Morgunblaðið - 26.07.1986, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.07.1986, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1986 fclk í fréttum SAMSKIPTA- SÉRFRÆÐINGURINN, DR. RUTH WESTHEIMER Stundum er best að hlusta bara á hjartað Léttíst um 70 kiló Hrísgijón eru til fleiri hluta nytsamleg, en að henda þeim yfir brúðhjón eða eltast við þau út um ailt borð með pijónum, sem ekki láta að stjóm. Judy Moscovitz notaði þau meðal annars í megr- unarkúr sinn með vægast sagt nokkuð góðum árangri. „FYrir íjór- um ámm var ég ekkert annað en 125 kílóa kjötskrokkur og það mjög óánægður og ljótur í þokkabót," segir hin nýja Judy. „Allt í einu var mér bara nóg boðið sjálfri, seldi ailt mitt hafurtask nema hundinn og sjónvarpið og lagði alla mína orku í að losa mig við aukakílóin." Arangurinn lét heldur ekki á sér standa - tæp 70 kíló hurfu á næstu níu mánuðum. „Hann er mjög erfið- ur þessi kúr, svona fýrst í stað,“ segir Judy. „Fyrstu vikuna eða hálfa mánuðinn borðar maður bara hrísgijón, þar á eftir fær maður svolítið grænmeti með og ef til vill ávöxt svona af og til. Þriðja stigið felst svo í kartöfluáti, þar á eftir koma kjúklingamir og loks egg og pasta. Þetta er þó aðeins byijunin því aðaltilgangurinn er að breyta mataræði sínu gersamlega." Árangurinn skilaði sér í fleim en þyngdartapi. Judy Moscovitz tók sig nefnilega til og skrifaði bók um hrísgijónaátið, stofnaði megmnar- klúbb o.s.frv. „Mér fannst eins og mér bæri nokkurs konar skylda til að hjálpa öðmm út úr þessum víta- hring líka," segir hún. „Ég veit hverslags martröð þetta er, að vera svona allt of þungur í þjóðfélagi, sem segir að fólk eigi helst að vera eins og ljósastaurar í laginu, til að geta talist fallegt. Sjálfstraustið, sem ég var fyrir löngu búin að missa hef ég nú fengið aftur svo og lífsgleði mína og bjartsýni. Og er ekki allt á sig leggjandi þegar aðrir eins eiginleikar em í veði? - Ja, ég bara spyr,“ segir hún. Klúbburinn kvaddur Prátt fyrir að Ameríkanar hafl ávallt verið álitnir æði opinská- ir að eðlisfari, er óhætt að fullyrða að alger bylting hafi orðið á því sviði, sem tengist kynferðismálum, eftir að hin hláturmilda, hnyttna kona, dr. Ruth Westheimer, kom fram á sjónarsviðið. Á stuttum tíma vann hún hugi og hjörtu Banda- ríkjamanna, varð einn vinsælasti þáttastjómandi í útvarpi og sjón- varpi og söluhæsti rithöfundur þar í landi. Viðfangsefni hennar er allt- af það sama, vandamálin sem viðkoma samskiptum kynjanna. „Ég held að fólk viti að þegar ég hlæ eða flissa er ég ekki að hlæja að vandamálum þeirra," segir Ruth, „síður en svo. Ég er bara að hlæja að okkur öllum — við emm nefni- lega svo skondin með allar okkar áhyggjur, kvíða og óþarfa ótta. Spumingamar sjálfar tek ég hins vegar mjög alvarlega og það held ég að fólk skynji alveg," bætir þessi 57 ára gamla kona við. Eitt sinn spurði ungur maður dr. Ruth hvort hann ætti að ganga að eiga stúlku eina, sem foreldmm hans var ekkert sérlega vel við, vegna ættar hennar og uppeldis. Svarið var æði stutt og laggott: „Hlýddu hjartanu, drengur." Eftir á var Ruth gagnrýnd fyrir þetta svar, sem sumum þótti ekki beint vísindalegt. „Það veit ég ósköp vel,“ viðurkenndi hún fúslega, „en við emm nú heldu ekki nein vélmenni, er það? — Það er bara staðreynd að í sumum málum er skynsemin óskynsamlegust, og þá er eins gott fyrir mann að hlusta á það sem hjartað hefur að segja." Ástæðan fyrir þeim mikla trún- aði, sem almenningur sýnir Ruth, er sú, að hún svarar öllum fyrir- spumum