Morgunblaðið - 03.06.1986, Síða 41
:,:^ORG,yNBLA:ÐIÐ,^^ypA(3yRr3rJÍ!N|,l?B6
mig við þá tilhögun þar sem ég kom
inn í flokkinn árið 1982 eftir að
hafa verið í Alþýðubandalaginu og
tók þá sæti í Sjálfstæðisflokknum
samkvæmt uppstillingu. Því taldi ég
nú nauðsynlegt að vita hvort ég
hefði stuðning á meðal almennra
kjósenda flokksins."
Hrafnkell sagði sig úr Alþýðu-
bandalaginu 1980 þar sem honum
féll ekki við starfsaðferðir þess í
orku- og iðnaðarmálum og kjara-
málum. „Ég var svo bamalegur að
ætlast til þess að saman færu orð
og efndir hjá því ágæta fólki. Ég
er trúlega afskaplega erfítt fyrir-
bæri í flokksstarfi að því leyti að
mér hættir til að hafa eigin skoðanir
á hlutunum og fylgja þeim eftir."
Meirihlutinn stendur nú á Eski-
firði eftir kosningamar, en ég held
að það sé nokkuð ljóst hvað kjósend-
ur vilja. Á grundvelli úrslitanna
höfum við óskað eftir viðræðum við
Alþýðuflokk og Alþýðubandalag um
meirihlutamyndun en ef forysta
flokkanna ætlar að virða að vettugi
kosningaúrslit, eins og gert var
1982 þegar Sjálfstæðisflokkurinn
vann hér mjög afgerándi kosninga-
sigur, þá verður vilji kjósenda snið-
genginn," sagði Hrafnkell.
Skúli Sigurðsson,
D-lista:
„Fólk hefur trú
á Hrafnkeli“
„VIÐ sjálfstæðismenn á Eskifirði
erum óhressir með útkomuna
gagnvart okkur,“ sagði Skúli
Sigurðsson, efsti maður á D-lista
þar í bæ, en Sjálfstæðismenn
fengu einn mann kosinn og
misstu þar með tvo frá þvi í síð-
ustu kosningum.
„Því er ekki að neita að Hrafn-
kell Jónsson er sigurvegari kosning-
anna og út af fyrir sig sundraði
hann okkar hópi með því að ganga
úr okkar bandalagi en er þó flokks-
bundinn sjálfstæðismaður ennþá.
Honum fylgdu síðan margir úr
okkar röðum — við höfum tapað
með þessu brambolti hans milli 30
og 40 atkvæðum. Við reiknuðum
alltaf með því að tapa einum manni
vegna þess að þegar hann kom inn
í Sjálfstæðisflokkinn fyrst árið 1982
úr Alþýðubandalaginu, þá kom
hann með ákveðið fylgi með sér.
Þessar kosningar eru e.t.v. tíma-
mótakosningar gagnvart listunum,
sem hér bjóða fram, en • við sem
skipum efstu sæti listanna, erum
allir nýir og enginn hefur setið í
bæjarstjórmnni áður. Hrafnkell er
hinsvegar vél kynntur hér á Eski-
firði og fólk hefur trú á honum.
Hrafnkell hefur verið í þessari
bæjarpólitík undanfarin átta ár og
notar ákveðna aðferð í baráttunni.
Hann lætur það spyrjast út að hann
sé óviss um að hann komist inn í
bæjarstjóm og þess vegna hefur
fólk e.t.v. flykkst um hann til að
koma honum örugglega inn en ekki
kannski hugsað sér að láta hann
hafa svona mörg atkvæði eins og
raun bar vitni,“ sagði Skúli.
Skúli sagði að Hrafnkell hefði
borið það fyrir sig að Sjálfstæðis-
flokkurinn hefði ekki viljað prófkjör
á sínum tíma. „Aðdragandinn að
sérframboði Hrafnkels er raunar
miklu lengri. Hrafnkell fór fram á
það að stungið yrði upp á sér í
kjörstjóm fyrir hönd fiokksins
löngu áður en farið var að ræða
um hvort við ætiuðum að hafa próf-
kjör eða uppstillingu. Þegar síðan
búið var að stilla listanum upp og
Hrafnkell var þar efstur, hætti hann
við allt saman og tveimur dögum
síðar var hann búinn að mynda
flokk. Hann hefur greinilega verið
búinn að undirbúa þetta sérframboð
sitt og aldrei ætlað sér að vinna
neitt með okkur og þegar hann svo
lýsti áhuga sínum á að komast í
kjörstjóm, gaf það auga leið að
hann hafði aldrei ætlað sér að vera
í okkar framboði," sagði Skúli.
