Morgunblaðið - 26.07.1986, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 26.07.1986, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1986 47 «11 • Anton Hermannsson markvöröur Selfoss var ávallt réttur maður á réttum stað f leiknum gagn Vfldngum í gærkvöldi. 2. deild: Sanngjarnt jaf ntef li í Laugardalnum — Hart a foppnum 1. deild kvenna: Valur með fullt hús VALUR heldur sínu striki í 1. deild kvenna. í gærkvöldi unnu Valsstúlkurnar ÍBK á mölinni í Keflavík 6:0 og voru yfir- burðir Vals algjörir. Ingibjörg Jonsdóttir skoraði fyrsta markið í upphafi leiks beint úr hornspyrnu og Kristín Arnþórsdóttir bætti við tveimur mörkum fyrir Val um miðjan hálfleikinn og þannig var stað- an í hálfleik. Valur hélt áfram að sækja í seinni hálfleik, en ÍBK átti bit- iausar sóknir inn á milli. Þeirra hættulegasta marktækifæri var, þegar Inga Birna Hákonar- dóttir tók aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig á 60. mínútu, en Erna Lúðvíksdóttir, markvörður Vals, varði mjög vel. Valsstúlkurnar skoruöu 3 mörk á síðustu 10 mínútunum. Fyrst skoraði Ingibjörg tvö mörk, og Kristín skoraði síðasta mark leiksins. Yfirburðir Vals voru miklir og líklegt er að stúlkurnar vinni mótið með fullu húsi stiga. Ingi- björg og Kristín áttu góðan leik, en allt Valsliðið var sterkt. Hjá ÍBK voru bestar Guðný Magnúsdóttir, Helga og Katrín Eiríksdætur og Inga Birna Há- konardóttir. KMJ Bláskóga- skokk um helgina HIÐ árlega Bláskógaskokk á vegum HSK fer fram nk. sunnudag (27.7.) og hefst kl. 15. Auk hinnar hefðbundnu leiðar milli Gjábakká og Laug- arvatns verður nú boðið upp á styttri leið (5,3 km) fyrir ungl- inga 16 ára og yngri, og eins þá sem vilja skokka, en treysta sér ekki lengrí leiðina. Skráning fer fram við Gjá- bakka samdægurs milli kl. 14.20 og 14.40. Þátttökugjald er 100 kr. Samveldis- leikarnir KEPPNI á Samveldisleikunum i Edinborg hófst f gær og verð- ur fram haldið út næstu viku. Þetta er í 13. skipti sem leik- arnir eru haldnir og að þessu sinni @ru á annað þúsund kepp- endur frá 27 þjóðum, en 31 þjóð hætti við þátttöku. Keppt er í ýmsum greinum, en í gær bar afrek Victors Dav- is frá Kanada hæst, en hann synti 100 m bringusund á 1:02,56 mínútu, sem er Sam- veldisleikjamet og besti tími á þessari vegalengd, sem náðst hefur í heiminum í ár. VÍKINGUR og Selfoss gerðu 1:1- jafntefli á Valbjarnarvelli í gær- kvöldi að viðstöddum 500 áhorf- endum og voru bæði mörkin gerð í seinni hálfleik. Mikið var f húfi fyrir bæði liðin og bar leikurinn þess greinilega merki. Baráttan var mest á miðjunni, varnarmenn beggja liða hleyptu andstæðing- unum helst ekki framhjá sér og markverðimir gripu vel inn í þeg- ar á þurfti að halda. Fyrri háifleikur var frekar tíðindalaus, mikið var um langar og ónákvæmar sendingar og leik- menn náðu ekki að skapa sér góð marktækifæri. Víkingar voru ákveðnari og sóknir þeirra beitt- ari, en Selfyssingar vörðust vel. Elías Guðmundsson skoraði úr vítaspyrnu 1:0 fyrir Víking á 56. mínútu. Vtkingar sóttu upp vinstri kantinn, sending kom út í vítateig- inn þar sem Elías kom aðvífandi og skaut hörkuskoti að marki, en knötturinn fór í hönd varnarmanns og réttilega dæmd vítaspyrna. Víkingar drógu sig frekar aftur eftir markið og ætluðu greinilega að hanga á þessu eina marki, en við það urðu sóknir Selfyssinga beittari. Tómas Pálsson fékk kjörið tækifæri til að jafna leikinn á 68. mínútu, þegar hann fékk stungu- sendingu inn fyrir vörn Víkings, en Kristinn Arnarson, markvörður, bjargaði skoti hans glæsilega í horn. Tómasi brást ekki bogalistin 8 mínútum síðar. Þá fékk