Morgunblaðið - 26.07.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.07.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1986 JHtfymtMiifrUt Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fróttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 40 kr. eintakiö. Fjármagris- markaður Staða Útvegsbanka íslands hefur verið ofarlega á baugi í umræðu fólks og fjölmiðla næstliðnar vikur. Þessi afmark- aða umræða hefur raunar skyggt á æskilegar rökræður um bankakerfíð í heild og ekki síður þær athyglisverðu breyt- ingar á íslenzkum fjármagns- markaði, sem yfír standa. Það er máske mergurinn málsins að innlendur peningasparnaður, sem lagður var í rúst á verð- bólguárunum 1971—1983, einkum á síðustu árum þessa tímabils, hefur rétt verulega úr kútnum, þrátt fyrir efnahags- þrengingar samfara hjöðnun verðbólgunnar. Af þessum sökum meðal ann- ars hefur íslenzkur fjármagns- markaður fært út kvíamar og þróast í átt að hliðstæðum í þeim rílg'um, sem lengi hafa búið við jafnvægi og stöðugleika í efnahagslífí. Innlendur pen- ingaspamaður hefur þó engan veginn náð þeirri rótfestu enn sem komið er, sem nauðsyn ber til, meðal annars til að atvinnu- vegir okkar og þjóðarbúskapur verði síður háðir erlendu láns- ijármagni. Verðbólguhvatar eru sem falinn eldur víða í sam- félaginu, ekki sízt í hugsunar- hætti okkar, sem býr um of að mótun verðbólguáranna. Fjárfestingarvalkostir og fjármögnunarleiðir hafa breytzt á gengnum misserum án þess að fólk hafí almennt gert sér nægilega grein fyrir framvind- unni. Verðbréfasjóðir hafa risið upp, sem bjóða nýjar ávöxtunar- leiðir. Verðbréfaþing hefur hafíð störf, sem skráir skulda- bréf. Að því standa stofnanir, sem verzla með verðbréf á al- mennum markaði. Almenningur á nú kost á ráðgjöf, varðandi ávöxtun spariQár, sem opnað hefur fleiri Ieiðir fyrir sparendur til ávöxtunar spariQár en fyrir vóm. Einkabankar hafa tekið upp samstarf við erlendar fjár- magnsstofnanir um Qármögn- unarleiðir. Að minnsta kosti þrjár stofnanir stunda svokall- aða Qármögnunar- eða kaup- leigu. Allt em þetta nýjungar á íslenzkum fjármagnsmarkaði, sem vitna um öra framvindu, að ógleymdum greiðslukorta- viðskiptum, sem setja í æ ríkari mæli svip sinn á almenn við- skipti, bæði hérlendis og erlend- is. Seðlabankar em hvarvetna ríkisreknir. Hinsvegar em við- skiptabankar víðast hvar í eigu hlutafélaga eða einkaaðila. Það þykir tryggja, betur en ella, lánsQárstýringu til fram- kvæmda eða rekstrar, sem skilar hinu lánaða fjármagni, ásamt vöxtum, til eigenda fjár- magnsins; þeirra spariQáreig- enda, er trúað hafa viðkomandi lánastofnunum fyrir fjármagni sínu. Hér á landi em hinir stærri viðskiptabankar, Lands- banki, Búnaðarbanki og Út- vegsbanki, ríkisreknir. Sparifé í þessum ríkisbönkum nýtur ríkisábyrgðar. A verðbólguár- unum skorti hinsvegar vemlega á að sparífé í lánastofnunum yfírhöfuð væri fullverðtryggt. Raunar brann sparifé, eða kaupmáttur þess, á verðbólgu- bálinu allar götur frá 1971 fram á fyrri hluta árs 1983, mismun- andi mikið að