Morgunblaðið - 03.06.1986, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ1986
31
Morgunblaðið/Bæring Cecilsson
Meirihluti Sjálfstæðisflokksins í Grundarfirði
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins i hreppsnefnd Eyrarsveitar (Grundarfirði), sem náðu meirihluta í
kosningunum um helgina, frá vinstri talið: Ámi Emilsson, Sigríður A. Þórðardóttir og Kristján
Guðmundsson.
erfitt að meta stöðu sína fyrir þess-
ar kosningar vegna þess að undan-
farin 24 ár hefðu þeir ætíð boðið
fram með almennum borgurum.
Sveinn kvað þó prófkjör það er
þeir stóðu fyrir í febrúarmánuði
hafa fyllt þá bjartsýni en þá tóku
rúmlega 100 manns þátt í að raða
mönnum niður á sjö efstu sæti list-
ans en síðan hefði öll starfsemi
flokksins tekið mikinn fjörkipp.
Er hann var inntur eftir því hvort
einhveijar meirihlutaviðræður væru
famar af stað sagði hann að þeir
Alþýðuflokksmenn hefðu þegar á
sunnudaginn haft samband við
mótframboðin fjögur og óskað eftir
meirihiutaviðræðum við þau þar
sem atvinnumálin yrðu sett í önd-
vegi.
Kristófer Þorleifsson,
D-lista:
Erf iður róð-
ur stjórnar-
flokkanna
„ Við sjálfstæðismenn hér á
Ólafsvík unum þessum niðurstöð-
um nokkuð vel, við höfðum að
vísu gert okkur vonir um að fá
fleiri atkvæði, en niðurstöður
kosninganna á öðrum stöðum á
landinu sýna að við megum vel
við una,“ sagði Kristófer Þor-
leifsson, fyrsti maður á lista
Sjálfstæðisflokksins.
Kristófer sagði að margt hefði
gert meirihlutanum erfitt fyrir í
þessum kosningum og tilgreindi
hann í því sambandi að stjómar-
flokkamir hefðu átt undir högg að
sækja vegna efnahagsráðstafana
sinna en einnig hefðu erfiðleikar í
sveitarstjómarmálum almennt gert
flokkum í meirihlutasamstarfi erfitt
fýrir. Það hefði því ekki komið sér
á óvart að sjá meirihluta víða á
landinu í fallhættu.
Kristófer gat þess hins vegar að
lokum að Sjálfstæðismenn á Ólafs-
vík myndu óhræddir ganga til
meirihlutasamstarfs og væri ætlun-
in í þeim efnum að leita eftir sam-
starfi við Framsóknarflokkinn og
Alþýðuflokkinn.
Grundarfjörður:
Sigríður Á. Þórðardóttir
efsti maður D-listans:
„Baráttan
málefnaleg“
„Ég ÞAKKA úrslit kosninganna
því, að mjög vel og skipulega var
unnið hér. Baráttan var málefna-
ieg og hefur greinilega náð til
fólksins. Framboðið var mjög
sterkt og þar fór saman reynt
fólk og nýliðar. Ég held að fram-
boðið hafi verið það traust, að
fólk hafi gjarnan viljað styðja
okkur til að endurheimta meiri-
hluta okkar hér,“ sagði Sigríður
Á. ÞÓrðardóttir, efsti maður á
lista sjálfstæðismanna í Grundar-
firði.
„Við lögðum áherzlu á það í
baráttunni að lagfæra skuldastöðu
sveitarfélagsins og atvinnumál.
Einnig að ljúka þeim framkvæmd-
um, sem byijað hefur verið á;
íþróttahúsi, frágangi eftir gatna-
gerð og við höfnina. Við erum með
þessu að endurheimta meirihlutann,
sem við misstum 1982, og það
gleður okkur mjög enda teljum við
að það hafi sýnt sig að betur reyn-
ist að hafa traustan og samstilltan
meirihluta en samsuðu margra
flokka eins og á síðasta kjörtímabili.
Allt fólk, sem hér mun sitja í
hreppsnefnd komandi kjörtímabil,
er mjög gott og hæft hvar í flokki
sem það er og ég vænti þess að
samstarfið verði mjög gott. Brýn-
asta verkefnið sem bíður er að
endurskipuleggja rekstur sveitarfé-
lagsins og ráða hæfan sveitarstjóra.
Mig langar til að koma á framfæri
þökkum til þeirra, sem með miklum
baráttuvilja studdu okkur með ráð-
um og dáð til að endurheimta meiri-
hlutann, og sérstökum þökkum til
meðframbjóðenda minna og kosn-
ingastjóra, Páls Harðarsonar,"
sagði Sigríður A. Þórðardóttir.
