Morgunblaðið - 03.06.1986, Page 55

Morgunblaðið - 03.06.1986, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1986 55 „Hjúkrunarstarfið bygg-ir á þekkingu og skilningi á eðli manns- ins. Hjúkrunarvísindin fást við hugtök, hug- myndir, kenningar og staðreyndir, sem veita hjúkrunarf ræðingum þá þekkingu er nýtist við að meta, viðhalda og auka heilbrigði skjolstæðingsins.“ þætti, sem borið hafa hæst í allri umfjöllun um skort á hjúkrunar- fræðingum til starfa á íslandi. Hvað innri þættina varðar má nefna þá virðingu sem störf hjúkrunarfræð- inga njóta meðal samstarfsfólks og innan samfélagsins; árangur í starfi sem hjúkrunarfræðingar njóta heiðurs af: sjálfræði í starfi og síðast en ekki síst löngun til að láta gott af sér leiða. Til ytri þátta má telja launakjör, sveigjanlegan vinnutíma og ör- ugga barnagæslu, sem eru frum- skilyrði þess að hjúkrunarfræðingar hefji störf og haldist í starfi. Leggja ber áherslu á að innri þættimir eru taldir ráðandi hvað varðar starfsánægju, en þeir eru eins og fyrr er getið virðing, árang- ur og sjálfræði í starfi, jafnframt því að láta gott af sér leiða. Til þess að gera hjúkrunarstarfið að eftirsóknarverðu ævistarfi er nauðsynlegt að taka mið af öilum fyrrgreindum þáttum. Að lokum ber að árétta nokkur atriði, sem hafa þarf í huga varð- andi háskólanám í hjúkrunarfræði. í fyrsta lagi þurfa stöðugildi bæði í grunngreinum og hjúkrunar- fræðigreinum að vera nægilega mörg og mönnuð af einstaklingum með tilskiida menntun. Má f þessu sambandi nefna að við námsbraut í hjúkrunarfræði í Háskóla íslands Allra síðast vil ég geta þess — fyrir kurteisissakir og til að villa ekki á mér heimildir, að starf mitt nú er fólgið í allskonar dútli og íhlaupavinnu innan veggja einnar prentsmiðjunnar í Reykjavík. Og þess vegna er það, að ég hef kynnst svolítið því handbragði, sem viðhaft er við gerð dagblaðanna. Þó er það svo, að í eðli mínu er ég öskukarl — og í því starfi hef ég kunnað einna best við mig f gegnum árin. Það er að vísu krefjandi, en líka þjóðfélagslega nauðsynlegt. Árang- ur starfsins verður lfka alltaf ljós að kvöldi og það eru nefnilega sýni- leg afköst, sem gefa vinnunni gildi. Kannski ættu fleiri að snúa sér að þvf fagi — þótt ekki væri nema um stundarsakir. Lifið heil. Höfundur er aetjari og starfar í AJpreati iReyífjavík. Aths. ritstj.: Höfundur þessarar greinar vegur ómaklega að blaðgerðarfólki. Vegna ummæla hans er ástæða til að taka fram eftirfarandi: 1. Aðlögun bókagerðarfólks að þeirri tæknibreytingu, sem orðið hefur í prentverki á einum og hálfum áratug, hefur verið með þeim hætti, að til fyrirmyndar er og stéttinni til sóma. 2. Blaðamenn Morgunblaðsins seija sjálfir allt efni, sem þeir skrifa, á tölvur og setjarar í tæknideild koma þar hvergi nærri. Vanþekking greinarhöf- undar á þessum vinnubrögðum erfurðuleg. 