Morgunblaðið - 15.08.1986, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 15.08.1986, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986 Efnavopn Sovétríkjanna eftir Hallgrím Oskarsson I lok sjöunda áratugarins setti Richard Nixon, þáverandi forseti Bandaríkjanna, bann gegn fram- leiðslu allra efnavopna í þeirri von að Sovétmenn gerðu slíkt hið sama. Það gerðu þeir ekki og standa Sov- étmenn nú langtum fremst allra þjóða í heiminum á sviði stórhættu- legra efnavopna, og hafa fyrirliggj- andi mikið magn þeirra. Þessir yfírburðir Sovétríkjanna hafa leitt til þess að hernaðarlegt jafnvægi Sovétríkjanna og Bandaríkjanna er ekki sem skyldi á þessu sviði og 1 því er eðlileg sú ákvörðun Banda- ríkjastjómar, sem tekin var nýlega, að hefja aftur framleiðslu efna- vopna þannig að hernaðarlegt jafnvægi aukist á milli stórveld- anna. Sovétmenn hafa lengi notað ýmis efnavopn í stytjöldum sem þeir hafa háð. Má þar sem dæmi nefna í Afganistan, Laos, Víetnam og í Kambódíu. Vopn þessi eru hryllileg og afléiðingar þeirra enn verri. Er ætlunin hér á eftir að segja nokkuð frá þessum vopnum sem Sovétríkin eiga og hafa tilbúin til notkunar. í lok síðari heimsstytjaldarinnar hertóku Sovétmenn þýskar verk- smiðjur sem framleiddu efnavopn ** og komust þannig yfír miklar birgð- ir efnavopna og tæki til framleiðslu þeirra. Tvær stöðvar rifu þeir nið- ur, fluttu til Sovétríkjanna og settu saman þar. Á þessum grunni hafa Sovétmenn þróað sína framleiðslu efnavopna jafnframt því sem þeir hafa byggt framleiðslustöðvar vítt og breitt um Sovétríkin. Það var þó ekki fýrr en upp úr 1960 sem Sovétmenn fóru í raun og veru að stunda rannsóknir á efnavopnum, en síðan þá hefur æ meiri áhersla verið lögð á þennan hluta vopna- framleiðslunnar. Ein stærsta rannsóknarstöð á sviði efnavopna í Sovétríkjunum er kölluð Shikhany (The Shikhany Chemieal Warfare Proving Ground). Hún var byggð í kringum 1925 þar sem Sovétmenn stunduðu lítillega prófanir á efna- vopnum fram að lokum fjórða áratugarins. Sovétmenn geyma efnavopn sín í vörugeymslum og gámum víðsveg- ar um Sovétríkin. Frá mörgum stöðvum liggja járnbrautarteinar þannig að hægt er á skömmum tíma að flytja mikið magn efnavopna til hafna eða flugstöðva. Þeir hafa þróað margar gerðir efnavopna og aðferðir við að nota þau. Þeir hafa einnig tilbúnar áætlanir um notkun á ófriðartímum og í þeim felast árásir á: • kjamorkustöðvar • flugstöðvar • flotastöðvar • stjórnstöðvar á landi • geymslustöðvar og vöruskemmur • fangabúðir • stórskotasveitir • jurtir og dýr • menn, t.d. landgönguliða eða almenning Hluti sovésku efnastöðvanna er nú þegai' tilbúinn ef til átaka kem- ur. Ef sovésk hersveit þyrfti að fara yfir svæði sem hefði þegar verið úðað t.d. með eiturgasi, hafa Sovétmenn þjálfað sérstakar hjálp- arsveitir sem aðstoða hersveitir með hlífðarfötum, grímum og öðru til að komast yfir hættusvæði. Ef sov- ésk herdeild hefur orðið fyrir árás með efnavopnum, hafa Sovétmenn einnig ýmis sérhönnuð tæki sem hreinsa öll hergögn svo sem skrið- dreka, byssur, farartæki o.s.frv. Eitt slíkt tæki er TMS-65-þotan sem ætluð er til úðunar með eitur- Hallgrímur Óskarsson „Sovétmenn hafa lengi notað ýmis efnavopn í styrjöldum sem þeir hafa háð. Má þar sem dæmi nefna í Afganist- an, Laos, Víetnam og í Kambódíu. Vopn þessi eru hryllileg og af leið- ingar þeirra enn verri.“ eyðandi lausn yfir ákveðið svæði. Frá því að Sovétmenn byijuðu að þróa efnavopn hafa þeir fram- leitt margai- tegundir til mismun- andi notkunar. Þær gerðir efnavopna sem vitað er með vissu að Sovétmenn hafi framleitt eru eftirfarandi: • ýmis taugaefni t.d. sarín og sóman • eiturefni sem brennir hörund manna og dýra við snertingu (mústrad, Lewis-sýrur og blanda af báðum efnum). Mústrad var nokkuð notað í fyrri heimsstyijöldinni. • hydrogen síaníð • fosgen • einnig tvö önnur efni sem hafa ekki verið nafngreind en orsaka meðvitundarleysi í eina klst. eða meira. Þessi efni hafa mikið verið notuð í Afganistan. Flest sovésk skotvopn, allt frá fallbyssum og til langdrægra flug- skeyta, eru þannig samræmd að auðvelt er að nota hvaða efnavopn (sem eru til í formi flugskeyta) sem fyrirliggjandi eru, hvort sem um er að ræða sjóher, landher, eða flug- her. Sovétmenn