Morgunblaðið - 03.06.1986, Síða 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ1986
Eflum námsbraut í hjúkrun-
arfræði I Háskóla Islands
Frá fundi Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga um hjúkrunarmenntun á íslandi.
Höfundar: Sex
hjúkrunarfræðingar
Á síðustu áratugum hefur átt sér
stað ör þróun í heilbrigðisþjónustu
á Vesturlöndum. Þessi þróun endur-
speglar aukna þekkingu á heilbrigð-
ismálum og kröfur þjóðfélagsþegn-
anna um meiri og betri heilbrigðis-
þjónustu. Hjúkrunarfræði hefur
ekki farið varhluta af þessari þróun.
Auknar kröfur til menntunar hjúkr-
unarfræðinga urðu m.a. hvatinn að
háskólamenntun í hjúkrunarfræði.
Hjúkrunarstarfið byggir á þekk-
ingu og skilningi á eðli mannsins.
Hjúkrunarvísindin fást við hugtök,
hugmyndir, kenningar og stað-
reyndir, sem veita hjúkrunarfræð-
ingum þá þekkingu er nýtist við
að meta, viðhalda og auka heilbrigði
skjólstæðingsins.
Á grundvelli markvissrar upplýs-
ingasöfnunar greinir hjúkrunar-
fræðingurinn svörun skjólstæðings-
ins við virkum eða hugsanlegum
heilbrigðisvandamálum. Hjúkrunin
beinist síðan að því að efla bjargir
einstaklingsins, fjölskyldunnar og/
eða samfélagsins og hvetja til sjálf-
stæðis, vellíðunar og heilbrigðis.
Nám við hefðbundna hjúkrunar-
skóla var til skamms tíma að mestu
fólgið í verklegri þjálfun og var
þekkingarforði, sem byggður var á
hjúkrunarkenningum og rannsókn-
um af skomum skammti. Leikni var
mikilvægari en þekking. Starf,
hegðun og viðhorf hjúkrunarkvenna
byggðist á hefð og þjálfun. Litið
var á hjúkrunarkonur sem undir-
menn lækna og réði þekking og
hugmyndir í læknisfræði mestu um
þjálfun þeirra. Hjúkrun var þjón-
ustugrein við læknisfræði fremur
en sjúklinga.
En með aukinni tækniþróun og
breyttum þörfum í heiibrigðisþjón-
ustu, jukust kröfur til hjúkrunar-
kvenna um meiri þekkingu. Ekki
reyndist lengur fullnægjandi fyrir
hjúkrunarkonu að vita hvernig
skyldi framkvæmt, heldur var jafn
mikilvægt ef ekki mikilvægara að
vita hvers vegna ákveðinni hjúkr-
unarmeðferð var beitt.
Vegna þessa er nauðsynlegt að
þekkingarforðinn, sem hjúkrunar-
starfið byggir á, sé skapaður af
hjúkrunarfræðingum sjálfum. Þetta
leiðir hugann að því hvað það er,
sem gerir eina grein að fræðigrein.
Almennt er viðurkennt að til þess
að teljast til fræðigreinar verði
eftirfarandi skilyrðum að vera full-
nægt:
í fyrsta iagi verður menntunin
að fara fram í háskóla og vera
skipulögð af meðlimum greinarinn-
ar sjálfrar. Hingað til hefur engin
grein öðlast viðurkenningu sem
fræðigrein án þess að vera kennd
í háskóla.
I öðru lagi þarf þjónustan að
vera sértæk og skipulögð af með-
limum fræðigreinarinnar sjálfrar.
Vegna sértækrar þekkingar eru
meðlimir fagstéttar einir færir um
að taka ákvarðanir á sínu fagsviði.
Fagstéttin er því sjálfstæð og hefur
ákveðið vald sem henni er treyst
fyrir þar sem markmið fagstéttar
eru óeigingjöm í eðli sínu.
í þriðja lagi þarf að framkvæma
rannsóknir innan fræðigreinarinnar
til þess að skapa þann þekkingar-
forða, sem allt starf byggir á.