_______Hveragerðl:_________
Hafsteinn Kristinsson,
D-lista:
„Slæm reynsla af
vinstri mönnum
„Sjálfstæðimenn. fengu fyrst
meirihluta í Hveragerði 1954,
töpuðu honum 1962 til vinstri-
manna. Sá meirihluti sprakk
innan tveggja ára. Meirihlutan-
um er síðan tapað aftur 1978,
en þá sprakk sá vinstri aftur
innan tveggja vikna. Hvergerð-
ingar hafa því slæma reynslu af
vinstri meirihluta og sýndu það
á laugardag að þeir vilja heldur
traustan meirihluta sjálfstæðis-
manna," sagði Hafsteinn Krist-
insson, efsti maður á lista Sjálf-
stæðisflokksins í Hveragerði og
fyrrverandi oddviti hans í
hreppsnefnd.
„Málefnastaða okkar var góð.
Það hefur verið uppgangur í Hvera-
gerði á undanfömum ámm. Við
stóðum við nær öll atriði úr stefnu-
skrá okkar. Það var gott fólk, sem
var með mér á lista, sem hefur
haft víðtæka reynslu í stjómun og
störfum að félagsmálum og stjóm-
un fyrirtækja. En á móti okkur var
sameinaður vinstri flokkurinn, sem
samanstóð af hópi manna án
reynslu af sveitarstjómarstörfum.
Það kom í ljós í málflutningi þeirra,
að veigamikill ágreiningur var
meðal þeirra gagnvart atvinnuupp-
byggingu hér í Hveragerði. Til
dæmis með nýtingu háhitáns uppi
í Ölfusdal.
Uppbygging er mikil í Hvera-
gerði og við teljum að stórir hlutir
séu að gerast í ferðamálum og
atvinnumálum. Því heyrðum við
anzi mikið þær raddir, að ekki
væri rétt að skipta um meirihluta
á þessu viðkvæma stigi. Bærinn
stæði eiginlega á töluverðum tíma-
mótum og mikil nauðsyn væri að
hluti þess, fólks, sem hefði starfað
við þetta áður, héldi því áfram að
minnsta kosti næstu fjögur árin.
Við tvö efstu á D-listanum höfum
verið í hreppsnefnd áður, en allir
aðrir frambjóðendur hafa ekki setið
í hreppsneftid áður. Fólk hefur með
þessu verið að sýna að það kýs
fremur tryggan og samhentan
meirihluta, en sundraðan," sagði
Hafsteinn Kristinsson.
IMeskaupstaður;
Kristinn V. Jóhanns-
son, G-lista:
„Höldum meiri-
hlutanum sem
við höfum
haft í 40 ár“
„VIÐ erum að vonum ánægðir
með úrslit kosninganna enda
með annaðhvert atkvæði í bæn-
um, eða því sem næst — 49,7% —
svo við höldum þessum meiri-
hluta sem við erum búnir að
hafa í 40 ár,“ sagði Kristinn V.
Jóhannsson, efsti maður á G-list-
anum í Neskaupstað.
„Við höfum oftast haft fimm
menn inni, en þó höfum við tvisvar
haft þá sex, 1950 og 1974. Reyndar
vorum við núna nær þvi að fá sjötta
manninn inn heldur en að missa
þann fimmta. Við töpuðum sex
atkvæðum frá því í síðustu bæjar-
stjómarkosningum og það skýrist
fyrst og fremst með því að nú kom
fram á sjónarsviðið nýr listi —
H-listi — sem gefur sig út í þessum
kosningum sem ríkisstjómarand-
stæðing og má því segja að þeir rói
að hluta til á okkar miðum. Á þeim
lista vom þó nokkur nöfn sem höfðu
verið á lista kratanna þegar þeir
buðu hér fram, en þeir hafa ekki
boðið fram síðan 1974. Þá var á
listanum ungt fólk, sem lítið sem
ekkert hafði komið nálægt pólitík
áður. Ég býst við að það vopn sem
þeir beittu mest var að þama væri
á ferðinni nýtt afl með ungu fólki.
Þeir töldu okkur á G-listanum því
vera eldri og staðnaðri og ættu
ekki með okkur samleið. Greinilega
hafa þeir fengið atkvæði út á það
og tel ég að atkvæðaijöldi H-Iistans
hafí verið meiri en reiknað var með
í upphafi."