vísu. Einkabankar, Iðnaðarbanki, Verzlunarbanki og Samvinnu- banki, komu síðar til sögunnar, en hafa sett vaxandi svip á bankakerfíð. Sparisjóðir hafa og gegnt veigamiklu stað- bundnu hlutverki víða um land og vaxandi samstarf þeirra hef- ur skapað þeim sterkari stöðu en áður. Ekki er vafí á því að sú samkeppni, sem einkabank- amir veita, hefur komið fólki og fyrirtækjum til góða. Þær raddir hafa heyrzt að bankakerfíð hafí vaxið um of miðað við fámenni þjóðarinnar og umfang þjóðarbúskaparins; bankaútibú séu of mörg; hægt sé að sinna því hlutverki, sem bankakerfíð hefur, með kostn- aðarminni hætti. Ymsar ábend- ingar hafa komið fram í þeirri umræðu, sem orðið hefur í þjóð- félaginu um bankakerfíð, m.a. að sameina eigi Útvegsbankann Búnaðarbankanum, að sameina eigi Útvegsbankann Iðnaðar- bankanum og Verzlunarbank- anum í nýjum hlutafélagsbanka, sem ríkið eigi aðild að, að sam- eina megi Útvegsbanka og Búnaðarbanka þeim einkabönk- um, sem fyrir eru, og loks að selja eigi öðrum bönkum _þá aðstöðu og starfsemi, sem Út- vegsbankinn hefur nú. Hér verður ekki lagður dómur á þessar hugmyndir varðandi bankakerfíð. Þessi mál eru í heild til athugunar og umfjöll- unar hjá réttum stjómvöldum. Höfuðatriðið er að íslenzkur peningaspamaður hefur rétt ei- lítið úr kútnum og að fjár- magnsmarkaður okkar hefur þróast áleiðis að hliðstæðum sínum í helztu viðskiptalöndum okkar. Mikilvægt er að halda þannig á málum að við glutrum ekki niður því, sem áunnizt hef- ur, heldur þokum málum áleiðis, svo framvindan á íslenzkum flármagnsmarkaði horfí til al- menningsheilla í bráð og lengd. Umsjónarmaður Gísli Jónsson 347. þáttur Bima G. Bjamleifsdóttir í Reykjavík skrifar svo: „Mig langar að leggja orð í belg um orðin ferðaþjónusta og ferðaútvegur. Þú sagðist telja að fyrra orðið hefði þrengri merkingu en hið síðara. Það fínnst mér nefnilega ekki. Ég hef verið fylgj- andi því að notað yrði orðið ferðaþjónusta, þ.e. þjónusta við fólk sem er á ferðalagi (sala á ferðum, gistingu, veitingum og leiðsögu, leiga á bflum, sala á minjagripum o.þ.h.). Þjónustu- lund ætti að vera aðalsmerki þeirra sem þessi störf stunda, enda var á síðustu ferðamálaráð- stefnu, sem haldin var í Vest- mannaeyjum sl. haust, samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta at- kvæða að halda sig við orðið ferðaþjónusta. Tilefnið var senni- lega það, að í erindi, sem forstjóri Þjóðhagsstofnunar flutti á ráð- stefnunni, notaði hann orðið ferðaútvegur. Ráðstefnugestir voru ekki alveg sáttir við það orð m.a. vegna þess að fólk vildi leggja áherslu á þjónustuhlut- verlcið. Ég viðurkenni að ég er ekki málfróð, en samkvæmt íslenskri orðabók merkir orðið útvegur = ráð, úrræði, öflun, útgerð, físk- veiðar. Ég skil því orðið ferðaút- vegur sem ferðaútgerð, þ.e. að gera út ferðir, skipuleggja ferðir og selja. Það gera ferðaskrifstofu- eigendur að vísu og að vissu marki má segja að ieiðsögumenn útvegi ferðir/ferðamenn, sérstaklega þegar þeim tekst vel upp og þeir skila ánægðum farþegum, sem mæla með íslandsferðum við vini og kunningja, þegar