Morgunblaðið - 26.07.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.07.1986, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1986 Y VEIÐIÞATTUR Umsjón Guðmundur Guðjónsson Hverj ir eiga metin í raun? Hetjusögur ættaðar úr íslenskum laxveiðiám í sumar, einkum Laxá í Asum, leiða hugann óneitanlega að þvi hvort hinn mikli dagsafli á eina stöng sé met sem varla verði slegið. Mikil veiði hefur verið í mörgum laxveiðiám í sumar, sú mesta í þó nokkur ár og haft er fyrir satt, að ef framhaldið verður í sama dúr, þá verði trúlega metveiðisumar. Hápunktinum náðu nokkrir garpar í Asunum fyrir nokkrum dögum er þeir veiddu alls 80 laxa á tvær stangir á einum degi. Suma daga er ástandið í Asun- um líkt, að meiri veiði gæti náðst úr ánni ef mikil hraustmenni væru að störfum og er þá ekki verið að kasta rýrð á afköst þeirra sem þegar hafa stundað veiði í ánni. Þórarinn Sigþórsson og Sigmar Bjömsson veiddu bróðurpartinn af löxunum áttatíu, eða 49 laxa, sem ku vera dagveiðimet á eina stöng í Ásunum. Hin stöngin tók 31 lax sem nokkrum sinnum hef- ur verið leikið síðan kvótinn var afnuminn í ánni. Geysileg veiði þeirra Sverris Kristinssonar og Þorgeirs Daní- elssonar. En eins og dæmin sanna, er þetta aðeins met í þessa um- ræddu á. Lítum á nokkur dæmi um enn meiri veiði og er ekki ótrúlegt að segja mætti frá enn fleiri slíkum atburðum. Snæbjöm Kristjánsson, Sigur- mundssonar, á líklega íslandsmet- ið, e.t.v. heimsmetið eins og því hefur verið lýst í viðtölum. Það setti hann á áttunda áratugnum í Laxá í Dölum. Var afli hans hluti af frægri veiði sem varð kveikjan að því að Laxá hrökk úr höndum íslenskra veiðimanna í sarp bandarískra auðkýfinga. Veiddi Snæbjöm við annan mann 106 laxa á tveimur dögum, þar af um 80 annan daginn eftir því sem hann hefur sagt og það má heita með ólíkindum svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Má mikið vera ef einhver getur skákað þess- ari veiði með sambærilegum tölum. Snæbjöm veiddi alla sína laxa í Laxá á maðk, en það hlýtur að teljast síst mina afrek og jafnvel meira að stórveiða á þennan hátt á flugu, því eins og veiðimenn vita, þá á laxinn til muna meiri möguleika að sleppa af flugu og hann verður tæpast tekinn eins föstum tökum á flugu og á maðk. Því myndi veiði þeirra Kristins Sveinssonar, hins sama og veiddi Iðulaxinn mikla, og Ásgeirs G. Gunnlaugssonar 8. júlí 1919, telj- ast að minnsta kosti sambærilegt afrek, en þeir veiddu á einum degi í Elliðaánum 63 laxa og alla á flugu. Frásögn Kristins hefur bæði birst í tímaritinu Veiðimað- urinn og Lesbók Morgunblaðsins. Við grípum niður í frásögnina: „Þennan dag var dumbungs- veður og mátulegur flugukaldi á suðvestan. Við byijuðum neðst í ánum, en vomm komnir upp að Hundasteinum um klukkan 10.00 og höfðum þá fengið 3 laxa. Þá bjó Sveinn heitinn Hjartarson í efri veiðimannahúsunum. Þegar við vorum nýkomnir þangað upp eftir, segir Ásgeir við mig, að hann ætli að fara til Sveins og fá sér morgunkaffi, en ég skuli fara með stöngina eitthvað upp eftir, t.d. upp í nr. 1, sem er nú kallaður Neðri Sporðhylur. Ásgeir kom til mín eftir hálftíma eða þrjá stundarfjórðunga, og var ég þá að landa sjöunda laxinum. Eg fékk þá alla á flugu, enda höfðum við ekki maðk með okkur. Alls fengum við 13 laxa úr þessum hyl. Vic' færðum okkur svo upp í Efri Sporðhyl, en urðum ekki var- ir þar. Héldum þá upp í Two Stone eða Bugðuhyl sem sumir kalla nú, og fengum ekkert þar heldur. Fórum þá upp í Kisturnar og tók- um þar 21 í beit, eða svo til, og klukkan 4 höfðum við dregið 40 laxa úr þessum tveimur hyljum (mesta veiði á einum degi fram til þessa mun hafa verið 40 laxar og þá veiði fékk skoskur maður, Crosfield, allmörgum árum áð- ur.)