Morgunblaðið - 15.08.1986, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 15.08.1986, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986 47 Urslitum bikarkeppninnar f restað vegna kæru á ÍA? - hvert kærumálið hefur rekið annað á undanförnum árum vegna óljósra reglna um félagaskipti og leikbönn VALSMENN funduðu í gær um það hvort þeir ættu að kæra bikarundanúrslitaleikinn á Akranesi og þó engin formleg ákvörðun hafi verið tekin bendir atlt til þess að Valur leggi fram kæru í málinu í dag. Það veldur því að úrslitaleikurinn í Mjólkur- bikarnum, sem fyrirhugaður er 31. ágúst, kemst f uppnám, því litlar líkur eru á því að hægt verði að dæma endanlega f málinu á tveimur vikum. Að minnsta kosti ein vika fer í að fjalla um málið í héraðsdómi á Akranesi og að öllum líkindum ekki skemmri tfmi í að fjalla um málið hjá dómstóli ÍSÍ verði því áfrýjað, en það má heita öruggt samkvæmt venju. Og þar sem félögin þurfa að minnsta kosti þrjá til fjóra daga til að undirbúa sig fyrir úrslitaleik sem þennan má telja ólíklegt að úrslitaleik- urinn geti fari fram á fyrirfram ákveðnum tfma. Mál Póturs Péturssonar er því miður ekki einsdæmi. Hvert kærumálið hefur rekið annað í íslensku knattspyrnunni á undan- förnum árum og varpað á hana algjörlega óþörfum skugga. Regl- ur sem eru jafnóljósar og raun beri vitni eru einfaldlega ekki nógu góðar reglur. Þetta á ekki aðeins við um reglurnar um fé- lagaskipti heldur ekki síður um þær reglur og starfsaðferðir sem viðhafðar eru við að setja menn í leikbönn. Kærumál ár eftir ár Sumarið 1982 logaði knatt- spyrnan hér í deilum vegna máls Alberts Guðmundssonar, sem kom frá Kanada og lék tvo leiki með Val. Valsmenn telja nú að það mál sé mjög keimlíkt Péturs- málinu og víst er að þeir höfðu í höndunum nákvæmlega sams- konar heimild frá KSI um að Albert væri löglegur og Skaga- menn hafa um Pétur núna. En Valur tapaði kærunum — og fjór- um stigum — og glötuðu þar með öllum möguleikum á að ná topp- sætum í deildinni, hafi hann verið fyrir hendi fyrir. Sumarið 1983 gerðu Vest- manneyingar og Breiðabliks- menn jafntefli í leik í fyrstu deild. Fyrir einhver óljós mistök, til komin vegna undarlegs orðalags á skeyti frá KSÍ, létu forráða- menn Eyjaliðsins Þórð Hallgríms- son leika þennan leik, en hann hafði verið dæmdur í leikbann sem hann átti að taka út í hon- um. Þetta hefðu Eyjamenn að sjálfsögöu aldrei gert ef skilaboð- in frá KSÍ um leikbannið hefðu náð til þeirra sem völdu í liðið, því niðurstaðan var sú að þeir voru dæmdir til að leika i annarri deild á næsta keppnistímabili á eftir. Klúðrið kostaði þá fyrstu- deildarsæti. Knattspyrnuáhugafólki er eflaust i fersku minni „Jónsmál- ið" svokallaða, en það var ekki ósvipað Vestmannaeyjamálinu. Skeyti um að Jón G. Bjarnason ætti að taka út leikbann í fyrsta leik KR sumarið 1985 var sent heim til formanns knattspyrnu- deildarinnar, sem var erlendis. Þróttur kærði leikinn og vann málið eftir að það hafði velkst í dómskerfi íþróttahreyfingarinnar mestallt sumarið. í ár eru það svo Sigurðarmál- ið, sem er enn eitt leikbanns- klúðrið, og Pétursmálið, sem er félagaskiptamál. Óþarft er að rekja þau hér, en niðurstöður dómstóla um þau skipta alveg sköpum um það hvernig staðan í fyrstu deild verður þegar upp er staðið — á botni fyrstu deild- ar, á toppi fyrstu deildar og í bikarkeppninni. Ef Víðir vinnur málið, sem flestir telja nánast öruggt, þá eru þeir nánast komn- ir úr fallhættu, og um leið verða möguleikar Keflvíkinga á Evr- ópusæti hverfandi. Ef FH vinnur kæruna gegn ÍA vænkast hagur þeirra í botnbaráttunni sömuleið- is verulega, en Skagamenn sitja eftir um miðja deild. Og ef Valur kærir og vinnur málið þá skekur það sjálfan úrslitaleik bikar- keppninnar. Reglunum verður að breyta Öll þessi kærumál koma til vegna þess að starfshættir eða reglur KSÍ eru óljósar. En þaö væri of auðveldlega sloppið hjá félögunum að skella allri skuld- inni á KSÍ, því það eru auðvitað félögin sem mynda KSÍ, fulltrúar félaganna velja og sitja í stjórn og fulltrúar allra félaganna sam- þykkja reglurnará aðalfundi KSÍ. En væri ekki ráð að stokka reglurnar um félagaskipti