Morgunblaðið - 26.07.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.07.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚIÍ 1986 31 "*» ''**Sa*, jíISiílKr■ Bolli Þór Bollason, aðstoðarforstjóri Þjóðhagsstofnunar: Loðnuverðið 300 krónum hærra en eðlileg’ir samn- ingar hefðu leitt til Mikið hefur að undanförnu verið rætt um ákvörðun loðnu- verðs og telja verksmiðjueigend- ur verðið of hátt til þess að endar nái saman við bræðslu loðnunn- ar. Bolli Þór Bollason, aðstoðar- forstjóri Þjóðhagsstofnunar og oddamaður í yfirnefnd Verð- lagsráðs sjávarútvegsins, segir í minnispunktum um verðákvörð- unina, að loðnuvinpslan ætti að meðaltali að geta greitt 1.600 krónur fyrir loðnulestina miðað við að tekjur af afurðasölu hrykkju fyrir breytilegum kostn- aði. I yfirnefndinni hafi hann lýst því yfir að 1.900 krónur væru of hátt verð, en eftir að fréttir hefðu borizt um boð tU tveggja skipa um 1.900 krónur, hafi verðákvörðunin í raun verið tekin úr höndum yfirnefndarinn- ar. Hann segir það ennfremur skoðun sina, að heppilegast væri að verðmyndun á loðnu væri fijáls. Hér fara á eftir minnispunktar Bella Þórs Bollasonar: „Á fyrsta fundi bræðsludeildar Verðlagsráðs sjávarútvegsins, sem haldinn var 14. júlí síðastliðinn, lögðu fulltrúar seljenda fram tillögu um, að verðmyndun á loðnu til bræðslu á haustvertíð yrði gefin ftjáls. Fulltrúar kaupenda tóku sér nokkurra daga frest til að kanna hug framleiðenda til þessarar til- lögu, en á fundi ráðsins 17. júlí höfnuðu þeir henni og var verð- ákvörðun þá umsvifalaust vísað til yfirnefndarinnar. Fyrsti fundur yfirnefndar var haldinn mánudaginn 21. júlí. Þar kom fram, að mikil óvissa ríkir um verð á lýsi um þessar mundir. Um þetta leyti í fyrra var það um 300 dollarar hvert tonn, en er nú komið niður undir 150 dollara. Raunar töldu fulltrúar kaupenda, að verðið kynni að vera enn lægra. Á hinn bóginn er mjölverð talið vera heldur hærra en í fyrra, eða á bilinu 5—5,20 dollarar hver eggjahvítu- eining, samanborið við 4,80 í fyrra. í krónum talið felur þetta í sér nálægt 20% lækkun afurðatekna frá vertíðinni í fyrra. Á móti þessu vegur hins vegar stórfelld lækkun á olíukostnaði, 35—40%. Þá hefur afnám launaskatts og lækkun raf- magnsverðs í kjölfar kjarasamning- anna í vetur og lækkun flutnings- kostnaðar að hluta vegið upp aðrar kostnaðarhækkanir. Reikningar ársins 1985 liggja ekki enn fyrir, en lauslegar áætlanir byggðar á reikningum ársins 1984 benda til þess, að við þessar markaðsaðstæð- ur gæti loðnuvinnslan að meðaltali greitt um 1.600 krónur fyrir hvert tonn af loðnu miðað við að tekjur af afurðasölu hrykkju fyrir öðrum breytilegum kostnaði. Á hinn bóg- inn væri þá lítið eftir upp í fjár- magnskostnað. í þessu felst vitaskuld, að betri verksmiðjur, sem tekist hefur að draga úr olíunotkun og auka hagræði í vinnslu, gætu greitt hærra verð, en tekjur þeirra lakar settu dygðu væntanlega ekki einu sinni fyrir breytilegum kostn- aði. Á fyrsta fundi yfimefndar töldu fulltrúar. kaupenda óhjákvæmilegt að lækka loðnuverð mikið frá því í fyrra — og raunar mun meira en nam beinni lækkun afurðatekna, enda hefði verðið í fyrra verið of hátt í upphafi vertíðar, að þeirra mati. Nefndu þeir sem fyrstu hug- mynd 1.100 króna heildarverð, eða 770 króna skiptaverð, fyrir hvert tonn, sem er rúmlega 40% lægra verð en í fyrra. Fyrstu hugmyndir seljenda vom í þá vem, að óhjá- kvæmilegt væri að lækka verðið eitthvað frá því í fyrra og nefndu þeir tölu á bilinu 1.800—1.900 krón- ur-. Á þessum fundi kom fram, að ein loðnuverksmiðja á Norðurlandi hefði þegar boðið ákveðið verð fyr- ir nokkra farma og kom síðar í ljós, að Krossanesverksmiðjan hafði boð- ið 1.900 krónur í 1—2 farma. Þetta tilboð setti óhjákvæmilega nokkum svip