3. Ætlast er til, að blaðamenn lesi texta sinn vandlega áður en þeir senda hann frá sér. Hlutverk prófarkalesara á ekki að vera annað en leiðrétta stafavillur, þótt þeir í raun leiðrétti fjöl- störfuðu 7 fastráðnir kennarar í 5 stöðugildum í vetur. Fjöldi nemenda var um 300. Það var því einn fast- ráðinn kennari fyrir hveija 60 nemendur. I skeyti alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar til land- læknis árið 1978 kemur fram að einn kennara þurfi fyrir hveija tíu nemendur í hjúkrunarfræðinámi í háskóla. í öðru lagi þarf nám í hjúkrunar- fræði að vera skipulagt af hjúkr- unarfræðingum sjálfum fyrst og fremst og öll kennsla að miðast við þarfir skjólstæðinganna og sam- félagsins. Kennsluaðstaða þarf að vera fullnægjandi bæði í bóklegum og verklegum greinum. í þriðja lagi er mikilvægt að skapa aðstöðu til hjúkrunarrann- sókna. Með því er unnt að bæta við þann þekkingargrunn sem tækni og starf hjúkrunarfræðinga byggir á. í fjórða lagi er það grundvallarat- riði að bókasafn sé vel búið bókum og fagtímaritum. í fimmta iagi ber að hafa í huga að nauðsynlegt er að háskólanám á íslandi sé viðurkennt af erlendum háskólum til þess að íslenskir hjúkr- unarfræðingar geti sótt sér fram- haldsmenntun erlendis. Ýmsa fleiri þætti mætti nefna, en verður látið ógert. Þess í stað skal leggja áherslu á mikilvægi þess að námsbraut i hjúkrunar- fræði í Háskóla íslands verði efld og stýrkt. Ennfremur að fagleg umsögn námsbrautar- stjórnar, en til hennar hefur verið leitað vegna hugsanlegs háskólanáms í hjúkrunarfræði á Akureyri, verði látin liggja til grundvallar allri ákvarðanatöku varðandi nám í lýúkrunarfræði á íslandi. Grein þesai er erindi sem flutt var á fundi Félags háskólamenntaðra þjúkrunarfrteðinga 26. maí sl. Höfundar eru: Ásta Thoroddsen BS, Gyða Baldursdóttir BS, Helga Jónsdóttir BS, Li{ja ÞormarMS, Margrét Bjömsdóttir BS og Margrét GústafsdóttirMS. margar aðrar villur og vinni ómetanlegt starf. 4. Ásakanir höfundar á hendur prófarkalesurum um að þeir „nenni“ ekki að lesa handrit yfir áður en þau eru sett sýna að maðurinn veit ekkert hvað hann er að tala um. í fyrsta lagi eru það ekki prófarkalesarar sjálfir, sem ákveða vinnuskipulag á dagblöðum heldur stjómendur þeirra. Greinarhöfundur ætti því að beina spjótum sínum að þeim. I öðm lagi eru engin „handrit" að lesa nema aðsendar greinar, þar sem allt efni rit- stjómar er sett beint inn á tölvur af blaðamönnum og texti aug- lýsinga settur beint inn á tölvur af starfsfólki auglýsingadeildar. Aðsendar greinar eru lesnar yfir fyrir setningu af ritstjórum og samstarfsmönnum þeirra og því við þá að sakast en ekki próf- arkalesara, ef eitthvað fer úr- skeiðis. 5. Stóryrði greinarhöfundar í garð setjara eru út í hött. Það er rétt að það em fyrst og fremst, a.m.k. á Morgunblaðinu, ein- vörðungu stúlkur sem starfa við setningu á aðsendu efni inn á tölvur. Þær hafa náð ótrúlegum hraða og nákvæmni og standa fyrir sínu og vel það. Þeir prentarar, sem áður unnu við blýsetningu, tóku að sér margvísleg önnur störf við fram- leiðslu Morgunblaðsins og hefur hæfni þeirra og þekking notið sin vel í þeim störfúm, enda sjá þeir um suma mikilvægustu þætti framleiðslunnar og er verkaskipting með ágætum, t.a.m. hér á blaðinu. 