Morgunblaðið - 26.07.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.07.1986, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1986 15 Strindberg í Hlaðvarp- anum „Hin sterkari“ eftir August Strindberg er sýnd á vegum Al- þýðuleikhússins í myndlistarsal Hlaðvarpans þessa dagana. Upp- selt var á fyrstu tvær sýningarn- ar en þriðja og fjórða sýning verða nú uni helgina; iaugardag og sunnudag kl. 16.00. Leikendur eru þær Margrét Áka- dóttir , Anna Sigríður Einarsdóttir og Elfa Gísladóttir, en leikstjóri er Inga Bjamason. Sýningin hefst með tónleikum þar sem ungir hjóðfæraleikarar koma frarn og á fyrstu tveim sýn- ingunum lék Kolbeinn Bjamason flautuleikari verk eftir C.P.E. Bach og Leif Þórarinsson. Þessa helgi mun ungur gítarleikari, Kristinn Amason, sem getið hefur sér gott orð erlendis, leika verk eftir J.S. Bach, spánska gítarmeistarann Lu- is Milan og Hans Wemer Henze. Á undan og eftir sýningum verð- ur borið fram kaffi og kökur og er það innifalið í miðaverðinu. „Hin sterkari“ verður sýnd þrisvar í viku í sumar, á fimmtudagskvöldum, laugardögum og sunnudögum. (-f réttatilkynning) Nýlist í Nor- ræna húsinu NÝLISTASAFNH) sýnir kvik- myndina „The World of Gilbert & Georg“ í fundarsal Norræna hússins í Reykjavík kl. 21 á mánudagskvöld 28. júlí. í myndinni birtast brot úr verkum þessara tveggja listamanna sem hafa unnið saman í hartnær tvo áratugi. í fréttatilkynningu frá að- standendum sýningarinnar segir að verk þeirra hafí verið sýnd á flestum stærri alþjóðlegum sýningum síðustu ára og hafí þau jaftian vak- ið mikla athygli. Verkin séu í vissum skilningi afar bresk, þau feli í sér háð og aðdáun á breskum þjóðar- einkennum, en þau séu fyrst og fremst afar ljóðræn. Draumarúlla 3 egg U/2 dl sykur 5 matsk. kartöflumjöl 1 matsk. kakó 1 tsk. lyftiduft Deigið sett í form eða á smjör- pappír á plötu, bakað í 6—8 mín. við 250°C og hvolft á sykri stráðan pappír. Kremið 150 g smjör 4 matsk. flórsykur 2 eggjarauður 1 tsk. vanillusykur Smjör og sykur þeytt vel sam- an, eggjarauðum bætt í ásamt vanillusykri. Kreminu smurt á kökuna og hún rúlluð saman. Kökuna má setja í frysti. Rúlluterta með sultu 3 egg IV2 dl sykur 2 dl hveiti 1 tsk. lyftiduft Egg og sykur þeytt vel saman, þurrefnum blandað saman við, deigið sett í smurt form eða á smjörpappír á plötu, bakað í 6—8 mín. við 250°C. Kökunni hvolft á sykri stráðan pappír, sultu smurt á og kökunni rúllað sam- an. Margrét Árnadóttir og Anna Sigríður Einarsdóttir. Bandarískar skop- myndir á sýningn SKOPMYNDIR úr bandaríska tímaritinu „The New Yorker Magazine“ eru tU sýnis mánu- daga tU föstudaga kl. 8.30 tU 17.30 i sýningarsal Menningar- stofnunar Bandaríkjanna á Neshaga 16. Þetta er í fyrsta skipti sem frum- myndir úr einkasafni Bandaríkja- mannsins Jimmy Heinemans eru sýndar utan Bandaríkjanna. Mynd- imar era eftir 23 teiknara, sem hafa teiknað í tímaritið, frá því að það kom fyrst út 1925. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Það var mikið um dýrðir í gærkvöldi þegar EVRÓPA opnaði. Við þökkum þeim fjölmörgu sem iögðu leið sína í Borgartúnið og fögnuðu opnun- inni með okkur. í kvöld skemmtir hoil- enska tríóið Sensation, sem tróð í fyrsta skipti upp hér á landi í gærkvöldi. Strák- arnir í Rikshaw verða aftur á svæðinu og halda áfram þar sem frá var horfið í gær. Milli kl. 22.00 og 23.00 sýnum við splunku- nýjan „Chart attack", top 30 úr Music Box á videoskjánum. Sem sagt: annar í opnun í EVRÓPU í kvöld og þú ættir ekki að láta þig vanta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.