Morgunblaðið - 03.06.1986, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3, JÚNÍ1986
ffl
Frá Lánasjóði íslenskra námsmanna
Vegna umsókna
um námslán fyr-
ir skólaárið frá
1986-1987
Er ekkí mál að skríða
upp úr leðjunni?
E|n af Suðurnesjum skrifar:
„Á tímum blautbolskeppni, Ieðju-
slags, hjálpartækja ástarlífsins og
allskonar uppákoma spyr maður
sjálfan sig gjaman, hvar er þjóðar-
stolt íslendinga? Er siðmenning að
komast á lægsta stig? Þessi hável-
boma þjóð sem á tyllidögum segist
vera komin af víkingum, á auk þess
fomsögur, fegurstu tungu í heimi,
hreinasta loft í heimi, besta vatn í
heimi, og fegurstu stúlkur í heimi,
en er allt í einu farin að skemmta
sér við að horfa á ungt fólk gera
sig að fíflum, þvílíkur tvískinnung-
ur. Reyndar hafa skemmtanakóng-
ar alltaf verið fundvísir á frumleg
skemmtiatriði svo sem „Suzy baðar
sig á dansgólfinu“ og allskonar
erlent fólk svart og hvítt sem tínir
af sér spjarimar, en nú á sem sagt
að notast við landann í þessum
bransa. Hveija á að áfellast, þá sem
stjóma þessu eða þá sem taka þátt
í því? Hjá báðum aðilum er augljós-
lega einhver vöntun. Þeir sem
stjóma em líklega fyrir löngu búnir
að missa alla sjálfsvirðingu. Hjá
þeim ræður gróðasjónarmið ríkjum.
Aðferðimar sem beitt er virðast
skipta litlu máli. Ungt fólk sem
lætur gabbast til að gera hvað sem
er fyrir peninga á bágt. Það hefur
enga sjálfsvirðingu.
„Margur verður af auram api“
segir máltækið og er víst talsverður
sannleikur í því. Skemmtanaiðnað-
ur, sem alltaf hefur viðgengist í
skuggahverfum stórborganna er
orðin aðalskemmtun á öldurhúsum
íslendinga. íslenskar konur ættu
að sjá sóma sinn í því að hætta að
sækja svona samkomur. Hvar em
nú kvennahreyfmgamar sem bera
kvenfólk svo mjög fyrir bijosti. Er
það bara í sambandi við stöðuveit-
ingar kvenna og starfskraftaaug-
lýsingar sem þær láta til sín taka?
Við eigum fullt af ungu frambæri-
legu listafólki sem getur skemmt
íslendingum með reisn og sóma,
og hvers vegna þurfum við þá að
fara niður á lægsta plan? Er ekki
mál að linni, er ekki mál að skríða
upp úr leðjunni."
Ferðasaga
5907-7627 skrifar:
„Ætlunin var að bregða sér
austur fyrir fjall með bam sem
ætlaði að verða eftir í sveitinni.
Ákvað ég að fara á föstudagskvöld-
ið til að helgin nýttist betur. Ég
skrifa þessar línur til að koma á
framfæri þakklæti til lögreglunnar
og fleiri aðila sem reyndust mér
ómetanlega í ferðinni. Nú, komin
er ég austur að Þjórsárbrú þegar
mér finnst ég heyra torkennileg
hljóð í bílnum. Ég stoppa þegar ég
er komin yfir brúna til að athuga
hvort þetta sé ímyndun en svo er
ekki. Og ekki kom ég bílnum í gang
aftur. Þama bíð ég á föstudags-
kvöld með þijú böm í bílnum og
ekki fínnst mér útlitið gott, helgin
framundan, öll verkstæði lokuð og
ég peningalaus í þokkabót! Nokkrir
ökumenn renna framhjá eins og
gengur, þar til einn stoppar og segir
sá að ég sé heppin, því hann sjái
að Reykjavíkurlögreglan sé að
koma. Það reyndust orð að sönnu.
