Morgunblaðið - 26.07.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.07.1986, Blaðsíða 19
h r 19 ;iwr nm »<• ímr>Afifl.'nnA t nia/ rwiTOJinM MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1986 Baðherbergi eru klædd marmara í hólf og gólf. Á öllum snyrtingum er hárþurrka og hitarör fyrir handklæði. Konráð Guðmundsson hótelstjóri á Hótel Sögu. Morgunblaðið/Bjarni Skeljavík, samkomustaðurinn við Hólmavík. Undirbúningur er í full- um gangi. Hólmavik: Bítlavina- félagið á Skeljavík- urhátíð Hólmavík. Um verslunarmannahelgina 1.—4. ágúst verður haldin stór og mikil útisamkoma í Skeljavík við Hólmavík. Fréttaritari ræddi við einn af aðalhvatamönnum Skeljavíkurhátíðar, Magnús Magnússon oddvita Hólmavíkur- hrepps. Hann sagði að byrjað hefði verið á framkvæmdum á hátiðarsvæðinu um miðjan júní og hefðu mjög margar dagstund- ir farið í vinnu. Þeir sem þar ynnu allt í sjálfboðavinnu væru félagar úr hinum ýmsu félögum á Hólmavík. Hagnaður yrði síðar notaður til framkvæmda við fé- lagsheimilisbyggingu. Magnús gat þess að stefnt yrði að stöðugri skemmtan alla daga Skeljavíkurhátíðar. Þá skemmti- krafta sem fyrsta bæri að telja væri Bítlavinafélagið. Þeir væru tvímælalaust ein af vinsælustu hljómsveitum landsins, enda mjög hressir skemmtikraftar og að auki er lag frá þeim í fyrsta sæti vin- sældalista rásar 2, sagði Magnús. Einnig væri þetta einstakt tækifæri til að hlusta á Bítlavinafélagið, því það ætlaði að hætta að spila í haust. Hljómsveitin „Sko“, vinsæl hljómsveit á Vestfjörðum, spilar jafnframt á hátíðinni. „Aðrir skemmtikraftar eru ekki af verri endanum, sagði Magnús. „Gunnar Þórðarson skemmtir. Ómar Ragn- arsson kemur fljúgandi að sunnan og skemmtir einn daginn. Bjössi bolla mun síðan koma og skemmta smáfólkinu. Leikhópurinn Veit mamma hvað ég vil?.mun vera með uppákomur á hátíðinni." Margt fleira verður gert. Kveikt verður á varðeldi. Leikir verða alla dagana og stöðugt logar í stóru grilli. Hestaleiga verður og báta- ferðir. Magnús gat þess að stefnt yrði að því að fá um 4.000 til 5.000 manns á hátíðina. Aðstaða væri mjög góð til að tjalda og yrðu tjald- staeðin afmörkuð þannig að allir gætu tjaldað á sama stað með sínum jafnöldrum. „Hví ekki að breyta til og fara á nýjan stað um verslunarmanna- helgina og sjá stórbrotna fegurð Strandasýslu. Skeljavíkurhátíð er hátíð fyrir alla,“ sagði Magnús Magnússon að lokum. Baldur Rafn Alls eru fundarsalimir fjórir, en hægt er að skipta þeim upp í sjö sali. Þeir eru með nýtískubúnaði til ráðstefnuhalds og í tengslum við þá eru sérstök tækniherbergi auk skrif- stofu. Auk þess er hægt að setja upp 16 mm kvikmyndasýningarvél, skuggamyndavélar, sýningartjöld og flettitöflur í hvaða sal hótelsins sem er. Sama máli gegnir um túlkunar- kerfí og hvers kyns ráðstefnuþjón- ustu aðra sem óskað er eftir. Eftir stækkunina getur hótelið tekið allt upp í 380 manns í gistingu, 550 manna veislur og 950 manna mót- tökur. Konráð sagði að síðan ráðstefnu- salirnir hefðu verið teknir í notkun í maí sl. hefðu 16 ráðstefnur verið haldnar og lofaði það góðu um fram- haldið. „Lítið hefur verið um ráð- stefnur í júlí eins og alltaf en töluvert hefur verið bókað í ágúst og septem- ber. Síðan gerum við ekki ráð fyrir að hrotan bytji fyrir alvöru fyrr en í febrúar í funda- og ráðstefnuhöld- um.