Morgunblaðið - 03.06.1986, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ1986
Hvað segja þau um úrslit sveitarstjórnarkoSninganna:
REYKJA ViK
1978
1982
47,5%
1986
KÓPAVOGUR
1978pS*
52,7%
15,3%
1982
1986
SEL TJARNARNES
42,1%
32,1%
' 1978 63,0%
1982
I 64,4%
1986 i;:;:;:;:;:;:;:;:;^:;:;:;:;:::;:;:;:::;:::;:;:;:;:::;:;:::;:;:;:;:;:::;:;:;:;:;:;:;:;:;:;:;:;:::::;:;:;:;:::;:;:::;:::::;:;:::;::::: 61,6%
GARÐABÆR
1978 47,4%
1982
1986
HAFNARFJÖRÐUR
60,5 %
52,9%
1982
1986
GRINDAVÍK
1978 plÍ
1982
1986
KEFLAVÍK
1978 pl
1982
1986
NJARÐVÍK
1978 PM
36,1%
37,5%
32,1%
25,7%
38,3%
30,2%
28,2%
s>
24,5 %
39,2%
41,7%
1986
AKRANES
1978
1982
1986
SELFOSS
1978pW
1982
1986
46,4%
33,4%
33,5%
27,9%
28,1%
x 26,8%
VESTMANNAEYJAR
1978 x:;:::::::::;::::'::;-::;:;::::::
1982
1986
36,5%
38,5%
_______ 43,9%
58,9%
MEÐALTAL
1978pS
1982
1986 :;;S;S
s;j 36,81%
MEÐALTAL ÁN REYKJAVÍKUR
1978|::::::;:;:;:;::::::S:;>:;:;::::::::;:;>:::S:::
46,94%
38,00%
1982
1986
35,75%
36,54%
46,39%
Fyigi Sjálfstæðisflokksins
á Suðvesturhorni landsins
í kosningunum á laugardaginn fékk Sjálfstæðisflokkurinn 13
færri fulltrúa kjörna en 1982 í 10 kaupstöðum á suðvesturhomi
iandsins. í Reykjavík var borgarfulltrúum fækkað um 6 og
fækkaði fulltrúum Sjálfstæðisflokksins um 3 vegna þess, en
fylgisaukning var 0,2% miðað við kosningamar 1982.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins í um. Meðfylgjandi súlurit sýnir
umræddum kaupstöðum var svip- fylgi Sjálfstæðisflokksins í
að að meðaltali og í kosningunum Reykjavík og kaupstöðunum 10 í
1978, en heldur lægra en í síðustu kosningunum 1978, 1982 og
bæjar- og sveitarstjómarkosning- 1986.
Jón á Reykjum sagði í fyrirsögn:
„Eg þekki þetta fólk, ykkur er
óhætt að treysta því“. Þetta er
gott dæmi um stjómmálaástandið
í sveitinni." Aðalheiður sagði að sér
þætti samt sem áður erfitt að svara
því hversvegna D-listinn hefði náð
5. manninum. „Svo má líka benda
á að nú hafa Sjálfstæðismenn 54%
atkvæða á bak við sig og 5 fúlltrúa,
en við vinstrimenn samanlagt um
45% og aðeins 2 fulltrúa. Maður
harmar auðvitað slíkt þegar listinn
tapar."
Magnús Sigsteinsson,
D-lista:
„Uppskárum laun
erfiðis okkar“
„EG ER geysilega ánægður með
úrslit kosninganna, þetta er
mesti kosningasigur flokksins
frá upphafi. Þó höfum við verið
með hreinan meirihluta frá árinu
1974,“ sagði Magnús Sigsteins-
son, efsti maður á D-listanum í
Mosfellshreppi, en Sjálfstæðis-
flokkurinn bætti við sig 5. mann-
inum í hreppsnefnd. „Því verður
ekki neitað að það var mjótt á
mununum, Framsókn vantaði
aðeins 2 atkvæði til að koma
manni inn. Endurtalning at-
kvæða breytti þó engu um úrslit-
in. Eg tel að vel skipulögð kosn-
ingabarátta hafi skilað árangri.
Við uppskárum laun okkar erfið-
is.“
Magnús sagði að prófkjör flokks-
ins sl. haust hefði án efa ráðið miklu
um vinsældir framboðslistans. 400
manns tóku þátt í valinu. „Við
vorum með geysisterkan lista. Vin-
sældir frambjóðendanna og sterk
málefnastaða eiga dijúgan þátt í
sigrinum. Meirihlutinn hefur staðið
sig vel þetta kjörtímabil, og kjós-
endur voru ánægðir með störf
okkar." Sjálfstæðismenn voru með
mjög skipulagt starf á kosningadag.
Magnús sagði að sér hefði ekki
litist á blikuna frameftir degi, því
kjörsókn hefði verið dræm. „Um
kvöldmatarleytið byijuðum við að
hóa í fólk og bar það góðan árang-
ur. Ef maður ætlar að vinna kosn-
ingar þýðir ekki annað en að vinna
skipulega."
