Morgunblaðið - 03.06.1986, Side 68
68
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ1986
Sýning stóðhestastöðvarinnar:
Ljóri og Kjarval báru
af sem gull af eir
ÞAÐ MA með sanni segja að stóð-
hestamir Kjarval frá Sauðár-
króki og Ljóri frá Kirkjubæ hafi
bjargað sýningu stóðhestastöðv-
arinnar í ár svo góðir sem þeir
voru. Eftir tvær framúrskarandi
sýningar i fyrra og hittifyrra
þótti mönnum sýningin nú
nokkru lakari þegar á heildina
er litið. Upphaflega var ætlunin
að sýna 13 fola frá stöðinni en
tveir reyndust ekki ganga heilir
til skógar svo þeir voru 11 sem
nú komu fram. Olli það mönnum
nokkrum vonbrigðum að ekki
var hægt að sýna Otur frá Sauð-
árkróki sem er undan sama hesti
og Kjarval en faðir þeirra er
Hervar 963 frá Sauðárkróki.
Einnig var sýndur Blakkur 977
frá Reykjum en hann hefur verið
i þjálfun á stóðhestastöðinni i
vetur og verður væntanlega
sýndur á landsmótinu i sumar.
En svo vikið sé að ungu folunum
þá voru það Kjarval og Ljóri sem
báru af eins og áður segir. Ekki
voru gefnar upp einkunnir þeirra
þar sem þeir koma fram á landsmót-
inu og þótti ekki æskilegt að fara
að opinbera í tölum gæði þeirra á
þessari stundu. Þó sagði Þorkell
ráðunautur um Kjarval að hann
væri ekki langt frá 8.70 fyrir hæfi-
leika sem er sennilega hæsta hæfi-
leikaeinkunn sem 5 vetra stóðhest-
ur hefur fengið. Telja verður líklegt
að hann muni standa efstur í sínum
flokki á landsmótinu í sumar. Er
sama hvar borið er niður hjá þessum
hesti í hæfileikum, allar gangteg-
undir eru framúrskarandi góðar og
frábært geðslag og vilji gera það
að verkjum að allt nýtist til hins
ýtrasta. Á síðasta ári var fundið
nokkuð að því hjá Kjarval hversu
bolstuttur hann er en heldur virðist
hafa tognað úr honum og töldu
fróðir menn að lengdin væri orðin
viðunandi. í fyrra fékk hann fyrir
byggingu 7.78 og verður fróðlegt
að sjá hvort hann á eftir að hækka.
Þótt Ljóri frá Kirkjubæ sé í alla
staði góður hestur stóð hann Kjar-
val að baki hvað hæfileika varðar
en ekki er ósennilegt að hann
dæmist hærra fyrir byggingu. Hann
sannaði ágæti sitt á fjórðungsmót-
inu í Reykjavík sl. sumar er hann
stóð efstur í flokki 4 vetra stóð-
hesta. Á sýningunni nú má segja
að hann hafi undirstrikað og staðið
við þær vonir sem gerðar hafa verið
til hans. Af öðrum hestum sem
þama komu ffarn má minnast á
Sikil frá Stóra-Hofi en sá er undan
Sörla 653 og Nýpu frá Oddhóli.
Hann er 4 vetra og kom fram hjá
Þorkeli ráðunaut að hann kæmist
inn á landsmót en lágmarkseinkunn
fyrir 4 vetra hesta er 7.80.
Nokkuð kom á óvart að Ljómi
frá Björk sem sýndur var með Ljóra
á fjórðungsmótinu í fyrra skyldi
ekki ná inn á landsmót en hann
hlaut í einkunn fyrir byggingu 7.90
og fyrir hæfileika 7.76 sem gerir
7.83 í aðaleinkunn. Var almennt
talið að þessi hestur væri líklegur
til að ná inn á landsmót.
Aðrir hestar sem komu fram
þóttu frekar lítið spennandi eins og
þeir komu nú fyrir. Reyndar spillti
veður nokkuð fyrir en töluverður
vindur var og kalt. Ástæður þess
að ekki tókst eins vel með þessa
sýningu og hinar fyrri má e.t.v.
rekja til þess að í haust var tekin
sú ákvörðun á stöðinni að fara
vægar í sakimar með 4 vetra folana
og verður það að teljast skynsamleg
ákvörðun þótt óneitanlega komi það
niður á gæðum sýningarinnar.
