Morgunblaðið - 03.06.1986, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1986
57
Enn um gjaldskrá dagmæðra
vegna svarbréfs Selmu Júlíusdóttur
MORGUNBLADID, F1MMTUDAGUR29. MAt 196
Er dagvistun aðeins
slagorð fyrir kosningar?1
eftirSelmu
Júlíusdóttur
Svo lengi m4 brýna deigt j4m
| að blti um alðir. Það 4 við um mig
I nú. Ég sctla að atanda upp 4 aftur-
I fetuma og leggja orð I belg. Um
hvað? Um dagviatun bama og
stjómm41afokkana. Aðalslagorð
I þeirra fyrir allar koaningar eru hrúp
1 um fleiri dagheimili og talið er upp
| með miklum Q41glcik hvc mörg
I dagheimili eru reiat I atjömartlð
I hvera.
„Við skulum stinga við
fæti hart og krefjast
þess að þessi mál verði
ekki lengur yfirborðs-
slagorð stjómmAIa-
I Selma Júlluadöttir
■ Kriatin A. Ólafadóuir hefur I4tið
I sig dreyma framtiðardrauma i DV
I 21. mal um að Kennarah4sk6la ls-
I lands verði breytt I verðbréfamark-
\ að og vldeóleigu Kannaki g*0
■ draumurinn breyst I hólfaðan
I geymalu- og uppeldiaatað fyrir
I böm, þar sem nýjuatu taekm og
I viaundum vaeri beitt og fullkomnir
tölvuvaeddir rúbótar vœni aðal
uppalendumir en I fullkomnum
stjómklcfa sætu h4akólamenntaðir
tölvufneðingar æm kynnu vel að
gtjóma öllum herieghoitunum. Að
sjálfsögðu vaeru heimilin mi^jafn-
lega rikmannlega búin en allavega
mundi ekki þurfa að hafa nlu böm
I blokkaribúð. Nei. Allar Ibuðir
væru auðar 8-10 tlma 4 aólarhring
og fólkið væri eitthvað þarfara að
gera en að basla við að hanga yfir
bömunum alnum eða annara. J4
stórt er hugaað eða hvað?
Eigum við ekki að taka höndum
saman aem höfum haft það að
aðalmarkimði að hugsa fyrat og
fremst um einataklinginn, bamið.
Við sem 41ltum að heimilið a« beaU
koaturinn fyrir bamiðug að foreldr-
amir geti I flestum tilfellum gefið
bami afnu besta veganestið út I Ufið.
Rótt er það að þjóðfétag okkar
hefur tekið miklum breytingum 4
stuttum tlma og n\jög margir geta
ekki og I sumum tilfellum hafa eki
4huga 4 að vera heima I uppeldis-
störfum. Þ4 er ekki annað að gera
Kostnadur viö hvert bnrn a innnu' 1
tiónur
47 6* 2.900
f.BX
— 92.2X
524X.
Dag Le* Gœslu- Dag^
heiiniU skólar vellir rnaeöur
• Ntöurgreiðelur borgannnar vegna einstaaðra
foreldra
□ Hlutur borgannnai □ Hhitur foreldra.
eftir Sigrúnu
Jónsdóttur
Það gleður mig, að þú skulir
fagna opinberri umræðu um þessi
mál. Þar sem gjaldskrá ykkar er
að mínu mati afar einhliða, fer ekki
hjá því, að misjöfn sjónarmið komi
fram við túlkun hennar.
Þú segir að samkomulag geti
verið um sum atriði gjaldskrárinnar.
Það leysir ekki alltaf allan vanda.
Dagmóðirin hefur gjaldskrána og
Samtök dagmæðra á bak við sig
til að vitna í. Foreldrið stendur eitt
og getur oft á tíðum ekki annað
en samþykkt túlkun dagmóðurinn-
ar.
Allir vita að dagvistunarpláss
liggja ekki á lausu. Þið eruð sjálf-
sagt að reyna að skapa ykkur stöðu
í þjóðfélaginu sem launþegahópur
og gerið kröfur til ákveðinnar tekju-
tryggingar, sem foreldrar verða að
g^eiða ykkur, þó svo að þjónusta
ykkar nýtist ekki. Ég get vel skilið,
að það væri æskilegt að þið nytuð
slíks atvinnuöryggis. Þið megið
bara ekki gleyma því hveijir þurfa
að greiða fyrir það í þessu tilfelli.
Einnig verðið þið að hafa í huga,
að þjónusta ykkar er ótrygg miðað
við dagheimili. Þið þurfið ykkar
frí og verðið veikar eins og annað
fólk, en hvað gera foreldrar þá?
Þeir, sem ekki hafa ættingja og
vini að leita til, þurfa að vera frá
vinnu, launalausir.