Þekking í hjúkrunarfræði, sem
byggir á rannsóknum, er þegar
orðin mjög mikil ásamt mótuðum
hjúkrunarkenningum, enda hafa
rannsóknir verið stundaðar innan
hjúkrunarfræði síðan í upphafi sjö-
unda áratugarins. Stéttir, sem stöð-
ugt taka rannsóknamiðurstöður frá
öðrum, en skapa ekki þekkingu
sjálfar, teljast ekki til fagstétta og
fá því ekki viðurkenningu sem slík-
ar innan hins vísindalega samfé-
lags.
Markaðskröfur, eða þarfir heil-
Hroðvirkni aðstandenda dag-
blaðaframleiðenda er blettur
á viðkomandi fagfélögum
eftír Þorstein Valgeir
Konráðsson
Ég hef verið með það í kollinum
í nokkuð marga mánuði, eða til
þess að gera fá ár, að setja nokkur
orð á blað, þar sem viðfangsefnið
væri jarðvöðulsháttur þeirra manna
og kvenna, sem starfa við dag-
biöðin.
Það þykist ég vita, að margslags
mannskapur vinni þau störf, sem
að þessu Iúta. Væntanlega em það
blaðamenn, sem semja efnið —
nema ef til vill það aðsenda —
setjarar, sem pikka það inn á tölvur,
prófarkalesarar, sem lesa prófarkir
af setningunni (það væri að vísu
skynsamlegra, að þeir færu yfir
handritið áður en það er sett, en
því nenna þeir ekki), svo kemur víst
aftur til kasta setjarans að leiðrétta
það, sem prófarkalesaranum hefur
þóknast að gera athugasemdir við.
Þá skilst mér að blaðið sé „brotið
um“ — sett í síður —, filmað, plötu-
tekið, prentað og svo að síðustu
lendir það í höndum þeirra sem
kaupa — við misjafna hrifningu eins
oggengur.
Mig langar að byrja á að taka
fyrir þátt setjarans í þessu sam-
hengi. í þetta sinn ætla ég ekki að
gagnrýna verk blaðamanna eða
þeirra, sem semja það, sem þrykkt
er. En það er setjarinn. Hvemig
má það vera, að prentsmiðjur og
útgefendur taka í síná þjónustu fólk
— tæp 100% kvenfólk — sem er svo
gjörsamlega sneytt allri tilfinningu
fyrir íslensku máli; hinni svokölluðu
málfræði og líka (oft jafnvel frem-
ur) íslenskri stafsetningu? Allt frá
því blýsetningarvélamar mnnu sitt
skeið og tölvumar og filman tóku
völdin hefur vinnslu dagblaða hrak-
að svo hörmulega, að við svo búið
má ekki standa. Einfaldlega verður
ekki unað við ríkjandi ástand.
Frumorsök þess, að svo illa er
komið fyrir dagblöðunum, er sú
staðreynd, að þegar þessi umskipti
urðu í prentverki munu setjaramir
almennt (alvörufagmenn) hafa neit-
að að gerast tölvupikkarar. Þeir
treystu sér ekki til að ná þeirri
leikni á nýja borðið, sem atvinnu-
rekendur gerðu kröfu til, enda er
það mála sannast, að kvenfólk, sem
hefur unnið á skrifstofum í kannski
mörg ár hefur náð slíkum hraða á
vélritunarborðið, að með ólíkindum
er. (Það má geta þess hér í inn-
skoti, að vélsetjaramir gömlu náðu
þetta sex til tíu þúsund slögum á
klukkustund, en ég veit þess dæmi,
að færar stúlkur geti náð við góð
skilyrði 24 þúsund slögum á jafn-
löngum tíma.) Hér er því munurinn
afgerandi.
Þegar vélsetjaramir gáfu ekki
kost á sér til þessara starfa (sumir
töldu það e.t.v. fyrir neðan virðingu
sína) og kvenfólkið tók yfir þennan
þátt prentverksins hefur setningu
hrakað svo gífurlega, að ekkert
annað en svart og hvítt fær lýst
þessum umskiptum.
Nú er kannski ekki hægt að
ætlast til þess, að ófaglært fólk
kunni skil á þeim fræðum, sem það
hefur ekki lagt stund á. En sjálft
telur það sig þó eitt fært að sinna
þessum þætti og blæs þess vegna
á karlskrögga, sem af afskiptasemi
þykjast geta lagt eitthvað til mál-
anna í því skyni að leiðrétta — þótt
ekki væri nema brot — það mgl,
sem oft og tíðum kemur undan/frá
þessum skörungum.
