Morgunblaðið - 26.07.1986, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.07.1986, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÖID, LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1986 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ANDRÉS MAGNÚSSON Er Víetnamstríðinu lokið? TÍU ár eru nú liðin síðan kommúnistar í Víetnam lýstu yfir sam- einingu Norður- og Suður-Víetnams, en Saigon féll ári áður. Þrátt fyrir það er landið enn skipt og litlar líkur á því að íbúar landsins sameinist í einni þjóð. Opinbert efnahagslíf er í molum, þó svo að neðanjarðarhagkerfið blómstri, enda stjómendur Iands- ins harðlínukommúnistar af gamla skólanum, og alls ófáanlegir til nokkurra breytinga i frelsis- og framfaraátt. Ekki bætir úr skák að í öllum helstu embættum sitja gamalmenni, sem gátu sér gott orð fyrir herstjómarlist á ámm áður, en hafa síst vit á stjórnmálum. rátt fyrir að Norður-Víet- namar hafí unnið stríðið, er ástand þar nyrðra enn mjög slæmt. Suður-Víetnam hefur hins vegar risið úr öskunni sem fuglinn Fönix. Landamæri eru ekki lengur merkt inn á kort, en allir vita hvar þau liggja og fæstir lands- menn virðast telja að löndin muni nokkum tíma sameinast að fullu. Helsta áþreifanlega sönnunar- gagnið um sameininguna er nýlögð jámbraut milli Hanoi og Ho Chi Minh-borgar, sem flestir Víetnamar nefna reyndar enn Saigon. í orði kveðnu er ferða- frelsi í landinu, en áður þarf að afla sér alls konar leyfa, og það getur reynst strembið, eða ómögulegt. Sé ferðast milli borg- anna kemur munurinn á löndun- um greinilega í ljós. Hanoi er, eins og reyndar er tekið fram í kynningarbæklingi stjómvalda, leifar frá nýlendu- tímanum. Þar er nú allt í niður- níðslu, umferð er lítil sem engin, enda msl og úrgangur hvarvetna á götum og skortur á algengustu neysluvömm er gífurlegur. Þegar norður-víetnamski her- inn mddist inn í Saigon, óttuðust margir íbúar hennar, að norðan- menn fæm ránshendi um borgina og að hún yrði jafnvel lögð í rúst. En þrátt fyrir margvíslegar hefndaraðgerðir norður-víetnamska innrásarhers- ins, hélt borgin velli, og er nú farin að líkjast því sem var fyrir innrásina. Búið er að endurbyggja þau hverfi Saigon, sem skemmdust eða eyðilögðust í innrásinni, frönsk kaffíhúsamenning ein- kennir miðbæinn og svarti markaðurinn blómstrar. Á honum má fá flest sem hug- urinn gimist, allt frá japönskum tölvuúmm upp í franska hátísku. Stjómvöld hafa leyft popptón- list að nýju, og þrátt fyrir að þau segist hafa útrýmt vændi, verða útlendingar áþreifanlega varir við hið gagnstæða. En þó að Suður-Víetnömum líðist nú að hlusta á Rolling Ston- es, em erlendar bækur og tímarit enn stranglega bönnuð. Allar til- raunir til stjómmálaumræðu, sem ekki er með formerlq'um flokks- ins, em umsvifalaust kæfðar. Norður-víetnamskar hersveitir þramma um götur og fylgjast grannt með því að engin „gagn- byltingarstarfsemi" fari fram, en það er með sveigjanlegustu hug- tökum. Að sjálfsögðu er strang- lega bannað er að tala við útlendinga. íbúar Saigon hafa ekki tekið neinum pólitískum stakkaskipt- um, og litlar líkur á því að félagatal kommúnistaflokksins lengist að ráði. Þeir viðurkenna að bandarísk áhrif á Suður-Víet- nama hafí verið stórlega van- metin, og sagði rithöfundur nokkur fyrir skömmu, að neyslu- hyggja sunnanmanna