6. Greinarhöfundur, sem vinnur grein sína svo hroðvirknislega að hann hefur ekki fyrir því að kynna sér nútímavinnuskipulag á dagblaði, ætti ekki að ásaka aðra um það, sem hann sjálfur gerir sig sekan um. Frá Lionshreyf ingunni: Lionsþing í Kópavogi Lionshreyfingin á íslandi, sem em samtök 84 Lionsklúbba og 10 Lionessuklúbba með um 3200 fé- lagsmenn, heldur árlegt þing sitt í íþróttahöllinni á Digranesi dagana 6. og 7. júní nk. Þar mæta til þing- starfa á íjórða hundrað menn og konur alls staðar að af landinu til að bera saman bækur sínar og velja menn til forystu. Svo mjög leggur Lionshreyfingin upp úr skilvirku klúbbstarfí að í tengslum við þinghaldið er jafnan haldinn skóli fyrir verðandi for- menn, ritara og gjaldkera. Auk þess verða að þessu sinni svonefnd- ar námstefnur þar sem fjallað verð- ur m.a. um skipulag félagsstarfs, innlend verkefni, erlend verkefni og Lionessur. Lionessum fjölgar nú jafnt og þétt og hafa þær starfað af miklum krafti. Dagskrá Dagskrá þingsins hefst að morgni föstudagsins 6. júní en þá um kvöldið verður kynningarkvöld með fjölbreyttri dagskrá. Þar gefst tækifæri til að kynna sér gómsæta rétti frá Mjólkursamsölunni, Osta- og smjörsölunni, Sláturfélagi Suð- urlands, Júlíusi P. Guðjónssyni og Síldarréttum. Á dagskrá kvöldsins er Kópavogspistill sem Kristján Guðmundsson bæjarstjóri flytur, dagskrá í flutningi Leikfélags Kópavogs og líflegur söngur 8 stúlka úr kór Kámes- og Þing- hólsskóla. Sem sagt rólegt og von- andi skemmtilegt og afslappað kvöld. Á laugardeginum, að lokinni guðsþjónustu í Kópavogskirkju og ávörpum erlendra gesta, verður sér- stök dagskrá fyrir maka Lions- og Lionessufulltrúa og erlenda gesti. Ekið verður um bæinn og áð í Þinghólsskóla þar sem bragðað verður m.a. á réttum frá Ora og Síldarréttum í Kópavogi. Þá verður ekið að stærsta fyrirtæki bæjarins, BYKO eða Byggingavöruverslun Kópavogs. Þar mun þátttakendum gefast kostur á að kynna sér fyrir- tækið og þiggja hressingu. Eins og sjá má verður allt kapp lagt á vandaða dagskrá og hvet ég því alla Lionsfélaga og Lionessur á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þess til að skella sér á Vorblótið í Digranesi og taka þátt í stærstu Lionsveislu á íslandi. Höfundur er blaðafulltrúi Lions- þings '86. Vorblótið Lokahófið, sem verður að kvöldi laugardagsins 7. júní, köllum við Vorblót Lions á Islandi. Ástæðan fyrir þessari nafngift er sú að þama gefst fleiri Lionsmönnum en áður hefur þekkst tækifæri til að koma saman og skemmta sér. Skemmti- nefndin hefur af kostgæfni skipu- lagt þetta kvöld. Um 1000 manns geta setið samtímis til borðs í saln- um. En svo að tryggt sé að allir fái pláss þurfa Lionsmenn að náglast aðgöngumiða á Lionsskrif- stofunni, Sigtúni 9, eða í bókabúð- inni Vedu, Kópavogi, fyrir miðviku- dagskvöldið 4. júní. Skólahljómsveit Kópavogs mun taka á móti gestum með dillandi sveiflu undir fumlausri stjóm Bjöms Guðjónssonar. Til að skemmta vorblótsgestum hafa verið fengnir hinir ágætustu skemmtikraftar, svo sem Sigrún Hjálmtýsdóttir eða Diddú, Karl Ágúst Úlfsson og Eggert Þorleifs- son fara með gamanmál og MÍ- kvartettinn frá ísafírði mun syngja. Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar sér um að spila undir borðum og fyrir dansi auk þess að flytja nokkur skemmtiatriði á dansleiknum. í Kaupmannahöfn FÆST I BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI OG Á KASTRUP- FLUGVELLI Viö köllum hann ellismell, ALL STAR-inn frá Converse. Enda var hann hannaður 1918 og hefur haldist óbreyttur síðan 1932. Nú höfum við fengið takmarkað magn af þessum geysivinsælu skóm, bæði í striga og mjúku leðri. FÁST í SPORTVÖRUVERSLUNUM AI.I. STAR lÍMi SÍÐUMÚLA 33,108 REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.