á viðræður í yfimefndinni. Hins vegar lýsti oddamaður því yfir, að þetta einstaka dæmi gæti ekki ráð- ið verðákvörðun í nefndinni, þótt ekki færi hjá því, að það markaði henni þrengri farveg en ella. í Ijósi þessara fyrstu þreifinga virtist stefna í samning við annan hvom aðilann um lágmarksverð ein- hvers staðar á bilinu 1.500—1.600 krónur. Þó var jafnljóst, að þetta kynni að taka nokkum tíma, þar sem mikið bar á milli. Ekki gekk saman með aðilum á fyrsta fundi yfimefndar og var því ákveðinn annar fundur daginn eftir. Þegai næsti fundur yfirnefndar hófst, höfðu veður hins vegar skip- ast í lofti, þar sem fregnir höfðu borist af því, að Síldarverksmiðjur ríkisins á Raufarhöfn myndu greiða loðnuskipinu Gísla Árna RE 375 sama verð og aðrar verksmiðjur (þ.e. Krossanesverksmiðjan). Þess- ar upplýsingar gjörbreyttu stöðu mála í yfimefndinni. Fulltrúar selj- enda lýstu því þegar yfir, að úr því sem komið væri sæju þeir sér ekki fært að ganga að lægra lágmarks- verði en 1.900 krónum á hverttonn, sem þá var í raun orðið opinbert verð hjá tveimur af stærstu verk- smiðjum landsins. í þessari stöðu skipti raunar engu máli, hvort verð þetta gilti einungis um einn farm eða fleiri. Höfuðatriðið var, að með þessu var fulltrúum seljenda í yfir- nefndinni — og raunar öllum nefndarmönnum — hreinlega stillt upp við vegg. Oddamaður lýsti þeirri skoðun sinni, að harin teldi 1.900 króna lágmarksverð of hátt við ríkjandi markaðsaðstæður, þótt einstaka verksmiðjur gætu hugsanlega stað- ið undir því. Hins vegar væri sú staða, sem upp væri komin, þess eðlis, að annaðhvort væri að stað- festa það verð, sem þessar tvær verksmiðjur hefðu boðið, eða fresta ákvörðun um óákveðinn tíma og sjá hvemig mál þróuðust. Fulltrúar seljenda töldu óráðlegt að fresta ákvörðun og engum tilgangi þjóna, enda lægi það fyrir, að kaupendur hefðu þegar hafnað fijálsu verði. í yfirnefnd væri ekki heimilt að semja um frjálst verð og henni því skylt að ákveða verð í upphafi vertíðar. Fulltrúar kaupenda lýstu þeirri skoðun sinni, að 1.900 króna verð væri alltof hátt. Á hinn bóginn voru þeir sammála oddamanni um, að málið væri komið í sjálfheldu. Þeir kváðust að sjálfsögðu greiða at- kvæði gegn 1.900 króna verði, en gerðu að öðru leyti ekki athuga- semd við að gengið yrði strax frá verðinu. Niðurstaðan varð því sú, að yfir- nefndin ákvað 1.900 króna lág- marksverð fyrir hvert tonn af loðnu til bræðslu miðað við 15% þurrefni og 16% fitu. Verðið var ákveðið af fulltrúum seljenda og oddamanni gegn atkvæðum fulltrúa kaupenda, sem jafnframt bókuðu mótmæli. Þessi verðákvörðun felur í reynd í sér nálægt 20% verðlækkun frá síðustu vertíð miðað við ástand loðnunnar á þessum árstíma, þ.e. um og yfir 20% fítuinnihald og 13—14% þurrefni, þar sem við- bótargreiðsla fyrir hvert fitupró- sentustig lækkar úr 120 krónum í fyrra í 50 krónur nú. Hins vegar er Ijóst, að þetta verð er 200—300 krónum hærra en „eðlilegir" samn- ingar í yfirnefnd hefðu að öllum líkindum leitt til. Með þessu er ýmsum smærri (og ef til vill óhag- kvæmari) loðnubræðslum nánast gert ókleift að taka á móti loðnu á þessari vertíð, nema markaðsverð loðnuafurða hækki verulega erlend- is. Við þessu væri ekkert hægt að segja, ef verðmyndun á loðnu væri fijáls. Því er þó ekki að heilsa, þar sem fulltrúar meirihluta verksmiðj- anna höfðu áður hafnað þeirri leið og vildu frekar vísa verðákvörðun- um til yfimefndar og þar með til úrskurðar oddamanns. Það er skoðun oddamanns, að eins og loðnuveiðum og -vinnslu er nú háttað hér á landi sé heppileg- ast að myndun loðnuverðs sé fijáls. Þar kemur bæði til, að verksmiðj- urnar eru misvel í stakk búnar til að vinna loðnu og greiðslugeta þeirra þar af leiðandi mismikit, og eins er á það að líta, að