Morgunblaðið - 26.07.1986, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.07.1986, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1986 „Ég verð enn stundum klökk, þegar ég sé fólk kveðjast á braut- arstöðvum" segir Ruth, en sjálf kvaddi hún móður sína, afa og ömmu á þann hátt í síðasta sinn, aðeins 10 ára að aldri. af lífi. Dóttur þeirra var þó bjargað ásamt hópi annarri gyðingabama. Þegar hún barðist á móti sefaði móðir hennar hana með því að ljúga því að henni að for hennar myndi auðvelda pabba hennar að fá leyfi til að koma heim. Það var þannig, sem 10 ára gömul stúlkan kvaddi mömmu sína, afa og ömmu, í síðasta sinn. Allt til þessa dags seg- ist Ruth eiga erfitt með að halda aftur af tárunum á brautarstöðvum þegar hún sér fólk kveðjast. En Ruth var send á munaðarleys- ingjahæli í Sviss, þar sem hún hjálpaði við að ala upp yngri böm- in. „Þama var ég umkringd góðu fólki," segir hún, „og það var mín gæfa að hafa alltaf einhvem til að ræða mín vandamá! við. Þetta olli svo því að ég gat hjálpað þeim, sem yngri voru. Það má því eiginlega segja að ég hafi snemma komst í þetta ráðgjafahlutverk," bætir hún við og hlær. Sextán ára að aldri flutti hún svo frá Sviss til ísrael. „Það var fyrst þá sem ég raun- verulega komst að því, hvað það er að standa á eigin fótum,“ segir hún. „Ég lærði líka að koma til dyranna eins og ég er klædd, segja það sem mér býr í bijósti umbúða- laust." En æðsti draumurinn var alltaf sá, að öðlast einhveija mennt- un. Því hélt hún til Parísar og lagði stund á sálarfræði við Sorbonne- háskólann, auk þess sem hún kenndi krökkum í forskóla. Það var svo árið 1956, sem hún flutti til Ameríku og skrifaði doktorsritgerð sína í félagsfræði. En Ruth á einnig viðburðaríkt einkalíf að baki. Árið 1950 giftist hún í fyrsta sinn og var maðurinn ættaður frá ísrael. Það hjónaband endaði með skilnaði, sem og hennar annað hjónaband. Með þeim manni, myndarlegum Frakka, átti hún dótturina Miriam. 1961 gekk hún í það heilaga þriðja sinni og er enn hamingjusamlega gift. Sá maður heitir FVed Westheimer og eiga þau saman einn son. Alla sína tíð hefur Ruth unnið utan heimilisins jafn- hliða því sem_ hún hefur annast flölskylduna. „Ég hef þó aldrei ver- ið neitt kjamorkukvendi," viður- kennir hún. „Ég hef megnustu ópbeit á öllum þessum hrútleiðin- legu heimilisstörfum og lét þau alltaf sitja á hakanum. Bömin vom alltaf númer eitt hjá mér,“ segir hún og bætir því við, að sennilega hafi bömin hennar bara haft gott af því að eiga ekki „sótthreinsaða" mömmu. Þau em nú bæði hið mesta reglufólk og þola ekki að hafa drasl í kringum sig. En hvað gerir fræðingurinn svo í sínum eigin frístundum? „Ég elska freyðiböð," upplýsir hún hálf-vand- ræðaleg. „Svo finnst mér gott að narta í eitthvað góðgæti og jafnvel tala svolítið í símann í leiðinni. Ég get talað í síma tímunum saman án þess að blikna. — En annars á ég mér aðeins eitt alvöm takmark í lífinu. Ég vil að mín verði minnst sem konu sem færði fólki einu skrefi nær sínum eigin tilfinningum og hvötum. Takist það þá er ég alsæl." — Og ætli hún sé nú ekki á góðri leið með það? Ástfangin upp fyrir haus hirða þau lítt um allan kjaftaganginn. Marsha Mason og hinn 15 árum yngri Lewis Smith. — Ég verð að gera játningu, ungfrú. Það var ekki satt þeg- ar ég sagði að skipið væri að sökkva. Skegg Alan Alda skiptir litum Alan Alda er einn þeirra leikara vestan hafs, sem ekki hafa stundlegan frið fyrir aðgangshörð- um aðdáendum og þá sér í lagi þeim, sem kvenkyns em. Eins og gefur að skilja getur það verið æði þreytandi til lengdar að hlusta á lof um sjálfan sig, leikhæfileika og Iag- legt útlit. Því hefur Alda stundum gripið til þess ráðs, þegar hann þráir að fá að vera í friði, að ganga um götumar' með gerviskegg. Er þá síður hætta á að hann þekkist. En þá koma bara upp önnur vanda- mál. Til að mynda á Alan í mesta basli með að borða þegar hann er Orðheppinn maður og eftirsótt- ur. Alan Alda, hér vel og vand- lega rakaður. í þessu dulargervi sínu, skeggið þvælist fyrir honum, fer ýmist upp í hann eða að maturinn festist í því. Til að mynda brá hann sér inn á kaffihús á dögunum uppáklæddur og ömggur um að enginn myndi þekkja hann. Hann pantaði sér berlínarbollu, sem stráð var flór- sykri. Þetta var kannske ekki heppilegasti rétturinn á matseðlin- um, en Alda hefur aldrei getað staðist þessar bollur og lét sig því hafa það. Eins og við mátti búast var skegg hans fljótlega útatað í flórsykri orðið hvítt í stað svarts. Lítinn dreng bar þama að og of- bauð honum sóðaskapurinn. Hann vatt sér því að leikaranum og sagði með vanþóknun: „Fyrirgefðu, en svarta skeggið þitt er nú orðið snjóhvítt." „Já,“ svaraði hinn orð- heppni Alda, „þjónustan hefur alltaf verið afskaplega seinvirk hér.