hann góða sendingu frá Páli Guðmundssyni og í þetta skiptið lyfti Tómas yfir Loks tap hjá Aftur- eldingu Hveragerði kom mjög á óvart í B-riðli 4. deildarinnar f knatt- spymu f gærkvöldi er liðið batt enda á sigurgöngu Aftureldingar. Leik liðanna lyktaði með sigri heimamanna. Það var Kristján Theodórsson sem skoraði bæði mörk leiksins í sitthvorum hálfleiknum. Þrátt fyrir sigur heimamanna er Afturelding þegar öruggt í úrslitakeppni 4. deildarinnar. Kristinn, sem kom út á móti, og jafnaði leikinn 1:1. Skömmu síðar komst Páll í gott færi við Víkingsmarkið, en skot hans fór í varnarmann og í horn. Rétt á eftir skapaðist mikil hætta við mark Selfoss þegar Elías gaf fyrir markið, en Halldór Gíslason, sem var nýkominn inn á sem vara- maður, hitti knöttinn illa í opnu færi og skaut framhjá. Mörkin urðu ekki fleiri og verða úrslitin aö teljast sanngjörn. Sei- foss er enn í 2. sæti, en Víkingur í 4. sæti eftir leikinn. í liði Vikings stóð Kristinn sig vel í markinu, Björn Bjartmarz var sterkur í vörninni og spilið var f kringum Elías Guðmundsson, Ein- ar Einarsson og Andra Marteins- son. Anton Hermannsson var góður í marki Selfoss, Daníel Gunnars- VÖLSUNGUR náði að leggja topp- lið KA í 2. deild að velli í skemmtilegum og fjörugum leik er liðin mættust á Húsavík í gær- kvöldi. Það var Kristján Olgeirs- son sem skoraði eina mark leiksins þegar tíu mfnútur voru til leiksloka og tryggði Völsungi þar með sigurinn. KA hafði mikla yfirburði í fyrri hálfleik og það var einungis stór- kostleg markvarsla Þorfinns Hjaltasonar sem hélt heimamönn- um á floti. Hann bjargaði þrívegis snilldarlega í hálfleiknum. Á 10. mínútu varði hann skalla frá Erlingi Kristjánssyni og tíu mínútum síðar þrumuskot Haraldar Haraldsson- ar. Á 33. mínútu munaði minnstu að KA næði forystunni er Tryggvi Gunnarsson komst í upplagt mark- tækifæri en Þorfinnur varði fast skot hans af stuttu færi á hreint ótrúlegan hátt. Fimm mínútum fyr- ir leikhlé björguðu Völsungar á línu eftir skalla Erlings Kristjánssonar og það voru fegnir heimamenn son var sem klettur í vörninni og Gylfi Sigurjónsson og Páll Guð- mundsson voru einnig góðir. SG Hola í hoggi LEIFUR Ársælsson fór holu í höggi f forgjafarkeppni Golf- klúbbs Vestmannaeyja f vikunni. Leifur, sem er einn af elstu og reyndustu golfurum í Eyjum, vann afrekið á 2. braut í grenj- andi rigningu og þoku. Þetta er í annað skiptið, sem hann fer holu í höggi. sem gengu til búningsherbergj- anna í leikhléi. Völsungar komu meira inn í leik- inn í síðari hálfleiknum en án þess þó að skapa sér marktækifæri. Flest leit út fyrir markalaust jafn- tefli þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Þá fengu Völsungar eina færi sitt í leiknum. Birgir Skúlason skailaði trá markinu eftir horn- spyrnu. Birgir náði boltanum aftur, vann einvígi og lék að miðlínu þar sem hann gaf langa sendingu yfir á hinn kantinn þar sem Kristján Olgeirsson kom aðvífandi og skaut föstu skoti í markhornið. Liö KA lék mjög skemmtilega knattspyrnu, sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Friðfinnur Hermanns- son bakvörður og Erlingur Krist- jánsson voru báðir mjög traustir í vörninni. Þorfinnur Hjaltason stóð upp úr í liði Húsvtkinga. Hann átti frá- bæran dag. Þá stóðu Sigurgeir Stefánsson, Sveinn Freysson og Birgir Skúlason einnig fyrir sínu. — Fréttaritari. 2. deild: Þorfinnur var hetja Völsungs - sem lagði topplið KA í 2. deild 1 —0 SACHS Högg deyfar V-þýsk g æðavara pgyNStÁ pjÓN' USTA FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670 ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.