af mikilli alúð og um- hyggju og henni tekst að láta spyijandann flnnast hann hvorki kjána- eða krakkalegur. Og fólk opinberar fyrir henni öll sín per- sónulegu vandamál — hún er þeirra tryggasti vinur. En leið Ruth inn í hjörtu almenn- ings var ekki beint blómum stráð. Hún er gyðingur, fædd í Þýska- landi, á þeim tíma sem hvort tveggja var álitið dauðasynd. Þrátt fyrir miklar hörmungar í bamæsku talar hún beiskjulaust um þetta nú. „Fyrstu tíu ár ævi minnar ólst ég upp sem einkabam hjá afskaplega ástríkum foreldrum," upplýsir hún. „Ást þeirra var gjöf til mín, sem meira að segja kolvitlaus veröld gat ekki tekið frá mér.“ En Ruth missti næstum allt annað. Þegar hún var 10 ára var faðir hennar sendur í útiýmingabúðir nasista og átti það- an ekki afturkvæmt. Móðir hennar var seinna einnig send til Ausch- witz og þar vom þau bæði tekin Slegið á létta strengi í sjónvarpssal. — Evrópu heilsað Það var um síðustu helgi, sem Klúbburínn var kvaddur með pompi og prakt. Þá hafði hann gegnt þýðingarmiklu hlutverki í skemmtanalífl landans í ein 27 ár, hvorki meira né minna. Síðan hafa hávær hamarshögg heyrst bylja um Borgartúnið, enda miklar breyting- ar staðið yfír í húsakynnum þeim. Innréttingar hafa hreyfst til, sumar jafnvel horfíð og aðrar komið í stað- inn, sviðin ýmist stækkað eða minnkað og allt skipulagið fært í nútímalegra horf. Ástæðulaust er þó að leggjast í eymd og volæði og fara að mála skrattann á vegginn því enn mun verða dansað dátt í blessuðu Borgartúninu. í gærkvöldi var nefnilega opnaður þar skemmti- staður, sem heitir í höfuðið á heilli heimsálfu - veitingahúsið Evrópa. Eigendurnir eru þrír talsins, þeir Gunnar Árnason, Vilhjálmur Ást- ráðsson og Ame Vest Andersen. Morgunblaðið leit inn til þeirra síðdegis í fyrradag þar sem allt var á fullri ferð, verið var að reka smiðs- höggið á viðamikið verk, enda aðeins nokkrar klukkustundir í sjálfa opnunina. „Ætli ferskleiki og fjölbreytni verði ekki okkar einkunnarorð," sagði Gunnar Ámason, er við innt- um hann eftir því á hvað yrði lögð ríkasta áherslan. „Við ætlum að reyna að höfða til mun breiðari hóps, en Klúbburinn gamli gerði og virðum að vettugi allt sem heitið getur kjmslóðabil. Húsið er afskap- lega stórt, svo við teljum okkur geta boðið upp á æði margt í einu. Kjallarinn verður áfram ætlaður þeim, sem vilja sitja og rabba sam- an í rólegheitum svo og önnur hæðin. Á fyrstu hæðinni höfum við hinsvegar innréttað nútímadiskó- tek. Svo munum við einnig leggja ríka áherslu á að efla lifandi tón- list, vera ávallt með það besta sem er á boðstólum, hveiju sinni. Skemmtikraftamir verða líka ýmist innlendir eða frá meginlandi Evr- ópu. En er markaðurinn ekki fullmett- aður - er eitthvert vit í að fara út í svona rekstur í dag? „Ja, markaðurinn er auðvitað alltaf dálítið sveiflukenndur," svar- aði Gunnar. „Hinsvegar sýnir reynslan okkur að stóru húsin ganga betur en þau sem smærri em og það er okkar vopn. íslending- ar hafa líka alltaf skemmt sér mjög mikið, miðað við aðrar þjóðir og ekkert útlit er fyrir að það brejitist í bráð. En auðvitað er þetta viss áhætta, það er alveg Ijóst. Þetta er spennandi og skemmtilegt í senn og takist okkur að hafa mikla fjöl- breytni held ég að við þurfíim ekkert að óttast. Undanfama daga hefúr verið lögð gífurleg vinna í að láta þetta allt smella saman, unnið dag og nótt og við famir að hlakka til að opna og við erum bjartsýnir á að þetta dæmi gangi upp,“ sagði hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.