Morgunblaðið - 26.07.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.07.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1986 3 Eru þeir að fá 'ann ~> ■ Gengnr vel í Miðfjarðará „Það gekk mjög vel í morgun, énda áin að koma niður eftir vatnavexti. Það komu 23 laxar á iand á 8 stangir og alls hafa þeir veitt 120 laxa síðan um miðjan dag á sunnudag. Þetta er miklu betra en á sama tíma í fyrra og það er miklu meira af laxi í ánni nú en þá,“ sagði Kristinn Breið- flörð leiðsögumaður við Miðíjarð- ará í samtali við Morgunblaðið í gærdag. Hann sagði 570 laxa vera komna á land, en á sama tíma í fyrra hafi verið komnir 270-300 fiskar á þurrt. í fyrradag var lítið hægt að veiða vegna vatnagangs og flóða, en ámar grugguðust illa, sérstaklega Mið- fjarðaráin með alla sína skurði um alla bakka. „Vesturáin öll og efstu hyljir Austurár eru bestu svæðin, í Mið- fjarðaránni em tveir hyljir mjög góðir en aðrir mishittari, Núpsáin hefur verið dauf,“ sagði Kristinn um dreifingu laxins um hið víðfeðma vatnasvæði Miðfjarðar- ár. Laxinn er bæði stór og smár, sá stærsti veiddist snemma og vóg 19 pund, en annar örlítið minni beit á flugu Bandaríkja- manns fyrir nokkrum dögum. Beitti hann brúnni Frances og veiðistaðurinn var Kryppa í Aust- urá. Kristinn sagði menn nota hinar ýmsu flugur, en ef á heild- ina væri litið væru Sheep-flug- umar mest notaðar og bæði tæki laxinn þær vel og svo væru þær notaðar talsvert til að „kveikja í“ laxinum sem síðan tæki smærri flugur. Black og Silver Sheep hafa mikið verið notaðar og Gre- enSheep í grugginu. Collie Dog og Crosfield hafa einnig gefið vel. Bandaríkjamennimir veiða til 10. ágúst.en þá kemur harðsnú- inn hópur með Snæbjöm Kristj- ánsson, Þórarin Sigþórsson og fleiri dugiega laxakarla í broddi fylkingar og mega laxamir þá fyrst fara að vara sig. Mjög líflegl í Gljúfurá Góð veiði hefur verið í Gljúf- urá, a.m.k. ef miðað er við síðustu sumur. 22. júlí voru komnir 105 laxar á land, en það er hart nær svipuð veiði og kom úr ánni allt síðasta sumar. Lax hefur veiðst allt frá Ósi og fram f Klauf- hamarsfoss og í sumum hyljum er talsvert af fiski. Laxinn er fremur smár að vanda. Enn fást veiðileyfi í Gljúfurá hjá SVFR, þó ekki fyrr en í september. Um 600 stykki úr Elliðaám Veiðin í Elliðaánum hefur verið góð í heild séð og komnir eru rétt um 600 laxar á land, en það er svo að segja sama veiði og á sama tíma í fyrra. Sem dæmi má nefna, að 19. júlí í fyrra voru komnir 529 laxar á land, en 530 laxar sama dag nú. Geysimikill lax er genginn í Elliðaámar og er hann dreifður um alla á og í sumum hyljum er mergð af fiski. Þá er laxinn genginn upp í vatn og gæti farið að gína við agni silungsveiðimanna áður en varir. Talsverð brögð hafa verið að því að undanfömu að veiðiþjófar hafi ætlað sér stóra hluti í hálfrökkr- inu sem nú er að næturþeli. Ekki skal fullyrt hversu margir sleppa, en öryggisverðir hafa stuggað við þó nokkrum. Rafn í lukkupottinn íSelá Rafn Hafnfjörð hafði ástæðu til að kætast í fyrrakvöld, hann kom þá til veiðihúss eftir töm í Vaðhyl með þijá laxa, 15, 18 og 20 punda þunga og var sá stærsti jafnframt metlaxinn úr ánni í sumar. Rafn og félagar höfðu veitt 30 laxa á 4 stangir, flesta 10-15 punda og þá vora alls komnir um 300 fiskar úr ánni. Þess má geta, að Rafn veiddi alla laxana á Black Sheep, stærðir 6 og 8. Þessar upplýsingar fengust hjá Vífli Oddssyni Selárvini og hann sagði jafnframt að mikill lax væri í ánni og dreifður vel, en suma daga tæki hann illa. „Fjall- svæðið" sem svo er kallað og nær upp að Selárfossi efri sem er í 30 kílómetra fjarlægð frá sjó hef- ur gefið vel, þannig veiddi Ketill Oddsson 2 nýranna laxa við um- ræddan foss í síðustu viku. Laxinn var kominn á efra svæðið þegar í upphafi veiðitímans sem er óvenjulega snemmt. Þurrfluga reynd í Húsaf^óti í Grimsá fyrir skömmu, en reynd- ist illa. Hefðbundnar aðferðir gáfu manninum þó þrjá laxa í beit í Skarðshyl klukkustund eftir að myndin var tekin. Aðalfundur sýslunefndar Austur-Barðastrandarsýslu: Askorun um að sameina sýsluna í einn hrepp Miðhúsum, Reykhólasveit. AÐALFUNDUR sýslunefndar Austur-Barðastrandarsýslu var hald- inn að Hótel Bjarkarlundi dagana 24. og 25. þessa mánaðar. Aðalmál fundarins var tilvist eða tilvistarleysi Múlahrepps í Austur-Barða- strandasýslu. Fimmtán jarðeigendur í Múlahreppi sendu sýslunefnd skjal þess eftiis að óska eftir að hreppurinn fylgdi austur-sýslunni eins og hann hefur gert um aldir. Jarðeigendur era andvígir því að sameinast Barða- strandarhreppi í Vestur-Barða- strandarsýslu Hins vegar munu Barðstrendingar hafa áhuga á því að færa hreppamörk ' sunnar og sameina Barðastrandarhrepp og Múlahrepp. Jarðeigendur í Múla- hreppi vilja friða hreppinn og nota landið til skógræktar. Hins vegar telur Magnús Helgason, oddviti Gufudalshrepps, ekki grandvöll fyr- ir sameiningu Múla- og Gufudals- hrepps en vill þó ekki útiloka neinn möguleika. Ibúar í Gufudalshreppi era 43 talsins og í Múlahreppi 16. í sjón- máli er að sameina Gufudalshrepp öðram hreppi vegna þess að ætlað er að enginn hreppur hafi færri en 50 íbúa. Eftirfarandi tillaga var samþykkt samhljóða af sýsluneftidarmönnum: „Aðalfundur sýslunefndar Austur- Barðastrandarsýslu, haldinn að Bjarkarlundi 24. og 25. júlí, skorar á félagsmálaráðuneytið að kanna alla möguleika á því að sameina alla hreppi Austur-Barðastrandar- sýslu í einn hrepp áður en til umræðu kemur að leggja Múla- hrepp niður og sameina hann öðram hreppum. Ef bráð þörf er á að leysa þetta mál fljótlega, mælir sýslu- nefnd með sameiningu við Gufu- dalshrepp. Sýslunefndarmaður Múlahrepps, Skúli Kristjánsson, sat sýslufundinn með öllum réttindum. Sveinn MEÐ HNETUM ^ OGRÚSÍNUM < s ... ANSILJÚFFENGT jmod ö Mm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.