá Texas
og dr. Stephen Taylor frá Wis-
consin-háskóla.
Þessi gastegund er vel þekkt og
Landhelgisgæslan
er ekki ein á báti
Hugleiðing í tilefni af grein Jóns Sveinssonar í Mbl. 24. apríl
eftir Einar Eyþórsson
Þann 24. apríl síðastliðinn skrif-
aði Jón Sveinsson grein í Morgun-
blaðið, sem varð mér og eflaust
mörgum öðmm talsvert umhugsun-
arefni. Ekki aðeins vegna þess að
mér komu lýsingar hans á ákveðinni
ríkisstofnun á óvart, heldur ekki
síður fyrir það hugrekki sem Jón
sýnir með því að leysa frá skjóðunni
um reynslu sína sem starfsmaður
Landhelgisgæslunnar án þess að
hugsa um hvaða afleiðingar slík
hreinskilni kann að hafa fyrir hann
sjálfan.
Að loka augum
og munni
Grein Jóns leiddi hugann að
„hugrekki" okkar hinna, sem sum
hver þykjumst bera nokkurt skyn
á veilur þjóðfélagsins og teljum
okkur jafnvel róttæk í skoðunum.
Því við vitum vel að það siðferði
sem Jón lýsir, það kæruleysi, skipu-
lagsleysi og spilling sem hann hefur
séð svo glöggt eftir heimkomuna
frá Noregi, er síður en svo fyrirbæri
sem takmarkast við Landhelgis-
gæsluna, eða jafnvel eitt varðskip,
eins og forstjóri þeirrar stofnunar
gefur í skyn í svari sínu.
Þetta er því miður fyrirbæri sem
viðgengst við flestar ríkisstofnanir,
og stundum fær maður á tilfinning-
una að það sé einmitt þetta sem
gegnsýrir íslenska þjóðfélagið í dag.
Þetta vitum við allflest, við vitum
til dæmis að á ísiandi er oftar spurt
um pólitískan lit en um þekkingu
og hæfni þegar ráðið er í opinberar
stöður. Okkur er heldur ekki ókunn-
ugt um að til þess að eiga von um
íbúð í verkamannabústöðum verður
fátækt fólk að kijúpa á kné fyrir
verkalýðsforingjum. Við vitum líka
að allskonar greiðasemi og fyrir-
greiðsla gegnum pólitík og kunn-
ingsskap þykir sjálfsögð í opinberri
starfsemi, og fæst okkar eru sak-
laus af að hafa tekið þátt í slíku.
Við finnum sjálf til sektar, þótt við
sjáum óréttlætið lokum við augun-
um fyrir því. Þegar allir búa í sama
glerhúsinu eru fáir sem vilja kasta
steini. Við óttumst að koma að
Iokuðum dyrum næst þegar við
þurfum á hjálp að halda, þá borgar
sig betur að þegja og taka þátt í
spilinu. — Menn hafa áður risið upp
og boðað heriferð gegn spillingu og
samtryggingu, en hlotið endalok
sem varla hvetja til að feta í fótspor
þeirra. Það kemur sér því best að
þegja.
Jón Sveinsson vill ekki þegja.
Hann er þó ekki einn um að hafa
komið heim frá útlöndum með
hugsjónir um að vinna landi sínu
gagn í þjónustu íslenska ríkisins,
en fundið eftir stuttan tíma að í
því ríki er sitthvað rotið.
Kraftaverk á
skemmdum f iski
Fyrir nokkrum árum kom ungur
maður heim frá námi erlendis. Hann
vildi nýta sérþekkingu sína á sviði
sjávarútvegs, og réðst til starfa hjá
ríkisstofnun sem hafði með höndum
gæðamat á fiski, aðalútflu.tnings-
vöru okkar, sem öllu skiptir að
standist gæðakröfur í harðri sam-
keppni á erlendum mörkuðum.
Hann vann starf sitt samviskusam-
lega og lét ekki úldinn fisk sleppa
inn á markaðinn — hélt hann. En
ekki leið á löngu þar til hann sá
að samviskusemi hans var til einsk-
is. Hann komst að raun um, eins
og margir aðrir hafa gert, að á ís-
landi standa stjómmálatengsl og
persónusambönd ofar allri fag-
þekkingu. Fiskframleiðendur sem
höfðu fengið framleiðslu sína
dæmda ónýta eða skemmda gátu
nefnilega fengið þeim dómi breytt
með einu símtali við sjávarútvegs-
ráðuneytið.
Verkefnalausa
stofnunin
Undirritaður kom heim til Islands
eftir nám í Noregi fyrir fáeinum
árum, og sem mikill áhugamaður
um málefni landsbyggðarinnar taldi
ég mig heppinn þegar ég fékk starf
hjá ríkisstofnun sem fékkst við slík
mál, Framkvæmdastofnun ríkisins.