Stykkishólmur:
ElLert Kristinsson,
D-lista:
„Meirihlutinn
mjög traustur“
„ÞO VIÐ höfmn misst einn mann
er meirihluti okkar mjög traust-
ur enda áttum við 79 atkvæði upp
í að ná fimmta manninum inn. í
þessari kosningabaráttu var það
ekki markmið hinna flokkanna
að fella meirihlutann, heldur
hamra á því að hann væri of
stór,“ sagði Ellert Kristinsson,
efsti maður á lista Sjálfstæðis-
manna og óháðra í Stykkishólmi
og oddviti hreppsnefndar þar.
„Það kom ekki fram í kosninga-
baráttunni, að andstæðingar okkar
væru reiðubúnir til að taka við. Við
urðum heldur ekki varir við annað
fyrir kosningar en að málefnastaða
okkar væri mjög sterk. Það getur
vel verið að ýmsir stuðningsmenn
okkar hafi verið of öruggir fyrir-
fram og við því misst manninn.
Þetta sýnir að menn verða að við-
hafa fulla gát í þessum efnum.
Við munum ráða áfram þann
sveitartstjóra, sem hér hefur verið
síðastliðin 12 ár. Það eru mörg
verkefni framundan, sem taka þarf
á, og ég vil bjóða alla nýja hrepps-
nefndarmenn velkomna, óska þeim
til hamingju með árangurinn og
vona að samstarf okkar geti orðið
gott. Þá vil ég koma á framfæri
þökkum til stuðningsmanna okkar,“
sagði Ellert Kristinsson.
ísafjörður:
Ólafur Helgi Kjartans-
son, D-lista:
„Góð úrslit
miðað við
landsmeðaltal“
„Við sjálfstæðismenn á ísafirði
erum nokkuð ánægðir með úrslit
kosinganna, sérstaklega í ljósi
þess hvernig þau urðu víðast
hvar á landinu. Á meðan straum-
urinn virðist liggja yfir til Al-
þýðuflokksins þá jukum við fylgi
okkar úr 39% í rúmlega 45% og
getum því vel við unað,“ sagði
Olafur Helgi Kjartansson, efsti
maður á lista Sjálfstæðisflokks-
ins.
Ólafur bætti því við að sér sýnd-
ist sem atkvæði Alþýðuflokksins
hefðu nýst honum alveg til hins
ýtrasta og bætt við sig manni en
þó án þess að taka svo mikið frá
öðrum framboðum, því bæði Fram-
sóknarflokkurinn og Alþýðubanda-
lagið hefðu fengið sama atkvæða-
magn og í síðustu kosningum.
Aðspurður um hvort hann teldi
að um einhveijar breytingar á
meirihlutasamstarfi yrði að ræða
sagði hann að sér þætti það frekar
eðlilegt að um áframhaldandi sam-
starf yrði að ræða meðal hinna
flokkanna. „Það verður samt að
teljast eðlilegt að flokkur sem er
með yfir 45% atkvæða við kosning-
ar hafí áhrif á bæjarmálin," sagði
Ólafur og benti jafnframt á að í
Keflavík hefðu atkvæði dreifst
þannig að Alþýðuflokkurinn hefði
fengið rúm 44% en náð inn fímm
mönnum.
Kristján K. Jónasson,
A-lista:
„Traustsyfir-
lýsing við
meirihlutann“
í kosningunum á ísafirði bættu
Alþýðuflokksmenn við sig einum
manni , hafa þijá í stað tveggja
áður. Kristján K. Jónsson.efsti
maður á A-listanum sagði að það
sem stefnt hefði verið að fyrir
kosningarnar hefði tekist og ekki
væri annað hægt en að vera án-
ægður með það.
„Það sýndi sig í þessum kosning-
um að fólkið hér á ísafirði er vel
með á nótunum og gerir sér grein
fyrir þeirri uppbyggingu sem hér
hefur átt sér stað á undanfömum
árum,“ sagði Kristján. “Það verður
ekki annað sagt en að úrslit þessara
kosninga séu traustsyfirlýsing við
stefnu bæjarstjómarinnar. Hvað
okkur Alþýðuflokksmönnum við-
kemur þá varð um umtalsverða
fylgisaukningu að ræða og segja
má að við fáum helming þeirrar
aukningar sem á kjörskrá varð.“
Kristján sagði að bæjarstjómar-
meirihlutar hefðu vfðasthvar á
landinu átt undir högg að sækja
en eins og málin stæðu nú á ísafirði
virtist honum ekkert geta hamlað
því að meirihlutinn yrði nánast
óbreyttur og sagði hann Alþýðu-
flokksmenn ætla að ræða við full-
trúa Framsóknar og Alþýðubanda-
lagsins í dag.
