Morgunblaðið - 03.06.1986, Page 33

Morgunblaðið - 03.06.1986, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3.JÚNÍ 1986 33 Tíu Pólverjar /»• / • og fjorir Tékkar flúðu MUnchen.AP. TÍU Pólverjar — þeirra á meðal táningur, sem taka átti þátt i kraftlyftingum — svo og fjórir Tékkar flýðu til Vestur-Þýzka- lands um helgina. Kraftlyftingamaðurinn Kristof Piorczynski fór fram á að fá hæli sem póltiskur flóttamaður á sunnu- dag, eftir að hafa tekið þátt í keppni fyrir 16 til 20 ára gamla íþrótta- menn í grein sinni í bænum Donau- eschingen í suðvesturhluta landsins. Þá flýðu fjórir Tékkar á aldrinum 20 til 56 ára í Bæjaralandi. Yfírgafu þeir ferðamannahópinn, sem þeir voru með og sneru ekki aftur. Pólland: Þúsundir mótmæltu handtöku Bujaks Varsjá. AP. ÞÚSUNDIR Pólveija fóru í mót- mælagöngu á sunnudag til þess að mótmæla handtöku Zbigniews Bujak, eins helzta forystumanns Samstöðu, en hann hefur farið huldu höfði um langt skeið. Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, skor- aði á sunnudag á stuðningsmenn samtakanna að halda áfram baráttunni gegn „lögleysunni" í Póllandi. Bujak, sem er 31 árs gamall, var handtekinn á laugardag. Pólsk stjómvöld höfðu lengi reynt að hafa hendur í hári hans sökum þess að hann stjómaði þeim armi Samstöðu, sem starfað hefur með leynd og kunn er undir hinum pólsku upp- hafsstöfum sínum, TKK. Bujak hafði tekizt að leynast fyrir pólskum yfírvöldum, allt frá því er þau settu herlög í landinu i desember 1981 í því skyni að bijóta Samstöðu á bak aftur. Handtaka Bujaks er talið mikið áfall fyrir Samstöðu en að sama skapi sigur fyrir pólsku stjómina, þar sem handtakan á sér stað aðeins flórum vikum áður en þing komm- únistaflokks landsins á að hefjast. Verður það fyrsta þing flokksins frá uppreisn verkamanna 1980-1981. Á útifundi með mörg þúsund verkamönnum í Gdansk á sunnudag sagði Walesa, að þar sem stjómvöld hefðu ekkert annað til þess að státa af, þá mikluðust þau yfír handtöku Bujaks sem „afreki". I borginni Wroclaw í Suðvestur- Póllandi beitti lögreglan táragasi og kylfum til þess að leysa upp mótmælagöngu Samstöðumanna, sem hrópuðu: „Látið politíska fanga lausa" og kölluðu síðan nafn Buj- aks. í borginni Krakow í suðurhluta Póllands hafðist lögreglan ekki að, er 2.000 manns, þeirra á meðal margar konur og böm, gengu yfír Zbigniew Bujak, leiðtogi neð- anjarðarhreyfingar Samstöðu, var handtekinn í Póllandi á laug- ardag. Hafði honum tekizt að leynast fyrir pólskum yfirvöld- um, allt frá því er herlög voru sett i landinu 1981. Mynd þessi af Bujak var tekin 1981 á úti- fundi Samstöðu, þar sem hann flutti ræðu, skömmu áður en hann „hvarf undir jörðina" tíl þess að forðast ofsóknir yfir- valda. markaðstorg borgarinnar höfðu uppi mótmæli gegn kjamorku, köll- uðu nafn Bujaks og hrópuðu síðan. „Ekkert frelsi án Samstöðu." Þessi mótmælaganga, sem var skipulögð af óopinberum friðarhópi, var upphaflega ráðgerð í því skyni að mótmæla kjamorkuslysinu í Chernobyl og tvær konur, sem fóm í fararbroddi göngunnar, héldu á loft borða, þar sem á stóð: „Enga mengun frá Sovetríkjunum." Danmörk: Önnur sjónvarps- rás á næsta ári MEÐ tveggja atkvæða meirihluta — það er öllum atkvæðum borgaraflokkannna nema Framfaraflokksins gegn öllum at- kvæðum vinstri flokkanna og Framfaraflokksins að auki — samþykkti danska þjóðþingið nú fyrir helgina að Danmörk fái sjónvarpsrás nr. 2 á árinu 1987. Miklar deilur hafa staðið yfir um þetta mál og hefur það ekki dregið úr, að þessi rás verður að hluta rekin fyrir fé, sem fást á með auglýsingum. Rás 2 á að vera sjálfstætt fyrir- marka þær á marga vegu. Eiga tæki með sínar eigin fréttaútsend- ingar, sem eiga að keppa við fréttaútsendingamar á rás 1. Áhrif danska menntamálaráðu- neytisins em þó tryggð með því að ráðherrann þar á að skipa þrjá af fimm stjómarmönnum nýju rásarinnar. Þrátt fyrir það að auglýsingar verða leyfðar er áformað að tak- þær að vera samanþjappaðar í tvær útsendingar og eftir kl. 19.30 á