Ég tel svör þín ekki fullnægjandi
við öllum spurningunum og einnig
vil ég gera athugasemdir við sum
þeirra.
Lesendum til glöggvunar rifja ég
upp þær spurningar er við á:
Sp. 2. Þarf verðlagseftirlitið að
samþykkja gjaldskrá Samtakanna
eða einhver annar aðili?
Athugasemd við svar:
Þá er það fyrsta samkomulagsat-
riðið. Hvað skal gera, ef foreldri
krefst þess að fá gjaldskrána
afhenta, til þess að geta fylgst
með útreikningi dagmóður. Það
er ógemingur að muna hana alla
eftir eina yfirferð í upphafí
gæslutímabils. Er dagmóður
stætt á því að neita? Ég vil af-
dráttarlaust svar, já eða nei.
Sp. 5. í gjaldskrá Samtakanna
stendur „Greitt skal fyrir þann
fjölda tíma og máltiða sem samið
er um í upphafi mánaðar, þó
ekki sé notað". Þýðir þetta að
maður geti samið um breytilegan
tímafjölda frá mánuði til mánaðar,
ef þörf krefur (t.d. fyrir þá, sem
hafa breytilegan vinnutíma)?
Athugasemd við svar:
Nú getur breytilegur vinnutími
verið öðruvísi en þið gerið ráð
fyrir. Vaktavinnufólk sem vinnur
kvöld, nætur og helgar getur
þurft gæslu sem eru ekki fastir
tímar hvem dag, heldur t.d. 9
klst. einn daginn, 4 klst. annan
dag og enga gæslu þann þriðja,
eða jafnvel aðra hvora viku. Þó
er hægt að leggja fram stunda-
skrá fyrir hvem mánuð og að
jafnaði verður gæsluþörfin svip-
uð hvem mánuð, tímamir dreif-
ast bara ekki jafnt á hvem dag.
Hvemig á að greiða fyrir slíka
þjónustu?
„Þið eruð sjálfsagt að
reyna að skapa ykkur
stöðu í þjóðfélaginu
sem launþegahópur og
gerið kröfur til ákveð-
innar tekjutryggingar,
sem foreldrar verða að
greiða ykkur, þó svo að
þjónusta ykkar nýtist
ekki.“
Ég vona bara, að þið bjóðið
upp á fastar mánaðargreiðslur,
þar sem gæslan er ákveðin á
mánaðargrundvelli.
Einnig getur komið upp sú
staða, að gæsluþörf falli niður,
t.d. í eina viku, og það sé vitað
með góðum fyrirvara, áður en
samið er um tímafjöldann fyrir
umræddan mánuð. Má greiða
fyrir slíka gæslu samkvæmt
mánaðarlaunagjaldi? Ef þið bjóð-
ið aðeins upp á tímakaup verður
gjaldið fyrir mánuðinn hærra en
ef vikan væri notuð. Það tel ég
ekki standast, þar sem þið bjóðið
upp á misjafnlega hátt mánaðar-
gjald eftir tímafjölda.
Eg vil benda á, að ég er ekki að
tala um laun fyrir gæslu, sem samið
er um og ekki notuð. Ég er að tala
um þá gæslu, sem í sumum tilfellum
verður að semja um (þ.e.a.s. greiða
fyrir) þó að vitað sé fyrirfram að
ekki verði notuð.
Sp. 6. Henni hefur þú ekki svar-
að. Spurt var um fæðisgjald og
kostnaðarliði, _sem leggjast ofan á
kaupgjaldið. Ég tók það fram í
spumingunni, að ekki væri átt við
kaupgjaldið.
Spumingin var svona:
„Kaupgjaldið fyrir umsaminn
tíma em laun dagmóðurinnar og
greiðist þó gæslutíminn nýtist ekki.
En hvemig má það vera að greiða
þó gæslutíminn nýtist ekki. En
hvemig má það vera að greiða þurfí
fyrir fæði og annan kostnað þá
daga, sem barnið er fjarverandi svo
og á lögboðnum frídögum?"
Það kemur ekki fram í gjald-
skránni, að þeir liðir séu dýrari við
óreglubundna gæslu. Þetta er
kostnaður umfram laun dagmóður
og greiðist af foreldrum. Ég tel það
ranglæti, að þið skulið krefjast þess
og efast um að ykkur sé stætt á því.
Sp. 9. Þarf fastráðning að hefjast
í beinu framhaldi af reynslutíma?
Athugasemd við svar:
í svari þínu er bent á samkomu-
lagsleiðina. Ég vil minna á veika
samningastöðu foreldra.
Sp. 13. Ég skal reyna að orða
spuminguna skýrar núna svo auð-
veldara verði fyrir þig að svara.
Ef dagmóðir og barn em bæði veik
sömu daga, á þá dagmóðir að end-
urgreiða þann tíma?
