Morgunblaðið - 03.06.1986, Síða 58

Morgunblaðið - 03.06.1986, Síða 58
3861 rprái s fliJDAaiJKJííW .aiaAjanuDflOM MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JUNI 1986 Hin heilaga moska í Kairoun. „ Allir gestir okkareru meiri háttar" Þegar heim er komið eftir tveggja vikna veru í Túnis er fróðlegt að velta vöngum yfir því, hveiju skýtur fyrst upp í hugann þegar til daganna er hugsað: Var það fjölbreytt landslagið á leiðinni frá flugvellinum við Túnis og til Hammamet? ferðin til hinnar heilögu borgar Kairoun? blómaskreytingarnar á klósettinu? Letistundir við sundlaugina á Residence, ágætt skraf við ferðamálafrömuði, dvölin á Djerba? Eða kannski kvöldstundir á Hotel Les Orangers eða Bel Azur, þar sem ég reyni hæfni mína í túnískum þjóðdönsum, þegar fór að líða á kvöldið? Eða kannski hvað ég svaf vel í Túnis .. .líklega allt þetta og þó margt fleira. Búðarferð. Túnískar þjóðdansastúlkur. Veizlan byijaði í Kaup- mannahöfn, kvöldið áður en ég lagði af stað suður eftir. Forstjóri Tunis Air í Kaupmannahöfn, Ben Hamed, hafði útvegað mér flugmiða með af- bragðs kjörum og gerði það ekki endasleppt við mig; hann og indæl kona hans buðu mér á nýjan túnískan veitingastað á Vester- brogade, þar sem ég fékk forsmekkinn af túniskum mat og leizt hann gimilegur. Ég hef veitt því eftirtekt, að ýmsir hafa fordóma gegn arabískum flugfélögum. Mín reynsla af þeim er jákvæð og vel það. Seinna í reisunni flaug ég tvívegis með marokk- anska flugfélaginu og heppnaðist það ljóm- andi vel. Hjá Tunis Air var á báðum leiðum prýðileg þjónusta um borð og stundvísi til fyrirmyndar. Mér skilst að flugfélagið hafi verið sett á laggimar 1948 og það flýgur nú til viðkomutaða í 25 löndum. Það hefur flogið frá Kaupmannahöfn síðustu sex ár, enda eykst áhugi Dana á Túnisferðum stöð- ugt. I annarri leiðinni lenti ég á kjaftatörn við flugfreyjuna, Bhouri Samira, og fór að spyrja hana um stöðu konunnar í Túnis. Samira sagði mér að staða konunnar væri Rósakaktusar bera blóm í öllum regnbogans litum. væntanlega þægilegri í heimalandi sínu en mörgum öðmm arabalöndum. Því til sönn- unar sagði hún mér þau ánægjulegu tíðindi, að hún væri nú til dæmis að fara að gifta sig í ágúst. í annað skipti. Það væri ekki tiltökumál í Túni og frábmgðið þv'sem er víða í Arabalöndum að fráskilinni konu er nánast útskúfað og engar eða sáralitlar líkur á því að nokkur karlmaður vilji gera hana að löglegri eiginkonu sinni. Þegar á flugvöllinn Tunis-Karþagó kemur hefur þá ekki hæstráðandinn á Hotel Resid- ence, herra Khechine, gert ráðstafanir til að ég kæmist fyrirhafnarlaust út til Hamma- met. Frá flugvellinum er góður klukkutíma akstur og fjölbreytnin í landslaginu ótrúleg. Og svo þessir frábæm risastóm kaktusar meðfram veginum, sem bám blóm í öllum regnbogans litum. Ég nefndi einhvem tíma við herra Khec- hine, að það gæti veri gaman að skoða fleiri hótel, svo að ég gæti sagt löndum mínum skilmerkilega frá þegar að því kæmi að þeir uppgötvuðu Túnis. Eg var varla búin að sleppa orðinu, þegar ég var komin í kvöldverð á Appelsínuhótelið, Les Orangers, sem er í útjaðri Hammamet í undurfallegu og gróðursælu umhverfi. Sebai Hondher, forstjóri Appelsínuhótels, bauð í kvöldverð og síðan fómm við að horfa á þjóðdansa og bingóspil og allir höfðu mikið gaman af. Seinna var boðið í aðra veizlu á Hotel Bel Azur; þar átti ég frábæra kvöldstund með þeim félögum Mekni Abdelsalem, aðstoðar- forstjóra, og Kochache Ezzedine, sem ég er ekki alveg viss um hvaða titil hefur. Við borðuðum yfir okkur af túniskum réttum, VEGARÆSI Eigum fyrirliggjandi rör í vegaræsi frá 12—48", efni galv., 1,25—1,5 og 1,65 mm. Hjólbörur Eigum ávallt fyrirliggjandi sterku hjólbörurnar með trésköftum sem við höfum framleitt í 45 ár. Póstkassar Eigum fyrirliggjandi á lager inni- og útipóstkassa. NÝJA BLIKKSMIÐJAN HF., Ármúla 30, sími 81104. Kínveijar gefa út greiðslukort Peking. AP. KÍNVERSKI ríkisbankinn hóf útgáfu greiðslukorta nú á sunnu- dag. Samkvæmt frétt í kínverska sjón- varpinu verður hægt að nota greiðslukortið í Diaoyutai-gistihús- inu og 35 stöðum öðrum. Kortin, sem kennd eru við gönguna löngu, verða notuð í stað gjaldeyrisvott- orða og eru gefin út af Peking- útibúi bankans. Kortin standa því ekki hveijum sem er til boða, þar sem gjaldeyrisvottorðin eru ekki almenningseign. Vottorðin eru sá gjaldmiðill Kína, sem hægt er að skipta í erlendan gjaldeyri, en aðal- gjaldmiðill landsins, renminbi, er óskiptanlegur. Svartamarkaðs- brask með gjaldeyrisvottorðin dafn- ar því vel, enda má fá ýmsan sjald- séðan vaming gegn framvísun HUSIÐ sem leikarinn Rock Hudson eyddi síðustu ævidögun- um í er nú til sölu. Húsið, sem er í suðrænum stíl, situr efst á hæð og því fylgja bíla- stæði fyrir 20 bíla, sýningarsalur, sundlaug og skóglendi. Fjögurra hektara land fylgir húsinu, sem er þeirra. Þau eru hinsvegar aðeins gefin út til útlendinga og kínverskra viðskiptamanna, sem hafa aflað erlends gjaldeyris. skammt norðan við Beverly Hills, innan borgarmarka Los Angeles, en svæðið kallast Beverly Crest. Húsið er metið á 2,95 milljónir Bandaríkjadala, um 125 milljónir ísl. króna. Hudson, sem lést af völdum al- næmis í október á síðasta ári, bjó þar um 20 ára skeið. Hús Rock Hudson til sölu Los Angeles. AP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.