“ Við sleppum smákafla og höld- um svo áfram: „Þegar við höfðum fengið þessa 40 laxa þama uppfrá, auk þeirra þriggja sem við höfðum veitt áð- ur, segir Ásgeir: „Heldurðu að það sé ekki best að hætta Kristinn? Við fáum varla meira og svo er þetta nú orðið meira en gott.“ „Við fáum alltaf 20 í viðbót, segi ég-. Við eigum alveg eftir að prófa hér fyrir ofan.“ Það fór líka svo að á svæðinu frá Kistunum og upp í Langa- drátt fengum við 20 laxa og var þá veiðin orðin 63 laxar og er það mesta dagsveiði á eina stöng sem mér er kunnugt um fyrr og síðar. Því má bæta hér við til að sýna hve mikil veiðin var í Elliðaánum á þessum ámm, að á hina stöng- ina munu hafa fengist 45 laxar þennan dag, þannig að heildar- veiðin var 108 laxar." Svo mörg voru þau orð og blandast vart nokkrum hugur að þetta var mikið afrek og þrek- andi. Allt veiddu þeir félagar á litla Crosfield-tvíkrækju sem lítið var eftir af er orrahríðinni linnti. Ef við færum okkur nær nútím- anum, þá veiddu þeir Garðar H. Svavarsson og Gunnar Sveinn Jónsson ævintýralega mikið á ein- um degi í efri hluta Laxár á Ásum fyrir nokkrum árum og það var eins með þá og þá félega Kristin og Ásgeir, þeir veiddu allt á flugu. Garðar hefur sjálfur sagt frá þessu í viðtali í bókinni „Varstu að fá ’ann?“ og skulum við heyra í honum: „Þama ætluðum við Gunnar Sv. Jónsson einu sinni að ganga úr skugga um hvort möguleiki væri á því að veiða 60 laxa á ein- um degi. Við náðum nú ekki 60 löxum, en sannfærðumst um að það væri hægt þarna, enda voru komnir 58 á land þegar hálf klukkustund var eftir af veiðitím- anum. Þá var kappið orðið svo mikið að við misstum sex laxa, en náðum aðeins einum. Það mátti því fara vel yfir 60 stykkki, þetta var allt veitt á flugu, nær allt í sama hylnum og mest á sama fermetranum. En þetta var bara tilraun, svona mokstur á ekki við mig.“ Við skulum ekki enda þessa samantekt án þess að koma að Þórarni Sigþórssyni aftur og vitna aðeins í hann, einnig úr bókinni „Varstu að fá ’ann?“ „Þetta í Ásunum var persónu- legt met þar, en ég hef oft veitt miklu meira, hér áður var ég eins og grár köttur við Elliðaámar og sumarið 1976 fór ég þangað margar ferðir og veiddi að jafnaði 38 laxa á dag. Topparnir voru miklu hærri en þessi veiði í Ásun- um.“ Þessi veiði var öll tekin á maðk. Eflaust eru til fleiri sögur í líkum dúr. V STUBBAR Löngum hefur verið um það talað að urriðastofninn í Laxá í Þingeyjarsýslu fyrir ofan virkjun sé sérstaklega viðkvæmur fyrir allri röskun. Ofveiði er eitt af því sem talið er að geti staðið stofnin- um fyrir þrifum og þess vegna hefur verið settur kvóti og gott betur, ákveðin sérstök lágmarks- stærð á fiski sem menn mega drepa. Sjálfsagt er stofninn misjafn- lega viðkvæmur, allt eftir samspili allra þátta hveiju sinni. í fyrra brá svo við, að ógrynni virtist vera af urriða í ánni, bæði í Mý- vatnssveit og í Laxárdal og var sýnu mest af smælkinu sem ekki mátti hirða. Sýndist stofninn með sterkasta móti, en ýmsir töldu þó að um skefjalitla ofveiði væri að ræða í raun, því aldrei þessu vant var skipað á hvert veiðileyfí og það grunaði marga að verið væri að veiða sömu undirmálsfiskana aftur og aftur. Urriðinn er grimm- ur ránfiskur sem afmarkar sér bás í ánni ef þannig mætti að orði komast. Það er m.a. ein for- senda fyrir því að álitið hefur verið auðvelt að ofveiða hann. Nú verður sagt frá litlu atviki sem menn geta túlkað hvernig sem þeir kæra sig um. Meðal þeirra sem „opnuðu" Laxárdalsveiðina 1.