Áhorfendur, sem nú eins og venju-
lega skiptu hundmðum, eru orðnir
góðu vanir og má búast við að
einhverjir hafi ekki verið fullkom-
lega ánægðir með heildarútkom-
una. Telja verður sanngjamt að
yngstu hestunum sé sýnd þolin-
mæði fyrsta árið í tamningu því
eins og dæmin sanna getur orðið
mikil breyting á hróssi á einu ári á
þessum aldri. En hér í lokin eru
kynntir þeir hestar sem ekki hefur
áður verið minnst á og einkunnir
sem þeir hlutu.
Þröstur frá Stóra-Hofi undan
Blæ frá Sauðárkróki og Sunnu frá
Stóra-Hofi hlaut í einkunn fyrir
byggingu 7.74, fyrir hæfileika 7.44,
aðaleink. 7.59. Geisli frá Meðalfelli
undan Viðari 979 frá Viðvík og
Sunnu frá Meðalfelli hlaut í einkunn
fyrir byggingu 7.83, fyrir hæfíleika
7.70, aðaleink. 7.77. Sorti frá Bæ,
Höfðaströnd, undan Fáfni 897 frá
Fagranesi og Blesu frá Vogum
hlaut í einkunn fyrir byggingu 7.79,
fyrir hæfileika 7.21, aðaleink. 7.50.
Om frá Vík, Mos., undan Hrafni
802 og Kolfreyju 4599 hlaut í ein-
kunn fyrir byggingu 7.80, fyrir
hæfíleika 7.31, aðaleink. 7.56.
Hörði frá Hörðubóli undan Ófeigi
818 og Perlu 4922 hlaut í einkunn
7.64, fyrir hæfileika 7.66. Aðaleink.
7.65. Austri frá Mýnesi undan
Mána 949 frá Ketilsstöðum og
Freyju 3426 hlaut í einkunn fyrir
byggingu 7.78 fyrir hæfileika 7.50,
aðaleink. 7.64. Glói frá Gunnars-
holti undan Hrafni 802 og Snerpu
frá Gunnarsholti hlaut í einkunn
fyrir byggingu 8.18, fyrir hæfileika
7.34 (skeiðlaus), aðaleink. 7.76.
Svarri frá Gunnarsholti var ekki
sýndur sökum helti en hafði verið
dæmdur um leið og hinir folamir
skömmu áður og hlaut hann í eink-
unn fyrir byggingu 7.86, fyrir
hæfíleika 7.79, aðaleink. 7.83.
Svarri er undan Hrafni 802 og
Prinsessu 4846. Einnig hafði verið
gerð úttekt á Otri frá Sauðárkróki
og þar sem talið var að hann væri
landsmótstækur voru ekki gefnar
upp einkunnir hans. Otur er undan
Hervari 963 frá Sauðárkróki og
Hrafnkötlu 3526 frá sama stað.
.
Moigunblaðið/Vaidimar
Sýningin á Ljóra frá Kirkjubæ tókst vel í alla staði en hann er undan
Hóla-Blesa og Söru frá Kirkjubæ. Knapier Helgi Eggertsson.
Nú líður að því að hestamenn fari að sleppa hrossum í stórum stO.
Staldrað við í Tryggvaskála
Nú um helgina voru nokkrir hópar ríðandi
manna á leið með hross í hagagöngu fyrir austan
fjall. Meðfylgjandi mynd var tekin við Tryggva-
skála á Selfossi en þar höfðu nokkrir ferðalang-
ar áð og er það ekki í fyrsta skipti sem hesta-
menn staldra þar við.
Morgunbiaðið/Valdimar
Kjarval á Sauðákróki, undan Hervari 963 og Hrafnhettu frá Sauðákróki einn at-
hyglisverðasti stóðhestur landsins. Knapi er Einar Öder Magnússon.
SikiU frá Stóra-Hofi kom best út af yngri folunum og sagði Þorkell ráðunautur að
hann kæmist inn á Landsmót. Knapi er Einar Öder Magnússon.