heim kemur. Er þá hægt að segja að sá, sem selur minjagripi, rekur veitinga- stað eða rekur gistihús, stundi ferðaútveg? Og myndi ferðabóndi verða kallaður útvegsbóndi? Ef til vill misskil ég merkingu orðsins ferðaútvegur, en mér fínnst hún þrengri en ferðaþjón- usta. Gaman væri að lesa nokkrar athugasemdir frá þér um það í dálkunum þínum. Bestu kveðjur." ★ Umsjónarmaður þakkar þetta fróðlega bréf. Fyrir málsöguna eru það góðar upplýsingar að orð- ið ferðaþjónusta hafí verð samþykkt með yfírgnæfandi meirihluta atkvæða á ráðstefn- unni í Vestmannaeyjum. Útvarp bar á sínum tíma sigurorð af víðvarpi í atkvæðagreiðslu á al- þingi. Umsjónarmaður hefur hins vegar ekki miklu meira um þetta að segja en áður, sjá t.d. 343. þátt. Hann hefur oftar en einu sinni mælt með orðinu ferðaþjón- usta í staðinn fyrir túrisma. En „túrisminn" allur, sem atvinnu- grrein, fínnst honum að vel megi heita ferðaútvegpir, orðið mynd- að í líkingu við sjávarútvegur. Um merkingarvídd þessara orða verður hér ekki felldur dómur, merking orða getur verið teygjan- leg, en tilfínning umsjónarmanns er óbreytt. Honum þykir ferðaút- vegur geta tekið til fleiri þátta en beinnar þjónustu og sé því víðtækara að merkingu en ferða- þjónusta. „Ef til vill misskil ég merkingu orðsins ferðaútvegur," segir bréf- ritari. Umsjónarmaður er ekki alveg frá því, að svo geti verið, og auðvitað myndi bóndi, sem tekur á móti ferðamönnum og selur þeim greiða, ekki vera rétt- nefndur útvegsbóndi, tæplega heldur „ferðabóndi“. I bili fær svo umsjónarmaður ekki betur séð en bæði orðin, sem um hefur verið rætt, sómi sér vel og megi nota sitt á hvað. Ef þau merkja nákvæmlega hið sama, þá í tilbreytingarskyni, fátæklegra væri að láta annað útrýma hinu. Sé hins vegar greinilegur merk- ingarmunur á, eiga þau auðvitað bæði rétt á sér. Auk þess leggur umsjónarmaður til að þið, lesend- ur, látið frá ykkur heyra um þetta, ekki síst ef þið skylduð stunda ferðaþjónustu eða ferðaútveg. ★ Fyrir augu umsjónarmanns hefur borið tilkynningu til náms- manna erlendis frá Lánasjóði íslenskra námsmanna. I þessari tilkynningu stendur meðal annars: „Reglugerðarbreytingin frá 2. apríl 1986 nær til lánveitinga fyr- ir apríl og maí og þar til annað verður ákveðið. Framkvæmd er miðuð við: a) Island: Krónutala framfærslu- grunns óbreytt frá því sem var tímabiiið sept.—nóv. 1985. b) Erlendis: framfærslugrunnur hvers námslands framreiknaður (í mynteiningum) miðað við með- alverðlagsbreytingar í viðkomandi landi (samkv. upplýsingum frá OECD) og síðan lækkaður um jafngildi þess sem kaupmáttur grunnframfærslu á íslandi hefur lækkað miðað við breytingar á framfærslu- vísitölu. Lánin verða greidd út miðað við gengi á þeim degi sem það er veitt." Er þetta í lagi? Eða fínnst ykk- ur eins og mér að þetta þyrfti að vera á skiljanlegu mannamáli? ★ Bragarháttur vikunnar er úr- kast (ferskeytluætt V): Sífellt er mig sól að dreyma, samt er þoka. Það er eins og eiga heima inní poka. (Bjami úrsmiður) Nú er ekki nokkur glæta af neinu tagi þessar varir þurru að væta, þótt