Morgunblaðið - 03.06.1986, Síða 32
MOfifilJWB^AjJID,W9J:UPAGUR3.4t?NU9g,6
Bretland:
Fylgi Verka-
mannaflokks-
ins fer vaxandi
London, AP.
Verkamannaflokkurinn í Bret-
landi virðist nú hafa meira for-
skot fram yfir íhaldsflokkinn en
áður, ef marka má skoðanakann-
anir Gallup og Mori. Ef efnt yrði
til kosninga nú þyrfti Margaret
Thatcher, forsætisráðherra, nær
örugglega að yfirgefa embættis-
Veður
víða um heim
Lægst Haest
Akureyri 12 skýjað
Amsterdam 8 16 skýjað
Aþena 19 29 skýjað
Barcelona 21 mistur
Berltn 6 16 skýjað
Brussel 9 16 skýjað
Chicago 17 31 heiðskírt
Dublin 12 17 skýjað
Feneyjar 1 skýjað
Frankfurt 8 17 skýjað
Genf 3 17 rigning
Helsinki 14 16 skýjað
Hong Kong 27 32 heiðskírt
ierúsalem 14 29 skýjað
Kaupmannah. 9 16 skýjað
Las Palmas 21 skýjað
Lissabon 16 31 heiðskírt
London 13 30 skýjað
LosAngeles 15 25 skýjað
Lúxemborg 13 skýjað
Malaga 24 skýjað
Mallorca 24 lóttsk.
Miami 25 29 skýjað
Montreal 10 13 rigning
Moskva 16 27 heiðskírt
NewYork 24 33 skýjað
Osló 7 13 heiðskirt
Parls 14 19 skýjað
Peking vantar
Reykjavfk 6 skúr
RíódeJaneiro 16 25 heiðskírt
Rómaborg 10 23 heiðskírt
Stokkhólmur 8 21 heiðskírt
Sydney 11 20 heiðskírt
Tókýó 20 28 heiðskírt
Vínarborg 11 15 skýjað
Þórshðfn 9 súld
bústað sinn í Downing-stræti 10.
Samkvæmt könnun Gallup, sem
gerð var fyrir BBC, nýtur Verka-
mannaflokkurinn 38,5% fylgis,
íhaldsflokkurinn 30,6%, Kosninga-
bandalag Jafnaðarmannaflokksins
og Fijálslyndra 28,8% og aðrir
2,1%. Með kjörfylgi af þessu tagi
hlyti Verkamannaflokkurinn 16
sæta meirihluta í neðri deild brezka
þingsins, eða 333 sæti af 650.
Ihaldsflokkurinn fengi 241 sæti,
Bandalagið 51 og aðrir flokkar 25
sæti. Láta mun nærri að Ihalds-
flokkurinn hafi misst um fjórðung
þeirra atkvæða, sem hann fékk í
þingkosningunum 1983, en þá vann
flokkurinn yfírburðasigur og hlaut
397 af 650 þingsætum í neðri deild
brezka þingsins.
Könnun Mori var hagstæðari
Verkamannaflokknum en könnun
Gallup. Samkvæmt henni fengi
flokkkunnn 40% atkvæða, ef kosið
yrði nú. íhaldsflokkurinn fengi 32%,
Bandalagið 26% og aðrir flokkar
2%. Samkvæmt þessu fylgi fengi
Verkamannaflokkurinn 345 þing-
sæti en íhaldsflokkurinn 244.
Bandalagið fengi 37 þingsæti og
aðrir24.
AP/Símamynd
Desmond Tutu biskup flytur ræðu á útifundi í Toronto í Kanada á sunnudag. Þúsundir andstæðinga
aðskilnaðarstefnunnar í Suður-Afríku fóru í göngu um miðborg Toronto og héldu síðan útifund í
Queen’s Park, þar sem Tutu var aðalræðumaður.
Stjórn S-Afríku gef-
ur út leyniskjöl ANC
Srí Lanka:
Fjórir deyja
í bardögum
Colombo, Sri Lanka. AP.
BARDAGAR brutust út milli
uppreisnarmanna tamíla og hers-
ins á Sri Lanka á sunnudag í
borginni Jaffna á norðurhluta
eyjarinnar og létust fjórir, þar
af tvö börn, að sögn íbúa i borg-
inni.
