Morgunblaðið - 26.07.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.07.1986, Blaðsíða 27
MORGÚNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1986 „Cirkus Arena“ á leið til íslands DANSKI fjölleikahópurinn með Norrænu og verða haldnar „Cirkus Arena“ er væntanlegur sýningar bæði á Akureyri og í hingað til lands nk. fimmtudag Reykjavík. Varar við skerð- ingn verkfallsréttar STJÓRN BSRB samþykkti samhljóða á fundi sínum fimmtudaginn 24. þ.m. að beina þeim tilmælum til allra félagsmanna að vera vel á verði gegn skerðingu réttinda starfshópa og stétta, s.s. lífeyrisrétt- inda, og samningsréttar þeirra sem að öryggis- og heilbrigðismálum starfa. Samþykktin er svohljóðandi: Stjóm BSRB vill að gefnum tilefn- um beina því til allra félagsmanna að vera vel á verði gegn því að réttindi starfshópa og stétta verði skert. I þessu sambandi er sérstaklega vakin athygli á því að framundan er hörð varnarbarátta gegn skerð- ingu lífeyrisréttinda opinberra starfsmanna, en í samkomulagi Vinnuveitendasambandsins og ASÍ frá sl. vetri felst krafa um verulega skerðingu lífeyrisréttinda opinberra starfsmanna. Þá fer ekki fram hjá neinum að ríkisvaldið gerir nú tilraunir til að skerða eða afnema samningsrétt þeirra sem starfa að öryggis- og heilbrigðismálum. Þessi afstaða ríkisins kom skýrt fram í samninga- viðræðum við BSRB á sl. vetri. Ef ríkisvaldinu tekst að ijúfa samstöðu obinberra starfsmanna í varðstöðu um áunnin réttindi er hætta á ferðum, sem öllum opin- berum starfsmönnum ber að snúast gegn. Listafólkið, sem telur 50 manns, kemur frá tíu þjóðlöndum, en sýn- ingum stýrir Benny Berdino. Meðal listamannanna er Tóti trúður, sem vann Evrópugull trúða í Frakklandi í fyrra, Darix fímleikabræðumir, töfrabragðaparið Ron Marvin og Helena, Los Huesca línudansaram- ir, fjöllistakonan Line Caroll og fleiri. „Circus Arena" sýnir á íþrótta- svæði Þórs á Akureyri 2. og 3. ágúst og verður forsala aðgöngu- miða þar í Kompunni, Skipagötu 2. I Reykjavík verða sýningar í Laug- ardal við hliðina á TBR 6. til 11. ágúst. Miðasalan verður opnuð á sýningarstað tveimur tímum fyrir sýningu alla sýningardagana. í Reykjavík verða sýningar alla dag- ana kl. 20.00 og einnig kl. 16.00, 8. 9. og 10. ágúst. Miðaverð er 450 krónur fyrir stóla og 350 krónur ef setið er á bekkjum. Fjölleikahús- ið rúmar 2.000 manns í sæti Að undanfömu hefur flölleika- hópurinn verið á ferðalagi um Svíþjóð og Danmörku og hefur nú tveggja daga viðdvöl í Færeyjum. Morgunbladið/Böricur Trúðurinn Jacob Kagan og sonur hans, sem líka heitir Jacob, komu fyrr til landsins og voru að spóka sig í Austurstræti í gær. Aðalsteinn Davíðsson hafði í nógu að snúast, en hann var annar tveggja sem sáu um smíði tveggja göngubrúa yfir skurði í Fossvogsdalnum og viðgerð þriggja til viðbótar, sem famar voru að láta á sjá vegna elli og fúa. ... , Á fjórða hundrað manna, aðallega unglingar úr vinnuskóla Kópavogs, en líka allmargir fullorðnir, með bæjarstórnina í Kópavogi í broddi fylkingar, lögðu hönd á plóginn við gerð gangstíga í Fossvogsdalnum á miðvikudaginn. Gang'stígur lagður í Fossvogi VINNUSKÓLI Kópavogs, ásamt allmörgum fullorðnum, lagði göngustíg í Fossvogsdalnum síðasta miðvikudag. Auk vinnuskól- ans stóð foreldrafélag Snælandsskóla fyrir framtakinu. Um 300 unglingar úr vinnu- hafi verið orðnar hættulega fún- skólanum unnu að lagningunni ásamt nokkrum tugum fullorð- inna, þ. á m. bæjarstjórn Kópa- vogs. Göngustígurinn er um 360 metrar á lengd og liggur frá Birkihlíð að Daltúni. Vinnan hófst kl. 14 og var haldið áfram uns verkinu lauk. í stíginn fóru um 100 teningsmetrar efnis, eða 1000 til Í200 hjólbörufarmar, giskaði Þórður Guðmundsson, annar yfír- verkstjóra vinnuskólans, á. Við verkið voru notaðar 40 hjólbörur og á annað hundrað skóflur. Einnig voru smíðaðar tvær gangbrýr og þrjár aðrar gerðar upp. Fyrir voru fimm gangstígar sem lágu þvert yfír Fossvogsdal- inn og einnig er gangstígur langsum eftir dalnum Reykjavík- urmeginn. Þessum stígum er ætlað að auka gildi Fossvogs- dalsins sem útivistarsvæðis, sem hann þykir kjörinn til vegna nátt- úrufegurðar og veðursældar. Unglingum, sem blaðamaður spjallaði við, þótti stígurinn góð viðbót, en mest gagn þótti þeim þó að viðgerðinni á brúnum. Þær ar. Þau létu vel af veru sinni í vinnuskólanum í sumar, en þetta var síðasta verkefni vinnuskólans í ár. Nú er bara eftir að ganga frá áhöldum og svo er skemmti- ferð í Þrastarlund. Þó létu nokkur þeirra í ljós óánægju með tilhögun launa- greiðslna. Nú í sumar var í fyrsta sinn greitt eftir aldri þannig að miðað var við afmælisdaga en unglingum sem rætt var við þótti eðlilegra að miðað væri við bekk, þannig að öll í sama bekk fái sömu laun. Sigurður Þorsteinsson, for- stöðumaður vinnuskólans, sagði að þetta hefði verið gert með það í huga að um helmingur ungling- anna myndi hækka í launum á þennan hátt, en hann væri í vafa hvort hann myndi ekki mæla með að þetta form yrði haft á áfram. Foreldrar í Snælandsskóla- hverfí stóðu að framkvæmdinni með vinnuskóianum og dreifðu þau bréfí í hvert .hús í hverfinu þar sem fólk var kvatt til að koma og taka þátt í verkinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.