algjör- lega upp og gera þær miklu einfaldari. Hvernig væri að leyfa frjáls félagaskipti á hverju vori t.d. til 1. júlí, og loka þá á öll félagaskipti — svipað og gert er víöa erlendis. Leikmenn gætu þá skipt um félög framan af keppn- istímabilinu og fyrir það með t.d. þriggja daga biðtíma, i stað tveggja mánaða, eins og nú. Varðandi þá sem leika erlendis — og erlenda leikmenn: Mætti ekki einfaldlega leyfa öllum að leika hér sem vilja, svo framarlega sem þeir hafi dvalið hér á landi í t.d. 3 vikur, til að tryggja að ekki verði keyptir hingað leik- menn í einstaka leiki. Með öðrum orðum opna dyrnar fyrir atvinnu- mönnum sem hér vilja dvelja og leika. Með þessu móti myndi reyna meira á þroska félaganna, þjálf- aranna og leikmannanna, og þetta myndi eflaust leiða til þess að félögin gerðu einhverskonar formlega samninga við leikmenn sína strax að vori. Það væri tvímælalaust af hinu góða. Lítil hætta væri á að leikmenn stund- uðu mikið flakk á milli liða eftir að keppnistímabilið byrjaði — þeir sem reyndu það fengju fljót- lega á sig slæmt orð og ólíklegt að félög, og þeir leikmenn sem fyrir eru, kærðu sig um slíka menn. Með þvi að loka á öll fé- lagaskipti á miðju sumri væri síðan lokað fyrir þann möguleika að lið kaupi til sín leikmenn i ein- staka mikilvæga leiki þegar nær dregur úrslitum og taugaspenn- an eykst. -GA 1. deild kvenna: Valur tryggði sér titilinn VALSSTÚLKURNAR tryggðu sér endanlega íslandsmeistaratitil- inn i knattspyrnu kvenna þegar þær sigruðu lið KR auðvedlega í KR-vellinum f gærkvöldi með fimm mörkum gegn engu. Valur hefur á að skipa áberandi besta kvennaliði landsins á þessu sumri, og hefur mikla yfirburði í deildinni. Það var aldrei spurning í leiknum í gærkvöldi hvort liðið myndi sigra. Valsstúlkurnar sóttu allan tímann en þurftu þó aöstoð KR-inga við fyrsta markið — sjálfs- mark sem kom undir lok fyrri hálfleiks. í þeim síðari gerði Ingi- björg Jónsdóttir tvö mörk, Ragn- heiður Víkingsdóttir eitt og Bryndsís Valsdóttir eitt. Þau keppa „fyrir ísland FJÖGUR íslensk ungmenni taka þátt í Norðurlandakeppni ungl- ingalandsliða, sem fram fer í Kristiansand i Noregi 23.-24. ágúst nk. ísland og Danmörk tefla fram sameiginlegu liði. Þau sem náðu tilskildum lág- marki og keppa af hálfu íslands eru: Svanhildur Kristjónsdóttir UMSK, Gunnlaugur Grettisson KR, Sigurjón Valmundsson UMSK og Steinn Jóhannsson KR. • Grímur og Ólafur, Selfyssingarnir sem æfðu með Essen. Gáfu Essen 8 kg stein! TVEIR ungir handknattleiksmenn á Selfossi, þeir Grímur Hergeirs- son og Ólafur Einarsson, dvöldu á dögunum í Vestur-Þýskalandi við æfingar hjá Tusem Essen, lið- inu sem Jóhann Ingi Gunnarsson þjálfar, og Alfreð Gíslason leikur með. Að sögn Jóhanns Inga stóðu þeir sig mjög vel við æfingarnar, en sérstaka athygli leikmannanna og framkvæmdastjóra Essen vakti gjöf sem þeir höfðu meðferðis að heiman. Það var átta kílógramma þungur steinn sem í voru grafin þakklætisorð til félagsins. Fram- kvæmdastjóri Essen, sem yfirleitt þiggur ekki gjafir sem þessar, var svo hrifinn að hann tók steininn heim til sín, og leysti Selfyssingana út með gjöfum. Fjölmörg fyrirtæki á Selfossi tóku höndum saman go styrktu þá Grím og Ólaf til fararinnar, en þeir eru meðal allra efnilegustu handknattleiksmanna bæjarins. Framhaldsaðalfundur Aðalfundur Knattspyrnufélags Vals verður haldinn að Hlíðarenda fimmtudaginn 21. ágúst kl. 20.00. Fundarefni: Lagabreytingar. Stjórnin Opna (&£(l'(r)c$í mótlð fyrsta opna golfmót landsins 25 ára Opna Coca Cola mótið verður haldið 16. og 17. ágúst hjá Golf- klúbbi Ness. Leiknar verða 36 holur með og án forgjafar. Sá þátttakandi er fyrstur fer holu í höggi á 3. braut hlýtur í verð- laun 200 kassa af hressandi Coca Cola. Einnig verða þeim veitt verðlaun er slá næst holu á 3. braut og lengsta teigarhögg á 2. braut og verða þau bæði veitt í kvenna og karlaflokki. Skráning er þegar hafin og fer fram í öllum golfklúbbum landsins. _ Þátttaka er opin ölium kylfingum, innlendum sem -erlendjafn sam- kvæmt reglugerð St. Amlrews, en takmarkast þó við 9§rkeppendur. skrAsett vörumeru *

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.