sé tíma- sprengja, sem Bandaríkjamenn hafí skilið eftir, og að erfíðlega gangi að gera hana óvirka. Einstaka kommúnistar segja að þeir hafí tapað ormstunni um Saigon, og að erfíðara hafí reynst að sameina landið en Ho heitinn taldi. Kommúnistaflokkur Víetnams, sem þykir öðmm kommúnista- flokkum fremur ástunda „upp- byggilega sjálfsgagnrýni", hefur viðurkennt að margt hafí farið öðravísi en ætlað var, en fírrir flokkinn ábyrgð og kennir um mistökum einstakra stjómenda, mikilli fólksfjölgun, kostnaði við að bjóða út her til Kambódíu, skæmm við Kína og því að Sovét- menn hafí hætt matvælaaðstoð sinni. Almenningur er orðinn lang- þreyttur á þessum afsökunum stjómvalda og vill sjá breytingar, en litlar vonir em til þess að þær verði á næstunni. Benda má á að enginn vilji virðist til þess að kalla herinn heim frá Kambódíu, en um þriðjungur tekna landsins rennur til setuliðsins þar. Það sem hijáir ríkisstjóm Víet- nams öðm fremur er Elli kerling. Þegar Le Duan féll frá hinn 10. þessa mánaðar, 79 ára að aldri, vonuðu sumir bjartsýnismenn að yngri maður tæki við, en öðra nær, því að Tmong Chinh, hinn nýi leiðtogi, er 80 ára gamall. En aldur segir ekki alla sögu, því þrátt fyrir að meðalaldur stjóm- málaráðsins sé nálægt áttraeðu, er enn verra að þar enginn ungur í anda, á svipaðan hátt og Deng Xiaoping er í Kína. Megnið af æðstu ráðamönnum ríkisins em gamlir hershöfðingjar, sem í eina tíð sýndu mikla herstjómarsnilld, fyrst í baráttunni gegn Frökkum og síðar gegn Bandaríkjamönn- um, en hafa aldrei haft hundsvit á stjómmálum. Er því von, að illa fari. Hinn nýi ríkisleiðtogi, Tmong Chinh, hefur verið þekktur fyrir að vera einn mesti harðlínumaður- inn í Hanoi. Er þess enn minnst, þegar hann lagði drög að hrein- kommúnískri landbúnaðarstefnu í anda Maós, en hún hafði svo af- drifaríkar afleiðingar, að Ho Chi Minh rak hann án frekari um- svifa, og var Ho þó enginn aukvisi, þegar kenningamar vom annars vegar. Til gamans um tíma tvenna má nefna að Giap hershöfðingi, sá er stjómaði atlögunni að Dien Bien Phu og átti heiðurinn að fleiri herstjómarlegum snilldar- verkum, er nú æðsti yfírmaður allra fæðingarstofnana í Víetnam. Erfitt er að spá fyrir um framtíð Víetnam. Landið er enn klofið og ólíklegt að það breytist í bráð. Áhrif Rússa í landinu em tak- mörkuð, enda hafa þeir dregið vemlega úr stuðningi sínum við stjómina. Að fenginni reynslu af kommúnistastjómum, má þó ljóst vera að margt getur breyst, og lengi til hins verra. En verði Suð- ur-Víetnam sífellt auðugra en Norður-Víetnam, kann að hitna vemlega í kolunum áður en yfír lýkur. (Helstu heimildir voru The Observer og The EconomisL) Norður-Víetnamskir hermenn í Saigon. „Ho frændi“ veifar góðlátlega í baksýn. Um heið- urinn að tefla Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Jeffrey Archer: A Matter of Honour. Útg. Hodder & Stoughton 1986. Jeffrey Archer er mörgum íslenzkum lesendum kunnur, þótt mér vitanlega hafí engin bóka hans verið þýdd. Langþekktastur er Archer fyrir bókina First among Equals sem getið var rækilega í þessum dálkum á sínum tíma. Sú bók varð metsölubók vítt um veröld og aflaði Archer ákaflega mikillar viðurkenningar og að verðleikum, að mínu viti. Sú bók sagði frá fjór- um mönnum, sem í bókarbyijun em að snúa sér að stjórnmálaafskiptum í