kvöldin verða engar auglýsingar heimilaðar. Þá verða því einnig skorður settar, hvaða aulýsingar skulu leyfðar. Þannig má ekki auglýsa áfengi, tóbak, flokkspólitík, trúarbrögð né lækn- islyf. AP/Símamynd Frá fjöldafundi stuðningsmanna Marcosar á Filippseyjum á sunnudag. Að fundinum loknum hélt hluti fólksfjöldans til þjóðþinghússins og tók sér þar stöðu, en óeirðalögregla dreifði mannfjöldanum um síðir. Filippseyjar: Stj órnar skrárnefnd kemur saman fyrsta sinni Manila, Filippseyjum. AP. SVEITIR óeirðalögreglu dreifðu þijú þúsund stuðningsmönnum Marcosar fyrrum forseta með táragasi, en fólkið hafði tekið sér stöðu í kringum þjóðþingsbygg- inguna í Manila aðeins fáum stundum áður en ríkisskipuð nefnd átti að koma þar saman til þess að semja nýja stjórnar- skrá fyrir landið í gærmorgun. Til nokkurra átaka kom á milli lögreglunnar og stuðningsmanna Marcosar áður en lögreglunni tókst að hrekja fólkið á brottu. Það hafði tekið sér stöðu við bygginguna á sunnudagskvöld og verið þar í níu stundir er það varð að hverfa brott. Var það skömmu áður en Corazon Aquino, forseti landsins, átti að flytja nefndinni ávarp sitt. Aquino sagði nefridarmönnum í ávarpi sínu að hún myndi ekki reyna að hafa afskipti af störfum þeirra, en ráðlagði þeim jafnframt að vernda réttindi einstaklinga og forðast deilur um stjómmál. Hann bað nefndarmenn að vinna hratt og vel og sagði að Filippseyingar biðu í ofvæni eftir því að búa í fullþroskuðu lýðveldi. Aquino hefur óskað eftir því að stjómarskráin verði tilbúin innan 90 daga og boðað verði til þingkosninga snemma á næsta ári en áður verður þjóðin að staðfesta stjómarskrána í þjóðarat- kvæðagreiðslu. Cecilia Munoz Palma, fyrmrn hæstaréttardómari og einn af fyrstu stuðningsmönnuin Aquino, 72 ára að aldri, var einróma kjörin formað- ur nefndarinnar. Hún sagði við það tækifæri að nokkur tortryggni ríkti í garð nefndarinnar vegna þess að hún væri skipuð af stjómvöldum Brussel. AP. Samkvæmt skýrslu fram- kvæmdanefndar Evrópubanda- lagsins er líklegt að olíuverð verði áfram u.þ.b. 15 dollarar tunnan það sem eftir er þessa áratugar. í skýrslunni, sem gerð var af orkumáladeild framkvæmdanefndar- innar, var því spáð að lækkun olíu- verðs yrði til þess að auka hlutdeild evrópskrar olíu, auk þess sem að olíunotkun ykist almennt. Skýrslan verður kynnt á fundi orkumálaráðherra bandalagsins í dag, en í henni er m.a. spáð að orkunotkun verði um 7—14% meiri árið 1990, en hún var 1985. Fyrri spár höfðu gefíð til kynna að aukn- ingin yrði minni en eitt prósent. Af allri orkunotkun innan EB er talið að olíunotkun verði um 48% árið 1990, en á síðasta ári var hún um 46%. Aður var ætlað að hún yrði 44%. í skýrslunni sagði að þrátt fyrir að bensínverð hefði fallið um 31%, hefðu sumar ríkisstjómir hækkað frekar en kjörin af þjóðinni, en bætti við að „ást og trúnaður við þjóðina" myndu vinna bug á öllu slíku. skatta svo að lækkunin varð mun minni eða engin. í Danmörku hækk- aði bensínverð um 7% frá 15 janúar til 15 maí, en á sama tíma lækkaði það um 22% í Vestur-Þýzkalandi. Gengi gjaldmiðla Lundúnum. AP. EKKI urðu miklar breytingar á gengi Bandaríkjadals á gjaldeyris- mörkuðum i gær. Þannig kostaði breska pundið við lok gjaldeyris- markaða 1,4792, en kostaði á föstu- dag 1,4725. Gengi nokkurra annarra helstu gjaldmiðla heims var sem hér segir, gengið frá því á föstudag innan sviga. Dalurinn kostaði 2,3220 vestur-þýsk mörk, (2,3200), 1,9210 svissneska franka, (1,9295), 7,3875 franska franka, (7,3925), 2,6075 hollensk gyllingi, (2,6075), 1.589,00 ítalskar lírur, (1.591,50), 1,3858 kanadíska dali, (1,37875) og 176,30 japönsk yen, (172,05). Skýrsla framkvæmdanefndar EB: Olíutunnan á 15 dali tii aldamóta TRYGGIÐ ORYGGI YKKAR ALLT FYRIR ÖRYGGIÐ Öryggisbelti, -blakkir, -hjálmar, -skór, -stígvél. Heyrnarhlífar, andlitshlífar, -grímur, -síur og hanskar. Viðurkenndur öryggis- og hlífðarbúnaður. Skeifan 3h Simi 82670

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.