Vestmannaeyjar:
Sigurður Einarsson,
D-lista:
„Við erum enn
stærsti
flokkurinn“
„ÞVÍ ER ekki að neita að við
urðum fyrir miklum vonbrigðum
með kosningaúrslitin," sagði
Sigurður Einarsson, efsti maður
D-listas í Vestmannaeyjum, en
flokkurinn missti tvo fulltrúa úr
bæjarstjórn. „Við höfum verið
að leita í huga okkar að einhverri
ástæðu, en þær hljóta að vera
margar. Sjálfstæðisflokkurinn
var með hreinan meirihluta, og
er því kennt um allt sem miður
fer. Hinir flokkamir voru sam-
einaðir í andstöðu sinni. Einnig
virðist straumurinn í landinu
hafa verið andstæður flokkn-
um.“
A lista Sjálfstæðisflokksins var
mikið af nýjum nöfnum að þessu
sinni, en Sigurður taldi það ekki
hafa skipt sköpum. Ekki hefði verið
kosið um menn, ýmis staðbundin
mál hefðu verið megineftii kosn-
ingabaráttunnar. Hann minnti á að
þrátt fyrir missi tveggja fulltrúa
væri þetta næstmesti atkvæðafjöldi
sem flokkurinn hefði fengið frá
upphafi. Eins væri fylgið í prósent-
um það þriéja mesta. „Nú erum við
komnir með þann fulltrúaíjölda sem
var fyrir árið 1982. Segja má að
sigur okkar í síðustu kosningum,
58%, hafi verið frekar afbrigðilegur.
Við erum enn langstærsti flokkur-
inn og ætlum að axla þá ábyrgð
sem því fylgir."
Ragnar Óskarsson,
G-lista:
„Osk kjósenda
um vinstri
meirihluta“
„EG ER ákaflega ánægður með
úrslitin, enda eykur Alþýðu-
bandalagið fylgi sitt um 50%,“
sagði Ragnar Oskarsson, efsti
maður G-lista í Vestmannaeyjum.
Alþýðubandalagið er nú með tvo
fulltrúa í bæjarstórn, en var með
einn. „Við lítum á þetta sem
eindregna ósk kjósenda um
vinstri meirihluta í bænum. Efstu
menn A-, B- og G-lista hafa
fundað í dag og mér sýnist að
okkur takist að mynda meiri-
hluta.“
Ragnar þakkaði fylgisaukning-
una málefnalegri baráttu flokksins.
Alþýðubandalagið hefði lagt
áherslu á atvinnumál, málefni ungs
fólks og að koma fjármálum bæjar-
félagsins í lag. „Við vorum einnig
með unga frambjóðendur á listun-
um. Eg rek stóran hluta af auknu
fylgi flokksins til ungra kjósenda."
Ragnar sagði að fjármálastjóm
kaupstaðarins hefði ekki verið góð
undanfarið kjörtímabil. G-listinn
hefði einnig gagnrýnt harðlega að
bæjarstjórinn væri yfirlýstur Sjálf-
stæðismaður. „Okkur finnst það
frumskilyrði að bæjarstjórinn og
bæjarritarinn séu fagmenn, ekki
flokksmenn. Við bentum líka á að
minnihlutaflokkamir hafa aðeins
einn áheymarfulltrúa í bæjarráði,
af þremur. Það má ekki útiloka
þannig flokka frá því að fylgjast
með rekstri bæjarfélagsins.“
Selfoss;
Brynleifur H. Stein-
grímsson, D-lista:
„Spurningin hvor
stóru f lokkanna
verður í minnihluta“
„ÉG TEL okkur hafa unnið þann
vamarsigur sem stefnt var að,“
sagði Brynleifur H. Steingrims-
son, efsti maður D-listans á Sel-
fossi, en flokkurinn tapaði einum
manni miðað við síðasta kjör-
tímabil. „Við voram í þeirri erf-
iðu aðstöðu að allir fulltrúar
okkar hættu í bæjarstjóm og
gáfu ekki kost á sér. Flokkurinn
skipti því alveg um forystu, og
inn kom nýtt fólk með sinar
hugmyndir. Að minu mati var
kosningabaráttan ekki nógu
snörp. Það var ekki kafað ofan
í mál, og andstæðingarnir börð-
ust með innantómum loforða-
ræðum.“
A síðasta kjörtímabili voru Fram-
sóknarflokkurinn og Sjálfstæðis-
flokkurinn í meirihlutasamstarfi.
Brynleifur sagði að enn væri ekki
farið að ræða um hvort framhald
yrði á því. „Spumingin er í raun
hvor stóru flokkanna verður í
minnihluta. Framsóknarmenn settu
málið þannig upp fyrir kosningar
að það væri verið að kjósa um
bæjarstjóra þeirra eða mig. Þeir
sögðu að ég ætlaði að reka bæjar-
stjórann." Brynleifur sagði að fram-
sóknarmenn hefðu óspart notfært
sér aðstöðu sína í kosningabarátt-
unni. Fimmtudaginn fyrir kosning-
ar hefði nýja félagsheimilið verið
opnað, og 600 manns boðið til
veislu. „Okkur var meinað að halda
framboðsfund í félagsheimilinu
þetta kvöld og urðum að dúsa í
leikfímihúsinu."