Ekki verður hjá því komist að
gagnrýna forystu Félags bókagerð-
armanna í þessum efnum. Hún
hefur nefnilega á undanfömum
ámm unnið að því leynt og ljóst
að fá sem flesta í félagið (fleiri
meðlimir — meiri peningar). Og
eina skilyrðið fyrir inntöku er, að
fólk gerist svo vinsamlegt að útfylla
umsóknareyðublað og komi því á
skrifstofu félagsins. Enginn, að
því er ég best veit, hefur fengið
synjun — og raunar allir orðið full-
gildir félagar — með öll réttindi —
viku eftir að umsóknin hefur borist
ogjafnvel fyrr.
Þetta finnst einstaka gamlingja
súrt í broti, ekki síst þeim, sem var
gert að vinna í sveita síns andlits
(námstímann) í fjögur ár, nánast
kauplaust til að fá síðan að ganga
í félagið — jafnvel fyrir einhvetja
náð og misitunn. Allt tal forystu
Félags bókagerðarmanna um að
það sé hennar helgasta baráttumál
að vemda starfsheiti þessara fag-
manna — er yfirskyn og hræsni.
Enda er svo komið, að félagið er
orðið svo útþynnt, að það er hvorki
fugl eða fiskur. Og ekkert nema
endurhæfing forystunnar — ég er
ekki að tala um að skipta um menn
— getur orðið til þess, að þróuninni
verði snúið við svo prentverkið allt
í heild lendi ekki á köldum klaka.
Mér er meira að segja sagt, að
það þýði ekki lengur fyrir eldri
kynslóðina að sækja um sumar-
bústað í eigu félagsins núorðið; nýju
„setjaramir" ganga fyrir, enda eiga
þeir einir rétt á þessum sumar-
húsum, sem ekki hafa dvalið í þeim
áður, þ.e.a.s. ef eftirspumin er
meiri en framboðið.
En þetta var svolítið utan við
efnið.
Ég ætlaði nefnilega að taka fyrir
„hæfileika" hinnar nýju stéttar —
setjaranna. Og í raun var það líka
hugsunin að tæpa aðeins á próf-
arkalestri ogjafnvel umbroti líka.
En í lurginn á setjurunum verður
að taka. Félag bókagerðarmanna
verður að setja þessum stúlkum
skilyrði; að þær fái ekki inngöngu
í félagið nema að undangengnu að
minnsta kosti tveggja ára námi.
Og að iáta það viðgangast, að
aðstoðarfólk og „setjarar" geti mtt
þeim faglærðu út úr prentsmiðjun-
um nær engri átt.Forkastanlegt er
það líka, að prófarkalesarar skuli
horfa framhjá því, að setjarar skipti
orðum vitlaust í atkvæði — milli lína
— að þeir skuli líða, að setjararnir
noti stóran staf þar sem lítill skal
standa, að prófarkalesarar geri ekki
athugasemdir þegar klæmst er á
skammstöfunum og að þeir skuli
ekki sjá, þegar inndrátt vantar í
nýrri málsgrein. O.fl., o.fl.
Ég man ekki hvort ég gat þess
áður, að það væri ekki hægt að
gera ráð fyrir því, að þessir nýju
snillingar — setjararnir í dag —
kynnu til verka í þessum efnum.
Því þeir eru einfaldlega ekki mennt-
aðir á prentverksviðinu. Þeir ættu
því sjálfir að sjá sóma sinn í því
að bjóða sig ekki fram við þetta
viðfangsefni. En umfram allt ættu
prentsmiðjueigendur og útgefendur
— sem að sjálfsögðu vilja veg
dagblaða sinna sem mestan — og
alveg eins efnislega sem útlitslega
— að hafna svona vinnukrafti nema
— eins og áður er skrifað — að
undangengnu a.m.k. tveggja ára
námi. Að vísu þurftu gömlu skarf-
brigðisþjónustunnar, hafa gert það
að verkum að mikil eftirspum er
eftir hjúkrunarfræðingum. Of lítið
framboð af hjúkrunarfræðingum til
starfa hefur leitt til þess að háværar
raddir eru um að mennta þurfi í
auknum mæli hjúkrunarfræðinga
og er þá oft talað um fljótvirkari
leiðir en fjögurra ára háskólanám.