hafa nú þegar á tölvutæku formi tilbúnar upplýsing- ar sem notaðar eru til útreikninga við árásir með efnavopn. Þar er hægt að segja til um á skömmum tíma hvaða efnavopn skulu notuð, hvernig skal þeim skotið/dreift mið- að við veðuraðstæður og ástand á vígvelli o.fl. Sovétmenn halda einn- ig áfram að þróa stærri og öflugri kerfi fyrir notkun efnavopna, sem eru einnig nákvæmari og öruggari í notkun. Vinnslu efnavopna í Sovétríkjun- um er stjómað af hópi (Headquart- ers Chemical Troops) í sovéska vamarmálaráðuneytinu. Hún er eins og áður hefur komið fram mjög víðtæk og t.d. em um 45.000 her- menn í landher Sovétríkjanna sem sjá einungis um efnavopnin. Fjöldi þessi sem og á öðmm stöðum er talinn munu tvöfaldast á ófriðartím- um. Talið er, að þeir, sem annast framleiðslu og athuganir á efna- vopnum, hafi einkum þessum skyldum að gegna: • tæknileg ráðgjöf og þjálfun not- enda í heijum Sovétríkjanna • sjá um áætlanir vegna rann- sókna og þróunar 0 tryggja framleiðslu og ömgga geymslu efnavopna • annast nægar varnir gegn efna- vopnum • æfingar hermanna til undan- komu á eitmðu svæði • starfræksla skóla fyrir efna- verkfræðinga og aðra þá sem um framleiðslu efnavopna munu sjá í framtíðinni. Nú í dag em um 200 staðir víðs vegar um Sovétríkin sem útbúnir hafa verið sérstaklega fyrir æfingar með efnavopn, sem eru byggðar upp á raunvemlegri notkun efnavopna. Enn eitt vamartæki Sovétmanna gegn gagnárás með efnavopnum em eins konar verndarsíur fyrir skip, bíla og skriðdreka sem gera það að verkum að þeir sem í farar- tækjunum em geta athafnað sig að fullu leyti í umhverfi þar sem efnavopn hafa verið notuð. Af þessu öllu sést að kraftur sovéskra efnavopna er mjög mikill. Á þessu sviði em Sovétmenn lang fremstir í heiminum en það getur ávallt skapað hættu ef ein þjóð skarar svo langt fram úr á sviði hemaðar. Það getur telft friði í tvísýnu. Því er nauðsynlegt svo að hemaðarlegt jafnvægi stórveldanna haldist, að eitthvað mótvægi fáist frá hendi Bandaríkjanna. Það er því að vissu leyti góð frétt að Bandaríkjamenn hafi ákveðið að heija framleiðslu efnavopna á ný eftir u.þ.b. 18 ára hlé, þó að maður voni heils hugar að notkun þeirra verði bönnuð af báðum stórveidun- um í framtíðinni. Höfundur stundar nám á eðlis- fræðibraut Menntaskólans á Akureyrí. 4 | raðauglýsingar — radauglýsingar — radaugiýsingar Skipasala Hraunhamars Til sölu 15 tonna plastbátur byggður í Bret- landi 1983 með stórri og góðri vél og vel búinn tækjum. Vantar 20-100 tonna báta á söluskrá. Sölumaður Haraldur Gíslason, kvöld- og helgarsími 51119. Skipasala Hraunhamars, Reykjavíkurvegi 72, Hf., sími 54511. húsnæöi öskast | íbúð óskast Ung hjón utan af landi, sem bæði eru í námi og eiga eitt barn óska eftir 2ja-3ja herb. íbúð til leigu. Upplýsingar í síma 616235 eftir kl. 18.00. Skrifstofuhúsnæði m. síma í Reykjavík óskast í eina viku frá og með 18. ágúst-22. ágúst. Tilboð sendist augldeild Mbl. strax, merkt: „S — 18-22“. Skrifstofuhúsnæði - Miðbær Til leigu er nýtt skrifstofuhúsnæði í mið- bænum alls 262 fm. Húsið er jarðhæð, miðhæð og ris sem leigist út sem ein heild eða í hlutum. Tilboð óskast sent á augldeild Mbl. eigi síðar en þriðjudaginn 19 ágúst merkt: „L — 291 “. Dregið hefur verið í happdrætti Landsmóts hestamanna 1986. Vinningar komu á miða nr.: 6072 — hestur altygjaður. 5000 — ferðavinningur frá Úrval. 667 — hnakkur og beisli. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu Lands- sambands hestamanna, Bændahöllinni í símum 91-19200 og 29899. Framkvæmdanefndin. Útboð 2. áfangi íþróttahúss á Siglufirði Tilboð óskast í að reisa límtrésboga, ganga frá vegg- og þakklæðningu að utan, að ein- angra húsið og ganga frá vegg- og loftklæðn- ingu að innan. Boðið er upp á tvo byggingarmöguleika. Annars vegar uppbyggingu á hefðbundinn hátt en hins vegar framleiðslu og frágang á vegg- og þakeiningum. Áður auglýstur tilboðsfrestur er framlengdur til mánudagsins 25. ágúst nk. og verða tilboð opnuð þann dag kl. 14.30 í Ráðhúsi Siglu- fjarðar. Tilboðsgögn eru til afhendingar á bæjarskrif- stofunum á Siglufirði og á Verkfræði- og teiknistofunni sf., Kirkjubraut 40 á Akranesi. Skilatrygging er kr. 5000. Siglufjarðarkaupstaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.