við núver- andi aðstaeður býðst loðnuskipum sá kostur að selja afla sinn loðnu- verksmiðjum í Færeyjum, Dan- mörku og víðar. Þetta síðarnefnda á sérstaklega við um veiðar á Jan Mayen-svæðinu sumar og haust. Þegar við þessi tvö almennu atriði bætast afar erfiðar markaðsað- stæður í greininni nú, sem beinlínis kalla á lækkun hráefnisverðs, er erfitt að koma auga á haldbær rök fyrir því að ákveða eitt verð á loðnu, sem gildir fyrir allt landið. Gildir einu þótt þetta sé iágmarksverð. Frá því lögum um Verðlagsráð var breytt í fyrra í þá vem, að heim- ilt væri að leyfa fijálsa verðmynd- un, hafa fulltrúar loðnusjómanna og -útgerðar að minnsta kosti í tvígang lagt fram tillögur um fijálst verð. Þessu hafa fulltrúar verk- smiðjanna hafnað. Afstaða verk- smiðjueigenda kann að vera umdeilanleg, en hana ber engu að síður að virða. Það er því bæði afar óheppilegt og illskiljanlegt, að frá aðilum tengdum verðákvörðuninni skuli — á sama tíma og umræður fara fram í yfirnefnd um loðnuverð að þeirra eigin ósk — berast upplýs- ingar af því tagi, sem óhjákvæmi- lega hljóta að hafa mikil og jafnvel afgerandi áhrif á sjálfa verðákvörð- unina. Með þessu má í raun segja, að verðákvörðunin hafi beinlínis verið tekin úr höndum yfimefndar. Það kunna að vera skiptar skoð- anir um það fyrirkomulag, sem nú ríkir í verðákvarðanatöku innan sjávarútvegsins. Hitt er jafnljóst, að meðan aðilar kjósa sjálfir þessa verðákvörðunarleið, verður að ætl- ast til þess, að þeir virði þær leikreglur, sem þeir hafa átt þátt í að setja á þessum vettvangi." smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar KROSSINN ALKHÓLSVEGI 32 - KÓPAVO' I Samkoman sem átti að vera í kvöld fellur niftur. Ella ofl Ómarl Til hamingju meft daginn. Ffladelfía Hátúni 2 Almenn samkoma kl. 20.30. Dagskrá: Bæn, lofgjörð og þakk- argjörð. ÚTIVISTARFERÐIR Dagsferðir sunnudag- inn 27. júlí. Kl. 8.00 Þóramörk. Verð 800 kr. Stansað 3-4 klst. i Mörkinni. Léttar göngu- og skoðunarferð- ir. Munið sumardvölina í skálum Útivistar Básum. Kl. 13.00 Miðsumarferð f Inn- stadal (á Hengilssvæðinu). Fallegur dalur með jarðhita- svæði. Baðmöguleikar í heitum læk. Hressandi ganga. Verð 450 kr. Miðvikudagsferð í Þórsmörk 30. júlf. Fyrir sumardvalargesti og dagsferö kl. 8.00. Kvöldferð kl. 20.00 Elllðavatn - Elliðaárdalur. Afmælisganga í tilefni 200 ára afmælis Reykja- víkurborgar. Létt ganga fyrir unga sem aldna. Verö 200 kr. frítt f. börn m. fullorðnum. Brott- förfrá BSÍ, bensínsölu. Sjáumstl Útivist. Ferðafélag. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Dagsferðir Ferðafélags- ins — sunnudag 27. júlí: 1) Kl. 8.00 ÞÓRSMÖRK - dags- ferð kr. 800. Þeim fjölgar sem njóta sumaleyfis í Þórsmörk. Aöstaðan hjá Ferðafélaginu er sú fullkomnasta sem völ er á f óbyggðum. 2) Kl. 8.00 Þórisdalur - Kaldl- dalur. Gengið frá Kaldadalsvegi í Þórisdal. Verð kr. 800. Farar- stjóri: Þorsteinn Þorsteinsson. 3) Kl. 13.00 Hrútagjá - Fffla- vallafjall — Djúpavatn. Ekið framhjá Vatnsskarði. Gengiö um Hrútagjá, á Fiflavallafjall og að Djúpavatni. Verð kr. 500. Farar- stjóri: Bjarni Ólafsson. Miðvikudagur 30. júlí, kl. 20.00 - BLÁFJALLAHELLAR - Verð kr. 350. Æskilegt að hafa Ijós með. Brottför frá Umferðarmiö- stöðinni, austanmegin. Farmið- ar við bfl. Frítt fyrir börn i fylgd fulloröinna. Ferðafélag islands. [ dag kl. 14-17 er opið hús í Þribúöum, Hverfisgötu 42. Þar hittumst við yfir heitum kaffi- sopa og ræðum um veðrið og tilveruna. Kl. 15.30 tökum við lagið saman og syngjum kóra. Littu inn í dag og taktu einhvem með þér. Allir eru hjartanlega velkomnir. Samhjálp. Dyrasímaþjónusta Gestur rafvirkjam. — S. 19637. Raflagnir—Viðgerðir Dyrasímaþjónusta. s: 75299-687199-74006

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.