Morgunblaðið - 18.07.1986, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 18.07.1986, Qupperneq 48
heim Sbókhauwð tfttgiuttMfiftifr V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1986 VERÐ I LAUSASOLU 40 KR. 6% hækkun í innanlands- flugi í dag 011 flugfargjöld i innanlands- gjöldum s.s. fjölskyldufargjöldum flugi hækka um 6% frá og með deginum i dag. Þessi hækkun var samþykkt á fundi Verðlagsráðs í fyrradag. „Ástæðan fyrir þessari hækkun er einfaldlega verðbólga," sagði Sveinn Sæmundsson sölustjóri inn- anlandsflugs Flugleiða i samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Þó að verðbólgan sé minni en hún var þá er hún enn til staðar. Síðasta hækk- unin á fargjöldum í innanlandsflugi var 5% hækkun 6. desember sl. Við höfðum vonast til þess að geta hald- ið verði óbreyttu iengur, jafnvel út árið, en það reyndist því miður ómögulegt. Þetta er að okkar mati lágmarkshækkun," sagði Sveinn. Sem dæmi um hækkun á far- gjöldum má nefna að fullt fargjald til Akureyrar hækkar úr 2183 krón- um í 2314. Ódýrasta fargjaldið sk. „hoppfargjald" er nú 1157 krónur en það er ásamt öðrum afsláttarfar- Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Kjarval 1025 frá Sauðár- króki, knapi Einar Oder Magnússon. Stóðhestur ekki falur fyrir rúmar 2 milljónir TILBOÐI í stóðhestinn Kjar- val 1025 frá Sauðárkróki upp á rúmar tvær milljónir króna hefur verið hafnað af eiganda hestsins. Hrossaræktarsam- band Suðurlands gerði tilboð í hestinn eftir sýningu Stóð- hestastöðvarinnar í maí sl. og tók eigandinn sér umhugsun- arfrest fram að Landsmóti. Áður hafði Norðmaður boðið tvær milljónir í hestinn en fengið afsvar. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins eru innlendir aðilar tilbúnir að gera tilboð í hestinn verði hann boðinn falur og munu þeir að sögn fylgja hveiju því tilboðið sem kynni að koma í hestinn. Má af þessu ráða að Kjarval verði dýrasti hestur landsins komi til sölu á honum. Einnig hefur verið mikill áhugi fyrir Otri 1050 hálfbróður Kjarvals en ekki er vitað til að formlegt tilboð hafí komið í hann. Sjá nánar á bls. 28. visst hlutfall af fullu fargjaldi og hækka þau hlutfallslega eins og það. Fullt fargjald til Vestmanna- eyja hækkar úr 1417 krónum í 1502 krónur og til ísafjarðar úr 2083 krónum í 2160 krónur. Georg Ólafsson verðlagsstjóri sagði þessa hækkun tilkomna vegna 11% hækkun á kostnaðarliðum frá því síðustu hækkun. Einungis hefði þó verið sótt um 6% hækkun þar sem markaðsstaðan hefði verið metin af Flugleiðum sem slík að hún þyldi ekki meiri hækkun en þetta. Á þessum sama fundi var tekin fyrir umsókn um 7% hækkun á taxta leigubifreiða en henni var vísað frá þar sem ekki var talið til- efni til að hækka þá að sinni. Yerkföll á 2 dvalar- heimilum GERT er ráð fyrir að verkfall hefjist hjá ræstingafólki á dval- arheimilinu Ási í Hveragerði og dvalarheimilinu Lundi á Hellu á mánudagsmorgun. Á sáttafundi í gær í deilu Al- þýðusambands Suðurlands og fímm sjúkrastofnana og elliheimila á Suð- urlandi gerðist það að launamála- nefnd sveitafélaganna tók að sér að semja fyrir hönd atvinnurek- enda. Viðsemjendur ræstingafólks á þremur hjúkrunarstofnunum á Selfossi og í Hveragerði féllust á að fresta verkfalli um tvo daga, fram á miðvikudag í næstu viku. Enginn fulltrúi mætti á fundinn fyrir ræstingafólkið í Lundi og á Kirkjuhvoli. Verkalýðsfélögin gera kröfu um að laun ræstingafólksins hækki al- mennt um liðlega 6% frá taxtanum 1. febrúar sl., að sögn Sigurðar Óskarssonar, framkvæmdastjóra ASS. Það er tilkomumikil sjón að sjá hnúfubak, 40 til 50 lestir að þyngd, stökkva. Á hnúfubaksslóð útafJökli HNÚFUBAKUR er ein þeirra hvaltegunda, sem hafa verið friðað- ar undanfarin ár og eru í nokkrum mæli hér við land. Hnúfubakur- inn hefur þann sið að veifa sporðinum, þegar hann stingur sér, en enginn hnúfubakur hefur eins litasamsetningu á sporðinum. Því má þekkja þá í sundur, koma í veg fyrir tvítalningu og fylgj- ast með ferðum þeirra með þvi að gaumgæfa litasamsetninguna. Úlfur Ámason, doktor í erfðafræði, brá sér í leiðangur vestur af Jökli fyrir skömmu á rannsóknarskipinu Dröfn ásamt sænskum kollega og Þórði Eyþórssyni, deildarstjóra í sjávarútvegsráðuneytinu og hvala- skyttu, auk fleiri manna. Erindið var að taka sýni úr hnúfubak og steypireyði. Úlfur sagði leiðangurinn hafa heppnast vel og að mikið af hval hefði verið þama. Myndarlegur sporðurinn hverfur í hafið. Veiðarnar mega hefjast á sunnudag: Tilboði um fijálst loðnuverð var hafnað ÁKVÖRÐUN um loðnuverð var í gær vísað til yfimefnd- ar Verðlagsráðs sjávarút- vegsins eftir að tilboð útgerðarmanna og sjó- manna um frjálsa verð- myndun hafði verið hafnað. Loðnuveiðar mega hefjast á sunnudag. Kristján Ragn- arsson, framkvæmdasíjóri LÍÚ, segir eigendur verk- smiðjanna svo hrædda hvora við aðra, að þeir þori ekki að samþykkja fijálst verð. Kristján Ragnarsson sagði í samtali við Morgunblaðið, að sér væri það hulin ráðgáta, að ekki skyldi vera hægt að samþykkja fijálst verð, sem miðaðist við framboð og eftirspum. Kaupend- ur hefðu venjulega þann háttinn á, þegar verð væri ákveðið með atkvæðum seljenda og odda- manns, að mótmæla verðinu hástöfum, en yfirborga svo hver í kapp við annan. Þetta væri í raun ekkert nema illskiljanlegur skrípaleikur. Seljendur myndu því í yfimefndinni halda uppi kröfum um sambærilegt verð við það, sem greitt væri erlendis fyr- ir loðnuna. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins mun fyrsta skipið, Gísli Ámi RE, halda á miðin í kvöld, en reiknað er með að fleiri láti úr höfn næstu daga. Má þar nefna Eskifjarðarskipin Jón Kjartansson og Guðrúnu Þorkels- dóttur og Súluna frá Akureyri. Einhveijir munu bíða fram yfír verzlunarmannahelgi. Norðmenn og Færeyingar em komnir á mið- in og mun loðna hafa fundizt suðvestur af Jan-Mayen. Færey- ingar munu nú hafa náð sam- komulagi við Grænlendinga um að greiða um 15 aura íslenzka fyrir hvert kíló af loðnu, sem þeir veiða þar, um 65.000 lestir. Búist við undirritun samnings ríkis og lögreglu í dag: Lögreglumenn afsala sér verkfallsréttinum Fá umtalsverðar kjarabætur. Samningarnir kynntir í dag ALLAR LlKUR eru taldar á þvi að samninganefndir ríkisins og Landsambands lögreglumanna muni í dag undirrita kjarasamning, sem m.a. felur það í sér að lögreglumenn afsala sér verkfallsrétti sinum, ogfá í staðinn umtalsverðar kjarabætur, eftir því sem Morgun- blaðið kemst næst. Þessir samningar þykja tíma- mótasamningar, fyrir það, að Landsamband lögreglumanna fellst á að verkfallsréttur lögreglumanna verði afnuminn. Lögreglumenn fá verulegar kjarabætur í þessum samningum, en samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins, þá verður hér ekki um mikinn kostnaðarauka fyr- ir ríkissjóð að ræða, þar sem ýmsar skipulagsbreytingar, sem fela í sér aukið hagræði fyrir ríkið, eru ákveðnar jafnhliða þessum samn- ingum, og draga verulega úr kostnaði ríkissjóðs við löggæsluna. , Einar Bjamason formaður Land- sambands lögreglumanna sagði í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins í gær: „Það er ekkert hægt að segja um þessi samningsdrög annað en það, að á morgun verður haldinn félagsfundur hjá Landsam- bandi lögreglumanna, þar sem þessi samningsdrög verða kynnt. Það verður svo trúlega atkvæðagreiðsla félagsmanna um samninginn í næstu viku." Hátt á fjórða hundrað lögreglu- manna sagði upp störfum sínum í vor, vegna óánægju með kaup og kjör. Uppsagnir þeirra áttu að taka gildi 1. júlí sl. en uppsagnarfrestur- inn var framlengdur til 1. október. Herma heimildir Morgunblaðsins, að þeir samningar sem væntanlega verða undirritaðir á milli samninga- nefnda ríkis og lögreglumanna kunni að fá fjölda þeirra sem sagt hafa upp störfum, til þess að endur- skoða þá afstöðu sína.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.