Varðandi fyrri athugasemd mína
um sælgætisát á gæslutíma verð ég
að segja, að ég er ekki ánægð með
þá afstöðu er þú lætur í ljós í svari
þínu. Reynsla mín af þessu fyrir-
komulagi er sú að bam má hafa
með sér sælgæti ef það gefur hinum
bömunum með sér. Það þýðir, að
þeir foreldrar, sem vilja hafa einn
sælgætisdag í viku fyrir börn sín
em bomir ofurliði. Það er ekki
hægt að ætlast til af litlu bami, að
það skilji, að því sé fyrir bestu að
afþakka sælgæti, þegar aðrir em
að borða það. Það em e.t.v. 4—5
böm hjá sömu dagmóður, hvert og
eitt þarf ekki að koma oft með
sælgæti til að neyslan verði nokkuð
algeng.
A Islandi er meira um tann-
skemmdir en í nágrannalöndum
okkar. Matarvenjur og sykumeysla
eiga þar stóran þátt í. Gömlum
venjum þarf að breyta. Ég tel að
ykkur beri skylda til að sýna ábyrgð
í þessu efni sem og öðm er varðar
velferð bamanna sem þið takið að
ykkur.
Ég skora á ykkur að taka upp
þær reglur sem annars staðar em
í gildi þar sem böm vistast. Bannið
sælgæti á gæslutíma.
Að lokum.
I gjaldskrá nr. 29. frá 1. desem-
ber 1985 segir:
„Orlof skal vera eins og almenn
lög segja til um, æskilegt er að
foreldrar og dagmóðir komi sér
saman um orlofstíma fyrir 1.
júní, en fari forráðamaður og
barn í orlof á öðmm tíma en
daggæsluaðili skal greiða launa-
kostnað fyrir bamið þann tíma
enda falli niður greiðsla þann
tíma sem forráðamaður og bam
taka orlof, enda hafí orlofsgjald-
ið verið greitt mánaðarlega."
Dagmóðirin hefur samkvæmt
þessu engra hagsmuna að gæta þó
að orlofstími hennar samræmist
ekki tíma foreldra og bama. For-
eldrar þurfa hins vegar að greiða
öðmm aðila laun fyrir gæslu bams-
ins á meðan, og greiða laun dag-
móður er þeir sjálfír fara í frí.
Þetta fínnst mér ósanngjamt, þar
sem foreldrar geta engu ráðið um
það, hvenær dagmóðir fer í frí.
Vilji hún frelsið til að ákveða það
skilyrðislaust, finnst mér hún geti
gert það á eigin kostnað en ekki
foreldranna.
Höfundur er skrifstofumaður.
Stjóm Félags íslenskra gullsmiða, frá vinstri: Þorbergur Halldórsson
ritari, Leifur Jónsson varaformaður, Sigurður G. Steinþórsson for-
maður, Ólafur G. Jósefsson gjaldkeri, Símon-Ragnarsson meðstjóra-
andi.
76 manns eru nú í
Félagi g-ullsmiða
AÐALFUNDUR í Félagi ís-
lenskra gullsmiða var haldinn nú
fyrir skömmu. Á þeim fundi var
rætt um að vert væri að minna
á tílvist félagsins og þá starfsemi
og þjónustu sem íslenskir gull-
smiðir veita sínum viðskiptavin-
um.
FÍG er líklega eitt af fámennari
stéttarfélögum hér á landi. Félags-
menn að meðtöldum fjórum heið-
ursfélögum og fjórum aldursfélög-
um teljast 76, þar af eru tveir af
áðumefndum heiðursfélögum
stofnfélagar. Félagið var stofnað
19. október 1924 og er því 62 ára.
Stofnunin fór fram í Rósenberg-
kjallaranum og 60 árum síðar héld-
um við upp á þann afmælisáfanga
á þeim sama stað.
ÁGÓÐUVERÐI -
ACDelco
Nr.l
BSLVANGURsf
HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300
SÍUR
Hvar þarftu
að dæla?
Hverju þarftu
að dæla?
Fjölbreyttar, öflug-
ar dælur til flestra
verka.
Réttu dælurnar frá
FLYGT
= HÉÐINN =
VELAVERSLUN, SÍMI 24260
SÉRFRÆÐIÞJONUSTA-LAGER
r
STYRILIÐAR
Allar stærðir fyrir allar
spennur. Festingar fyrir
DIN skinnur.
Gott verð.
= HÉÐINN =
VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260
LAGER-SÉRPANTANIR-ÞOÓNUSTA
ER BlLLINN
ILAGI
Á GÓÐU VERÐI -
STARTARAR
Original japanskir
varahiutir í flesta
japanska bíla.
BÍLVANGUR Sf=
HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300