Haldinn verður fyrsti bæjar-
stjómarfundur eftir kosningar á
Neskaupstað nk. þriðjudag þar sem
gengið verður frá ráðningu bæjar-
stjóra og kosningu í nefndir. Krist-
inn sagði að bæjarstjórinn yrði
örugglega sá sami og verið hefði
undanfarin ár, Ásgeir Magnússon.
„Ég held að óhætt sé að fullyrða
að það sem veldur því að Alþýðu-
bandalagið hefur meirihlutanum
svona lengi er að hér er t.d. öflugt
atvinnulíf, að vísu með þeirri ein-
hæfni sem einkennir sjávarbyggðir.
Það er félagslegt öryggi á Neskaup-
stað t.d. borga ellilífeyrisþegar ekki
Útsvar og í menntamálum höfum
við náð góðum árangri," sagði
Kristinn.
Frimann Sveinsson,
D-lista:
„Erum ánægðir
með að halda
okkar mönnum“
„VIÐ héldum okkar mönnum og
erum ánægðir með það,“ sagði
Frímann Sveinsson, efsti maður
D-listans i Neskaupstað. „Við
jukum m.a.s. við okkur fylgi á
meðan bæði Alþýðubandalag og
Framsóknarflokkur töpuðu fylgi
þannig að segja má að við séum
hálfgerðir sigurvegarar kosn-
inganna héma.“
Frímann sagði að Alþýðubanda-
lagið hefði haldið meirihlutanum í
bæjarstjóm þó það væri með innan
við 50% fylgi. „Við, B- eða H-listi
hefðum ekki þurft að ná nema
einum manni frá Alþýðubandalag-
inu svo að það missti meirihlutann,
en við erum ánægðir þrátt fyrir að
þetta næðist ekki að þessu sinni. Ég
veit ekki hvort hægt er að segja
að fólk á Neskaupstað almennt sé
ánægt með stjóm bæjarins þegar
litið er á úrslitatölumar," sagði
Frímann.
0*1
K.S. Reddington
Píanótónleikar
á Kjarvalsstöðum
HINN 4. júní heldur bandariski
píanó leikarinn Karol Sue Redd-
ington tónleika í vestursal Kjar-
valsstaða. Karol Sue Reddington
stundaði nám i píanóleik undir
handleiðslu Soulima Sravinsky
við University of Illinois þar sem
hún lauk einleikaraprófi. Fram-
haldsnám stundaði hún við In-
diana University í Bloomington
handleiðslu Alfonso Montecino
og Marion HaU auk framhalds-
náms í MUnchen þar sem Rafal -
de Silva var leiðbeinandi hennar.
Karol Sue Reddington hefur verið
kennari við ríkisháskólann í In-
diana, Rose Hulman Institute of
Technology Depaw University. Á
efnisskrá tónleikanna em verk eftir
Mozart, Beethoven, Rachmaninoff
og Chopin.
Tónleikamir eru sem áður segir
í vestursal Kjarvalsstaða og heQast
kl. 21.00. Aðgangur er ókeypis.
Spuni sýnir
í Stúdenta-
leikhúsinu
Leikfélagið Spuni frá Lúxemborg
verður með Ieiksýningu í Stúdenta-
leikhúsinu 3. og 4. júní kl. 20.30.
Sýnt verður leikritið Kammermús-
ík, undir leikstjóm Andrésar Sigur-
vinssonar.
GENGIS-
SKRANING
Nr. 100 — 2 júní 1986
Kr. Kr. Toll-
Ein.Kl.09.15 Kaup Sala gengi
Dollari 41,800 41,920 41,380
SLpund 61^87 61,463 62,134
Kan.dollari 30,122 30,208 29,991
Dönskkr. 4,8275 43413 4,89196
Norsk kr. 5,3103 5,3255 5,3863
Ssnskkr. 5,6338 5,6500 5,7111
Fi.mark 7,7796 7,8020 7,9022
Fr.franki 5,6081 5,6242 5,7133
Belg. franki 0,8752 03777 0,8912
Sv.franki 21,5021 21,5638 22,0083
HolL gyllini 15,8772 15,9228 16,1735
y-þ.mark 173556 17,9069 18,1930
iLlíra 0,02608 0,02616 0,02655
Austurr.sch. 2,5413 2,5486 2,5887
PorLescudo 03706 03713 03731
Sp. peseti 03800 03808 03861
J*P-yen 033710 033778 034522
Irsktpund 54377 54,433 55,321
SDR(SérsL 47,4977 47,6348 47,7133
Wterkurog
L/ hagkvæmur
auglýsingamiðill!