Morgunblaðið - 26.07.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.07.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1986 Útbreiðsla alnæmisveirunnar á íslandi tekur sífellt á sig alþjóðlegri mynd: Blóðþegi smitast af veirunni eft- ir skurðaðgerð KOMIÐ hefur í ljós að einn íslendingur hefur smitast af alnæmis- veirunni í gegnum blóð sem honum var gefið við skurðaðgerð hér á landi. Maðurinn ber þess þó engin merki að vera með alnæmi eða forstig þess. Blóðið sem hann fékk við aðgerðina kom úr Blóð- bankanum og hafði verið gefið árið 1983 af manni úr áhættuhópi, sem sýktur var af veirunni. Eins og skýrt var frá í Morgun- blaðinu nýlega fannst í Blóðbankan- um í vor rúmlega ársgamalt sýni, sem kom jákvætt út úr mótefna- mælingu alnæmisveirunnar. Við athugun síðustu vikur hefur komið á daginn að viðkomandi blóðgjafi hafði gefið blóð tvisvar áður, árin 1983 og 1984. Talið er þó fullsann- að að blóð úr manninum hafi einungis verið notað einu sinni, eða í umræddri skurðaðgerð. í fréttatilkynningu frá Sam- starfsnefnd Landspítala og Borg- arspítala um vamir gegn alnæmi, sem Qölmiðlum barst í gær, segir meðal annars: „Dreifing alnæmis- veirunnar með blóðgjöfum er vel þekkt um allan heim. Sú sorgiega staðrejmd, að íslendingur hafi nú orðið fyrir smiti á þennan hátt, minnir óþyrmilega á, að útbreiðsla alnæmis hérlendis er ekkert frá- brugðin því sem gerist annars staðar á Vesturlöndum, og að smit hefur verið hérlendis lengur en Hefði þurft lagabreytingu - segir Sverrir Hermanns- son menntamálaráðherra „ÉG GAT ekki veitt Skotveiðifé- lagi íslands þessi 10% af veiði- kvótanum sem það fór fram á. Til þess hefði þurft lagabreyt- ingu, að mati lögfræðinga þeirra sem ég hef borið þetta mál und- ir,“ sagði Sverrir Hermannson „Annars hef ég áhuga á því að athuga margt betur sem þeir, Skot- veiðifélagsmennimir, hafa lagt til, til dæmis í sambandi við eignar- og veiðiheimildir. Um lagatillögur þær sem hrein- dýranefndin, á vegum menntamála- ráðuneytisins, lagði fram er ég ekki tilbúinn til þess að taka afstöðu til. Fyrst þarf ég að hitta og ráðfæra mig við bændur og búalið fyrir austan sem hafa hagsmuna þama að gæta.“ Sjá nánar á bls. 29. margan grunar, sennilega frá 1981.“ Sérfræðingar telja ókleift að komast fyllilega hjá því að sýkt blóð berist inn í blóðbanka, þrátt fyrir að blóð sé nú almennt skimað með tilliti til alnæmissýkingar. Ástæðan er einkum sú að raunsókn- araðferðin við að kanna alnæmis- sýkingu blóðs felst í því að mæla mótefni gegn veirunni. Það tekur líkamann nokkum tíma að mynda mótefni og því getur blóð verið sýkt án þess að koma jákvætt út úr mótefnamælingu, sé skammt liðið frá smiti. Af þessari ástæðu hafa læknar víða um heim rætt nauðsyn þess að draga úr því að sjúklingum sé gefið blóð úr ókunnugum við skurð- aðgerðir, og reyna þess í stað að nýta blóð sjúklingsins. Tveir mögu- leikar em til þess. Annar er sá að sjúklingurinn safni upp blóðbirgð- um í nokkra daga áður en hann gengst undir aðgerð, og hefur sú aferð verið notuð í nokkrum mæli lengi, einkum af ótta við lifrar- bólgusýkingu. Hin aðferðin er að koma blóði sem blæðir úr sjúklingi við aðgerð aftur í líkamann. Þessi háttur hefur lengi verið hafður á í Sovétríkjunum. Hollendingar halda forystunni HOLLENDINGAR halda ennþá forystu sinni á Evrópumóti yngri spilara í brids, sem nú er að ljúka í Budapest. Eftir 16 umferðir af 18 hefur hollenska sveitin fengið 303 stig. ísland er í 13. sæti með 219 stig. íslenska sveitin vann sinn stærsta sigur á mótinu til þessa í 15. umferð gegn Vestur-Þjóðverj- um, 19-11. En í 16. umferð beið ísland lægri hlut gegn Bretum, 8-22. Bretar eru mikið að sækja í sig veðrið á mótinu, eru komnir í 3.