Átökin brutust út degi eftir að
sprengja sprakk í höfuðborginni
Colombo, þar sem 15 manns létu
lífið. 45 manns hafa látist í
sprengjuárásum uppreisnarmanna
Tamíla á síðustu vikum, en upp-
reisnarmennimir beijast fyrir sjálf-
stæðu ríki tamíla á Sri Lanka.
Pretoríu. AP.
STJÓRN Suður-Afríku gaf í dag
út bækling þar sem birt eru
leyniskjöl Afríska þjóðarráðsins
(ANC) og útskýrt hvers vegna
stjómin kýs að eiga ekki viðræð-
ur við fulltrúa blökkumanna um
friðsamlega lausn deilumála í
landinu.
I ritinu er því haldið fram, og
skjöl ANC birt því til sönnunar, að
þjóðarráðið sé kommúnistasamtök,
sem hafi það eitt að markmiði að
bijótast til valda í Suður-Afnku
með ofbeldisaðgerðum.
ítrekar stjómin þá afstöðu sína
að ekki komi til greina neinar við-
ræður við ANC fyrr en samtökin
hverfí frá og láti af ofbeldi og
kommúnisma. Því er haldið fram
að ANC hafi notfært sér þá skiljan-
legu þrá landsmanna að friður
komist á í landinu til þess að valda
sundrungu og mglingi. Tilgangur-
inn með útgáfunni sé hins vegar
að sýna fram á hvert hið raun-
verulega eðli þjóðarráðsins og leið-
toga þess sé.
Gavin Reilly, einn helzti iðnjöfur
Suður-Afríku, segir í grein í blaðinu
Sunday Times, sem gefíð er út í
Jóhannesarborg, að aðskilnaðar-
stefnan sé eins og dauður Alba-
tross. „Nálykt" aðskilnaðarstefn-
unnar hafi lítillækkað hvíta menn
ekki síður en svarta.
Reilly er forstjóri og aðaleigandi
eins stærsta námafyrirtækis Suð-
ur-Afríku, Anglo-American Corpor-
ation. Hann segir í grein sinni að
löngu sé orðið tímabært að stuðla
að sáttum og friðsamlegri sambúð
hvítra og blakkra en ekki sé hægt
að hefja umbætur í þá vem fyrr
en aðskilnaðarstefnunni hafi verið
varpað fyrir róða. Hugarfarsbreyt-
ing þurfi að verða hjá hvítum íbúum
landsins og þeir verði að sætta sig
við landstjóm, þar sem blökkumenn
ráði ferðinni.
Bandaríkín:
Sovésk eldflaug
fellurtiljarðar
Miami, Bandaríkjunum. AP.
ÍBÚAR Flórida-fylkis, sem sáu
eldhnött með langan hala falla
til jarðar, héldu að um væri að
ræða stjörnuhrap eða fljúgandi
furðuhlut, en að sögn bandarísks
Yelena Bonner við brottförina frá Ítalíu:
„Hver andlega heill mað-
ur væri ófús að hverfa
úr frelsi í fangavist"
MílnnA Ifnlli. AP
Mílanó, Italíu. AP.
YELENA Bonner, eiginkona sovéska andófsmannsins og nóbels-
verðlaunahafans Andreis Sakharov, kom í gær til Sovétríkjanna
eftir sex mánaða dvöl á Vesturlöndum. Hún sagði, að fyrir heim-
förina væri sér innanbijósts eins og hún væri að fara í fangelsi
á nýjan leik eftir að hafa notið frelsis um skeið.
Frú Bonner sagði, að eina
ástæðan fyrjr þvf, að hún sneri
aftur til Sovétríkjanna, væri end-
urfundimir við eiginmann sinn.
Tveir bandarískir þingmenn,
Dan Lungren, repúblikani frá
Kalifomíu, og Bamey Frank,
demókrati frá Massachusetts,
fylgdu Bonner til Moskvu. Sögð-
ust þeir vilja tryggja, að mann-
réttindi frúarinnar yrðu virt við
komu hennar þangað.
„Bandaríska þjóðin lítur á frú
Bonner sem hetju, ekki aðeins sem
hetju eigin þjóðar, heldur allra
þjóða," sagði Dan Lungren.
