Morgunblaðið - 26.07.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1986
Sumarsýning í
Norræna húsinu
OPNUÐ hefur verið í Norræna
húsínu Sumarsýning ’86. Þar
eru sýnd verk eftir fjóra
íslenska myndlistarmenn, þá
Helga Þorgils Friðjónsson,
Gunnar Orn Gunnarsson, Einar
Hákonarson og Kjartan Ólason.
Þetta er 10. sumarsýningin sem
Norræna húsið efnir til og hafa
þær verið með ýmsu sniði, en að
sögn Ólafs Kvaran listráðunautar
Norræna hússins er markmiðið
með sumarsýningunum að kynna
íslenska myndlistarmenn fyrir er-
lendum ferðamönnum. Ólafur
sagði að myndlistarmennimir sem
að þessu sinni væru kynntir væru
um margt ólíkir, t.d. hvað fram-
setningu varðar, en um ýmsa
sameiginlega þætti væri að ræða
sem lúta að formgerð, myndefni
og notkun myndtákna.
Sýningin er opin til 24. ágúst.
Myndlistarmennimir Helgi
Þorgils Friðjónsson og Einar
Hákonarson ásamt listráðunauti
Norræna hússins, Ólafi Kvaran,
við verk Kjartans Ólasonar.
Morgunblaðið/Júlíus
Fíkniefni:
Ekkert kóka-
ín eða LSD
tekiðá
þessu ári
Hass og amfetamín
algengast hér
í YFIRLITI yfir starfsemi fíkni-
efnalögreglunnar fyrstu sex
mánuði þessa árs kemur í Ijós
að ekki hefur verið lagt hald á
neitt af efninu LSD í ár og held-
ur ekkert af kókaini. Eru þessi
efni í mjög takmörkuðum mæli
á fíkniefnamarkaðinum hér á
landi, en hass og amfetamín eru
rikjandi.
Lögreglan og tollgæslan hafa
lagt hald á um fimm kíló af hassi
á fyrri hluta ársins og rúmt eitt
kíló af amfetamíni. A síðasta ári
öllu var lagt hald á tæp níu kíló
af hassi og 970 grömm af amf-
etamíni. Þá voru tekin 14,2 grömm
af maríjúana og sex hassplöntur.
í yfírliti þessu eru aðeins þau efni
sem hafa verið skráð hjá fíkniefna-
deildinni í Reylcjavík, þannig að
heildartalan fyrir allt landið gæti
verið hærri.
Alls voru 156 kærðir fyrir fíkni-
efnamisferli, 131 karl og 25 konur.
Af kærðum voru 126 fíkniefna-
neytendur, þar af 5 sprautunotend-
ur. Þá voru 16 dreifendur fíkniefna
og 16 innflytjendur. Algengast var
að hinir kærðu væru milli 21—40
ára og voru 57 þeirra atvinnulaus-
ir. Tveir 15 ára unglingar voru
kærðir, þrír 17 ára og einnig þrír
18 áragamlir. Fjölmennasti hópur-
inn undir tvítugu voru 19 ára
unglingar, en 13 á þeim aldri voru
kærðir.
Eins og jafnan áður berast fíkni-
efnin nær eingöngu frá Hollandi,
annað hvort beint eða í gegnum
nágrannalönd Hollands.
Kennslu-
málaráð-
herra Dana
í opinbera
heimsókn
Kennslumálaráðherra
Danmerkur, Bertel Haarder,
og eiginkona hans, Birgitte
Haarder, koma til íslands t
opinberu boði Sverris Her-
mannssonar menntamálaráð-
herra dagana 29. júlí til 2.
ágúst í tilefni af lyktum
handr itamálsins.
Þau munu heimsækja Há-
skóla íslands og helstu söfn
höfuðborgarinnar, fara að Mý-
vatni, til Akureyrar og um aðra
staði á Norðurlandi. Ennfremur
verður ferðast um Borgarfjörð
og til Þingvalla.
Hver er galdranornin í Laugarnesinu?
Eru svæðanuddararskottulæknar?
Eru svaladrykkiróhollir?
þetta og margt annað fróðlegt og forvitnilegt geturðu
lesið í NÝJU LÍFI.
NÝTT LÍF - BLAÐ í TAKT VIÐ TÍMANN NÝTT LÍF - METSÖLUBLAÐ í NÍU ÁR