Morgunblaðið - 03.06.1986, Síða 71
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1986
71
fljótt út og fólk sótti í að senda
bömin hingað, þannig að við gát-
um aðeins tekið */a af þeim sem
sóttu um.
Smám saman komu hér nem-
endur utan okkar safnaða og þeir
felldu sig vel að okkar siðum og
það kom mér á óvart hvað ungling-
amir voru opnir fyrir trúarlegum
efnum.
Það sem hefur gefið þessu starfi
öllu einna mest gildi er það hversu
gaman er að verða vitni að því
þegar unglingum fer fram og að
mæta þessu fólki og sjá að því
gengur vel og það kemst áfram,"
sagði Júlíus Guðmundsson.
Hinn kristilegi þáttur skóla-
starfsins í Hlíðardalsskóla hefur
alltaf verið mikill, jafnt í skóla-
starfínu sem á sumamámskeiðum
sem haldin hafa verið þar. í skólan-
um em kennd kristinfræði og sið-
fræði í meira mæli en annarstaðar
og kristilegar samkomur em fastur
liður á stundaskránni í vetrar- og
sumarstarfí.
Uppi á vegg í anddyri íþrótta-
húss skólans er eftirfarandi áletmn
sem sýnir anda starfsins í Hlíðar-
dalsskóla; þar stendur: „Fýrsta
skylda okkar gagnvart Guði og
meðbræðmm okkar varðar sjálfs-
þroska. Sérhvem hæfíleika sem
skaparinn hefur gætt okkur ætti
að rækta til æðstu fullkomnunar
svo að við getum verið fær um að
láta eins mikið gott af okkur leiða
og mögulegt er.“
Sig. Jóns.
Fyrsti nemendahópur Hlíðardalsskóla 1950—1951. Fremsta röð f.v.: Björgvin Hólm, Jón H. Jónsson, núverandi skólastjóri, þá kennari,
Henry Guðmundsson, Gerða Guðmundsson, Júlíus Guðmundsson, Sveinbjöm Einarsson byggingameistari, Guðbjörg Ingvarsdóttir, matráðs-
kona og húsmóðir, og Sigurður Jónsson. Önnur röð f.v.: Samúel Friðleifsson, Fjóla Sigurðardóttir, Kristbjörg Olafsdóttir, Svava Svein-
björasdóttir, Erla Magnúsdóttir, Jenný Sveinbjörasdóttir, Inger Sigurðsson, Hanna Ólafsdóttir og Ingi Þór Guðmundsson. Þriðja röð f.v.:
Helgi Heiðar, Arai Hólm, Guðmundur Hólmkelsson, Hörður Ólafsson, Kristján Friðbergsson, Guðni óttósson, Tyrfingur Sigurðsson og-T''
Reynir Guðsteinsson.
Hver einstaklingur fær að
reyna sig á öllum sviðum
- eftirspurn eftir skólavist í Hlíðardalsskóla
Jón H. Jónsson (t.v.) núverandi skólastjóri og Július Guðmundsson,
fyrsti skólastjóri Hlíðardalsskóla.
Selfossi.
Á sl. vetri stunduðu 36 nem-
endur nám í 8. og 9. bekk í Hlíð-
ardalsskóla. Starfsemin fellur að
hefðbundnu námi í þessum
bekkjardeildum eins og venju-
lega gerist í öðrum skólurn að
unanskildu þvi sem skapar sér-
stöðu í Hlíðardalsskóla.
„Hér er skólafjölskylda og nem-
endur vinna skylduvinnu 1 'Míma
á dag,“ sagði Jón H. Jónsson skóla-
stjóri, „þeir taka þátt í öllum heimil-
isstörfum, leggja á borð, þvo upp,
þvo gólf og halda staðnum hreinum.
Þau snerta á öllum hlutum og hver
einstaklingur fær að reyna sig á
öllum sviðum."
Á staðnum er rekið myndarlegt
fjárbú og ræktun er stunduð í gróð-
urhúsurh sem nemendur vinna við.
í skólanum er mikil áhersla lögð á
söng og tónlistarlíf. Þar var m.a.
starfandi bjöllukór og léku krakk-
amir á bjöllumar og komu m.a.
fram í sjónvarpi. Unnið er að því
að tölvuvæða skólann og boðið var
upp á tölvukennslu sl. vetur og
stefnt er að því að það starf eflist
næsta vetur.
Frá skólanum er stutt til þétt-
býlisstaða en samt nýtur staðurinn
sveitakyrrðarinnar og mikið næði
er til náms og starfa og þess sem
fólkið vill iðka því mjög góð aðstaða
er í skólanum.
Á hveiju sumri eru reknar sum-
arbúðir í Hlíðardalsskóla fyrir böm
við feikilega aðsókn. Sú starfsemi
byijar 10. júní og er fyrir pilta og
stúlkur 7 ára og eldri. Um er að
ræða 10 daga dvöl og miðað við
60 böm í hóp. Bömin eru undir
handleiðslu foringja allan daginn
og stunda útileiki, knattleiki, sögu-
stundir á kvöldin, sund er mjög
vinsælt og ýmsar keppnir ofl.
Umhverfíð býður upp á að farið
sé í skemmtilegar gönguferðir og
náttúmskoðun. Ein vinsælasta
ferðin af því taginu er ferð í Raufar-
hólshelli.
í lok hverrar 10 daga dvalar í
sumarbúðunum er haldið lokakvöld.
Þá koma foreldrar á kvöldvöku og
fá að sjá í leik, söng og alvöru
hvað bömin hafa lært af dvölinni.
Auk þess er góð föndurkennsla á
staðnum og bömin fara alltaf með
hluti heim með sér úr sumarbúðun-
um.
Þróunin hefur orðið sú varðandi
heimavistarskóla að nemendum þar
hefur farið fækkandi og er ein
ástæða þess aukið skólastarf í þétt-
býli og hugsanlega meira framboð
þar. Hlíðardalsskóli hefur haldið
sínu striki og var sl. vetur með
hámarksfjölda nemenda, 36, og þá
komust ekki allir að sem vildu og
umsóknir era þegar famar að ber-
ast um næsta ár.
í skólanum er enn sem fyrr kennd
kristinfræði og kristileg siðfræði og
er einn þátturinn í stundaskrá
nemenda. Inni í skólastarfinu era
kristilegar samkomur og guðsþjón-
ustur um helgar líkt og annað starf
á stundaskrá.
Fjölbreytt félagslíf er í skólanum
og á það sinn þátt í þeirri aðsókn
sem er að honum. Á hveiju laugar-
dagskvöldi era kvöldvökur með
dagskrá sem nemendur og kennarar
sjá um í sameiningu. Á hveijum
vetri eru tvær árshátíðir, kvenna-
kvöld sem stúlkumar sjá um og
karlakvöld sem piltamir annast. A
þessi kvöld er foreldram boðið og
sýna krakkamir alltaf mikinn dugn-
að og kapp við þetta starf sem
ásamt öðra skapar skólastarfinu á
Hlíðardalsskóla sérstöðu.
Sig.Jóns.
aöeins einn banki býöur
~<VAXTA
REIKNING
SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF.
t