Morgunblaðið - 26.07.1986, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.07.1986, Blaðsíða 48
LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Þórir Oddsson rann- sóknarlögreglustjóri: Hafskips- rannsókn- in verður í biðstöðu í ágúst Ástæður sumarleyf i rannsóknarlög- reglumanna. Stefnt að því að ljúka rann- sókn í september ÞÓRIR Oddsson settur rann- sóknarlögTeglustjóri ríkisins telur að rannsókn Hafskips- málsins ljúki ekki fyrr en í septembermánuði. Hann seg- ir höfuðástæðu þess að rannsóknin dregst á langinn þá að þeir rannsóknarlög- relgumenn sem einkum hafa unnið að rannsókn þessa máls, muni að mestu leyti , verða í sumarfríum í ágúst- mánuði. „Ég geri ráð fyrir að rannsókn Hafskipsmálsins verði að mestu leyti í biðstöðu í ágústmánuði," sagði Þórir Oddsson í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ástæður þessa eru þær að þeir sem unnið hafa að rannsókn málsins eru nú að fara í sumarfrí, og það liggur ljóst fyrir að rannsókninni verður ekki lokið áður en þeir fara í frí,“ sagði Þórir. Þórir sagði að rannsókninni yrði haldið áfram í ágústmánuði, en af minna krafti en hingað til, þar sem þrír fjögurra rannsóknar- manna væru þegar famir í sumarfrí. Sá fjórði færi nú um helgina í frí, en eftir helgi kæmi einn rannsóknarlögreglumann- anna til baka úr fríi. „Það er ákveðinn þáttur rann- sóknarinnar sem við látum bíða þar til ágústmánuði er lokið, enda vantar okkur talsvert af gögnum til þess að hægt sé að rannsaka þann þátt til hlítar," sagði Þórir. Þórir sagði að rannsóknin yrði aftur á fullum hraða í september- mánuði, „enda miðum við við að skila af okkur þessari rannsókn í september," sagði Þórir. Unnið að lagningu strengsins skammt frá Ölfusborgum. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Ljósleiðarastrengnr lagður til Hvolsvallar VINNUFLOKKUR á vegum Pósts og síma er um þessar mundir að leggja ljósleiðara- streng á milli Reykjavíkur og Hvolsvallar. Verkið hófst mánudaginn 14. júlí og var stefnt að því að vera á Sel- fossi á laugardeginum. Við verkið er notaður sérstak- lega hannaður plógur, sem leggur strenginn ofan í jarðveg- inn um leið og plægt er. Að sögn Alexanders Guðmundssonar verkstjóra hjá Pósti og síma hafa aðeins átta dagar farið í plæg- ingu á leiðinni frá Geithálsi að Hveragerði, en hins vegar fór mestur tími í lagningu strengsins í Hveragerði. Á hverju kefli, sem vegur þrjú tonn, er sex kílómetra strengur og hafa rúmlega fimm kefli farið í verkið fram að þessu. Verkið hefur gengið áfalla- laust fram að þessu samkvæmt áætlun, en samkvæmt henni er ætlað að um 24-25 dagar fari í að leggja strenginn. Hvalveiðum frestað gegn því að ekkert verði af viðskiptabanni Bandaríkjanna: Stefnt aðþví að leysa málið fynr 20. ágúst RÍKISSTJÓRNIR íslands og Bandaríkjanna hjuggu í gærdag á þann hnút sem kominn var á samskipti landanna vegna hvalveiða íslend- inga í vísindaskyni. Steirgrímur Hermannsson forsætisráðherra og Matthías Á. Mathiesen utanríkisráðherra kölluðu James Connelly, sendifulltrúa Bandaríkjanna á íslandi, á fund sinn skömmu eftir hádegi í gær og lögðu fyrir hann hugmynd um bráðabirgðalausn á hvalveiðimálinu til að bera fyrir Bandaríkjastjórn. Hétu þeir að beita sér fyrir því að Hvalur hf. hætti hvalveiðum í bili frá og með næstkomandi mánu- degi, gegn því að bandaríska viðskiptaráðuneytið léti ekki verða af því að leggja fyrir forseta Banda- ríkjanna beiðni um viðskiptabann gagnvart íslandi. Tímann þar til ^Tannlæknar o g Tryggingastofnun: Samningaviðræður að sierla í strand? SVO VIRÐIST sem samningaviðræður Tryggingastofnunar ríkisins og Tannlæknafélags íslands séu að sigla í strand. Samkvæmt heimild- um Morgfunblaðsins mun ástæðan vera sú að tannlæknar telja sig ekki geta samþykkt ákveðna liði í nýrri gjaldskrá, sem Tryggingastofn- unin hefur lagt fram. Tryggingastofnunin sagði upp samningum við tannlækna fyrir nokkrum árum vegna ágreinings um frágang kvittana. Síðan hefur verið unnið slitrótt að gerð nýs samnings, sem felur í sér gjörbyltingu á gjald- skrá tannlækna og sundurliðun hennar. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun ágreiningurinn nú einkum vera um aukinn kostnað við rekstur tannlæknastofa, það er ágreiningur um hversu mikið sá kostnaður hafi aukist. Birgir J. Jóhannsson, formaður Tannlæknafélags íslands, kvaðst ekkert vilja segja um málið á þessu stigi annað en að sér virtist samn- ingaviðræður hafa farið út um þúfur, í bili að minnsta kosti. Hann sagði að stjórn Tannlæknafélagsins myndi funda um málið á mánudag. Ekki náðist í Helga V. Jónsson, formann samninganefndar Tryggingastofn- unar ríkisins, í gær. hvalveiðar Hvals hf. hæfust aftur skyldu fulltrúar stjómanna nota til að fínna lausn á þessu deilumáli. Connelly bar boðin á milli og lá svar Bandaríkjastjómar fyrir um klukkan 14.30. Það var jákvætt. Ákvörðun um þessa lausn á mál- inu var tekin eftir fund ráðherranna með utanríkismálanefnd Alþingis og fulltrúum stjómarandstöðunnar í gæmiorgun. Að sögn Eyjólfs Kon- ráðs Jónssonar formanns utanríkis- málanefndar var fullkomin samstaða um það á fundinum að láta reyna á þessa lausn málsins. Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að ákveð- ið hefði verið að fara þessa leið að því tilskildu að Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. teldi sig geta flýtt sumarleyfístíma starfsfólks síns, og þannig hætt hvalveiðum um stund- arsakir. „Kristján taldi sig geta það og því gerðum við Matthías Á. Mathiesen boð eftir sendifulltrúa Bandaríkjanna til að bera á milli þessa tillögu," sagði Steingrímur. Kristján Loftsson sagði í gær- kvöldi að hann hefði fallist á að flýta fyrirhuguðum sumarleyfum, sem áttu að hefjast 10. ágúst. „Þess í stað hættum við veiðum á sunnu- dagskvöld og vinnslu eitthvað síðar. Svo reiknum við með að hefja veið- ar aftur þann 20. ágúst,“ sagði Kristján. Hann sagði að framundan væru viðræður við stjómvöld í Bandaríkjunum um hvalveiðamar, „og þar sem þarlend stjómvöld leggja ofurkapp á að hvalur verði ekki veiddur meðan á þeim viðræð- um stendur féllumst við á að taka sumarleyfin snemma," sagði hann. Hvalur hf. hafði í gær veitt 59 langreyðar af 80, sem fyrirhugað er að veiða, og 16 sandreyðar af 40. Kristján taldi enga ástæðu til að ætla annað en að Japanir væm áfram tilbúnir til að kaupa hval- kjöt, hvað svo sem yrði eftir þrjár vikur. Steingrímur Hermannsson sagði aðspurður að hann teldi sig eða ríkisstjómina ekki hafa breytt um stefnu í þessu máli. Steingrímur hafði áður lýst því opinberlega yfir að hann myndi ekki líða þessa af- skiptasemi bandarískra stjómvalda af hvalveiðum Islendinga og hann myndi leggja til að ríkisstjórnin svaraði engu hótunum hennar um viðskiptabann næstkomandi mánu- dag. „Ég lít ekki svo á að um stefnubreytingu sé að ræða. Ríkis- stjómin hefur ekki sent frá sér neinn boðskap um málið. Það var ákveðið að hittast ekki fyrr en á ríkisstjómarfundi á þriðjudag, þeg- ar Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra er aftur kominn til starfa, og þá fyrst verður farið að undirbúa viðræður við Bandaríkja- stjóm," sagði hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.