Nú er það gullin regla að sparka
ekki í dauð hross, Framkvæmda-
stofnunin er nú ekki lengur við líði,
og mér dettur ekki í hug að sak-
fella þá einsaklinga sem þar unnu.
En því er ekki að neita að margt
kom mér, sveitapiltinum, undarlega
fyrir sjónir þegar ég byrjaði þama
í þjónustu íslenska ríkisins, með
því hugarfari að vinna landinu
gagn. Látum það vera að starfs-
fólkið tók sér tvöfaldan matartíma,
að öll dagblöðin voru vandlega lesin
í vinnutímanum og efni þeirra rætt
vel og lengi. Hitt var verra, þegar
ég tók eftir því að sumir starfs-
manna virtust aldrei sýna neina
viðleitni til vinnu, og þótti ekki til-
tökumál. Eftir að hafa brotið heil-
ann um þetta um stund þóttist ég
finna skýringuna: Þrátt fyrir sinn
háleita tilgang var stofnunin verk-
efnalaus og utanveltu í allri stjóm-
sýslu. Menn urðu því sjálfir að finna
sér ýmislegt smádútl til þess að
drepa tímann. Stjómendur undu
glaðir við sitt, og skiptu sér lítið
„Það leitar á hugann
hvað það er sem veldur
því að íslenska ríkinu
gengur svo seint að
lyfta starfsemi sinni á
svipað stig og það sem
tíðkast í nágrannalönd-
unum.“
af því hvað undirmennimir aðhöfð-
ust, enda höfðu þeir samkvæmt ís-
lenskri venju fengið stöður sínar
að launum fyrir trúmennsku við
einhvem stjómmálaflokk.
En ég vil endurtaka það að þama
var ekki við neina einstaka starfs-
menna ð sakast, heldur við stjóm-
kerfi sem elur af sér slík vinnu-
brögð.
Lýðveldi á gelgjuskeiði
Það leitar á hugann hvað það er
sem veldur því að íslenska ríkinu
gengur svo seint að lyfta starfsemi
sinni á svipað stig og það sem tíðk-
ast í nágrannalöndunum. íslenska
kerfinu svipar að sumu leyti meira
til stjómsýslu nýfijálsra Asíu- og
Afríkjuríkja en til Norðurlandanna.
Ef til vill er fámenninu um að
kenna, ellegar einangmn okkar í
Atlantshafinu. — Eða er ástæðan
sú, að íslenska lýðveldið er enn á
gelgjuskeiðinu?
Þýski þjóðfélagsfræðingurinn
Max Weber nefnir á einum stað
bandarískt stjómarfar á síðustu öld
sem dæmi um lýðveldi á „gelgju-
skeiði". Þingmenn og stjómmála-
flokkar réðu útnefningu til flestra
opinberra embætta, og stöðuveit-
ingamar réðust fyrst og fremst af
tryggð við þann flokk sem hveiju
sinrii var við stjórnvölinn. Að sögn
Webers þoldu Bandaríkin þetta
fyrirkomulag um stund, í krafti
sinnar ungu menningar. „En,“ segir
hann, „slíkt kerfi, þar sem 400.000
opinberir stafsmenn voru útnefndir
án þess að hafa annað sér til ágæt-
is en tryggð við flokkinn sinn, gat
vitanlega ekki staðist án gífurlegra
ágalla, spillingar og sóunar. Bara
land sem enn bjó við ótakmarkaðar
auðlindir gat þolað síkt.“
Er breytinga að vænta?
Ef við höfum einhvem tíma búið
við ótakmarkaðar auðlindir, þá á
það ekki við lengur. Spumingin er
bara sú, hve lengi íslenska lýðveldið
fær staðist með sömu vinnubrögð-
um. Fátt bendir þó til að miklar
breytingar séu í aðsigi. Vitanlega
eru til undantekningar, og á stöku
stað má sjá þróun í rétta átt. Til
dæmis hef ég ekki trú á að sjávarút-
vegsráðuneytið stundi lengur
kraftaverkalækningar á úldnum
fiski. Eflaust hefur mörgum fundist
Jón Sveinsson taka full djúpt í ár-
inni í ádeilu sinni á Landhelgis-
gæsluna, hann er kröfuharður í sín-
um málflutningi, en hann skortir
heldur ekki rök. Vonandi hefur
hann vakið einhvern af svefni
kæruleysisins. Vonandi verður hann
ekki einn um að ijúfa þögnina og
krefjast þess að íslenska ríkið taki
upp nútímavinnubrögð.
Ilöfundur er skrifstofustjóri við
Kennaraháskólann í Alta íNoregi.