Morgunblaðið - 26.07.1986, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1986
„Nýja byg-gingin jafn glæsileg
og sú gamla var fyrir 25 árum“
— segir Konráð Guðmundsson, hótel-
stjóri á Hótel Sögu
Einn af hinum nýju fundarsölum hótelsins.
Morífunblaðið/Árni Sæberg
„NYJA byggingin er jafn glæsileg' nú og gamla byggingin var fyrir
25 árum þegar opnað var fyrst,“ sagði Konráð Guðmundsson, hótel-
stjóri Hótels Sögu i Reykjavík, í samtali við Morgunblaðið. Á næsta
ári verða 25 ár síðan Hótel Saga hóf starfsemi sína og að undan-
förnu hefur verið byggt við hótelið og það stækkað um heiming.
Hluti nýbyggingarinnar hefur verið tekinn í notkun, en áætlað er
að framkvæmdum Ijúki í mars á næsta ári.
Nýbyggingin verður alls 9.500
fermetrar á sjö hæðum og hótelið
þá samtals um 19.000 fermetrar að
stærð. Herbergi verða 219 alls —
106 í gömlu byggingunni og 113 í
þeirri nýju. Lokið er við innréttingu
fimm hæða nýju álmunnar og búið
að taka 56 herbergi í notkun þar
auk fundar- og ráðstefnuaðstöðu á
annarri hæð hússins. Þar er einnig
matsalur, sem notaður er nú undir
morgunverð í stað Grillsins áður.
Þá hefur gestamóttöku á fýrstu hæð
hótelsins verið breytt og verið er að
innrétta 300 fermetra garðskála þar
í tengibyggingu auk bars og aðstöðu
fyrir léttar veitingar. Nýlega var
gerður samningur við Helga Gísla-
son, myndhöggvara, um gerð lista-
verks þar. Auk þess hafa verið keypt
listaverk eftir ýmsa íslenska lista-
menn og verða t.d. grafíkmyndir á
öllum herbergjum.
Reiknað er með að nýbygging
Hótels Sögu muni kosta alls um 600
milljónir króna þegar henni verður
fulllokið. Búnaðarfélag íslands og
Stéttarsamband bænda eiga hótelið
en ekkert fé hefur komið frá bænd-
um í nýbygginguna umfram arð af
þeirri gömlu, að sögn Konráðs.
Framkvæmdimar eru íjármagnaðar
með innlendum og erlendum lánum
og eigin fé. Erlendu lánin eru í doll-
urum, jenum og svissneskum 'frönk-
um. Konráð sagði að þar sem
töluverður hluti af tekjum hótelsins
væri í dollurum, minnkaði áhætta
dollaralánsins til muna. En verra
væri það með jenin þessa dagana.
300 fm garðskáli og
hver hæð í sínum lit
„Garðskálinn kemur til með að verða
mjög bjartur og huggulegur. Ég er
búinn að kaupa blóm fyrir 400.000
krónur, létt húsgögn og marmara-
borð, en gólfið er einmitt lagt
marmara og gert er ráð fyrir gos-
brunnum þama líka,“ sagði Konráð.
I norðurhluta fyrstu hæðarinnar
hefur verið komið fyrir anddyri og
þar fyrir innan er minjagripa- og
ullarvöruverslun, banki og ferða-
skrifstofa. Á 4., 5. og 6. hæð í
tengibyggingunni er gert ráð fyrir
þremur svítum og á hverri hæð í
tengibyggingunni verða setustofur.
Hver hæð hefur sinn sérstaka lit,
sem undirstrika á sama tón á
göngum, í gólfteppum, húsgögnum
og gluggatjöldum. T.d. er 4. hæðin
búin bláum lit, 5. hæðin rauðum,
6. hæðin verður búin grænum lit og
7. hæðin ryðrauðum lit.
Konráð sagði að við skipulagningu
herbergja hefði verið lögð áhersla á
rúmgóð, vel búin herbergi og vand-
aðar innréttingar. Öll herbergin í
nýju álmunni verða búin snyrtiher-
bergjum lögðum marmara í hólf og
gólf, baðkari, sjálfvirkum hitastilli,
hitarörum fyrir handklæði og hár-
þurrkum. Þá verða í hveiju herbergi
beinn sími, útvarp, sjónvarp, ísskáp-
ur og fatapressa. Á hverju kvöldi
verða sýndar kvikmyndir um mynd-
bandakerfi hússins og nokkur nýju
herbergjanna verða búin gufubaði.
Sérstök áhersla er lögð á herbergi
sem henta mönnum í viðskiptaerind-
um og þjónustu við þá því hægt er
að leigja tvö samliggjandi herbergi
þar sem opna má í milli. Annsið má
nota sem svefnherbergi, en hitt sem
skrifstofu og til smásýninga og
funda. Þurfi menn að halda fjöl-
mennari fundi, eru fundarsalir af
ýmsum stærðum til reiðu. Hótelið
lætur í té margs konar skrifstofu-
þjónustu, ritvél og aðstoð við vélritun
og þýðingar, telex- og telefaxþjón-
ustu. Jafnframt þessu verða sérstök
herbergi sem leigð eru sem skrifstof-
ur að degi til. Hótel Saga býður
einnig upp á samtengd herbergi, sem
henta fjölskyldum, annað fyrir böm-
in og hitt fyrir hjónin. Hreyfihamlað
fólk á kost á herbergjum, sem eru
sérstaklega hönnuð með tilliti til
þarfa þess.
Aukin aðstaða
til fundahalda
Stækkun hótelsins er m.a. við það
miðuð að gera hótelið að vel búnu
ráðstefnuhóteli. Ráðstefnusalir geta
rúmað allt að 300 ráðstefnugesti.
Gestamóttakan hefur verið fær<
og henni breytt til muna og þar
inn af er nú verið að innrétta
300 fermetra garðskála þar sen
verða á boðstólum léttar veitinj
Hótelið lítur svona út.