Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1986næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Morgunblaðið - 15.08.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.08.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986 Barnabrúð- kaupum fjölgar á Indlandi Nýju Dehlí, AP. BARNAGIFTINGAR eru í vexti í þremur norðlægum fylkjum Indlands, þrátt fyrir að giftingar barna hafi verið bannaðar með lögum á Indlandi. Aðstoðardómsmálaráðherra Indlands, H. R. Bharadwaj, skýrði þinginu frá þessu á þriðjudag. Það eru fylkin Gujarat, Rajast- einu séu 30 þúsund börn gift ár- han og Madhya Pradesh, sem hlut eiga að máli, en þar eiga trúarhrögð hindúa dýpstar rætur. Á árunum 1977—79 voru 500 sinnum höfðuð mál vegna barnagiftinga í tíu fylkj- um Indlands, þar af 390 sinnum í Gujarat-fylki. Bharadwaj fullyrti að vandinn hvað þetta snerti færi vax- andi, en rökstuddi mál sitt ekki með tölum. Áætlað er að í fylkinu Rajasthan lega, þrátt fyrir lögin sem banna það, en þessum lögum er sjaldan framfylgt. Þúsundir ólæsra og hjá- trúarfullra íbúa Norður-Indlands fylgja þeim forna sið að gifta stúlkubörn 4—5 ára gömul, því að öðrum kosti muni bölvun fylgja þeim. Stúlkur mega lögum samkvæmt giftast 16 ára gamlar á Indlandi og piltar 18 ára. Ný rannsókn: „Pillan“ ekki talin valda brjóstkrabba Boston, AP. í SKÝRSLU sem birt var á fimmtudag kemur fram að eftir langar rannsóknir hafi læknar ekki fundið neina fylgni milli brjóstkrabba og notkunar P- pillunnar svonefndu, sem notuð er sem getnaðarvörn. Á undanfömum árum hafa heyrst getgátur um að tengsl kunni að vera milli inntöku „pillunnar" Sri Lanka: Dani myrtur Kólombó, Sri Lanka, AF. ÖFGAMENN tamíla skutu á laugardaginn til bana Dana í Tricomalee-borg. Maðurinn var í ökuferð með konu sinni, þegar tveir menn gerðu honum fyrirsát og myrtu hann. Daninn starfaði við þýska útvarpsstöð. Ekki er nánar kunnugt um til- drög morðsins. Tamílskiröfgamenn beijast fyrir sjálfstæðu ríki tamíla á Sri Lanka. 4 þúsund manns hafa látið lífíð á undanförnum þremur árum í baráttu þeirra við sinhalesa, sem er hinn ráðandi kynþáttur á eyjunni. og brjóstkrabba, en rannsóknirnar leiddu ekkert slíkt í ljós. Bijósta- krabbatíðni var ekki meiri hjá konum, sem tekið höfðu „pilluna" í 15 ár, jafnvel þótt að bijóstkrabbi hefði gert vart við sig í ijölskyld- unnni. Dr. Richard Sattin, sem stjómaði rannsókninni, sagði að meira en 9.000 konur hefðu verið rannsakað- ar og að niðurstöður hennar væru mjög ánægjulegar. Skýrslan var birt í læknaritinu The New England Joumal of Medeein og birtist í blað- inu forystugrein um skýrsluna, eftir Dr. Samuel Shapiro. Dr. Shapiro benti á að enn væri mörgum spurn- ingum um „pilluna" ósvarað. Talið er að notkun hennar kunni að auka hættu á lifrarkrabba og að blóð hlaupi í kekki. Slíkt mun þó mjög sjaldgæft. í rannsókninni vom 4.711 konur með bijóstkrabba rannsakaðar og voru þær á aldrinum 20 til 54 ára gamlar. Þær voru bomar saman við 4.676 konur, sem voru valdar af handahófi. Dr. Sattin sagði að niðurstöður eldri rannsókna þyrfti að endurskoða þar sem að rannsókn hans væri mun víðtækari og ná- kvæmari. Hann tók þó fram að rannsóknin upplýsti ekki hvort notkun „pillunnar" hefði áhrif á bijóstamyndun unglingsstúlkna og að þar sem að „pillan" hefði fyrst verið tekin i notkun 1960 væri óvíst um langtímaáhrif hennar. Frumlegur kjóll Eitt þúsund 50 punda seðlar fóru í þennan kjól sem fyrirsætan Julie Stevens klæddist er hún afhenti bingóvinning upp á rúm- lega 3,2 milljónir íslenskra króna í London nýlega. Risaveldin: Brunei: Langar nafn- giftir ^ New York, AP. Á MIÐVIKUDAG afhenti sendi- herra Brunei aðalritara Samein- uðu þjóðanna, Javier Perez De Cuellar, trúnaðarbréf sitt. Það eitt og sér væri varla i frásögur færandi, en nafn sendiherrans hefur vakið athygli, en aldrei hefur maður með jafnlangt nafn komist á skrá SÞ yfir sendimenn aðildarríkja þeirra. Sendiherrann heitir Awang Ah- mad Bin Pehin Orang Kaya Digadong Seri Diraja Dato Laila Utama Awang Haji Mohammed Youssof. Hann