—2. júní síðastliðinn voru Orri Vigfússon og Jón Hjartarson. Þeir veiddu saman 20 yfirmáls- urriða sem þeir slepptu aftur í ána með áberandi bláum merkjum aft- ur fyrir bakuggann. Vonuðust þeir eftir heimtum og með þessu móti ætluðu þeir að átta sig á ferðum silungsins í ánni. Hvers hafa þeir orðið vísari? Einskis, því ekki einn einasti af umræddum urriðum hefur látið ginna sig á fluguna á ný. Nú verð- ur urriði auðvitað ekki ofveiddur ef honum er öllum sleppt aftur, en þetta litla dæmi gæti bent til þess að urriðinn sé gætinn fiskur fram úr hófi og láti það ekki henda sig tvisvar að ösla í eldinn. • Fyrir nokkru voru toppar Landsbankans að veiðum í Laxá í Aðaldal í tilefni af 100 ára af- mæli bankans. Um hríð gekk veiðin fremur treglega, eða þar til að einn úr hópi bankamanna sagði svona í gríni við Þórð veiði- vörð og leiðsögumann, að réttast væri að hann hannaði flugu til heiðurs bankanum. Doddi spáði í þetta og velti fyrir sér hvernig slík fluga ætti að vera. Í einum hvíldartímanum fór hann svo heim til sín á Baughólinn á Húsavík og í sömu mund kom kona hans heim í mat, en hún vinnur einmitt í Landsbankanum á Húsavík. Og þar sem konan birtist í dyrunum og Doddi sá afmælisbúninginn fallega, rauða og hvíta, fékk hann uppljómun, rauk í „væsinn“ og hnýtti nokkrar flugur sem byggðu á fötunum. Á þessar flugur veiddu svo bankamennirnir ágætlega, já, prýðilega, og er menn veltu fyrir sér hvað réttast væri að flugan héti, var þessu skotið fram: LÍ- 100. • Svo má virðast sem hver sem er geti smíðað sína eigin veiði- stöng og væri slíkt auðvitað ákaflega spennandi. Þetta ku ekki vera eins erfitt og margur ætlar, a.m.k ef marka má grein um þetta sem birtist í nýútkomnu tölublaði „Á veiðum“, en þar er farið í gegn um stangarsmíðina frá byijun til enda og myndskreytt til að auð- velda lesendum að reyna sjálf- ir... • Skurðurinn við gamla rafstöðv- arhúsið við Elliðaárnar hefur verið nokkuð til umræðu stangveiði- manna á meðal, enda er hann fullur af laxi sem virðist sitja þar fastur. Laxar þessir skipta a.m.k. tugum og þeim hefur fjölgað held- ur en hitt. Þarna stökkva þeir og leika sér og enginn má reyna að veiða þá, hvað þá að þeir geti lokið ætlunarverki sínu í ánni í umrædduní pytti. Þetta er tilkom- ið af því að rimlagirðingin sem á að varna laxinum inngöngu er léleg svo ekki sé fastar að orði kveðið. Þetta var gert að umtals- efni í lesendabréfi í dagblaði nýlega og þar kom fram að hlut- aðeigandi aðilar ætli að kippa þessu í lag fyrir næsta sumar. Laxamir sem þarna em nú verða trúlega geysilega þakklátir eða hitt þó heldur. Er hér með stung- ið upp á því að það verði umsvifa- laust dregið fyrir í skurðinum og laxinn settur í ána. Því næst verði reynt að lappa upp á girðinguna til bráðabirgða. • • Um daginn vom nokkrir vinir að koma heim úr veiðitúr að norð- an um hánótt, nánar tiltekið um klukkan þijú að morgni. Datt þeim sem snöggvast í hug að at- huga hvort þeir sæju ekki laxinn ganga í EUiðaánum og hröðuðu sér að teljarakistunni. Brá þeim heldur betur í brún er þeir sáu roskinn mann standa á göngu- brúnni og kasta risastórum spæni niður alla strengi. Vinirnir mku til og skipuðu þeim gamla að hala inn og hafa sig á brott, ella yrði löggan sótt og spólaði kempan spóninn þá inn með semingi. Því næst spurðu strákarnir hann hvernig eiginlega stæði á því að honum dytti slík fásinna í hug: „Ja, ég var að reyna inni í Sunda- höfn en það tók enginn þar svo mér datt í hug að pmfa hérna áður en ég færí heim að sofa,“ var svarið. Köttur úti í mýri o.s.frv.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.