Morgunblaðið - 03.06.1986, Page 69

Morgunblaðið - 03.06.1986, Page 69
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ1986 69 Morgunblaðið/Valdimar Hinn kunni hestamaður Bogi Eggertsson tekur hér fyrstu skóflustunguna að reidhöllinni langþráðu. Gamall draumur hestamanna að rætast: Bogi Eggertsson tók fyrstu skóflustunguna að Reiðhöllinni ÞAÐ RANN upp langþráð stund hjá mörgum hestamanninum þegar hin aldna kempa og kunni hestamaður Bogi Eggertsson tók fyrstu skóflustunguna að Reið- höllinni sem nú mun rísa á svæði Fáks í svokölluðu gijótnámi. Undirbúningsframkvæmdir voru boðnar út og voru tilboðin opnuð 29. maí sl. og var verktakafyrir- tækið Bergás sf. með lægsta til- boðið. í þessu útboði eru reyndar þrír áfangar, þ.e. grafið og sprengt fyrir sökklum og lögnum í fyrsta áfanga og svo forvinna á bíiastæðum. í öðrum áfanga er fuUvinnsla á bilastæðum og í þeim þriðja veglagning frá ofan- byggðarvegi og frágangur á næsta umhverfi Reiðhailarinnar. Fyrsta áfanga skal lokið l. júli og er hann óverðtryggður. Óðr- um áfanga skal lokið 1. júní 1987 og er hann verðtryggður sam- kvæmt byggingarvísitölu en þriðji áfangi verður fram- kvæmdur þegar stjóm Reiðhall- arinnar óskar og sagði Gylfi Geirsson framkvæmdastjóri Reiðhallarinnar að það réðist af fjárhagsgetu fyrirtækisins. Tilboð Bergáss sf. á þessum þrem áföngum hljóðar upp á 4,8 milljónir rúmar en kostnaðaráætlunin sem unnin var af Verkfræðistofu Sig- urðar Throddssen hljóðar upp á 8 milljónir. Þá sagði Gylfi að komin væru tilboð í límtré, og innan- og utanhússklæðningu ásamt einangr- un frá nokkrum aðilum en ekki væri búið að taka ákvörðun um hvaða tilboðum yrði tekið. Stefnt er að því að reiðhöllin verði fokheld um næstu áramót en ákveðið hefur verið að Reiðhöllin muni hýsa hluta af Landbúnaðarsýningunni sem haldin verður á félagssvæði Fáks í ágúst á næsta ári. í stjóm Reiðhallarinnar hf. eru Sigurður J. Líndal, sem er fulltrúi Félags hrossabænda, Gísli B. Bjömsson, varaformaður, sem er fulltrúi Landssambands hesta- mannafélaga, Magnús Sigsteins- sonar sem er fulltrúi bændasamtak- anna, og Sigurbjöm Bárðarson fulltrúi Fáks. Auk þessara vom þrír stjómarmenn kjömir af hlut- höfum á aðalfundi, þeir Gunnar R. Magnússon, Ragnheiður Sigur- grímsdóttir og Rosemary Þorleifs- dóttir. Þá hefur verið skipað f þriggja manna byggingameftid en hana skipa Ágúst Oddsson, Sigur- bjöm Bárðarson og Magnús Sig- steinsson. Þess má og geta að yfir stendur hlutafjársöfnun og er stefnt að því að safna þannig 20 milljónum króna en nú þegar liggja fýrir hlutafjárlof- orð upp á rúmlega 11 milljónir króna. Er stefnt að því að fá milli tvö og þijú hundmð hestamenn sem hluthafa í Reiðhöllinni. Ungu reiðmennimir sem hér halda þjóðfánanum eiga án efa eftir að njóta góðs af reiðhöllinni í næstu framtíð. Sigurður J. Lindal stjómarformaður Reiðhallarinnar hf. útskýrir hér fyrir mönnum hvar og hvernig reiðhöllin muni rísa. FLUC Luxembourg 12.262 * FLUG OG BlLL VERÐ FRÁ KR. 12.262. BARNAAFSL. KR.5.400. London 15.440 FLUG OG BlLL VERÐ FRÁ KR. 15.440. BARNAAFSL. KR.6.900. Glasgow 13.557* FLUG OG BlLL VERÐ FRÁ KR. 13,557. BARNAAFSL. KR.6.000. Edinborg 13.557* FLUG OG BlLL VERÐ FRÁ KR. 13.557. BARNAAFSL. KR.6.600. Kaupmannahöfn 17.101* FLUG OG BÍLL VERÐ FRÁ KR. 17.101. BARNAAFSL. KR.7.690. Oslo 16.367* FLUG OG BlLL VERÐ FRÁ KR. 16.367. BARNAAFSL. KR.7.000. Bergen 16.367* FLUG OG BlLL VERÐ FRÁ KR. 16.367. BARNAAFSL. KR.7.690. Stokkhólmur 19.868 FLUG OG BlLL VERÐ FRÁ KR. 19.868. BARNAAFSL. KR.8.900. Gautaborg 17.491 FLUG OG BÍLL VERÐ FRÁ KR. 17.491. BARNAAFSL. KR.7.700. París 20.910* FLUG OG BÍLL VERÐ FRÁ KR. 20.910. BARNAAFSL. KR.9.300. Frankfurt 15.573 FLUG OG BlLL VERÐ FRÁ KR. 15.573. BARNAAFSL. KR.7.060. Salzburg 17.097* FLUG OG BlLL VERÐ FRÁ KR. 17.097. BARNAAFSL. KR.7.600. Amsterdam 15.663 FLUG OG BlLL VERÐ FRÁ KR. 15.663. BARNAAFSL. KR.6.960. Hamborg 15.565 FLUG OG BlLL VERÐ FRÁ KR. 15.565. BARNAAFSL. KR.6.900. Zurich 19.663 FLUG OG BlLL VERÐ FRÁ KR. 19.663. BARNAAFSL. KR.8.900. Sumarhús S.-Þýskalandi og Austurríki 15.964 FLUG OG BlLL VERÐ FRÁ KR. 15.964. BARNAAFSL. KR.5.400. MIÐAÐ VIÐ 4 I BlL OG ÍBÚÐ. * MIÐAO VIÐ 4 I BlL HAFIÐ SAMBAND VIÐ SKRIFSTOFU |[E=i FERÐA.. Ce+dcat HmIÐSTDÐIINI Tcmei AÐALSTRÆTI 9 - REYKJAVlK - S. 281 33 BJARNI DAGUR/SlA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.