Hugsanir mínar vom á þá leið að
ekki væri gott að skilja bílinn eftir
og rándýrt að fá hann dreginn og
Beiðni um fjárhagsað-
stoð frá Filippseyjum
Velvakandi góður
Vegna bréfs í blaðinu þ. 21.
maí síðastliðinn sem ber yfírskrift-
ina „dularfull hjálparbeiðni frá
Filippseyjum" langar mig að koma
því hér með á framfæri að ég hef
einnig fengið svona bréf frá Filipps-
eyjum. í bréfínu segir að maðurinn
hafí misst foreldra sína í seinni
heimsstyijöldinni, það sé búið að
taka af honum annan fótinn og
báðar hendur hans séu lamaðar,
ung stúlka skrifi bréfíð fyrir hann.
Hann biður um fjárhagsaðstoð.
Ekki hef ég minnstu hugmynd um
hvar hann hefur náð í nafn mitt
og heimilisfang. Er ég helst á því
að þetta séu skipulagðar aðgerðir.
Með vinsemd og virðingu.
Kristin Karlsdóttir
mætti ég þakka fyrir að fá far í
bæinn. Lögreglan stoppar, athugar
málin og fleiri bætast í hópinn, og
rætt er um hvað sé til úrbóta.
Lögreglan spyr hvort ég vilji ekki
fá viðgerðarmann að bílnum ef þeir
ná í hann í talstöðinni og verð ég
þá að koma upp um mig með pen-
ingaleysið. Hann segir að það muni
bjargast, hann láni mér fyrir við-
gerðinni og ég gæti komið til hans
peningum á stöðina þegar ég væri
komin í bæinn. Mér fannst varla
raunhæft að sleppa svona vel,
fannst þetta draumi líkast. Viðgerð-
armaðurinn kom, sá strax hvað var
að og hófst strax handa við að ná
í það sem vantaði. Ekki gekk það
í fyrstu tilraun svo hann bauðst til
að draga bílinn að Hellu, þar sem
hann hefði hlutina við hendina og
það varð úr að hann dró bílinn
þangað.
Eftir ferðir viðgerðarmannsins
fram og aftur og með bflinn minn
í eftirdragi, gerði hann við bflinn
fljótt og vel og sá ég strax að ég
hafði lent hjá góðum viðgerðar-
manni. Ég reiknaði með mörg þús-
und króna reikningi, svo ég trúði
varla upphæðinni sem hljóðaði upp
á rúmar 1300 krónur. Langar mig
að lokum að þakka þessum mönnum
fyrir hreint ótrúlega greiðasemi við
mig í vandræðum mínum umrætt
kvöld. Síðast vil ég þakka góðan
kaffísopa sem kona viðgerðar-
mannsins bauð upp á og svo sannar-
lega hlýjaði manni eftir hráslaga-
lega setu í bflnum og var hann
innifalinn í verðinu! Krakkamir
tóku gleði sína á ný og fundu betra
nafn á Þjórsárbrú, hún heitir
„Iöggubrú" hjá okkur í framtíð-
inni.“
1. IMámsmenn sem sækja um námslán í fyrsta sinn:
Námsmenn sem hyggjast sækja um námsaðstoð frá
L.Í.N. skólaárið 1986-1987 eru hvattir til að ganga frá
umsóknum sínum sem fyrst.
Umsjóknareyðublöð lyggja frammi í afgreiðslu sjóðsins
að Laugavegi 77, 3. hæð.
2. Námsmenn sem sótt hafa um námslán áður:
í maí voru námsmönnum send umsóknareyðublöð sem
á voru skráðir grunnupplýsingar úr námsmannaskrá
sjóðsins. Þeir sem ætla að sækja um námslán frá L.Í.N.
skólaárið 1986-1987 eru hvattir til að endursenda
umsóknir sínar sem fyrst.
Lánasjóður íslenskra námsmanna.
KROSSVIÐUR
T.d. vatnslfmdur og
vatnsheldur - úr greni,
birki eða furu.
SPÓNAPLÖTUR
T.d. spónlagðar, plast-
húðaðar eða tilbúnar
undir málningu.
Vegg- og loftklæðningar, límtré og parket.
Einstök gæðavara á sérdeilis hagstæðu
verði
SPARIÐ PENÍNGA!
- Smíðið og sagið sjálf!
Þið fáið að sníða niður allt plötuefni
hjá okkur í stórri sög
- ykkur að kostnaðarlausu.
BJORNINN
Við erum í Borgartúni 28