Bolungarvík:
Ólafur Kristjánsson,
D-lista:
Tímabundið
fylgi G-listans
„ÞAÐ ER greinilegt að fólk sem
vildi breytingar átti ekki annarra
kosta völ en kjósa G-listann þvi
hann var sá eini sem ekki átti
aðild að meirihlutasamstarfi og
því fremur áberandi fyrir vikið,“
sagði efsti maður D-listans, Ólaf-
ur Kristjánsson. Kvað hann
ágreining um bæjarmálefni hafa
verið óveruleg, sér virtist sem
margir hefðu einungis viljað
breytingar breytinganna vegna.
„Það er alveg ljóst að Alþýðu-
bandalagið er ótvíræður sigurvegari
þessara kosninga en ég tel að þessi
fylgisaukning þeirra sé einungis
tímabundin og vona ég að Bolvík-
ingar eigi eftir að sjá að sér. Það
er hins vegar ekki ljóst hvemig
Alþýðubandalagið bregst við í þess-
ari stöðu og óvfst hvemig þeir vilja
mynda meirihluta. Þeim var boðin
þátttaka í meirihlutamyndun á sfð-
asta kjörtímabili með öllum hinum
flokkunum, sem þeir afþökkuðu, og
því er ekki heldur að vita hvemig
þeir bregðast við nú,“ sagði Ólafur
að lokum.
Kristínn H. Gunnars-
son, G-lista:
„Meiri sigur
en okkur
óraði fyrir“
„VIÐ bjuggumst við að vinna
mann en að sigur okkar yrði
þetta mikill held ég að engan
hafi órað fyrir,“ sagði efsti
maður G-Iistans á Bolungarvík,
Kristinn H. Gunnarsson. Hann
benti á að einungis sjö atkvæði
hefðu skilið að G-listann og
D-listann og sá síðarnefndi náði
þremur mönnum inn.
Kristinn sagði að hann liti svo á
að með þessum úrslitum væru kjós-
endur að láta í ljósi óánægju sína
með þann meirihluta sem starfaði
síðasta kjörtímabil, en hann saman-
stóð af fulltrúum Framsóknar,
Sjálfstæðisflokks og sameiginlegs
lista jafnaðarmanna og óháðra.
Hann sagði töluverðan ágreining
um ýmis mál hafa risið upp fyrir
kosningamar og greinilegt væri að
það hefði haft sín áhrif.
Aðspurður um hvort meirihluta-
viðræður væm komnar á einhvem
rekspöl svaraði hann þvf til að svo
væri ekki, Alþýðubandalagið myndi
halda fund með stuðningsmönnum
sínum og taka tillit til meirihluta-
vilja fundarmanna í þessu máli.
Sauðárkrókur:
Þorbjörn Árnason,
D-lista:
„Meirihlutavið-
ræður A-lista
D-lista
og K-lista“
„Málefnastaða Sjálfstæðis-
flokksins hér á Sauðárkróki var
í þessum bæjarstjórnarkosning-
um nokkuð góð og við erum
sæmilega ánægðir með niður-
stöður þeirra," sagði Þorbjörn
Amason, efsti maður D-listans.
„Við steftium að því að mynda
meirihluta undir forystu Sjálfstæð-
isflokksins og erum þegar komnir
á skrið að ræða við Alþýðuflokkinn
og óháða kjósendur og eins og
staðan er núna bendir allt til að
þessar meirihlutaviðræður geti orð-
ið að samstarfi. I dag verða sfðan
áframhaldandi viðræður þessara
aðila eftir að leitað hefur verið
samþykkis flokksfélaganna og
stuðningsmanna listanna," sagði
Þorbjöm.
Siglufjörður:
Björn Jónasson,
D-lista:
„Erum hissa á
úrslitunum“
„ÞAÐ MÁ segja að sjálfstæðis-
menn hér á Siglufirði séu fremur
hissa á þessum úrslitum, Al-
þýðuflokkurinn bætir við sig
tveimur mönnum og fær þrjá
menn kjöraa, en slíkt hefur ekki
gerst hér i háa herrans tíð,“
sagði efsti maður D-listans á
Siglufirði, Björn Jónasson.
Bjöm sagði að sjálfstæðismenn
hefðu sett markið hátt fyrir þessar
Sjá ennfremur
bls. 38,40 og41.
Minnkandi kjörsókn
Á kjörskrá við kosningarnar á laugardaginn voru 151.008 á
öllu landinu. 124.360 greiddu atkvæði og var kjörsókn 82,35%,
sem er minna en í undanförnum kosningum.
í bæjar- og sveitarstjórnar- 86,5% 1978 og 87,0% árið 1982.
kosningunum 1970 var kjörsókn I alþingiskosningunum 1983 var
89,1%, 1974 var hún 87,6%, kjörsókn 86,6%.