Morgunblaðið - 03.06.1986, Side 59

Morgunblaðið - 03.06.1986, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ1986 — 59 í suðri. Það er margt sem fólk sækist eftir og Túnisbúar álíta að þeir geti boðið upp á. „Gestimir eru að leita eftir strönd og sól, afslöppun og hvíld,“ sagði Ibrahim. „En fólk vill líka fara að sjá sögufræga staði, Kar- þagó, til Djerba eða í eyðimerkurferðir og vera á gistiheimilum, sem hafa verið reist í vinjum í eyðimörkinni. Það vill smakka nýstárlega rétti og skoða mannlíf, sem er frábrugðið öðm sem það hefur kynnzt. í Túnis er sagan hvarvetna og ég held, að fáir verði fyrir vonbrigðum. Við gerðum athugun á því í fyrra, hvernig fólki leið, þá kom á daginn að 25 prósent vom hér í annað skipti og fyjrtán prósent í þriðja skipti. Þó eigum við margt ógert, einkum leggjum við kapp á að bæta á næstu ámm aðstöðu til alls konar íþróttaiðkana á sjó og landi.“ Ferðamenn gera sér tíðfömlast til lands- ins á sumrin. En vegna hagstæðs veðurlags, svo að ekki sé nú minnzt á lágt verðlag á okkar mælikvarða, virðist Túnis ætla að ná því að fá ferðamenn lungann úr árinu. Frá Bretlandi kemur nú orðið fjöldi ellilífeyris- þega í skammdeginu og er í Túnis í 2—3 mánuði og fær þá hagstæð kjör. Dönsk Túnisar gera listileg teppi sem fáir ferðamenn standast. Á testofunni. spjölluðum um pólitík og gleymdum ferða- bransanum í bili. Kochache er nýgiftur stúlku frá Chile. Hún hafði verið búsett i Belgíu þegar þau kynntust og hafði ásamt ljölskyldu sinni átt fótum sínum fjör að launa frá Chile, þegar Pinochet komst til valda. Við skröfúðum um stjómmálaástand- ið í Miðausturlöndum og athyglisverða af- stöðu gagnvart gyðingum. Þeir sögðust vera á móti sinonistunum í Israel, en væru vinir gyðinga. Þá hefur komið fram, að margir gyðingar búa í Túnis — sennilega fleiri en nokkurs staðar í arabaheiminum — og þeir kæra sig ekki um að fara þaðan. Þeir sögð- ust harma sundurlyndi araba sem kæmi í veg fyrir að þeir yrðu það afl sem væri í samræmi við fjölda þeirra. „Sundurlyndið á sér ýmsar skýringar, en þær tengjast þó sennilega flestar tilfinningasviðinu. Arab- ískur málsháttur sgir „Saman getum við ekki verið sarnan" og það er nokkuð til í því.“ Þessi hótel tvö og Hotel Residence fannst mér einkar vistleg. Herbergi eru björt og rúmgóð og mér voru sýnd nokkur sem gestir voru væntanlegir í morguninn eftir. Blóm, ávaxtakarfa og vínflaska í hveiju herbergi. Ég spurði, hvort þetta væru ein- hverjir meiriháttar gestir, sem þeir ættu von á. „Já, allir okkar gestir eru meiriháttar," var svarið. Mér þótti þetta að mörgu leyti dæmigert fyrir vingjamlegt viðmót Túnis- búa við ferðamenn. Auðvitað hafa þeir áttað sig á því að ferðamenn gefa af sér tekjur. Annað hvort væri nú. Síðan olían fór fyrir lítið hafa þeir mestar tekjur af erlendum ferðamönnum og á síðasta ári komu tvær milljónir útlend- inga til lengri eða skemmri dvalar. Ég brá mér einn daginn inn til Túnisborgar að hitta Mér finnst óhugsandi annað en þessar yndislegu skepnur hljóti að hafa húmor. í garðinum við Residence. Ávaxtamarkaður í gamla bænum i Hammamet. Frá Kairoun. Wahid Ibrahim, markaðsstjóra túnisku ríkis- ferðaskrifstofunnar, og hann sagði mér, að Túnisbúar hefðu ekki tekið nein heljarstökk í uppbyggingu ferðamannaþjónustunnar, heldur væri reynt að vinna skipulega og enda mætti ekki fara svo geyst að allt rynni úr böndunum. „Við megum heldur ekki láta gróðasjónarmið taka ráðin af okkur,“ sagði Ibrahim. „Við verðum að huga að vellíðan gestanna og uppfylla þær vonir sem þeir hafa þegar þeir koma hingað. Við höfum einnig tekið með í reikninginn að umhverf- inu megi ekki spilla. Um hótelbyggingar gilda ákveðnar reglur, nýbyggingar mega ekki vera hærri en hæstu trén í nágrenninu. Þar af leiðandi eru engir skýjakljúfar, en mátulega stór hótel og persónuleg." Flestir ferðamenn í Túnis munu vera Frakkar, síðan eru Þjóðverjar, Bretar og ítalir. Mér skildist að það færi nokkuð eftir landshlutum, hvar ferðamenn af hinum ýmsu þjóðemum væm fjölmennastir. í Hammamet veitti ég því til dæmis athygli að þangað em Danir farnir að sækja í tölu- verðum mæli og Finnar em nú í fyrsta sinn með skipulagðar Túnisferðir. Túnis er ekki stórt land og það má fara á einum degi frá norðri til landamæranna stúlka, Nanna Sörensen, sem ég hitti og rekur Hansa Rejser í Kaupmannahöfn, sagði mér að hún hefði byijað með Túnisferðir í janúar og þær hefðu slegið svo hressilega í gegn, að hún hefði orðið að margbæta við gistingu. Ibúar Túnis hafa blandast mjög gegnum tíðina, en uppmnalegu íbúamir vom berbar. Rómveijar kölluðu þá barbara og nafnið hefur sums staðar fest rætur og ekki að makleikum. Um berba hefur margt verið skrifað, en lítið ömggt er þó um þá vitað. En talið er að það hafi verið um tíu þúsund fyrir Krist að þjóðflokkur, dökkur á hörund, settist hér að og virðist fljótlega hafa bland- ast negmm frá Sahara og hinum dulúðgu, bláeygðu og ljóshærðu innflytjendum sem vom í norðurhlutanum. Berbar eiga sitt sérstaka mál, en mönnum bar ekki saman um hvort það væri talað að marki enn. Arabiska er þjóðtunga Túnis og túnisk arabiska er sögð skrítnari blanda en önnur arabiska, en ekki dæmi ég um það. Margt er hægt að fræðast um á tveimur vikum. Og forvitnin er vakin að kynnast landinu betur og fólkinu sem þama býr. Og þegar allt kemur til alls verður sjálfsagt það sem lengst situr eftir í hugskotinu: Þessi hlýja og uppgerðarlausa aiúð og höfð- ingslund sem hlýtur að koma frá hjartanu, en verður aldrei lærð af bókum. L-o, o VA r\ Ní' A Kaffipokinn ódúri oq sterid < o OÖ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.