-4. sæti ásamt ítölum með 284 stig. Frakkar skipa annað sætið með 286 stig. Pólverjar eru §órðu í röðinni, hafa 280 stig og Danir eru komnir á fulla ferð eftir slaka byijun, hafa 272 stig og eru í sjötta sæti. Þeir hafa unnið hvem leikinn á fætur öðrum i síðustu umferðum og rótburstuðu meðal annars Norð- menn og Svía. Síðustu tvær umferðirnar verða spilaðar í dag, en þá eiga íslending- ar að keppa við Frakka og Svía. Morgunblaðið/Sig. Jóns. Nýráðinn bæjarstjóri Selfoss, Karl Björnsson, á Svarfhólavelli. Nýr bæjarstjóri á Self ossi: Fyrsta embættísverkið þátttaka í bæjarstjórnarmótinu Sclfoasi NYRAÐINN bæjarstjóri á Sel- fossi, Karl Björnsson, mun formlega hefja störf nk. mánu- dag, 28. júlí. Fyrsta opinbera athöfnin sem hinn nýi bæjarstjóri tók þátt í var Bæjarstjómarkeppn- in í golfi fimmtudaginn 24. júll. Þá hafði hann nýtekið við lykl- um að skrifstofum bæjarins úr hendi Helga Helgasonar bæjar- ritara. Sig. Jóns. Mikil óánægja er meðal lög*- reglumanna með mörg atriði — segir Sæmundur Guðmundsson lögregluvar ðstj óri í Kópavogi AÐ ÖLLUM líkindum mun alls- herjaratkvæðagreiðsla lögreglu- manna um nýgerðan sérkjara- samning fara fram í næstu viku. Að sögn Sæmundar Guðmunds- sonar stjórnarmanns í Landsam- bandi lögreglumanna er stefnt að því að dreifa atkvæðaseðlum næstkomandi mánudag og miða skilafrest við föstudag í sömu Selur seldur sem refafóður Stykkishólmi. SELVEIÐAR hafa löngum verið mikill þáttur í eyjabúskap við Breiðafjörð enda sérstök hlunn- indi að eiga selalátur eins og það var kallað. Skinnið var verð- mætt og verkað af fagmönnum þeirrar tíðar. Eyjamar hafa síðustu árín farið í eyði hver af annari og selnum hefur Qölgað. Skinnin hafa verið verðlítil svo að það tekur þvf ekki, að bestu manna yfirsýn, að verka þau. Kjötið, sem áður var nýtt til manneldis, hefur í seinni tíð verið sjaldgæfara með hverju árínu á matborðum og f búðum verður maður lítið var við það þó að sel- kjöt þyki dýrindisfæða og holl. Sellýsi var einnig mikið notað. Undanfarið hefur mikið verið rætt um selinn og honum talið ýmislegt til foráttu. Ormur í fiski veldur mörgum áhyggjum. Talið er að seiurinn sé þar sökudólgurinn og telja menn að fækka þurfi sel svo hægt verði að veiða ormalaus- an fisk. Þá er það ekki lítið sem selurinn þarf sér til viðurværis og kemur það einnig niður á fiskinum. Hann þykir því enginn aufúsugest- ur í net. Núorðið er hins vegar farið að nota sellgöt í refafóður og við það hefur selveiði aukist. Árni Morgunblaðið/Ámi. Föngulegir selir á bryggjunni í Stykkishólmi sem fara áttu í refafóður viku. Talning fer þó ekki fram fyrr en síðari hluta þarnæstu viku, þegar fullvíst má telja að aUir seðlar séu komnir til skila. Þessa dagana standa yfir fundir víða um land um sérkjarasamning lögreglumanna. Einar Bjamason formaður landsambandsins og fleiri í viðræðunefninni sem stóðu að samningunum, hafa lagt land undir fót í því skyni að kynna samninginn lögreglumönnum á landsbyggðinni. Ennfremur eru tíðir og fjölsóttir fundir á vegum lögreglufélaganna. Að sögn Sæmundar Guðmunds- sonar eru skoðanir manna skiptar um samninginn og margir mjög óánægðir með hann. Sæmundur sagði að það væri margt semm menn hefðu út á samninginn að setja. Nefndi hann meðal annars afsal verkfallsréttarins, en einnig og ekki síður afnám hálftímagreiðsl- unnar svokölluðu. Hingað til hafa lögreglumenn fengið hálfa klukku- stund greidda aukalega í ferða- kostnað ■ ef þeir vinna yfirvinnu. í samningnum er gert ráð fyrir að þessi greiðsla lækki í sem svarar stundaifyórðungsgreiðslu. Að sögn Sæmundar eru lögreglumenn sem vinna mikla yfirvinnu óánægðir með þessa breytingu, þar sem þeir telja sig missa af umtalsverðum tekjum. Þá sagði Sæmundur að ýmsir eldri lögreglumenn söknuðu þess að ekkert hefði miðað í því baráttu- máli lögreglumanna að lækka eftir- launaaldurinn. Að sögn hans höfðu ýmsir bundið vonir við að einhver áfangi næðist í því máli nú, en á þetta mál er ekki minnst f samn- ingnum. Loks sagði Sæmundur að í ljós væri að koma að hin beina launahækkun sem lögreglumenn fá samkvæmt samningnum væri í rauninni ekki nægilega mikil, ef haft væri í huga þær hækkanir sem ýmsar aðrar stéttir þjóðfélagsins hefðu náð fram undanfarið: „Hækk- unin átti að vera lagfæring á kjörum okkar með tilliti til þess hversu mik- ið við höfum dregist aftur úr, en í raun eru aðrar stéttir að fá svipaður hækkanir," sagði Sæmundur Guð- mundsson. Sundlaug Vesturbæj- ar lokuð um tíma SUNDLAUG Vesturbæjar verð- ur lokuð frá og með mánudegin- um 28. júlí. Lokunin er vegna viðgerða og endurbóta á sund- lauginni, en gert er ráð fyrir að hægt verði að opna aftur eftir 2—3 vikur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.