er 42 ára gamall og er annar sendiherra Brunei við SÞ. Brunei varð aðildarríki SÞ í september 1984. Bmnei er lítið ríki á norðvestur- strönd Bomeó. Langar nafngiftir virðast vera landlægar þar, því að höfuðborgin heitir Bandar Seri Begawan, en opinberlega heitir þjóðhöfðinginn Duli Yang Maha Mulia Paduka Seri Baginda Sultan And Yang Di-Peituan Negeri Bru- nei Awang Muda Hassanal Bolkiah Mu’izzaddin Waddaulah Ibni Duli Yang Teramat Mulia Paduka Seri Begawan Sultan Awang Muda Omar Ali Saifuddin Sa’adul Khairi Waddin. Dags daglega er hann nefndur Hassanal Bolkiah. Viðræðum verður hald- ið áfram í Washington Kotlikovo, AP. VIÐRÆÐUM risaveldauna lauk á þriðjudag og hefur fréttaleynd hvílt yfir því hvort árangur náð- ist bæði hvað afvopnun og næsta leiðtogafund varðar. I banda- ríska dagblaðinu Washington Post var haft eftir ónafngreind- um, bandarískum embættis- mönnum að sendinefndir Sovétmanna og Bandarikja- manna hefðu ákveðið að hittast aftur í Washington í lok þessa mánaðar eða upphafi september. Þjónustustúlka Nancy Reagan, forsetafruar Bandaríkjanna: Ákærð fyrir aðild að vopnasmygli Washington, AP. PERSONULEG þjónustustúlka Nancy Reagan, forsetafrú- ar Bandaríkjanna, hefur verið ákærð fyrir að hafa átt hlut að áætlun um að smygla skotfærum til Paraguay, að sögn embættismanna. Samkvæmt ákærunni á hún að hafa túlkað fyrir tvo menn frá Paraguay, sem einnig eru ákærðir. Þá á hún að hafa keypt 10 þúsund hleðslur í skotvopn með litla hlaupvídd. Þjónustustúlkan, Anita Cast- Yfirvöld komust á snoðir um elo, var látin víkja úr starfi málið, er lagt var hald á 50 þús- tímabundið 7. ágúst síðastliðinn vegna þessa máls. Hún heldur fram sakleysi sínu í málinu og hefur verið látin laus úr haldi gegn 50 þúsund Bandaríkjadala tryggingu. und hleðslur í riffla af hlaupvídd 22 í flutningaskipi í eigu ríkis- stjómar Paraguay, þar sem það lá við festar í Richmond. Að sögn yfirvalda er ennþá ekki ijóst hversu víðfemt smyglið er. Anita Castelo I blaðinu var vitnað í embættis- menn nátengda bandarísku sendi- nefndinni og sagt að árangur hefði ekki verið mikill af viðræðunum; sendinefndirnar hefðu verið að þreifa fyrir sér. Líklegra væri að næsti fundur bæri ávöxt. Nokkrir helstu sérfræðingar Bandaríkjamanna og Sovétmanna um afvopnunarmál sitja í samn- inganefndunum og ræddu þeir saman í ellefu klukkustundir í húsi sovéska utanríkisráðuneytisins nærri þoipinu Kotlikovo skammt suður af Moskvu. Samningsaðiljar hafa ekki gefið út yfirlýsingar um fundina, sem haldnir voru til að undirbúa leið- togafund milli Ronalds Reagan, forseta Bandaríkjanna, og Mikhails Gorbachev, leiðtoga Sovétríkjanna, og ræða afvopnunarmál. People Express: Tapið aldrei meira Newark, New Jersey, AP. TAP á rekstri bandaríska flug- félagsins People Express á öðrum ársfjórðungi þessa árs, nam 74,5 milljónum Bandaríkja- dala, um það bil 3 milljörðum dala. Hefur tap á rekstri félags- ins ekki orðið jafn mikið áður. Tapið á fyrsta ársQórðungi þessa árs var 58 milljónir dala. Félagið hætti nýlega að bjóða lág fargjöld, þar sem engin þjónusta er innifalin, til þess að bæta fjárhagsstöðuna. Japan: Stálrör til Sovétríkjanna Tókkyó, AP. ^ SOVÉTMENN munu á næstunni kaupa um 400,000 tonn af stálrörum af fjórum japönskum stórfyrirtækjum, að því er starfsmaður Nippon Steel Co. sagði í Tókýó sl. miðvikudag. Verða rörin notuð við flutn- ing á jarðgasi í Síberíu. Talsmaðurinn vildi ekki gefa upp verð, en sagði að Sovétmenn myndu greiða í jenum og dollurum og stað- greiða helminginn st.rax. Samn- ingaviðræðum Nippon Steel, Nippon Kokan, Sumitomo Metal Industries, Kawasaki Steel og Sov- étmanna lauk á laugardag í Moskvu og mun afhending röranna fara fram í árslok. Japanskir stálfram- leiðendur hafa undanfarin 10 ár, framleitt ýmis konar búnað fyrir Sovétmenn vegna jarðgasvinnslu þeirra í Síberíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 180. tölublað (15.08.1986)
https://timarit.is/issue/120768

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

180. tölublað (15.08.1986)

Aðgerðir: