Morgunblaðið - 26.07.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.07.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1986 Ólympíuleikarnir í stærðfræði í Varsjá eftir Benedikt Jóhannesson íslendingar tóku þátt í 27. Ólympíuleikunum í stærðfræði sem haldnir voru í Varsjá í Póllandi dagana 7. til 15. júlí. Þetta var í annað sinn sem íslendingar senda lið til þessarar keppni og kepptu nú tvöfalt fleiri fyrir okkar hönd en síðast, þ.e. fjórir í stað tveggja. Lið íslands skipuðu þau Ari Kristinn Jónsson, Fjóla Rún Bjöms- dóttir, Geir Agnarsson og Sverrir Þorvaldsson. Það er ekki hlaupið að því að ná árangri í slíkri keppni og íslenzku þátttakendumir stunduðu æfingar samfleytt frá því að skóla lauk í maí og þar til keppnin hófst í júlí. Þau atriði sem keppt er í falla mik- ið til utan við námsefni skólanna, a.m.k. hér á landi, þannig að okkar fólk varð að byija alveg frá grunni. Rejmdar er það sjmd hve bundnir íslenzkir framhaldsskólar eru af því að „undirbúa nemendur undir há- skólanám", sem þýðir f raun að kenna efni sem verður endurtekið í háskólanum. Þótt sjálfsagt sé að kynna fólki hvað bíði þess í háskól- anum, þá er hlutverk stærðfræði- kennslu í framhaldsskólunum fyrst og fremst að þjálfa nemendur í skýrri rökfastri hugsun. Og rétt eins og leikfimikennsla miðast ekki við það að menn hefji að loknu stúd- entsprófi atvinnumennsku í íþrótt- um, þá mega stærðfræðikennarar ekki einblína á fyrsta árs nám í raungreinum á háskólastigi. Því fer ég út í þessa sálma hér að þátttak- endumir höfðu orð á að sú stærð- fræði sem þeir lærðu fyrir Ólympíukeppnina væri miklu skemmtilegri en það sem kennt væri í skólunum. Haldiðafstað Flugferðum var háttað þannig að okkar lið, ásamt Benedikt Jó- hannessyni fararstjóra, lagði í hann á laugardegi og gisti tvær nætur í Kaupmannahöfn. Var þar að göml- um íslenzkum sið farið í Sívalatum, Tívolí og Bakkann. Má reyndar segja að hefð sé komin á það að íslendingar endi undirbúning sinn á því að vera „á hvolfi" í orðsins fyllstu merkingu, því liðið fór í hina skelfilegustu hringekju (að mati fararstjórans sem lét sér nægja að horfa á) og snerast þar um 360 gráður, rétt eins og íslenzka liðið hafði gert í Stokkhólmi réttu ári áður. En allir heimtust úr helju og á mánudegi var haldið áleiðis til Var- sjár. Lentum við á Kastrap-flugvelli í hinu ævintýralegasta kapphlaupi við tímann og olli því líklegast bilun í tölvuskráningarbúnaði. Allt hafð- ist þó að lokum og liðið komst á leiðarenda. Þar brá svo við að liðið og farar- stjórinn vora aðskilin. Keppendur héldu á snyrtilegan stúdentagarð um það bil þriggja kortéra akstur frá flugvellinum, en ég var hins vegar keyrður á „Hilton", en það reis vart undir nafni, því á daginn kom að þetta var hinn óhijálegasti garður. Þar var dómnefnd, skipuð fulltrúum frá öllum þátttökuþjóð- um, enn að störfum á fjórða degi. Reynir Axelsson, fulltrúi íslands í nefndinni, sem hafði haldið utan nokkram dögum á undan okkur, var við það að þýða verkefnið á íslenzku er mig bar að garði. Unn- um við svo að því í sameiningu að vélrita verkefnið upp og endurlifð- um hrellingar þær sem menn áttu í fyrir daga rafmagnsritvéla og leið- réttingarblekks. En eftir nokkrar tilraunir tókst að koma verkefninu saman og leggja það fram til skoð- unar. Daginn eftir var sjálf opnunarat- höfnin að viðstöddum öllum kepp- endum, dómnefnd og fararstjórum auk annarra gesta. Þess var vand- lega gætt að ekkert samband væri milli liðanna og fararstjóranna sem vora búnir að sjá verkefnin. Kepnnin hefst Miðvikudaginn 10. júlí hófst keppnin sjálf. Hún er tvískipt og glíma keppendur við þijú dæmi hvom dag. Allir þátttakendur fást við sömu þrautir, hver í sínu skoti, en þess er gætt að engir tveir frá sama landi séu í sama herbergi. Prófið tekur 4'A tíma hvom dag. Fyrsta hálftímann eiga keppendur að lesa prófið yfir og mega bera fram fyrirspumir, sem dómnefnd metur og ákveður oftast að svara