Bretlandi og síðan em ferill þeirra og tengsl rakin á hreint meistara- legan hátt. Bókin sýndi að Archer þekkir vel til innviðanna í brezkum stjómmálum, enda er hann pólitíkus sjálfur og var á sínum tíma yngstur þingmanna þegar hann náði kjöri 1969, tæplega þrítugur að aldri. Hann er nú einnig varaformaður brezka Ihaldsflokksins. Bókin A Matter of Honour er splunkuný og sennilega ekki fáan- leg í kilju enn. Samt er hún þegar stokkin á metsölulista bæði í Bret- landi og Bandaríkjunum. Sögusvið og efnisval er eins ólíkt Fremstum meðal jafningja og hugs- ast getur. Sagan gerist 1966. Aðalpersónan er Adam Scott, ungur maður sem er tiltölulega nýlega laus úr hemum og hyggur á störf í utanríkisþjónustunni. Faðir hans er látinn og arfurinn virðist lýr. En Adam er arfleiddur að bréfi sem faðir hans hafði þegið úr hendi sjálfs Görings þegar Scott eldri gætti Görings í fangelsi eftir stríðið. Faðirinn hefur aldrei opnað bréfíð. í Sovétríkjunum er mikið uppnám vegna þess að helgimynd úr höllu Nikulásar keisara er glötuð og eft- irlíking hefur verið sett í staðinn. Þessi helgimynd hefur að geyma eitthvað það, sem sovézka stjómin telur að hún verði að koma höndum yfír. Því er hinn galvaski og grimmi Romanov sendur á stúfana til að hafa upp á helgimyndinni og þeim boðskap sem í henni er falinn. Þetta hefur Adam Scott auðvitað ekki hugmynd um. En honum fínnst það Jeffrey Archer gæti verið spennandi að komast á snoðir um hvað bréfið þýðir og legg- ur því af stað til Sviss, en þar er myndin sennilega varðveitt í svissn- esku bankahólfi. En Adam er ekki fyrr kominn á stað en undarlegir og hryllilegir atburðir fara að gerast. Að vísu er augsýnilegt að helgimyndin er hinn mesti kjörgripur og má fá gott verð fyrir hana, en varla skýrir það gauraganginn sem sovézkir hafa í frammi. Og svo kemur á daginn, að bandaríska stjómin er á höttun- um eftir helgimyndinni líka. Vill fyrir hvem mun koma í veg fyrir að gripurinn falii í hendur útsend- ara Sovétríkjanna. Adam Scott botnar ekki neitt í neinu, en honum skilst þó að mikið liggi við og kemst naumlega undan í fyrstu atrennu. Bretar blandast inn í þetta kapp- hlaup og það lítur út fýrir að bezti vinur Adams, Laurence sem vinnur í banka - og þó gæti hann kannski verið háttsettur í brezku lejmiþjón- ustunni - sitji á svikráðum við hann. Atburðarásin er all æsilegu og reyfarakennd, makkið og ófyrir- leitnin magnast enn og Romanov er alltaf á hælunum á Adam þrátt fyrir hvers kyns klæki sem Adam hefur í frammi til að komast undan. Það væri ekki rétt að rekja sögu- þráðinn nánar. En óhætt að lofa lesendum spennandi lestri. Archer kann sannarlega að segja sögu og halda lesendum við efnið. En burt séð frá því hversu bókin er bráð- spennandi finnst mér hún ekki nálgast frásöguna af vinunum fjór- um, hvað snertir efnistök og alla meðferð. Engu að síður er ég viss um að þessi bók verður lesin af mörgum og væntanlega fer fleiram en mér svo, að geta hreint ekki lagt hana frá sér fyrr en við síðasta punktinn. Efsta hæðin í þessu húsi, Skúlagötu 26, ertil leigu, ca. 550 fm. Hentar fyrir léttan iðnað og/eða skrifstofur, (vörulyfta). Leigist í einu lagi eða smærri einingum. Tilboð sendist augld. Mbl.fyrir20.júlimerkt: „S —26“. Fréttirfráfyrstu hendi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.