“ Og að svo mæltu hvarf hann á braut. Aldurs- munurinn umræðu- efnið Það stórstjömusamband sem hvað mest er smjattað á þessa dagana, er samband þeirra Lewis Smith og Mörshu Mason. Lewis er nefnilega töluvert yngri en heitkon- an, aðeins 29 ára að aldri. Marsha hélt hinsvegar nýlega upp á sinn 44. afmælisdag og er því, að margra mati, allt of öldmð fyrir hinn unga svein. Marsha var áður gift leikrita- höfundinum Neil Simon, en dóttir hans, Nancy, kynnti hana fyrir hin- um unga efnilega herramanni, fyrir réttu ári. Að sögn varð það ást við fyrstu sýn og hafa þau skötuhjú verið óaðskiljanleg allar götur síðan. Þessi mynd var t.d. tekin af þeim, er þau komu til hádegisverðar sem efnt var til til heiðurs leikaran- um Lewis. Þess má loks til gaman geta, svona til að flækja málin enn frekar, að Marsha er nú farin til Kalifomíu, þar sem verið er að taka upp myndina „Heartbreak Ridge", en þar fer hún með hlutverk fyrr- verandi konu Clints Eastwood. Afskaplega skemmtileg hringavit- leysa, ekki satt? Eldhúskrókurinn Tómatar Nú hefúr verð á tómötum enn verið lækkað og upplagt að nota sér það. Tómatar em ekki fitandi og þess vegna upplögð fæða fyrir þá sem em í megmnarhugleiðingum. Svo em þeir jafnframt mjög vítamín- ríkir. Hér koma nokkrir tómataréttir sem vonandi einhver hefur gaman af að reyna. Kryddað nautahakk með tómötum - Fyrir 4-5 1 stór laukur, smátt saxaður 1-2 hvítlauksrif, pressuð 3 matsk. olía 2 tsk. karrí V2 kg nautahakk 1 dl kjötsoð (teningur) 4 tómatar salt + svartur pipar 4 matsk. rifínn ostur Hitið olíuna í þykkbotna potti, bætið lauknum og hvítlauknum út í og látið krauma. Bætið svo karríi út í ásamt hakkinu og hrærið í þar til það brúnast létt. Hellið sterku tenginssoði yfir, hrærið í og látið malla í um 5 mínútur. Kryddið eftir smekk með salti og pipar. Sett í ofnfast fat. Tómatamir skomir í sneiðar og raðað yfír. Tómatamir saltaðir og rifna ostinum dreift yfir. Parmesan ostur er sérlega góð- ur. Látið í 250° heitan ofn eða undir grill þar til osturinn er vel bráðnaður. Borið fram með grófu brauði eða laussoðnum hrísgijónum og ein- földu hrásalati. Tómatsalat með kotasælu Fyrir þá sem hugsa um línumar 6-8 vel þroskaðir tómatar V2 agúrka 1 laukur, salt + pipar 5-6 matsk. olía 2 matsk. vínedik 100 gr svartar ólífur 1 salathöfuð um 200 gr kotasæla örlítill sítrónusafi Skerið tómata og gúrku í sneiðar og stráið salti og pipar yfir. Þvo- ið salatið og látið renna vel af því. Bragðbætið kotasæluna með salti og pipar. Hristið saman edik, salt + pipar, saxaðan laukinn og olíuna. Látið salatblöð á fat, jafnið tómötum, agúrku og ólífum yfir. Hellið kryddleg- inum yfir, og að síðustu kotasæluna í miðju. Borið stax fram með snittubrauði. „Pínu“ litlar pizzur Smyijið þunnar franskbrauðs- sneiðar og skerið þær undan glasi. Leggið tómatsneið á hveija, kryddið með salti, pipar, basilik- um og oregano. Látið 2 ansjósur í kross yfír hveija „pizzu“ og dreifið vænum skammti af rifnum, sterkum osti yfir. Óðalsostur er góður. Setjið í 225o heitan ofn í 4-5 mínútur, eða þar tii osturinn er vel bráðnaður. Borið fram strax. Fylltir tómatar - Fyrir 4 4 meðal-stórir tómatar salt 125 gr litlar grænar baunir 1 dl sýrður ijómi 2 tsk. fersk pipariót (pepparrot - fæst í SS, Glæsibæ) Skerið lok af tómötunum og skafið kjötið úr með teskeið. Salt- ið innaní og hvolið á blað úr eldhúsrúllu. Hrærið sýrða ijóm- ann með piparrótinni og bætið baununum saman við. Jafnið blöndunni í tómatana. Látið standa á kvöldum stað þar til borið er fram. Sérlega gott með soðnum laxi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.