ekki. Af íslenzku keppendunum er það að segja að þeir töldu fyrsta dæm- ið, sem var úr talnafræði, nokkuð árennilegt. Höfðu þau reiknað nokkur dæmi þar sem beita mátti svipuðum aðferðum, síðasta daginn áður en þau fóra að heiman. Er skemmst frá því að segja að þau Ari, Fjóla og Sverrir leystu dæmið öll, rejmdar hvert með sínu lagi, en Geir vantaði smiðshöggið á en var þó kominn langleiðina. Næsta dæmi fjallaði um snún- inga í fleti og þar skorti okkar fólk kunnáttu. Hins vegar var athyglis- vert að fjölmargir keppendur, bæði austan- og vestantjaldslanda, gátu leyst þetta dæmi eingöngu á skóla- menntun sinni. Norðurlandaþjóðim- ar, en þar höfum við löngum verið sporgöngumenn hinna í mennta- málum, komust lítt á blað. Hlýtur það að vera okkur nokkurt um- hugsunarefni, hvort við séum að velja okkur réttar fyrirmjmdir, þótt auðvitað hljótum við að eiga visst samflot með þessum þjóðum. Síðasta dæmið fyrri daginn var þyngsta dæmið í keppninni og leystu aðeins 11 af 210 keppendum það rétt. Það fjallaði um nokkuð sérstæða röð reikniaðgerða og hvort röðin hlyti að taka enda. Einn Bandaríkjamannanna fékk sérstök verðlaun fyrir snjalla lausn á þessu dæmi. Keppnin hélt áfram daginn eftir og voram við Reynir, sem höfðum „Þegar upp er staðið þurfa Islendingar ekki að vera óhressir með árangurinn. Keppend- ur sögðu sjálfir eftir á að ef ekki hefði komið til þjálfun fyrir keppn- ina þá hefðu þeir allir hlotið hreint núll“. séð lausnimar fyrri daginn, nokkuð bjartsýnir á árangurinn. En íslenzku þátttakendumir, sem eng- inn hafði áður tekið þátt í alþjóða- keppni, bára fullmikla virðingu fyrir dæmunum og stóðu sig þess vegna kannski ekki eins vel og efni stóðu til. Því má heldur ekki gleyma að í keppni er oft erfitt að ná sínu bezta. Fjórða dæmið var reyndar fram- lag íslands til keppninnar, en allar þátttökuþjóðir leggja fram dæmi nokkram mánuðum fyrir keppnina, sem dómnefnd velur svo úr. Aðal- höfundur íslenzka dæmisins er Sven Sigurðsson, en auk hans lögðu þeir Jón Magnússon og Reynir Axelsson hönd á plóginn. Dæmið fjallaði um snúning þríhymings innan í reglu- legum marghymingi og hvaða braut ákveðinn punktur hans fylgir. Af íslenzku þátttakendunum komst Fjóla næst réttri lausn, fann braut- ina, en náði ekki að sanna lausn sína. Hinir lentu á villigötum. Fimmta dæmið kom úr fallfræði og ójöfnum og var Ari kominn tals- vert langt með það en gerði klaufa- villu í algebra og náði ekki að ljúka við lausnina. Síðasta dæmið var nokkuð sér- stætt. Það fjallaði um hvemig lita mætti punkta í hnitakerfi á ákveð- inn hátt. Okkar fólk fann ekki réttu hugmyndina að lausn og uppskeran var því heldur rýr. Úrslit Næstu tvo daga vora keppendur lausir allra mála og gátu skoðað sig um í Varsjá, en fararstjóramir tveir fóra hver yfir lausn sinna keppenda og skýrðu lausnimar svo út fyrir pólskum samræmingar- dómuram, sem þannig skoðuðu lausnir allra þjóða. Það var í raun ekki fyrr en á laugardag að úrslit skýrðust. Eins og áður er getið vora þátt- takendumir 210, en aðeins 10 stúlkur. Yngsti_ þátttakandinn var 10 ára gamall Ástralíubúi, en eng- inn keppenda var eldri en 19 ára. Óhætt er að segja að Ástralíubúinn ungi hafi stolið senunni, en hann vann til „bronz“-verðlauna og þykir að sjálfsögðu hið mesta undrabam, en faðir hans uppgötvaði hæfileika hans þegar á 2. ári. Efstir með öll dæmin rétt urðu tveir Sovétmenn og einn Ungveiji, en sá var líka með öll dæmin rétt í fyrra. Til þess að ná slíkum árangri þarf bæði sérstakt öryggi og snilli- gáfu. í hinni óopinbera landakeppni deildu risaveldin með sér efsta sæt- inu, næstir komu Vestur-Þjóðveijar og þá Kínveijar, en þeir tóku nú í annað sinn þátt í keppninni eins og íslendingar. Þar sem íslendingar vora ekki með fullt lið (sex kepp- endur) er erfitt að bera okkar árangur saman við hinna nema með því að skoða meðalstigafjölda kepp- enda. Þannig lentu íslendingar í 33. sæti af 37 þjóðum, en reyndar var ákaflega lítill munur á þjóðun- um frá 25. sæti til 37. sætis. Brasilíumenn vora 25. með 11,5 stig á hvem þátttakanda en Kúban- ir lægstir með 8,5 stig. íslending- amir vora að meðaltali með 9,25 stig. Allar Norðurlandaþjóðimar vora á svipuðu róli, og náðu Norð- menn beztum árangri þeirra. Af einstökum keppendum stóð Fjóla sig bezt í keppninni en hún lenti í 133. sæti, Ari var f 142. sæti, Sverr- ir í 162. sæti og Geir í 189. sæti. Getum við dregið einhvern lærdóm af slíkri keppni? Þegar upp er staðið þurfa íslend- ingar ekki að vera óhressir með árangurinn. Keppendur sögðu sjálf- ir eftir á að ef ekki hefði komið til þjálfun fyrir keppnina þá hefðu þeir allir hlotið hreint núll. Ef hægt er að ná þessum árangri eftir tveggja mánaða þjálfun, þá er ég ekki hræddur um framtíðina, en piltamir þrír eiga allir möguleika á því að keppa aftur næsta ár, en þá verður keppnin haldin á Kúbu. Orð var á því haft hve prúðmannleg 25 Dr. Benedikt Jóhannesson. framkoma íslenzku keppendanna væri og þau vora öll þjóð sinni til sóma. Auðvitað er eðlilegt að spyija hvert gagn íslendingar hafí af slíkri keppni. Þátttöku í keppninni fylgir að sjálfsögðu talsverður kostnaður, en þar höfum við notið aðstoðar margra aðila. Mestur er þar hlutur menntamálaráðuneytisins, en fyrr- verandi menntamálaráðherra, Ragnhildur Helgadóttir, studdi þetta málefni mjög einarðlega. Nú- verandi ráðherra hefur einnig tekið vel í að halda áfram stuðningi við keppnina. Ekki má heldur gleyma stuðningi IBM, sem hefur greitt allan kostnað af forkeppni innan- lands. Margir aðrir hafa greitt götu þessa málefnis og hafa nær allir sem til var leitað sýnt málinu mik- inn áhuga. En hvað höfum við upp úr krafsinu? Blaðamaður einn, sem ræddi við mig eftir keppnina, spurði þegar ég sagði að við hefðum lent í hópi 13 þjóða, sem allar hefðu náð svip- uðum árangri: „Var það þá ekki allt fólk sem getur ekki neitt?" Slíkt viðhorf birtist oft hjá íslendingum, þeir virðast hafa mikla þörf fyrir að gera lítið úr löndum sínum. Því er til að svara að það eitt að kom- ast á Ólympíuleikana sýnir að fólk er engir aukvisar í greininni. Meiri- hluti verðlaunahafa leggur fyrir sig stærðfræði og margir þeirra hafa náð æðstu metorðum. Við val á keppendum fyrir íslands hönd í keppni þessari hefur alltaf verið, og verður áfram, lögð áherzla á að velja einungis til þátttöku fólk sem við teljum að sé góðum hæfileikum búið. Hingað til hefur þetta tekizt, en hinu er ekki að leyna að hin formlega þjálfun hefur tekið allt of stuttan tlma til þess að von sé á verðlaunasætum. Ef vel tekst til og hefð kemst á stærðfræðikeppni inn- anlands, líkt og komin er með flestum Evrópu- og Ameríkuþjóð- um, hef ég trú á að íslendingar geti náð langt á þessu sviði. Helzta gagnið sem af slíkri keppni fæst, auk þess að verðlauna okkar bezta fólk á þessu sviði, er það að gera stærðfræðina skemmti- legri, þannig að fólki finnist eitt- hvað á sig leggjandi að læra meira í faginu fyrir utan venjulegt skóla- pensúm. Tveir af íslenzku keppend- unum í Póllandi sögðu frá því að þeim hefði verið bannað að reikna lengra en bekkjarfélagamir í bama- skóla og það sem meira er, var þeim skipað að stroka út þau dæmi sem þau vora búin að reikna um- fram hina. Þau hefðu þess vegna haft heima hjá sér bækur sem þau reiknuðu í á laun. Ekki undrar mann að almenningur hafi litla samúð með launakröfum kennara þegar maður heyrir slíkar sögur, þótt auðvitað hljóti framkoma af þessu tagi að teljast til undantekn- inga. Mjög mikilvægt er að þeim nemendum, sem mikinn áhuga og hæfileika sýna, sé sinnt með við- bótarefni. Dagblöð gætu einnig lagt sitt af mörkum, t.d. með birtingu þrauta- dálka í helgarblöðum. Slfkir dálkar era víða erlendis með vinsælasta efni blaðanna. Margt mun hijá ís- lendinga meira en að þeir bijóti heilann of mikið. Höfundur er stærðfræðingur og framkvæmdastjóri Stærðfræði- keppni framhaldsskólanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.