Frú Bonner, sem verið hefur I
læknismeðferð á Vesturlöndum,
sagði á fundi með fréttamönnum
á Linate-flugvelli í Mílanó, að sig
langaði ekki minnstu vitund til
að snúa aftur til Sovétríkjanna.
Hún minnti á, að móðir hennar,
tvö böm og bamaböm byggju í
Bandaríkjunum.
„Eg held, að hver andlega heill
maður væri ófús að hverfa úr
frelsi í fangavist, ætti hann nokk-
urra kosta völ,“ sagði hún. „Eg
hef enga köllun til að vera hetja,
mig langar aðeins til að vera
amma, móðirogdóttir."
Hún gagnrýndi harðlega það
sem hún nefndi „upplýsingafols-
un“ sovéskra stjómvalda varðandi
þau hjónin. Einnig gagnrýndi hún
nokkra vestræna íjölmiðla og þá
sérstaklega vestur-þýska blaðið
Bild, sem hún kvað hafa fengið
„fölsuð" myndbönd af þeim hjón-
um hjá sovéska blaðamanninum
Viktor Louis.
Þegar frú Bonner var spurð
álits á Vesturlöndum, sagði hún,
að þar ríktu flóknar aðstæður og
við fjölda vandamála og and-
stæðna væri að etja. „En þar
nýtur fólk frelsis til að ráða fram
úr vandamálum sínurn."
Hún sagðist vonast til að koma
aftur innan tveggja ára til Vestur-
landa til þess að gangast undir
læknisskoðun. Kvaðst hún sér-
staklega þakklát Margaret
Thatcher, forsætisráðherra Breta,
Jacques Chirac, forsætisráðherra
Frakklands, og Francois Mitter-
rand, forseta Frakklands, fyrir
góðar móttökur.
I þessu sambandi nefndi hún
ekki ítalska stjómmálamenn.
Meðan á dvöl hennar á Italíu stóð,
tók enginn háttsettur embættis-
maður á móti henni, en þegar hún
kom þangað í desembermánuði
sl., fékk hún bæði áheym hjá
Bettino Craxi forsætisráðherra og
Jóhannesi Páli páfa II í Vatíkan-
inu.
Mæðginin Bonner og sonur
hennar, Alexei Semyonov, kvödd-
ust á flugvellinum í Mflanó.
Hugðist hann fylgja móður sinni
til Moskvu, en bæði honum og
systur hans, Tatiönu Yankelevich,
var neitað um vegabréfsáritun
þangað.
„Við fáum ekki með nokkm
móti skilið, hvers vegna stórveldi
á borð við Sovétríkin hræðist svo
mjög hugrakkt fólk eins og frú
Bonner og eiginmann hennar,"
sagði bandaríski þingmaðurinn
BameyFrank.
embættismanns hjá loftferðaeft-
irlitinu var þarna um að ræða
sovéska eldflaug að hrapa til
jarðar.
Embættismaðurinn sagði að eld-
flaugin hefði verið notuð til þess
að skjóta sovéskum gervihnetti,
Cosmos 1746, á loft. Sagði hann
að eldflaugin hefði komið inn í
andrúmsloftið í námd við Jackson-
ville í Bandaríkjunum, farið yfir
Flórída-ríki og síðast sést í grennd
við Kúbu. Hann sagðist ekki vita
hvar eldflaugin hefði fallið til jarðar.
íranir vilja
fá stórlán
gegn olíu-
afslætti
Abu Dhabi. AP.
HAFT var eftir áreiðanlegum
heimildum í gær, að íranir væru
að leita fyrir sér um skammtima-
lán að fjárhæð margir milljarðar
dollara frá Japan og Singapore
gegn því að selja þessum rikjum
20% af ársframleiðslu sinni af
olíu fyrir lækkað verð.
Það var blaðið Al-Ittihad í Sam-
einuðu furstadæmunum, sem sagð-
ist hafa það eftir „öruggum heimild-
um“, að „leynilegar viðræður" færu
nú fram um það tilboð írana að
selja 20% af ársframleiðslu þeirra
með þriggja dollara afslætti frá
heimsmarkaðsverði hveija tunnu
gegn 2,8 milljarða dollara láni frá
japönskum bönkum og 1,9 milljarða
dollara lánum fra bönkum og pen-
ingastofnunum í Singapore.