Brynleifur sagði að þótt sterk öfl
í bænum hefðu unnið leynt og ljóst
gegn framboði flokksins hefði náðst
upp góð stemmning dagana fyrir
kosningar. „Við lögðum mesta
áherslu á atvinnumálin af öllum
flokkum. Einnig viljum við beijast
fyrir stækkun sjúkrahússins sem
reyndist þungt kosningamál. Við
ætlum okkur að standa við þessi
loforð og vinna vel á kjörtímabilinu.
Eg er ánægður með úrslitin, og
þakka öllum stuðningsmönnum, þá
sérstaklega nýju fólki sem kom og
stóð við bakið á okkur.“
Steingrímur Ingvars-
son, A-lista:
„Niðurstaðan
dómur um
meirihlutann
í bænum“
„NIÐURSTÖÐUR kosninganna
eru einfaldlega dómur um þann
meirihluta sem var við sljóra í
bænum,“ sagði Steingrímur
Ingvarsson, efsti maður á lista
A-lista. Alþýðuflokkurinn jók
fylgi sitt um 59% en er áfram
með 1 mann í stjórn. „Við vorum
með góðan lista, hresst og ungt
fólk. Það má heldur ekki loka
augum fyrir þvi að flokkurinn
hafði meðbyr um allt land.“
Steingrímur sagði að hann vildi
ekki gera kjósendum upp skoðanir.
An efa hefði hver haft eigin rök-
semdir fyrir atkvæði sínu. „Báðir
meirihlutaflokkamir guldu afhroð í
þessum kosningum. Framsókn tap-
aði til dæmis manni í kosningunum
árið 1982, og var nærri því núna.
Þar á skuldasúpa bæjarfélagsins
stærstan þátt.“
Ungt fólk var áberandi á lista
Alþýðuflokksins að sögn Stein-
gríms. Taldi hann að það hefði
höfðað til ungra kjósenda. „An efa
hefur fundaherferð Jóns Baldvins á
síðasta ári kynnt flokkinn rækilega
fyrir fólki. Eg hef fundið það greini-
lega að fólk á miðjum aldri er að
snúast á sveif með okkur. Við höf-
um núna á að skipa mjög hæfu og
starfsömu liði.“ Steingrímur vildi
engu spá um hvaða meirihluti
myndi ráða bænum næsta kjörtíma-
bil. Líklega yrði annar stóru flokk-
anna að vera í minnihluta. „Enn
sem komið er höfum við aðeins
rætt þetta okkar á meðal. Það er
svo stutt liðið frá kosningum."
Akranes:
Gísli S. Einarsson,
A-lista:
Stefndum að
því að fá
þrjá menn
„VIÐ stefndum að því að fá þijá
menn kjörna í þessum kosningum
og það tókst og eram við hæstán-
ægðir með það,“ sagði Gísli S.
Einarsson, efsti maður á lista
Alþýðuflokksins á Akranesi,
jafnframt því sem hann vildi
koma á framfæri þakklæti til
stuðningsmanna A-listans.
Gísli sagði að enn sem komið
væri hefðu þreifíngar milli flokk-
anna ekki hafist og kvaðst hann líta
svo á að Framsóknarflokkurinn
ætti að hafa frumkvæði að meiri-
hlutamyndun þar sem fylgistap
hans var óverulegt þrátt fyrir aðild
hans að ríkisstjóm.
Gísli sagði að lokum að Alþýðu-
flokkurinn myndi halda fast við þær
beinu tillögur sem þeir settu fram
fyrir kosningamar og að ekki yrði
gengið til stjómarsamstarfs nema
samstaða næðist um þær.
Guðjón Guðmundsson,
D-lista:
Staða bæjarmála
góð og því ekki
skýringin
Á AKRANESI tapaði Sjálfstæðis-
flokkurinn tveimur mönnum í
bæjarstjóra, hafði haft fjóra
fulltrúa en fékk einungis tvo
fulltrúa kjörna. Guðjón Guð-
mundsson efsti maður D-listans
sagðist ekki geta gefið neinar
skýringar á þessu mikla fylgis-
tapi flokksins í þessum kosning-
um.
„Staða bæjarmála var góð síð-
asta kjörtímabil og um það voru
allir sammála þannig að skýringu
þessa er ekki þar að finna,“ sagði
Guðjón. Hann benti á að skipting
atkvæða hefði verið óhagstæð og
mörg atkvæði til D-listans fallið
dauð, ef svo mætti að orði komast.
Ólaffsvík:
Sveinn Þór Elín-
bergsson, A-lista:
Óskum eftir við-
ræðum við alla
„ÚRSLITIN hér á Olafsvík voru
okkur Alþýðuflokksmönnum
verulega ánægjuleg, við fengum
tvo menn kjörna og erum að
atkvæðamagni komnir fast að
hliðinni á Sjálfstæðisflokknum,"
sagði efsti maður lista Alþýðu-
flokksins, Sveinn Þór Elínbergs-
son.
Hann sagði að þeim Alþýðu-
flokksmönnum hefði reynst svolítið