Morgunblaðið - 26.07.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.07.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1986 5 Vegagerðin fjarlægir skilti fyrir ferðamenn við Hvammstanga: Kæra sveitarsljór- ans send Vegagerð til umsagnar VEGAGERÐIN hefur fjarlægt skilti sem sveitastjórnin á Hvammstanga hafði komið fyrir við þjóðveginn í grennd við bæinn. Þau gáfu til kynna með alþjóðlegum táknum að tjald- stæði, sundlaug og matsala væru á næsta leiti. „Ég héit að mark- mið Vegagerðarinnar væri að þjónusta þá sem ferðast á þjóð- vegunum. Okkur gekk ekki annað til en að vísa mönnum á ferðamannaþjónustu hér í bæn- um,“ sagði Þórður Skúlason, sveitarstjóri á Hvammstanga. Málið var umsvifalaust kært til sýslumannsins á Blönduósi að sögn Þórðar. „Við gerum athugasemd við að skiltin séu fjarlægð, og jafn- framt að reglur kveði á um að lögreglan megi ein framkvæma slíkt eignamám. Krefjumst við þess að skiltin verði sett upp aft- ur. Nýlega var mér síðan tilkynnt að sýslumaður hefði sent Vega- gerðinni kæruna til umsagnar. Þó ég sé ekki löglærður fæ ég ekki skilið hvers vegna sakbomingur fær kæm á sig til umsagnar." Þórður sagði að íbúar á Hvammstanga hefðu gert átak til að bæta aðstöðu ferðamanna á staðnum. í vor var tekið í notkun þar hótel, með gistingu og veit- ingastað. Tjaldstæði var einnig útbúið og komið þar fýrir snyrtiað- stöðu. Þá hefur sundlaugin verið endurbætt. „Við hefðum gjaman viljað veita vegfarendum upplýs- ingar. Mér fínnst það skrýtið að ekki megi auglýsa tjaldstæði og annað við þjóðvegina. Mér skildist á þeim mönnum hjá Vegagerðinni sem tóku skiltin niður að einu merkingarnar sem þeir leyfðu væm um sundlaugar, en það merki var einnig fjarlægt." Morgunblaðið reyndi árangurs- laust að ná tali af forsvarsmönnum Vegagerðarinnar á Sauðárkróki í gær. Skiltið umdeilda við Hvammstanga. Morgunblaðið/Danfel Karlsson. L. Guðmundur bæjarstjóri bregður fánanum á loft og bUarnir leggja af stað. Morgunblaðið/Einar Falur. i-::: .y,., ■ ' Allir komu i mark en sunur voru örlítið seinni en aðrir. Kassabílarall í Firðinum HIÐ árlega kassabílarall hafn- firskra barna var haldið siðdegis í gær í bezta veðri. Guðmundur Ámi Stefánsson bæjarstjóri ræsti bílana á Linn- etsstíg með þar til gerðum fána. Gengi ökuþóranna var misjafnt í keppninni. Sumir óku rakleitt í markið en kðrir misstu fljótlega stjórn á fararskjótum sínum og óku beint í áhorfendaskarann. Enginn meiddist sem betur fer. Mikið fjölmenni fylgdist með keppninni. Daihatsuumboðið s. 685870 — 681733

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.