“ Á annað hundrað millj- ónir í gjaldeyri Miðað við verðlag í dag er gert ráð fyrir að hótelið muni skila á annað hundrað milljónum króna í gjaldeyri á ári hveiju eftir að fram- kvæmdum er lokið, en nú skilar það 60-65 milljónum. „Tímabilið maí til september 1986 stefnir í 85% nýt- ingu og er það sú allra besta nýting sem við höfum náð til þessa. Aftur á móti eftir að þau 57 herbergi verða komin í gagnið á næsta ári, sem nú er unnið við, teljum við okkur ekki geta náð svo góðri nýtingu nema yfír sumarmánuðina. Við þurfum að ná 50-55% ársnýtingu til að geta staðið í skilum við lánardrottna okk- ar, en til að skila arði viljum við ná a.m.k. 70% ársnýtingu og reiknum með að það takmark náist innan þriggja ára því stækkun hótelsins er meiri en ferðamannaspár gefa til kynna næstu þijú árin. Því viljum við leggja rækt við ráðstefnuhaldið til að bæta nýtinguna yfir vetrar- mánuðina. Á grundvelli afar já- kvæðra umsagna erlendra ráð- stefnugesta okkar nú í sumar, held ég að við höfum náð þeim árangri sem til var stofnað.“ Hótelmarkaður á höfuð- borgarsvæðinu mettur Konráð sagðist álíta að hótel- markaður á höfuðborgarsvæðinu væri orðinn mettur með þessari ný- byggingu Hótels Sögu nú, en hlúa þyrfti að hótelþjónustu úti á lands- byggðinni. „Ég tel að a.m.k. á næstu þremur árum megi hótelrekstur í Reykjavík ekki við fleiri hótelum. Þau myndu aðeins hafa í för með sér niðurboð á þjónustu gagnvart erlendum ferðamönnum eins og gerðist fyrir nokkrum árum og þá ekki að vænta að hótelin geti sýnt arðbæran rekstur utan háannatímans. Vetrarverðið verður að hækka meira og teljum við það mögulegt með þessari góðu þjónustu sem við höfum skapað hér. Árlega hefur þjónusta hér lækkað um 40- 45% 1. október, en við megum eng- an veginn við því að lækka verðið svona mikið." Embættismenn beiti sér fyr- ir ráðstefnuhaldi hér á landi Konráð sagði að sérstök áhersla yrði lögð á næstunni á sölu- og markaðsmál. „Verið er að athuga hvort ekki sé hægt að bjóða upp á sérstök vildarkjör fyrri hluta vikunn- ar, t.d. frá mánudegi til fimmtudags, í staðinn fyrir að geta ekki annað eftirspurn um helgar. Síðan yrði það mjög æskilegt að þeir opinberu full- trúar okkar, sem sæti eiga í hinum ýmsu alþjóðlegu ráðum og nefndum, myndu beita sér fyrir þv{ að fá ráð- stefnur og fundi hingað til lands í meira mæli en gert hefur verið til þessa." B00 fm heilsuræktaraðstaða I maí á næsta ári verður opnuð í kjallara nýbyggingarinnar 300 fer- metra heilsuræktaraðstaða með þrektækjum, tveimur heitum pott- um, nuddi og gufubaði og þeir gestir sem fara vilja í sund fá gefna miða í Sundlaug Vesturbæjar. Næsta haust verður byijað á framkvæmd- um við 200 fermetra sal, sem á að koma í framhaldi af Grillinu á 8. hæð. Þar er ætlunin að hafa bar, léttar veitingar og þægileg húsgögn þar sem fólk getur verið í róleg- heitunum. Konráð sagði að salurinn kynni að létta á Grillinu, en stækkun hótelsins þýddi í raun aukna aðsókn að Grillinu, sem það mætti ekki við. IJm sl. helgi var opnað fyrir matsölu á annarri hæð tengibyggingarinnar til að létta einnig á Grillinu og verð- ur sú þjónusta fyrir hendi á föstu- dögum og laugardögum framvegis. JI Skeifan 3h Simi 82670 GERNI JET TURBO HREINSITÆKI Hreinsun verður leikur einn GERNI JET, ný gerð af háþrýstihreinsitæki með Turbo spiss. Mjög handhæg - létt og afkastamikil. Aðeins 18 kg á þyngd og með allt að 120 BAR þrýsting. Ýmsir fylgihlutir, t.d. fyrir sandblástur. Þú sparar tíma, fé og fyrirhöfn með GERNI JET.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.