ég dæi. (Kristján Níels Jónsson) ★ Auk þess legg ég enn til að fyrir súperbensín komi kraft- bensín, sbr. stóra fyrirsögn hér í blaðinu fyrir réttri viku. Hollustuvernd ríkisins: Gjaldskrá staðfest um eftirlit með starfs- leyfisskyldum rekstri HEILBRIGÐIS- og trygginga- málaráðuneytið hefur að tillögu stjórnar Hollustuvemdar ríkisins staðfest gjaldskrá vegna eftirlits Hoilustuveradar ríkisins með starfsieyfisskyldum rekstri, sem haft getur í för með sér mengun en um siikan rekstur gilda ákvæði regluiegar nr. 390/1985, sem sett Stykkishólmi. Sá þjóðkunni maður og eili- málafrömuður, Gísii Sigurbjörns- son forstjóri Grundar í Reykjavík, var á ferð i Stykkishólmi um dag- inn og skoðaði hann þá m.a. dvalarheimilið og ræddi við vist- menn. Hann hefur áður sýnt dvalarheimilinu bæði skilning og sóma og var hann ánægður með að sjá hversu vel var í haginn búið fyrir fóikið sem þar bjó. Gísli heimsótti einnig Fransisku- systumar og sjúkrahúsið þar sem nú er í smíðum viðbygging til heiisu- er með stoð í 3. gr. laga nr. 109/ 1984, um hollustuhætti og heil- brigðiseftirlit. Þessu gjaldi er ætlað að standa undir kostnaði við reglubundið eftirlit Hollustu- verndar ríkisins og vinnu stofnun- arinnar að starfsleyfistillögum. Eftirlitsskyldum fyrirtækjum er skipt í 4 flokka og er gjald mismun- gæslu og annarrar heilbrigðisþjón- ustu. Hann minntist hins fómfúsa starfs systranna um hálfrar aldar skeið og óskaði þeim allra heilla í framtíðinni um leið og hann afhenti stofnuninni veglega gjöf frá elli- heimilinu Gmnd, en í sjúkrahúsinu hafa eldri borgarar notið sérstakrar aðhlynningar og hafa systumar gert sitt ýtrasta til að auka á þægindi oggera líðan sjúklinganna sem besta og er starf þeirra í Stykkishólmi mikil gæfa íbúanna. Arai andi eftir umfangi eftirlitsins og nauðsyn á eftirliti. í efsta flokki eru t.d. álframleiðsia, kísiljámfram- leiðsia (SiFe) og kísilframleiðsla (SiO ). Ifyrir eftirlit með slíkri starf- sem?skal greiða kr. 80 þús. árlega. í öðmm flokki lenda m.a. stærri físk- eldisstöðvar, sorphaugar og sorp- brennslur. Argjald af þeim er kr. 30 þús. í þriðja flokki em m.a. minni fískimjölsverksmiðjur, minni fískeld- isstöðvar og fyrirtæki sem annast yfirborðsmeðhöndlun á jámi, stáli og öðmm málmum t.d. „galvaneser- ingu“. Árgjald af þeim er kr. 15 þús. í fjórða flokki er annar minni háttar iðnaður, t.d. lím- og málning- arverksmiðjur, hreinlætisverksmiðj- ur og plastvömverksmiðjur. Árgjald af þeim er kr. 5 þús. Gjaldskrá þessi er sett með heim- ild í 17. gr. laga nr. 109/1984 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit og byggir á þeim gmndvallarmark- miðum mengunarréttarins að eftir- litsskyldum aðilum beri að standa undir kostnaði við lögskipað eftirlit og að líta beri á slíkan kostnað sem hluta af reksturskostnaði slíkra fyr- irtækja. Gjaldtaka af þessu tagi hefur tíðkast um nokkurt skeið í nágrannalöndunum. (Fréttatilkynning) Gísli Signrbj önisson færir Fransiskusystrunum gjöf fyrir hálfrar aldar starf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.