Morgunblaðið - 15.08.1986, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 15.08.1986, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986 3 „Ég hlakka til að taka við starfinu“ - segir Bogi Nilsson nýskipaður rannsóknarlögreglustj óri ríkisins BOGI Nilsson, sýslumaður Suður-Múlasýslu og bæjarfógeti á Eski- firði, var í gær skipaður rannsóknarlögreglustjóri. Forseti íslands skipaði í stöðuna að tillögu dómsmálaráðherra, Jóns Helgasonar. „Eg hlakka til að takast á við þetta verkefni," sagði Bogi. „Það má vissulega búast við að nokkur munur sé á þessu starfi og starfi sýslumanns, því verkefni rannsókn- arlögreglunnar eru afmarkaðri. Mér hefur líkað mjög vel í starfi mínu og ég á eftir að sakna fólksins hér, en það er hins vegar ágætt fyrir menn að skipta um starf.“ Bogi Nilsson tekur við stöðu rannsóknarlögreglustjóra af Hall- varði Einvarðssyni, sem lét af störfum 1. júlí sl. til að taka við stöðu ríkissaksóknara. Bogi er 45 ára gamall og útskrifaðist hann frá lagadeild Háskóla íslands árið 1968. Þá varð hann fulltrúi sýslu- manns og bæjarfógeta á Akureyri og aðalfulltrúi þar frá ársbyrjun 1973 til ársloka 1975. Hinn 1. jan- úar 1976 tók Bogi við embætti sýslumanns í Suður-Múlasýslu og bæjarfógeta á Eskifirði, eins og áður er getið. Hann tekur við starfi rannsóknarlögreglustjóra 1. októ- ber nk. Bogi er kvæntur Elsu Petersen. Þrír umsækjendur voru um stöð- una auk Boga, þeir Amgrímur Isberg, fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík, Ásgeir B. Friðjónsson, sakadómari í ávana- og fíkniefna- málum og Þórir Oddsson, vararann- sóknarlögreglustjóri. „Vonsvikinn að fá ekki stöðuna“ - segir Þórir Oddsson vararannsóknarlögreglustjóri „Eg varð vissulega fyrir verulegum vonbrigðum þegar ég frétti að ég fengi ekki stöðu rannsóknarlögreglustjóra," sagði Þórir Oddsson, sem var settur I embættið er Hallvarður Einvarðsson lét af störfum hinn 1. júlí sl. „Mér fínnst auðvitað sem fram- hjá mér sé gengið, ég hef starfað hérna frá því að rannsóknarlög- regla ríkisins var stofnuð árið 1977,“ sagði Þórir. „Hinn 1. júlí árið 1977 réðst ég hingað, en var þá búinn að vinna um tíma að undir- búningi stofnunar embættisins ásamt Hallvarði Einvarðssyni fyrr- um rannsóknarlögreglustjóra. í apríl 1978 var ég skipaður vara- rannsóknarlögreglustjóri, en hafði áður verið aðalfulltrúi og gegnt störfum rannsóknarlögreglustjóra í fjarveru hans eða forföllum. Ég varð því fyrir vonbrigðum með að fá ekki stöðuna,“ sagði Þórir að lokum. Þórir Oddsson hefur fallist á að taka setningu í embætti rannsókn- arlögreglustjóri til 1. október nk. en þá tekur Bogi Nilsson við. Borgarráð: Samkeppni BORGARRÁÐ samþykkti á síðasta fundi sínum 12. ágúst að efna til samkeppni um tillögur að ráðhúsi fyrir Reykjavík. Ráð- húsinu er ætluð lóð á horni Tjarnargötu og Vonarstrætis við Tjörnina. Á fundinum var frest- að afgreiðslu á beiðni um leyfi til að rifa húsin við Vesturgötu 10 og lOa. Dómnefnd vegna fyrirhugaðrar samkeppni skipa Davíð Oddsson borgarstjóri, Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi og Þorvaldur S. Þor- valdsson forstöðumaður Borgar- skipulags, ásamt þeim Þorsteini Gunnarsyni arkitekt og Guðna Páls- syni arkitekt, sem skipaðir eru af arkitektafélagi íslands. Sigutjón Pétursson borgarfull- trúi (Aþb.) óskaði eftir að bókað yrði að tilnefning minnihiutans í borgarráði um fulltrúa í dómnefnd um ráðhús fyrir byggingu ráðhúss væri af hans hálfu ekki ákvörun um að ráðhús verði meðal næstu verkefna Reykjavíkurborgar. Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarfulltrúi (V) lét einnig bóka að hér væri ekki tekin ákvörðun um næsta verkefni á veg- um borgarinnar. 1050 tonnum af loðnu landað í gær TVEIR loðnubátar lönduðu í gærkvöld samtais 1050 tonnum af loðnu. Súlan EA landaði í Krossanes- verksmiðjuna á Akureyri og Fífill GK landaði í Raufarhöfn. Ekkert loðnuskip hafði tilkynnt um loðnu- afla í gærdag. Vinsældalisti rásar II: Skriðjöklar á toppnum NOKKRAR breytingar hafa orðið á vinsældalista rásar tvö frá fyrri viku. Skriðjöklarnir tróna í fyrsta sæti með Hestinn og Greifarnir falla niður í fimmta sæti, en annars er list- inn á þessa leið: 1. (2 ) Hesturinn/Sknðjöklar 2. (3 ) Götustelpan/Pálmi Gunnarsson 3. (7 ) The Glory of Love/Peter Setera 4. (4 ) Papa don’t Preach/Madonna 5. (1 ) Útihátíð/Greifamir 6. (13) What’s the Colour of Money/ Hollywood Beyond 7. (17) Með vaxandi þrá/Geirmundur og Ema 8. (8 ) Fimmtán ára á föstu/Pétur og Bjartmar 9. (18) Lady in Red/Chris Debugh 10. (9 ) Hunting High and Low/A-Ha Aukafundur í borgarstjórn: Samkeppni um framtíð Viðeyjar Bogi Nilsson sýslumaður, sem í gær var skipaður í stöðu rann- sóknarlögreglustjóra ríkisins. Á 200 ára afmælisdegi Reykja- víkur 18. ágúst er boðað til aukafundar í borgarstjórn Reykjavíkur í Skúlatúni 2 kl. 10:20. í upphafi fundarins flytur Davíð Oddsson borgarstjóri ávarp en síðan verður borin upp sameiginleg tillaga allra flokka og samtaka sem eiga fulltrúa í borgarstjóm. Tillagan hljóðar svo: „Borgarstjórn Reykja- víkur samþykkir að færa Alþingi og ríkisstjórn þakkir fyrir ákvörðun þeirra um, að mannvirki og land- spilda ríkisins í Viðey skuli fram- vegis vera eign Reykvíkinga. Af því tilefni er tekið fram: að stefnt er að því, að viðgerðum á Viðeyjar- stofu ljúki á árinu 1988, að viðgerð- um á Viðeyjarkirkju ljúki ekki síðar en 1990, að á kjörtímabilinu verði efnt til hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag og nýtingu eyjar- innar í þágu Reykvíkinga og þjóðarinnar allrar.“ Dagskránni lýkur með ávarpi frú Vígdísar Finnbogadóttur forseta íslands. VIÐIR. Reykjavík 200 ára! Gleðjist i með góðri steik! w Úrbeinað -m -m • Lambalæn IllÍðfS-00 Toppdjús Kryddað og tilbúið í ofninn eða á grillið Úrbeinaður, , kryddaður og tilbúinn pr.kg. í ofninn eða á grilliö 1 líter Kynnum í Mjóddinni Matarkrásir: 63’00 Reykta kjúklinga Dofri frá isfugli - tilbúna til neyslu! Ljúffengar Lamba frampartur 298 Sólkjarnabrauð 56,0° Marmarinkaka ,00 pr.kg. hreingerningalögur Sjávarréttabökur X18,0° 1 líter 52 IVA 2,3 kg. þvottaelni 185 •” Salatbar Skemmtilegu girnilegur í Mjóddinni Sunkist appelsínur Safaríkar og sætar ,00 °g rækjurúllur frá MARSKA Egils grape ( - sem ginið er við!) **£&i**g *W' ar' W VIÐIR AUSTURSTRÆTI 17 - MJÓDDINNI Opið til kl. 21 í Mjóddinni en tilkl.19 í og Austurstræti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.