Morgunblaðið - 26.07.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.07.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1986 speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson „Kæri stjörnuspekingur! Ég er fædd 7. 8. 1970 á Akur- eyri kl. 9.08 á föstudags- kvöldi. Mig langar til að fá upplýsingar um stjömukort- ið mitt, t.d. galla, skapgerð, atvinnu, tilfinningar, ásta- mál o.fl. Einnig langar mig að vita hvort ég hafi ein- hverja tónlistar- eða lista- hæfileika. Takk fyrir." Svar: Þú hefur Sól og Mars saman í Ljóni, Tungl í Vog, Merkúr og Venus í Meyju, Steingeit Rísandi og Bogmann á Mið- himni. Ljón, Vog, Meyja, Steingeit, Bogmaður. Listir Þú hefur tvímælalaust list- ræna hæfileika. Ljón er merki sem þarf að fást við lifandi og skapandi störf. Vogin er næm á fegurð, list- ir og menningu. Til að ná árangri í tónlist eða öðrum listum verður þú hins vegar, þrátt fyrir hæfileika, að leggja á þig mikla vinnu. Ef þú hefur áhuga ættir þú að prófa þig áfram og sjá til hvað úr verður. Framkvcemdasöm Merkúr í Meyju og Steingeit Rísandi táknar að þú hefur einnig viðskipta- og stjóm- unarhæfileika. Þú ættir t.d. að vera glögg á tölur. Stjóm- un á félagslegum og listræn- um sviðum ætti að eiga vel við þig. Þú ert kraftmikil og má segja að þú hafir fram- kvæmdahæfileika. Þú ættir t.d. að geta bygt upp fyrir- tæki eða tekið á annan máta þátt í markvissu uppbygg- ingarstarfi. Stolt Og IjÚf í skapi ert þú stolt, einlæg og hlý. Þú ert vingjamlegf og hjálpsöm, ert tilfinninga- lega ljúf og hefur að öllu jöfnu þægilega skapgerð. Vogin táknar að þú reynir að þóknast öðrum, en Ljónið gerir að þú getur tekið af skarið þegar þú vilt. Þú ert því drífandi og ákveðin en jafnframt yfirleitt þægileg og tillitssöm. Steingeit Rísandi táknar að þú leggur áherslu á að framkoma þín sé öguð og virðuleg. Ljón, Vog og Steingeit saman get- ur skapað ágætan sjómanda. Kröfuhörö Helstu gallamir í korti þínu geta legið í of góðu jafnvægi á milli Sólar og Tungls. Þú gætir því átt erfitt með að beita þig hörðu til að bijóta tilfinningar niður. Venus í Meyju gerir oft of miklar kröfiir til ástvina. Þú þarft því að varast kröfuhörku. Þrátt fýrir þá tillitssemi sem Vogin gefur, þarft þú að varast tilhneigingu Ljónsins til að vera of ráðríkt og til- ætlunarsamt. Alltaf er hætta á vissri eigingirni þegar sterkt Ljón er.annars vegar. Friður og menning Tilfinningar þínar taka mið af Vog og Meyju. Þú ert því Ijúf og þægileg og þarft að eiga fallegt heimili. Um- hverfi þitt þarf að vera friðsamt, fagurt og menn- ingarlegt. Meyjan táknar að þú laðast að jarðbundnu og hagsýnu fólki og ert traust og hjálpsöm I samskiptum. Þér ætti að ganga ágætlega í tilfinningamálum, ef þú gætir þess að vera ekki of fundvís á galla í fari þinna nánustu. TOMMI OG JENNI »iniiiiiiiiinnmniimiinnunuiiiiiiininu»niiiiuiiiiminiiui»Mu;iiiiui»niim»iuniiiiiiiiiniiiinmm»nmn»»imm» 1 ■ — .. ■ — —. . . . ^ ■■' ' ... 1 SMAFOLK TMATWA5 6REATÍTHAT UJAS JUST GREAT!! Þetta var frábært, alveg frábært! MERE I AM TRYIN6 TO CONVlNCE THIS 6IRL l'M N0TT00 OLP FOR, HER, ANPYOUTELLHERTMAT I 5TILL MAVE A BLANKET! Ég legg mig fram um að sannfæra þessa stelpu um að ég sé ekki of gamall fyrir hana, og þá ferð þú að blaðra um að ég sé enn með teppi! • * * x # _ © 1986 Unlted Feature Syndlcale.lnc. Hvað get ég sagt? — Segðu ekki neitt! BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Ragnar Magnússon og Anton Gunnarsson fóru illa að ráði sínu í spilinu hér að neðan, sem kom upp í leik íslands og Spánar á Evrópumóti yngri spilara í Búda- pest. Mótinu lýkur í dag. Suður gefur, allir á hættu. Norður ♦ KD53 V4 ♦ KD7 ♦ Á9654 Vestur ♦ G6 ▼ 108652 ♦ Á102 ♦ D103 Austur ♦ 10942 ♦ KG93 ♦ 43 ♦ 872 Suður ♦ Á87 ♦ ÁD7 ♦ G9865 ♦ KG Ragnar og Anton héldu á spil- um N/S og sögðu þannig: Vestur Nordur Austur Suður — — — lgrand Pass 2 lauf Pass 2tíglar Pass 2 spaðar Pass 3tígiar Pass 4 tíglar Pass 4 iyörtu Pass 4 spaðar Pass 4 grönd Pass 5 lauf Pass 5 hjörtu Pass 5 grönd Pass 6 lauf Pass 7 tíglar Pass Pass Dobl Pass Pass Pass Sagnir eru nákvæmar og ör- uggar alveg fram að síðustu sögn, en þá hefur Ragnar verið sleginn einhverri stundarblindu. Grandopnun Antons lofaði 15— 17 punktum og tvö lauf spurðu um háliti. Tveir tíglar neituðu fiórlit í hálit, og þá komu tveir spaðar sem spurðu frekar um skiptingu. Þrír tíglar sýndu fimmlit og þá var kominn grund- völlur til að leita að slemmu. Ragnar tók undir litinn með fiór- 4 um tíglum og síðan tóku við fyrirstöðusagnir upp að fimm gröndum. Sú sögn spurði um trompið og svarið sex lauf neit- aði einum af þremur efstu! En af einhveijum ástæðum sagði Ragnar sjö tígla þrátt fyrir það og vestur lét eftir sér að dobla með trompásinn. Spilið var þeim félögum þeim mun sársaukafyllra þegar í ljós kom að Spánveijamir á hinu borðinu létu sér nægja að spila þijú grönd. Það hefði því gefið góða sveiflu að spila sex tígla. Spánveijar unnu leikinn 19— 11 og þökkuðu það þessu spili fyrst og fremst. Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlegu móti í Vmjacka Banja í Júgóslaviu kom þessi staða upp í skák þeirra Schultz, V-Þýzkalandi, og Júgóslavans II- incic, sem hafði svart og átti leik. ir 40. - Bxe2!, 41. Hxb7+ - Rxb7, 42. exf6+ — Kf8 og þar sem t hvítur hefur spilað út öllum sínum trompum gafst hann upp, því mátið blasir við. Hinn gamal- reyndi stórmeistari Milan Mat- ulovic sigraði á mótinu með 10 v. af 14 mögulegum. Hinn 17 ára gamli Ilicic var óvænt annar með 9'/z, en síðan komu sovézki stór- meistarinn Vaiser og Júgóslavinn Rukavina með 9 v. 4*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.