Segja má, að fullseint sé í rassinn
gripið, því sjá hefði mátt fyrir að
jafnhliða víðtækri þenslu í heil-
brigðiskerfinu þyrfti að efla bol-
magn skólakerfisins til að mennta
hjúkrunarfræðinga.
Nokkurs tvískinnungs gætir í
allri umræðu um skort á hjúkrunar-
fræðingum til starfa. Annars vegar
er talað um að starfsemi heilbrigðis-
stofnana standi og falli með starfs-
framlagi hjúkrunarfræðinga. Hins
vegar er talað um að slíka burðar-
stólpa megi reisa án þess að til
þurfi að kosta sómasamlegum að-
búnaði og nægum kennslukrafti
með tilskilda menntun í hjúkrunar-
fræði. Þessi umræða endurspeglar
virðingarleysi fyrir störfum hjúkr-
unarfræðinga. Þeir eiga að vina
verkin en heiðurinn og afrakstur
verkanna eru iðulega færð til tekna
annarra starfsstétta.. Virðing fyrir
störfum hjúkrunarfræðinga er lykil-
atriði þess, hve stóran skerf hjúkr-
unarfræðingar eru tilbúnir að
leggja af mörkum í heilbrigðis-
þjónustunni.
Jafnframt ræður það miklu um
val ungs fólks á áhugaverðu ævi-
starfí hvaða virðingarsess störfin
skipa í þjóðfélaginu. Háskólanám í
hjúkrunarfræði leitast við að auka
vitund verðandi hjúkrunarfræðinga
um mikilvægi starfa þeirra við að
efla heilbrigði og velferð þjóðfélags-
þegnanna. Með tilurð slíkrar stétt-
arvitundar eru hjúkrunarfræðingar
betur í stakk búnir til að takast á
við þá þætti sem sýnt hefur verið
fram á með rannsóknum erlendis
sem og hérlendis, að ráði mestu um
brottfall hjúkrunarfræðinga í starfi.
Er hér annars vegar átt við þætti
sem taka til innra eðlis hjúkrunar-
starfsins og hins svonefnda ytri
amir flögur ár, en það er önnur
saga og verður ekki skráð hér.
En talandi um prófarkalesara þá
er það mitt mat, að þeir þurfi
margir hveijir að fara í „meðferð",
en að öðrum kosti snúa sér að
einhverju óskyldu — nema hvort
tveggja sé við hæfi.
Hugmyndin var að velta svolítið
fyrir sér umbroti blaðanna og útliti.
Én þar sem þetta greinarkom er
orðið heldur stærra en til var stofn-
að læt ég það bíða betri tíma. Þó
vil ég hrósa útlitsteiknurum dag-
blaðanna — flestum — því hug-
myndaflug þeirra er fijótt og oft
ber fyrir augu skarpar andstæður,
sem gefur hinum ýmsu síðum líf;
eru reyndar sumar hveijar hrein
listaverk.
Kannski er það ekki viðeigandi,
en þar sem ég er Selfossbúi nú um
stundir langar mig að nefna eitt
dæmi, sem veldur mér hugarangri
að jafnaði hálfsmánaðarlega. Hér
ræðir um kjördæmisblaðið Suður-
land. Síðan þetta blað fór til Vest-
mannaeyja í setningu og prentun
fyrir nokkrum ámm er vinnsla þess
með þeim hætti, að raunar fá engin
orð lýst þeim hryllingi. Ég tek það
skýrt fram, að ég er ekki að tala
um málgagnið efnislega, enda er
tiigangur þessarar greinar ekki að
meta slíkt. En vinnslan I prentsmiðj-
unni og prófarkalestur er svo gjör-
samlega fyrir neðan allar hellur,
að mér finnst það ábyrgðarhluti —
hér skírskota ég til Félags bóka-
gerðarmanna — að félagið skuli
ekki hafa látið loka þessari smiðju
eða allavega gert kröfu til, að fag-
menn yrðu fengnir á staðinn. Eg
eygi þó í þessu sambandi nokkra
von, því ég frétti það á skotspónum
fyrir stuttu, að til Suðurlands hefði
verið ráðinn nýr ritstjóri. Og ef
hann hefur eitthvert inngrip í prent-
verk þá skora ég á hann hér, að
hann láti breyta þeim vinnubrögð-
um, sem notuð eru við blaðið —
eigi síðar en nú þegar.